Vanmat á virði starfa á opinberum vinnumarkaði

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir býður sig fram til forystu Fræðagarðs. „Okkar bíða mörg tækifæri til að efla félagið enn frekar til að bæta kjör, vinnuumhverfi og réttindi félagsfólks.“

Auglýsing

Sveit­ar­fé­lög greiða að jafn­aði 40% lægra tíma­kaup til sér­fræð­inga en fyr­ir­tæki á almennum vinnu­mark­aði. Þetta er nið­ur­staða grein­ingar sem BHM lét vinna á launum háskóla­mennt­aðra sér­fræð­inga síð­ast­liðið haust.

Hvað þýða þessar hlut­falls­tölur svo í krón­um? Á árinu 2020 voru reglu­leg heild­ar­laun full­vinn­andi sér­fræð­inga á almennum mark­aði 956 þús­und krónur á mán­uði sam­an­borið við 824 þús­und hjá rík­inu og 620 þús­und hjá sveit­ar­fé­lög­um. Þetta þýðir að starfs­fólk sveit­ar­fé­laga fær í lok hvers mán­aða ríf­lega 300 þús­und krónum minna en starfs­fólk sem vinnur í sam­bæri­legu starfi á almenna vinnu­mark­aðn­um. Þar hallar sér­stak­lega á kon­ur, en 83% sér­fræð­inga hjá sveit­ar­fé­lögum eru kon­ur.

Ég hef fundið fyrir þessu van­mati á störfum á eigin skinni. Ég starf­aði lengi sem menn­ing­ar­starfs­maður á opin­bera mark­aðn­um, á Borg­ar­bóka­safn­inu, Bóka­safni Garða­bæjar og á Gljúfra­steini. Ég þekki því vel hvað mik­il­vægt starf getur skilað litlu í budd­una. Þau okkar sem vinna á opin­bera vinnu­mark­aðnum eiga skilið að fá borgað í sam­ræmi við menntun okk­ar, ábyrgð og reynslu.

Auglýsing

Leið­réttum kerf­is­lægan launa­mun

Nú standa yfir tvö langvar­andi sam­starfs­verk­efni heild­ar­sam­taka launa­fólks og stjórn­valda sem, ef vel tekst til, eiga að stuðla að miklum og var­an­legum kjara­hækk­unum fyrir félags­fólk Fræða­garðs, sér­stak­lega konur og starfs­fólk sveit­ar­fé­laga.

Árið 2016 sömdu ríki, sveit­ar­fé­lög og heild­ar­sam­tök launa­fólks um að kjör launa­fólks á opin­berum og almennum vinnu­mark­aði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Mark­miðið var að tryggja að ekki yrði kerf­is­lægur launa­munur milli mark­aða til fram­búð­ar. Og árið 2021 tók til starfa aðgerð­ar­hópur um end­ur­mat á virði kvenna­starfa.

Und­ir­rituð er í fram­boði til for­manns Fræða­garðs. Konur eru 70% af félags­fólki Fræða­garðs og rúm 60% félags­fólks Fræða­garðs starfar á opin­bera vinnu­mark­aðn­um. Þær aðgerðir sem þessir tveir hópar lofa eiga að skila sér í kjara­bótum fyrir þorra félags­fólks okk­ar. Launa­setn­ing stórra hópa innan okkar stétt­ar­fé­lags, t.d. safna­fólks og starfs­fólks í fræðslu-, íþrótta- og tóm­stunda­starf­semi, er óvið­un­andi.

BHM tekur þátt í báðum þessum verk­efn­um. Fræða­garður þarf að taka virkan þátt í þessu starfi, bæði inn á við en einnig með því á tala hátt og skýrt út á við til að tryggja að unnið verði hratt og fag­lega að mál­inu.

Kjara­jafn­rétti á fram­tíð­ar­vinnu­mark­aði

Stórt verk­efni Fræða­garðs í lengd og bráð er að vinna að því að tryggja stöðu launa­fólks á vinnu­mark­aði sem tekur örum breyt­ing­um. Mörg okkar hafa reynslu af hark-hag­kerf­inu (the gig economy) og þekkja vel hvernig rétt­indi á vinnu­mark­aði skerð­ast í þeim aðstæð­um. Sjálf starf­aði ég sem verk­taki hjá RÚV við þátt­ar­gerð.

Mik­il­vægt er að við sem störfum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar tryggjum það að menntun sé metin til launa og að verð­mæta­mat starfa end­ur­spegli mik­il­vægt fram­lag þess til sam­fé­lags­ins. Stétt­ar­fé­lög geta og eiga að leggja áherslu á að koma í veg fyrir að vinnu­staðir útvisti störfum og tryggja rétt­indi verk­efna­ráð­ins launa­fólks.

Öflug for­ysta Fræða­garðs í kjara­bar­átt­unni

Fræða­garður er stærsta aðild­ar­fé­lag BHM og hefur alla burði til að vera leið­andi málsvari fyrir bættum kjörum háskóla­mennt­aðra sér­fræð­inga. Ég býð mig til for­ystu því að ég tel að Fræða­garður eigi að vera kröft­ugur málsvari fyrir bættum kjörum félags­fólks okkar í sam­fé­lags­um­ræð­unni, í sam­starfi við syst­ur­fé­lög okkar í BHM og ann­arra sam­taka launa­fólks, gagn­vart atvinnu­rek­endum og stjórn­völd­um. Ég hef ára­tuga reynslu af rétt­inda­bar­áttu sem fram­kvæmda­stýra Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands og ég er reiðu­búin að leiða það starf.

Við eigum að mæta sterk og öflug við samn­inga­borðið í kom­andi kjara­við­ræðum og krefj­ast launa­kjara sem end­ur­spegla menntun okk­ar, ábyrgð og reynslu. Við eigum að taka virkan þátt í und­ir­bún­ingi aðgerða til að leið­rétta kerf­is­bundið launa­mis­rétti. Við þurfum að vera öfl­ugur málsvari út á við fyrir bættum kjörum og leið­rétt­ingu á launa­mis­rétti og við getum leitt þá bar­áttu. Eins og er, þá heyr­ist alls ekki nægi­lega vel í Fræða­garði þegar kemur að kjörum okkar félags­fólks.

Ég býð mig fram til for­ystu Fræða­garðs því ég brenn fyrir bar­áttu launa­fólks og jafn­rétti á vinnu­mark­aði. Okkar bíða mörg tæki­færi til að efla félagið enn frekar til að bæta kjör, vinnu­um­hverfi og rétt­indi félags­fólks.

Höf­undur er bók­mennta­fræð­ingur og í fram­boði til for­manns Fræða­garðs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar