Auglýsing

Í ágúst 2008 var for­stjóri lyfja­fyr­ir­tækis lát­inn hætta eftir níu ára starf. Helsti eig­andi þess sagð­ist hafa rekið hann en for­stjór­inn sagði það rangt. Hann hefði ein­fald­lega viljað hætta. Slíkir atburðir eru dag­legt brauð í atvinnu­lífi heims­ins. 

Það er hins vegar sjald­gæft að þrettán og hálfu ári síðar séu menn­irnir enn leynt og ljóst að takast á af mik­illi hörku. Þessi átök hafa tekið á sig margar myndir á þessum tíma. Þau eiga sér stað í dóm­stól­um, í blogg­færsl­um, greina­skrif­um, með skæða­drífu yfir­lýs­inga og í gegnum fjár­mögnun fjöl­miðla.

Hér er auð­vitað um að ræða þá Róbert Wess­man, mann sem seg­ist ætla að byggja upp útflutn­ings­iðnað á Íslandi sem muni nema um 20 pró­sent vergrar lands­fram­leiðslu innan fárra ára, og Björgólf Thor Björg­ólfs­son, rík­asta núlif­andi Íslend­ing­inn, með auð sem er met­inn á hátt í þrjú hund­ruð millj­arða króna. 

Annar þeirra á kast­ala í Frakk­landi og hinn veiðir með David Beck­ham og Guy Ritchie. Helsta áhuga­mál þeirra virð­ist þó vera að kné­setja hvorn ann­an. Og lít­il­lækka sjálfa sig um leið.

Rif­ist um hvor borg­aði minna af skuldum sínum

Deil­urnar virð­ast upp­haf­lega hafa snú­ist um að Björgólfur Thor, sem var aðal­eig­andi Act­a­vis, lét það fara í taug­arnar á sér að Róbert, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, hafi veð­sett eign­ar­hlut sinn í lyfja­fyr­ir­tæk­inu sem hann fékk gef­ins til að geta fjár­fest í öðrum og óskyldum geirum sam­hliða for­stjóra­starf­inu. Þess vegna hafi hann rekið Róbert. 

Þegar banka­hrunið varð lentu báðir menn­irnir svo í miklum vand­ræðum og þurftu að semja við lán­ar­drottna sína. Það leið ekki á löngu þar til að skotum var hleypt af á báða bóga um hvor væri meiri sam­fé­lags­leg byrði.

Árið 2015 sagði Björgólfur Thor á blogg­síðu sinni að Róbert og Árni Harð­ar­son, nán­asti starfs­maður hans, hefðu ekki hikað við að leggja í tug­millj­óna króna kostnað til að reyna að klekkja á sér. „Ró­bert hefur í digra sjóði að sækja, enda gætti hann þess vand­­lega að koma auð sínum und­an­ ­kröf­u­höf­um, í stað þess að gera upp millj­­arða skuldir sínar við íslensku ­bank­ana eftir hrun.“

Auglýsing
Róbert svar­aði með því að senda yfir­lýs­ingu á fjöl­miðla þar sem sagði að „ástæð­­ur­ þess að ég hafði ekki lengur áhuga að starfa með Björgólfi Thor og hans við­­skipta­­fé­lögum var aug­­ljós. Við­­skiptasið­­ferði þeirra er með þeim hætt­i að ég kærði mig ekki um að vera við­loð­andi það leng­­ur. [...] Öllum má ­jafn­­framt vera ljóst, að þrátt fyrir ítrek­aðar til­­raunir til að halda öðru fram, hefur Björgólfur Thor ekki gert upp nema örlítið brot af skuldum sínum og ­sinna fyr­ir­tækja. [...] Að mínu mat­i ætti Björgólfur Thor að hafa vit á að skamm­­ast sín fyrir sinn þátt í að kom­a Ís­­lend­ingum í þann fjár­­hags­­legan vanda sem raunin varð, og hætta að reyna að end­­ur­­skrifa sög­una sér í hag.“

Mála­rekst­ur, ísfötu­bað og blogg­færslur

Deil­urnar rötuðu, nán­ast óum­flýj­an­lega, fyrir dóm­stóla. Björgólfur Thor stefndi til að mynda Róberti og Árna árið 2014 vegna við­skipta sem þeir áttu saman í gegnum félagið Main­see Hold­ing. 

Róbert svar­aði stefn­unni með yfir­lýs­ingu í fjöl­miðlum þar sem hann sagð­ist vilja „nota tæki­færið og skora á Björgólf Thor að fara í ísfötu­bað, enda virð­ist hann þurfa smá kæl­ingu. Þannig má líka kom­ast hjá því að eyða tíma og fjár­munum dóm­stóla í að fjalla um til­hæfu­laus mál.“ Hæst­i­­réttur sýkn­aði Róbert og Árna af kröf­unum árið 2017.

Á árinu 2016 réð­ust fyrr­ver­andi hlut­hafar í Lands­banka Íslands í hóp­mál­sókn gegn Björgólfi Thor, fyrr­ver­andi aðal­eig­anda bank­ans, og vildu fá við­ur­kennda bóta­skyldu hans vegna tjóns sem þeir urðu fyrir þegar bank­inn hrundi. Kjarn­inn opin­ber­aði skömmu síðar að félag Árna Harð­ar­sonar hefði keypt verð­laus hluta­bréf í Lands­bank­anum og ætti um 60 pró­sent þeirra hluta­bréfa sem væru að baki mál­sókn­inni. Þegar Hæsti­réttur Íslands vís­aði mál­inu frá blogg­aði Björgólfur Thor um það og sagði: „Þessi ófræg­ing­­ar­­leið­ang­­ur, undir stjórn Árna Harð­­ar­­sonar og Róberts Wess­man, hefur reynst þeim köppum lítil frægð­­ar­­för. Árni og Róbert hafa lík­­­lega þegar varið um 100 millj­­ónum króna í þennan raka­­lausa og rugl­ings­­lega mála­­rekst­­ur. Þeir fengu hóp fyrrum hlut­hafa Lands­­bank­ans til að leggja nafn sitt við feigð­­ar­flan­ið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum mál­­sókn­­ar­­fé­lags­ins.“

Illa rek­inn einka­banki og greiðsla með steikum

Pissu­keppnin milli Björg­ólfs Thors og Róberts hefur teygt sig víð­ar, og haft alvar­legar afleið­ing­ar. Til að mynda inn í íslenskt fjöl­miðlaum­hverf­i. 

Stutta sagan er sú að Róbert Wessman tók þátt í fjár­­­mögnun á fjöl­miðla­veldi Björns Inga Hrafns­­sonar undir hatti Press­un­­ar, sem reis hæst á árunum 2014 til 2017 með fjöl­­mörgum yfir­­­tökum á öðrum fjöl­mið­l­­um. Rekst­­ur­inn gekk hörmu­­lega og útheimti sífellt meira fé. Það leiddi til þess að í apríl 2017 var til­­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­­ar. 

Sá aðili sem ætl­­aði að koma með mest fé inn í rekst­­ur­inn var Fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Dal­­ur­inn, félag í eigu Róberts, Árna og þriggja ann­­arra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. 

Við­­mæl­andi Kjarn­ans sem kom að þess­­ari fjár­­­fest­ingu lýsti henni þannig að þegar hóp­­ur­inn hafi „kíkt undir húd­d­ið“ hafi komið í ljós að ekk­ert virk­aði og staðan var miklu verri en þeim hafði verið talið trú um. Árni lýsti því síðar í yfir­­lýs­ingu að Björn Ingi hefði hótað sér þegar Dal­­ur­inn „vildi ekki setja meiri pen­ing í að bjarga illa reknum einka­­­banka hans í formi Pressunnar og [...] þegar Dal­­­ur­inn vildi ekki láta hann fá hlutafé sitt í Press­unni eftir að hann seldi allar eigur þess (fyrir það átti m.a. að greiða með steikum á Argent­ínu fyrir 6 millj­­­ónir króna).“

Annar fjár­magn­aði kaup á ónýtum fjöl­miðlum

Þegar Dal­­ur­inn vildi bakka út úr því að setja meira fé í rekstur Pressu­veld­is­ins gerð­ist það að Sig­­­­urður G. Guð­jóns­­­­son hæsta­rétt­­­­ar­lög­­­maður steig fram og keypti flesta lyk­ilmiðla Pressu­­sam­­stæð­unnar með hluta­fjár­­aukn­ingu, meðal ann­­ars DV og tengda miðla. For­svar­s­­menn Dals­ins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörn­ing fyrr en hann var afstað­inn. Verið væri að selja undan þeim eignir sem þeir ættu með réttu.

Kjarn­inn sendi ítrekað fyr­ir­spurnir á þáver­andi tals­mann Björg­ólfs Thors á árunum 2018 og 2019 vegna orðróms um að hann hefði fjár­magnað kaup­inn og botn­lausan tap­rekstur DV. Því var ætið hafnað af við­kom­andi tals­manni.

Síðar greindi Kjarn­inn þó frá því að þau kaup, og rekstur mið­l­anna næstu ár á eft­ir, hefðu sann­ar­lega verið fjár­­­mögnuð af Novator, fjár­fest­inga­fé­lagi sem leitt er af Björgólfi Thor. Það félag lán­aði útgáfu­fé­lagi DV og tengdra miðla yfir einn millj­arð króna vaxta­laust og án til­greinds gjald­daga. Slíkt fyr­ir­komu­lag bendir til þess að engar vænt­ingar séu um að pen­ing­arnir verði end­ur­greidd­ir. 

Hinn fjár­magn­aði rekstur á ónýtum fjöl­miðlum

Dal­­ur­inn sat eftir með fjöl­miðla­­fyr­ir­tækið Birt­ing, sem gaf meðal ann­ars úr frí­blaðið Mann­líf, eftir þessar deilur og árið 2018 var eign­­ar­haldið á því fært að öllu leyti yfir til manns sem heitir Hall­­dór Krist­­manns­­son­. Hann starf­aði í 18 ár fyrir Róbert Wessman sem upp­lýs­inga­full­trúi og varð­hundur hags­muna hans, meðal ann­ars gagn­vart fjöl­miðl­um.

Ljóst var að Róbert hélt áfram að fjár­magna gríð­ar­legan tap­rekstur Birt­ings í gegnum Hall­dór. Alls telja við­­mæl­endur Kjarn­ans að kostn­aður Róberts og sam­­starfs­­manna hans vegna fjöl­miðla­þátt­­töku þeirra síð­­ast­lið­inn rúma ára­tug nemi yfir millj­­arði króna hið minnsta.

Auglýsing
Útgáfu Mann­lífs sem frí­­blaðs var hætt árið 2020 og Birt­ingur var seldur til nýs eig­anda. Mann­lífs­hluti útgáf­unnar er nú ein­ungis á net­inu og aðal­­­lega í eigu Reynis Trausta­­son­­ar.

Í umfjöllun sem Kjarn­inn birti í mars í fyrra stað­festu fjöl­margir aðilar sem unnu á fjöl­miðlum sem Róbert greiddi fyrir það sem þeir töldu til­raunir hans til að hafa óeðli­leg áhrif á frétta­flutn­ing miðla sem hann hefur komið að, með það fyrir augum að koma höggi á fólk sem hann taldi sig eiga sök­ótt við. Þar fór fremstur í flokki Björgólfur Thor.

Mynd af mönnum að borða og hvíslu­leikur um glæpa­menn

Hall­dór Krist­manns­son, sem hafði eytt mörgum árum í að tudd­ast í fjöl­miðla­fólki fyrir hönd Róberts, sner­ist gegn honum á árinu 2020. Í nóv­em­ber það ár fór Hall­dór að hitta Björgólf Thor á veit­inga­stað í London af ein­hverjum ástæð­um, og mynd sem ein­hverjir spæj­arar tóku af þeim fundi birt­ist í íslenskum fjöl­miðlum. Ýjað hefur verið að því í fjöl­miðlum að Björgólfur Thor sé að láta Hall­dór hafa fjár­magn til ýmissa verka en báðir hafa neitað því.

Vorið 2021 sprakk málið upp í nýja teg­und af farsa þegar Hall­dór steig fram sem upp­ljóstr­ari og sendi frá sér yfir­lýs­ingu sem á sér ekki margar lík­ar. Þar sagði meðal ann­ars að Hall­dór hefði verið beittur óeðli­legum þrýst­ingi til að koma höggi á óvild­­­ar­­­menn Róberts, sem hann bar þungum sök­­um, og að Hall­­dór hafi talið „fulla ástæðu til þess að setja fót­inn niður og tjáði Róbert ítrek­að, að ég myndi ekki beita mér fyrir því að koma höggi á umrædda aðila í fjöl­miðlum og vega bein­línis að æru og mann­orði þeirra, eins og hann vildi. Ég var um tíma útgef­andi Mann­lífs, sem Róbert fjár­­­­­magn­aði og átti, en þar mynd­að­ist til að mynda mik­ill ágrein­ingur um rit­­­stjórn­­­­­ar­­­stefnu og sjálf­­­stæð­i.“

Einn einn leik­þátt­ur­inn í þessum fárán­legu deilum var settur á fót á síð­ustu vik­um. Hann hófst með því að Róbert réð rán­dýra alþjóð­lega lög­fræði­stofu til að senda rit­stjóra Mann­lífs bréf vegna ein­hverra upp­lýs­inga sem hann á að hafa haft um Róbert. Í kjöl­farið braust ein­hver inn í bif­reið Reynis Trausta­sonar og stal þaðan lyklum að skrif­stofu. Við­kom­andi virð­ist síðan hafa farið inn á rit­stjórn­ar­skrif­stofur Mann­lífs, stolið tölvu­bún­aði og eytt út efni af vef. 

Reynir hefur ýjað að því að hann viti hverjir „glæpa­menn­irn­ir“ séu en ekki viljað nefna þá, þótt hvíslu­leik­ur­inn snú­ist allur um að beina sjónum að Róberti. Sá sendi svo auð­vitað frá sér yfir­lýs­ingu til að sverja af sér ábyrgð á inn­brot­inu sem hann hafði þó ekki beint verið ásak­aður um. 

Fjár­magnar bók um fyrr­ver­andi yfir­mann sinn

Á fimmtu­dag sendi nýr upp­lýs­inga­full­trúi Róberts enn eina yfir­lýs­ing­una þar sem sagði að félag í eigu Hall­dórs væri að greiða félag­inu sem á Mann­líf tugi millj­óna króna fyrir að halda úti níð­skrifum um Róbert. „Frá því í jan­úar árið 2021, eða allt frá því að fyrrum sam­starfs­fé­lagi Róberts Wess­man, Hall­dór Krist­manns­son, lét af störfum hjá Alvogen, hefur Mann­líf skrifað hátt í 70 greinar um Róbert og félög honum tengd í þeim til­gangi einum að rýra trú­verð­ug­leika hans sem og þeirra félaga sem hann stýrir [...] Þess ber að geta að Mann­líf var áður í eigu Hall­dórs Krist­manns­son­ar.“

Auglýsing
Þetta telur Róbert að sé brot á fjöl­miðla­lögum og hefur vísað mál­inu til fjöl­miðla­nefnd­ar. Hann hefur líka látið lög­mann senda kæru til siða­nefndar Blaða­manna­fé­lags­ins sem virð­ist ekki eiga sér for­dæmi að umfang­i. 

Reynir opin­ber­aði í kjöl­farið að hann væri að skrifa bók um Róbert og að Hall­dór Krist­manns­son hafi aðstoðað hann við upp­lýs­inga­öfl­un. „Heim­ild­ar­bókin er og verður fjár­mögnuð af Hall­dóri og sér­stak­lega verður greint frá þessum tengslum við útgáf­una og þann fjár­hags­stuðn­ing sem því teng­ist.“

Ljúkið þessu, utan almanna­rýmis

Því sem er lýst hér að ofan er ekki hand­rit að fram­halds­s­eríu um bíla­stæða­verði Fóst­bræðra. Þetta er ekki ýkt paródía um veru­leikafirr­ingu hinna ofsa­ríku og fylgitungla þeirra sem hafa misst alla jarð­teng­ingu og allt raun­veru­leika­skyn. Þetta er lýs­ing á ein­hverju sem er í alvöru að eiga sér stað yfir langt ára­bil í íslensku sam­fé­lag­i. 

Tveir millj­arða­mær­ingar eru að sturta pen­ingum í að berja á hvor öðrum án þess að skeyta nokkuð um hver áhrif þess eru á aðra. Þeir krefj­ast þess að fjöl­miðlar hoppi til og básúni nýj­ustu vend­ingum í ati þeirra, að dóm­stólar hjálpi þeim að ná höggum á and­stæð­inga sína, að eft­ir­lits­stofn­anir elti ásak­anir þeirra og að siða­nefnd fag­fé­lags legg­ist í umfangs­mikla vinnu til að ná fram ein­hvers­konar for­dæm­ingu sem hægt sé að nýta sér í áróð­urs­stríði.

Al­var­leg­ustu áhrif þessa eru á sam­keppn­isum­hverfi fjöl­miðla. Ákvörðun mann­anna tveggja um að setja millj­arða í ósjálf­bærar fjöl­miðla­sjoppur ár eftir ár hefur gert rekstr­ar­að­stæður ann­arra sem vilja gera vel, starfa af heil­indum og reka sig með sjálf­bærum hætti, afar erf­ið­ar.

Það er nær ógjörn­ingur að keppa á örmark­aði við aðila sem geta bara brennt pen­ingum án þess að eiga eitt­hvað eðli­legt erindi eða vera með annað rekstr­ar­legt mark­mið en að láta Björgólf Thor Björg­ólfs­son eða Róbert Wessman líta illa út. Ótrú­legt er að eft­ir­lits­að­ilar hafi látið þetta brölt með öllu athuga­semda­laust. 

Það er orðið sam­fé­lags­lega áríð­andi að Róbert Wessman og Björgólfur Thor komi sér saman um leið til að gera upp deilur sínar án aðkomu ann­arra, og fjarri almanna­rým­inu. Þeir gætu kannski látið skipa gerð­ar­dóm sem getur skorið úr um hvor geti pissað lengra. Eða leigt Colos­eum í Róm og barist líkt og skylm­inga­þræl­ar.

Aðferðin sem er valin skiptir ekki máli, heldur ein­ungis það að okkur hinum verði haldið utan við þetta. Og að þeir hætti um leið að valda skemmdum á sam­fé­lag­inu sem bjó þá til með þessum firrta hanaslag. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari