Lestur Fréttablaðsins kominn niður fyrir 30 prósent í fyrsta sinn

Lestur stærsta dagblaðs landsins, sem er frídreift inn á 75 þúsund heimili fimm daga í viku, hefur helmingast á áratug og aldrei mælst minni. Nýir eigendur hafa fjárfest 1,5 milljarði króna í útgáfufélagi Fréttablaðsins á tveimur og hálfu ári.

Fréttablaðið
Auglýsing

Lestur Frétta­blaðs­ins mæld­ist 29,9 pró­sent í jan­ú­ar­mán­uði. Það er í fyrsta sinn síðan að mæl­ingar á lestr­inum hófust sem hann fer undir 30 pró­sent. Lest­ur­inn hefur helm­ing­ast á einum ára­tug. 

Blaðið var fyrst gefið út árið 2001 og náði fljótt mik­illi fót­­festu á dag­­blaða­­mark­aði með til­­heyr­andi sneið af aug­lýs­inga­­tekjukök­unni. Vorið 2007 sögð­ust til að mynda 65,2 pró­­sent lands­­manna lesa Frétta­­blað­ið.

Undir lok árs 2015 fór lestur blaðs­ins í fyrsta sinn undir 50 pró­­sent og tæpum þremur árum siðar fór hann undir 40 pró­­sent.

Lest­­ur­inn hefur að mestu dreg­ist saman hjá yngri les­end­­um. Vorið 2010 lásu um 64 pró­­sent lands­­manna í ald­­ur­s­hópnum 18 til 49 ára blað­ið. Nú lesa 20,4  pró­­sent lands­­manna undir fimm­tugu það. Lest­ur­inn í þeim hópi lækk­aði um 4,6 pró­sentu­stig í fyrra og með sama áfram­haldi verður ekki langt að bíða þangað til að hann fer undir 20 pró­sent.

Þetta mál lesa út úr nýjum tölum Gallup um lestur prent­miðla sem voru birtar í lok lið­innar viku. 

Frétta­blaðið er í eigu útgáfu­fé­lags­ins Torgs og er flagg­skip þess félags. Útgáfu­­­dögum þess var fækkað úr sex í fimm á viku á árinu 2020 þegar hætt var með mán­u­­­dags­út­­­­­gáfu blaðs­ins. Auk þess hefur dreif­ing frí­­blaðs­ins dreg­ist saman úr 80 í 75 þús­und ein­tök á dag. 

Í lok síð­asta mán­aðar var greint frá því að Jón Þór­is­­son, sem var rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins frá haustinu 2019 og fram í ágúst í fyrra, væri kom­inn aftur til starfa hjá útgáfu­­fé­lagi blaðs­ins, Torgi. Hann hefur tekið til starfa sem for­­stjóri útgáfu­­fé­lags­ins, sem heldur einnig úti DV, Hring­braut og tengdum mið­l­­um. Sig­mundur Ernir Rún­ars­son er rit­stjóri Frétta­blaðs­ins.

Mikið tap og nýjum pen­ingum dælt inn

Í júní 2019 keypti athafna­­mað­­ur­inn Helgi Magn­ús­­son helm­ings­hlut í útgáfu­­fé­lagi Frétta­­blaðs­ins, Torgi. Kaup­verðið var trún­­að­­ar­­mál en í októ­ber keyptu Helgi og sam­­starfs­­menn hans, meðal ann­­ars rit­­stjór­inn Jón Þór­is­­son, hinn helm­ing­inn í útgáf­unni auk þess sem sjón­­­­­varps­­­­­stöð­inni Hring­braut var rennt inn í rekst­­­­­ur­inn. Aftur var kaup­verðið sagt trún­­að­­ar­­mál. Eign­­ar­haldið á Torgi hefur verið í félagi sem heitir HFB-77 ehf. Það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­ónir króna í fyrra. Torg er eina þekkta eign félags­­­­ins og var keypt á síð­­­­asta ári. Í des­em­ber 2020 var greint frá því að Helgi hefði keypt nýtt hlutafé í Torgi fyrir 600 millj­­ónir króna og rétt fyrir síð­ustu ára­mót setti hann 300 millj­ónir króna í við­bót inn í rekst­ur­inn. 

Auglýsing
Miðað við þær upp­­­lýs­ingar má ætla að Helgi og við­­­skipta­­­fé­lagar hans hafi sett um 1,5 millj­­­arð króna í að ann­­­ars vegar kaupa Torg og hins vegar að styrkja rekstur útgáfu­­­fé­lags­ins.

Eign­ar­halds­fé­lag Helga, Hof­garð­ar, seldi sex pró­sent hlut sinn í Bláa lón­inu í fyrra og hagn­að­ist fyrir vikið um 3,2 millj­arða króna á því ári. Eigið fé Hof­­garða, sem fjár­­­festir í skráðum og óskráðum verð­bréf­um, var 2,9 millj­­arðar króna í lok árs 2020 en er nú yfir sex millj­­arðar króna. 

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­­­em­ber í fyrra að rekstr­­­­ar­tap Torgs, útgáfu­­­­fé­lags Frétta­­­­blaðs­ins, Hring­braut­­­­ar, DV og tengdra miðla, var 688,7 millj­­­­ónir króna á árinu 2020. Árið áður var rekstr­­­­ar­tap félags­­­­ins 197,3 millj­­­­ónir króna og því nam sam­eig­in­­­­legt rekstr­­­­ar­tap þess á tveimur árum 886 millj­­­­ónum króna. 

Tíu pró­sent undir fimm­tugu lesa Morg­un­blaðið

Hitt dag­blað lands­ins, Morg­un­blað­ið, bætti lít­il­lega við sig í lestri í síð­asta mán­uði. Alls segj­ast 19,1 pró­sent lands­manna lesa blað­ið, en vert er að taka það fram að Morg­un­­blaðið er frí­­blað einu sinni í viku, á fimmt­u­­dög­um, þegar það er í svo­­kall­aðri aldreif­ingu. Þá fær fjöldi manns sem er ekki áskrif­andi blaðið óum­beðið inn um lúg­una hjá sér. Lestur Morg­un­­blaðs­ins hjá öllum ald­­ur­s­hópum hefur rúm­lega helm­ing­­ast frá vor­inu 2009, þegar hann var 40 pró­­sent.

Auglýsing
Sam­drátt­ur­inn er mestur í ald­­ur­s­hópnum 18-49 ára. Þar segj­­ast tíu pró­­sent lands­­manna lesa Morg­un­­blað­ið. í byrjun árs 2009, þegar nýir eig­endur komu að rekstri blaðs­ins sem réðu svo núver­andi rit­­stjóra (Da­víð Odds­­son og Har­ald Johann­essen) þess til starfa, var Morg­un­­blaðið lesið af þriðj­ungi allra lands­­manna á þessum aldri. Lestur á blað­inu hjá full­orðnum lands­mönnum undir fimm­tugu er mjög svip­aður og hann var í upp­hafi síð­asta árs, þegar 10,3 pró­sent sögð­ust lesa Morg­un­blað­ið.

Sá eig­enda­hópur sem tók við Árvakri árið 2009 hefur sam­tals lagt félag­inu til 1,9 millj­­arða króna í nýtt hlutafé á rúmum ára­tug, síð­­­ast 300 millj­­ónir króna á árinu 2019. Sam­an­lagt end­an­­legt tap félags­­ins á sama tíma­bili er yfir 2,5 millj­­örðum króna. 

Guðbjörg Matthíasdóttir og aðilar tengdir henni eru stærstu eigendur Árvakurs. Mynd: Bára Huld Beck

Stærsti eig­and­inn er Guð­­björg Matt­h­í­a­s­dóttir og börn henn­­ar, í gegnum félögin Hlyn A og Ísfé­lag Vest­­manna­eyja. Sam­an­lagt á sá hópur 25,5 pró­­sent hlut. Næst stærsti eig­and­inn eru Íslenskar Sjá­v­­­ar­af­­urð­ir, í eigu Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga, með 19,4 pró­­sent eign­­ar­hlut.

Tekjur blaða dróg­ust saman um 38 pró­sent á fjórum árum

Fá 1997 til 2016 juk­ust tekjur fjöl­miðla á Íslandi á hverju ein­asta ári í krónum talið með einni und­an­­tekn­ingu, árinu 2009 þegar eft­ir­köst banka­hruns­ins komu fram. Frá 2016 hafa þær hins vegar lækkað á milli allra ára sem liðin eru.

Það ár voru sam­an­lagðar tekjur íslenskra fjöl­miðla 28,1 millj­­arðar króna. Árið 2020 voru þær 25,1 millj­­arður króna og höfðu því lækkað um tæp ell­efu pró­­sent á fjórum árum. 

Þetta má lesa úr nýjum tölum sem Hag­­stofa Íslands birti nýverið og sýna þróun á tekjum fjöl­miðla á Íslandi.

Mestur hefur sam­­drátt­­ur­inn orðið hjá þeim fjöl­miðlum sem gefa út dag­blöð og viku­blöð. Tekjur þeirra hafa farið úr 7,3 í 4,5 millj­­arða króna á þessu fjög­­urra ára tíma­bili. Það er sam­­dráttur upp á rúm­­lega 38 pró­­sent. 

Morg­un­blaðið og Frétta­blaðið eru langstærstu miðl­arnir sem til­heyra þessum flokki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar