Innistæðulaus stærilæti Símans sem sagði sig sjálfur til sveitar

Auglýsing

Ráð­herra fjöl­miðla­mála boð­aði nýverið að farið yrði dönsku leið­ina við það að styrkja rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla sem sinna frétta­þjón­ustu. Þar vísar hún í marg­hátt­aðar leið­ir, meðal ann­ars styrkja­greiðsl­ur, sem Danir réð­ust í á fyrsta ára­tug þess­arar aldar og hafa reynst vel. Sömu sögu er að segja af hinum Norð­ur­lönd­un­um, sem öll skil­greina frétta­þjón­ustu sem lýð­ræð­is­lega mik­il­væga og hafa stutt við hana á þeim grund­velli. 

Hér­lendis hefur staðan verið allt önn­ur. Árum saman hafa verið uppi áform um að koma á ein­hvers­konar kerfi til að mæta þeim mark­aðs­bresti sem eru til staðar í íslenskum frétta­fjöl­miðl­um. Birt­ing­ar­myndir brests­ins eru ýmis­kon­ar. Ein er sú að starf­andi í fjöl­miðlum árið 2020 voru 40 pró­sent af þeim sem voru starf­andi 2013. Önnur að erlendir aðil­ar, sem greiða ekki skatta á Íslandi, hafa tekið til sín næstum 50 millj­arða króna af því sem Hag­stofan skil­greinir sem aug­lýs­ingafé á átta árum. Þriðja er sú að ein­stak­lingar eða sér­hags­muna­hópar sökkva millj­örðum í að halda úti stórum fjöl­miðlum í tap­rekstri í við­leitni sinni við að hafa ákveðin tök á umræðu. Fjórða að tveir millj­arða­mær­ingar hafa dælt millj­örðum í fjöl­miðla­sjoppur á bak­við tjöld­in, aðal­lega til að klekkja á hvorum öðr­um. Fimmta í því að hlut­deild RÚV í heild­ar­tekjum fjöl­miðla hefur vaxið úr 21 í 26 pró­sent á fjórum árum og hefur ekki verið meiri frá því á tíunda ára­tugn­um. 

Sjötta birt­ing­ar­myndin sem má nefna er síðan sú að þeir aðilar sem frétta­fjöl­miðlar eiga að veita aðhald: t.d. atvinnu­líf­ið, stofn­anir og stjórn­mála­flokkar hafa stór­aukið fjár­aust­ur, meðal ann­ars úr rík­is­sjóði, í sinn lobbý­isma og heima­til­bú­inn „frétta­flutn­ing“ sem hefur samt sem áður aldrei þann meg­in­til­gang að segja satt og rétt frá eða að upp­lýsa almenn­ing heldur fyrst og síð­ast að láta þann sem borgar launin líta vel út og passa upp á hans hags­mun­i. 

Fámennur hópur stendur í vegi fyrir úrbótum

Þrátt fyrir þessa stöðu, og vinnu sem staðið hefur yfir í á sjötta ár, er það eina sem stjórn­völd hafa gert til að mæta henni styrkja­kerfi sem deilir tæp­lega 400 millj­ónum króna milli þeirra einka­reknu fjöl­miðla sem sinna frétta­þjón­ustu. Ekk­ert er minnst á lýð­ræði í lögum utan um kerfið og það gildir ein­ungis út þetta ár. Þeir sem reka frétta­miðla eru með hóf­legar vænt­ingar til þess að nýjar yfir­lýs­ingar um aðgerðir leiði af sér eitt­hvað áþreif­an­legt.

Auglýsing
Ástæða þess að þetta þok­ast ekk­ert áfram hér­lendis er flestum sem til þekkja ljós. Mikil and­staða er við áformin hjá hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks og þröngra afla í atvinnu­líf­inu sem deila með þeim heims­sýn og hags­mun­um. Sú and­staða er ekki falin heldur ítrekuð opin­ber­lega og birt­ist líka í því neyð­ar­lega ástandi að í hvert sinn sem ráð­herra mála­flokks­ins ræðir til­lögur um úrbætur hoppa áður­nefndir þing­menn til og leggja fram frum­vörp í and­stöðu við áætl­anir henn­ar, en hafa þann til­gang að gagn­ast aðal­lega miðlum sem þeim eru þókn­an­leg­ir. 

Fyrir vikið ger­ist ekk­ert. 

Segir sjálf­stæða fjöl­miðla segja sig til sveitar

Sýni­leg­ustu öflin í atvinnu­líf­inu sem setja sig á móti þessu koma innan úr fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu Sím­an­um. Fremstur í flokki fer Magnús Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sölu. Hann hefur verið dug­legur að skila inn umsögnum í nafni félags­ins þar sem hann leggst gegn öllum styrkja­greiðslum til fjöl­miðla sem reka frétta­stofur til að mæta mark­aðs­bresti. Þess utan er hann óþreyt­andi á sam­fé­lags­miðlum að halda fram sömu sjón­ar­miðum og ásaka aðra um að vera „keypt­ir“.

Í nýlegri umsögn um frum­varp Óla Björns Kára­sonar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks, og nokk­urra félaga hans, sem fjallar um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði, skrifar Magnús langt last um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla þrátt fyrir að frum­varpið snú­ist ekk­ert um þá.

Þar segir meðal ann­ars: „Því miður hafa verið stigin þau óheilla­skref að hefja rík­is­stuðn­ing við frétta­miðla í stað þess að taka hið opin­bera af þeim mark­aði. Slíkt er að mati Sím­ans sóun á opin­beru fé [...] Þess utan má ótt­ast að lýð­ræð­inu stafi hætta á því, að sjálf­stæðir fjöl­miðlar þurfi að segja sig til sveitar sem flestir hafa nú gert.“ Sam­hliða leggur Magnús til að ráð­ist verði í breyt­ingar sem auka fjár­flæði úr rík­is­sjóði til atvinnu­rek­anda hans í stað þess að greiða styrki til þeirra sem sinna frétta­þjón­ust­u. 

Þessi stæri­læti hafa vakið athygli, sér­stak­lega í ljósi þess að Sím­inn rekur ekki frétta­þjón­ustu og end­ur­greiðslur vegna hennar hafa þar af leið­andi ekk­ert með félagið að gera.

Aðstoð­ar­menn kosta rík­is­sjóð svipað

Yfir­menn Magn­úsar hjá Sím­an­um, skráðu félagi á mark­aði sem er að stórum hluta í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, deila ber­sýni­lega fram­settum skoð­unum hans fyrst sölu­stjór­inn fær að setja þær fram í nafni Sím­ans í umsögnum sem skilað er inn til Alþing­is. 

Það er hins vegar nauð­syn­legt að staldra við nokkrar full­yrð­ingar hans. Sér­stak­lega þá að lýð­ræð­inu stafi hætta af því að „sjálf­stæðir fjöl­miðlar þurfi að segja sig til sveit­ar“. Þar hunda­flautar Magnús um að fjöl­miðlar muni ekki bíta í hönd­ina sem fæðir þá, þrátt fyrir að hafa ekk­ert hand­bært til að byggja þann flautu­konsert á. 

Í fyrsta lagi má benda á að styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla eru sam­an­lagt svipuð upp­hæð og laun 27 aðstoð­ar­manna ráð­herra og rík­is­stjórnar kosta á árs­grund­velli. Alls eru þeir um 0,035 pró­sent af öllum útgjöldum rík­is­sjóðs á árinu 2022 og lægri en sú aukn­ing sem varð á fram­lagi úr rík­is­sjóði til RÚV vegna verð­breyt­inga milli ára. ­Styrkirnir eru með öðrum orðum svo lágir að þeir skipta ekki neinu lyk­il­máli fyrir rekstur frjálsra fjöl­miðla, þótt þeir gagn­ist þeim sem eru í vexti ágæt­lega við að þró­ast og stækka.

Styrkja­kerfi auka fjöl­miðla­frelsi

Í öðru lagi er löng hefð fyrir mun umsvifa­meiri styrkja­kerfum vegna frétta­þjón­ustu á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þar stund­uðu menn með flautu­getu lengi það að blístra sama lag og Magn­ús.

Auglýsing
Nýverið héldu rann­sókna­setur um fjöl­miðlun og boð­skipti við Háskóla Íslands og Blaða­manna­fé­lag Íslands í sam­starfi við Stofnun stjórn­sýslu­fræða og stjórn­mála mál­þing um opin­bera styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Í fram­sögu Idu Willig, pró­fess­ors í fjöl­miðla­fræði við Hró­arskeldu­há­skóla, var fjallað um fjöl­miðla­styrki í Dan­mörku. Þar kom fram að engar rann­sókn­ir, úttektir eða raun­dæmi styddu flautið um und­ir­lægju­semi fjöl­miðla sem nytu opin­berra styrkja við vald­ið. Þvert á móti hafi aðhalds­geta auk­ist sam­hliða betra rekstr­ar­um­hverfi. Fyrir vikið er flautið að mestu þagnað í Dan­mörku og á hinum Norð­ur­lönd­un­um, enda mælist fjöl­miðla­frelsi mest þar í heim­in­um. Ísland er í 16. sæti á þeim lista.

Engin starfs­maður eða sölu­stjóri frá Sím­anum var við­staddur mál­þing­ið.

Sím­inn var rík­is­fyr­ir­tæki í eina öld

Sím­inn var rík­is­fyr­ir­tæki frá 1906 til 2005, eða í 99 ár. Inn­viðir þess voru byggðir upp fyrir opin­bert fé allan þann tíma. Á meðal þeirra inn­viða er hluti þess fjar­skipta­kerfis sem var inni í Mílu, sem Sím­inn seldi nýverið til franska sjóðs­ins Ardian fyrir 78 millj­arða króna. 

Stjórn­endur Sím­ans eru á fullu við að dæla pen­ingum út úr félag­inu til hlut­hafa. Í fyrra skil­uðu þeir 8,5 millj­örðum út til þeirra. Ef salan á Ardian verður sam­þykkt af sam­keppn­is­yf­ir­völdum munu hlut­hafar ugg­laust getað hugsað til þess að jafn­vel tug­millj­arða­greiðslur bíði þeirra. Byggt á sölu á innviðum út úr fyr­ir­tæki sem var rík­is­fyr­ir­tæki í 85 pró­sent af þeim tíma sem það hefur verið til. Varla heldur Magnús því fram að ekk­ert af þessum verð­mætum sem nú er verið að selja, og greiða til hlut­hafa, hafi orðið til vegna aðkomu og fjár­fest­inga rík­is­sjóðs á þeirri tæpu öld sem Sím­inn var í opin­berri eig­u?  

Magnús þyrfti líka að svara hversu stóra upp­hæð þurfi úr opin­berum sjóðum til að segja sig til sveitar og hvort það séu bara stuðn­ings­greiðslur við frétta­miðla sem séu sóun á opin­beru fé. Það þarf nefni­lega að skoða hvar hann situr og setja fram­setta gagn­rýni hans í sam­hengi við það.

Líkt og minnst var á hér að ofan er margt fleira end­ur­greitt úr opin­berum sjóðum hér­lendis en vinna blaða­manna á rit­stjórnum frétta­miðla. Til dæmis fram­leiðsla sjón­varps­efn­is.

Þær tölur eru opin­berar og auð­velt er að leggja þær sam­an.

Sjón­varps­efni er nið­ur­greitt af skatt­greið­endum

Íslenskt efni sem sýnt er í Sjón­varpi Sím­ans, og öðrum íslenskum sjón­varps­stöðv­um, er það sem dregur flesta áskrif­endur og aug­lýsendur þeirra að. Sjón­varps­stöðv­arnar kaupa annað hvort sýn­inga­rétt­inn af þessu efni eða eru með­fram­leið­endur þess, svona svipað og að á rit­stjórn frétta­fjöl­mið­ils eru ann­ars vegar verk­takar sem selja efnið sitt til birt­ingar eða launa­fólk sem vinnur það í með­fram­leiðslu við rit­stjóra. 

Íslenskt sjón­varps­efni er flest nið­ur­greitt úr rík­is­sjóði, úr vasa skatt­greið­enda. Ann­ars vegar með fram­leiðslu- og þró­un­ar­styrkj­um. Og hins vegar end­ur­greiðslum á fram­leiðslu­kostn­aði vegna kvik­mynda- eða sjón­varps­þátta­gerð­ar. Ekki er þó um eig­in­lega end­ur­greiðslur að ræða. Fram­­leiðslu­­kostn­aður greið­ist ekki beint til rík­­is­ins og því ekk­ert bein­línis fyrir ríkið að end­­ur­greiða. 

End­ur­greiðslur er bara fínt orð sem sett var inn í lögin svo hrein­trú­uðu kap­ít­alist­arnir sem segja sig til sveitar með því að taka við rík­is­styrkjum geti sann­fært sig um að þetta sé eitt­hvað ann­að. Þetta er styrk­ur. Gjöf.

Er millj­arður í rík­is­styrki ekki að segja sig til sveit­ar?

Sú greiðsla er 25 pró­sent af öllum kostn­aði sem fellur til við fram­leiðslu verk­efn­is­ins, og vænt­ingar eru til þess að hún verði hækkuð upp í 35 pró­sent á þessu kjör­tíma­bil­i. 

Auglýsing
Ef skoð­aðar eru tölur yfir þá rík­is­styrki sem verk­efni sem sýnd hafa verið í Sjón­varpi Sím­ans hafa fengið á árunum 2017 til 2022 kemur athygl­is­verð mynd í ljós. Veittir þró­un­ar- og fram­leiðslu­styrkir eru 375 millj­ónir króna og til við­bótar liggja fyrir vil­yrði um 130 millj­óna króna styrki til við­bótar í ár. End­ur­greiðslur á fram­leiðslu­kostn­aði á árunum 2018 og út síð­asta ár nema um 632 millj­ónum króna. Þættir eins og Logi 3 eða Hver drap Frið­rik Dór fengu hvor um sig sam­bæri­lega rík­is­styrki og Kjarn­inn fékk á síð­asta ári til að halda úti níu manna frétta­fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem fram­leiddi á fjórða þús­und frétt­ir, frétta­skýr­ing­ar, við­töl, hlað­vörp og umræðu­efni á árinu 2021. 

Sam­tals hefur ríkið því nið­ur­greitt sjón­varps­efni sem hefur verið sýnt í Sjón­varpi Sím­ans fyrir 1.137 millj­ónir króna frá árinu 2017. 

Það á að styðja við íslenska fram­leiðslu

Rík­is­styrkir til allrar kvik­mynda- og sjón­vars­þátta­fram­leiðslu á Íslandi hlaupa alls á millj­örðum króna. Þeir mynda grunn­inn að því að við njótum fjöl­breyttrar og skemmti­legrar dag­skrár­gerðar hér­lendis á okkar eigin tungu­máli. Bóka­út­gáfa er nið­ur­greidd með rík­isfé og það er tón­list­ar­fram­leiðsla líka. Ofan á þetta allt leggj­ast svo lista­manna­laun.

Þess utan fá ýmsir sem búa til tölvu­leiki eða ýmis­konar öpp hlut­deild í næstum tólf millj­arða króna styrkjum sem árlega eru greiddir úr rík­is­sjóði í rann­sóknir og þró­un. 

Ofan­greint er allt nið­ur­greiðsla á fram­leiðslu á efni. Alveg eins og frétta­vinnsla, þótt sú fram­leiðsla sé öðru­vísi vegna þess að hún hefur ekki ein­ungis afþrey­ing­ar- eða þjón­ustu­gildi. Hún hefur mikið lýð­ræð­is­legt og sam­fé­lags­legt gildi.

Allt er þetta gott og vel. Ríkið á að leika hlut­verk við að laga mark­aðs­bresti, auka sam­keppni, þroska atvinnu­vegi og stuðla að fjöl­breytni. Þá er sér­stak­lega verð­ugt að leggja fé í að við­halda íslenskri tungu og efla íslenska menn­ing­u. 

Vilja ekki gefa öðrum bita af rík­is­styrkja­tert­unni

Af ein­hverjum ástæðum sér sölu­stjóri Sím­ans, sem byggir stóran hluta fjöl­miðla­starf­semi sinnar á því að sýna efni sem er rík­is­styrkt, til­efni til að taka frétta­þjón­ustu út fyrir sviga í þessu sam­hengi. Allir rík­is­styrkirnir sem fara í að búa til afþr­ey­ingu sem Sím­inn hagn­ast svo á að sýna eru í lagi, en stuðn­ingur við frétta­mennsku er sóun á opin­beru fé og ógn við lýð­ræðið sam­kvæmt hon­um. Með því að þiggja styrk­ina eru hinir miðl­anir að „segja sig til sveit­ar“. Allt án þess að vísa í eitt ein­asta dæmi máli sínu til stuðn­ings.

Allt viti borið fólk sér hróp­andi mót­sögn­ina í þess­ari lötu fram­setn­ingu og að til­gangur hennar er tær sér­hags­muna­gæsla, ekki ein­hver hug­mynda­fræði­legur hrein­leiki eða lýð­ræð­is­ást. Magnús og félagar sitja við rík­is­styrkja­borðið og raða í sig tertu­sneiðum en hvæsa á aðra sem nálg­ast það. Í stað þess að mæta nær­ing­ar­skorti hinna vilja Magnús og félaga að bökuð sé stærri terta fyrir þá.

En merg­ur­inn máls­ins er sá að það er ákaf­lega lýð­ræð­is­lega mik­il­vægt að styðja við rekstr­ar­um­hverfi frétta­þjón­ustu á Íslandi og þess vegna þarf að bregð­ast við ofan­greindum mark­aðs­bresti fjöl­miðla með marg­hátt­uðum hætti. Þannig nálg­ast öll önnur Norð­ur­lönd þessa stöðu.

Full­yrð­ing Magn­úsar Ragn­ars­sonar um að lýð­ræð­inu stafi hætta af styrkjum til þeirra sem reki frétta­þjón­ustu hittir því sjálfa sig fyr­ir. Þvert á móti sýnir reynslan frá nágranna­löndum okkar að lýð­ræðið styrk­ist og aðhaldið eykst. 

Færa má sterk rök fyrir því að mun meiri lýð­ræðisógn felist í hræsn­inni, hrok­an­um, frekj­unni, yfir­læt­inu og sér­hags­muna­gæsl­unni í Magn­úsi Ragn­ars­syni og vinum hans hjá Sím­anum en af styrkja­kerfi til að mæta mark­aðs­bresti í rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla. Enn sem komið er eru þeir þó að vinna.

Á meðan svo er þarf almenn­ingur að sjá um þetta. Hann er hvattur til að styðja við frjálsa frétta­fjöl­miðlun hvar sem hún birt­ist. Það borgar nefni­lega alltaf ein­hver á end­anum fyrir frétt­ir.

Hægt er að styrkja Kjarn­ann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari