Auglýsing

„Nú er komið að tíma upp­skeru,“ sagði Hall­dór Ásgríms­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, þegar hann boð­aði miklar skatta­lækk­anir á lands­fundi árið 2003. Á þessum tíma sá landið fram á kraft­mik­inn hag­vöxt vegna stór­iðju­fram­kvæmda, en að mati hans átti almenn­ingur að njóta þessa vaxtar í formi lægri skatta.

Og Hall­dór náði að upp­skera. Í rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem tók við síðar sama ár minnk­aði skatt­lagn­ing til muna, þar sem rík­is­stjórnin átti ekki í vand­ræðum með að halda uppi vel­ferð­ar­kerf­inu í fjár­mála­góð­ær­inu 2004-2007.

Þetta svig­rúm var hins vegar bara tíma­bund­ið. Þegar kreppti aftur að í hag­kerf­inu árið 2008 stóð rík­is­sjóður eftir með mikla þörf fyrir að auka opin­ber útgjöld, en veik­ari tekju­stoðir og miklar skuld­ir. Þess­ari stöðu var svo mætt með því að hækka skatta á fólk og fyr­ir­tæki, sem áttu nú þegar í fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Leiða má líkum að því að skatta­hækk­an­irnar hafi gert nið­ur­sveifl­una enn dýpri en hún hefði ann­ars orð­ið.

Auglýsing

„Upp­skera“ skatta­lækk­ana árið 2003 var því frekar rýr þegar upp er stað­ið, ef tekið er til­lit til aðhalds­að­gerð­anna sem þær knúðu fram í fjár­málakrepp­unni. Það sama á við um aðrar þenslu­að­gerðir sem ríkið ræðst í á tímum upp­sveiflu, það væri bara best að sleppa þeim.

Þær eru hins vegar ekki eins­dæmi í efna­hags­sögu okk­ar, en sam­kvæmt fjár­mála­ráði er það und­ir­liggj­andi vandi í opin­berum fjár­málum að stjórn­völd ýti undir fremur en dragi úr hag­sveifl­um.

Magn­aðar hag­sveiflur

Þar sem hag­kerfi Íslands er lítið og reiðir sig á fáar útflutn­ings­greinar er það ber­skjaldað fyrir ytri efna­hags­á­föll­um. Því eru hag­sveifl­urnar hér­lendis að jafn­aði mun meiri heldur en í lönd­unum sem við viljum bera okkur saman við, en sam­kvæmt tölum frá Alþjóða­bank­anum er breyti­leik­inn í hag­vexti á Íslandi nær Grikk­landi heldur en hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Ef hið opin­bera vill stuðla að stöð­ug­leika ætti það að auka útgjöld í nið­ur­sveiflum og draga úr þeim í upp­sveifl­um. Sömu­leiðis gæti ríkið lækkað skatta þegar kreppir að og hækkað þá þegar hag­vöxt­ur­inn er mik­ill.

Þessi sveiflu­jöfnun ger­ist að miklu leyti sjálf­krafa. Á upp­gangs­tímum greiða ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki meira í skatt, þar sem tekjur þeirra og neysla eykst. Í nið­ur­sveiflu minnka skatt­greiðsl­urnar svo sam­hliða minni tekj­um, en útgjöld hins opin­bera aukast þar sem fleiri eru á atvinnu­leys­is­bót­um.

Hins vegar hefur þessu verið öfugt farið hér á landi. Sam­kvæmt skýrslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins frá árinu 2019 hefur rík­is­stjórnin magnað upp hag­sveiflur með því að auka útgjöld á upp­gangs­tímum og draga úr þeim á kreppu­tím­um. Hún ýtti á bens­ínið þegar hún átti að bremsa og brems­aði þegar hún átti að gefa í. Fjár­mála­ráð bendir líka á þetta og hvernig sveiflur í tekju­öflun virð­ast einnig vera til staðar í útgjöldum hins opin­bera þegar horft er í bak­sýn­is­speg­il­inn.

Ekk­ert hinna Norð­ur­land­anna eykur frum­út­gjöld rík­is­ins á upp­gangs­tím­um. Sömu­leiðis eru hvergi jafn­miklar sveiflur í útgjöldum á milli ára eins og hér­lend­is.

Erfitt að tíma­setja

Þessar miklu sveiflur í útgjöldum end­ur­spegla að miklu leyti áherslur stjórn­mála­fólks hér­lend­is, en þaðan spretta reglu­lega upp hug­myndir um að gefa pen­ing þegar vel geng­ur. Nær­tæk­asta dæmið um slíkt er til­laga Mið­flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar um að milli­færa ætti á alla íslenska rík­is­borg­ara helm­ing­inn af þeim afgangi sem yrði eftir af rík­is­sjóði.

Annað dæmi er nýleg ákvörðun Alþingis um að fram­lengja „Allir vinna“-átakið, sem búist er við að kosti rík­is­sjóð sjö millj­arða króna og fjár­mála­ráðu­neytið lýsti sem „inn­spýt­ingu í þegar þanið hag­kerf­i.“

Stjórn­völd eiga líka erfitt með að tíma­setja sínar aðgerðir til að vega á móti hag­sveifl­unni, þar sem tíma tekur að lög­festa þær og koma þeim í verk. Sú var raunin þegar rík­is­stjórnin ætl­aði að koma á fjár­fest­ing­ar­átaki árið 2020 til að vega á móti efna­hags­legum afleið­ingum kór­ónu­veirunn­ar. Þrátt fyrir að þingið hafi veitt heim­ild fyrir þessum fjár­fest­ingum skömmu eftir að far­ald­ur­inn hófst jókst opin­ber fjár­fest­ing ekki að ráði fyrr en í fyrra, þegar efna­hags­að­stæður höfðu breyst tölu­vert.

Þar sem hag­spár benda til þess að fram­leiðsluslak­inn sem varð til vegna far­ald­urs­ins breyt­ist fljót­lega í fram­leiðslu­spennu gætu sumar fjár­fest­ingar sem rík­is­stjórnin hyggst ráð­ast í líka magnað upp næstu hag­sveiflu.

Ein þeirra er gerð Sunda­braut­ar. Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra hefur sjálfur sagt að sú aðgerð sé mjög skyn­sam­leg, þar sem búist er við að hún kalli á tvö þús­und störf. Fyrstu fram­kvæmdir vegna hennar munu hins vegar ekki hefj­ast fyrr en eftir fjögur ár, en þá er mjög ólík­legt að hag­kerfið sé enn í sárum vegna far­ald­urs­ins.

Freist­ingar enn til staðar

Á síð­ustu árum hefur þó margt breyst, en mikil áhersla var lögð á að bæta umgjörð opin­berra fjár­mála eftir fjár­mála­á­fall­ið. Ný lög voru sett árið 2015 sem kröfðu rík­is­stjórnir um að leggja fram fimm ára fjár­mála­stefnu þar sem rammi yrði settur utan um skatta og útgjöld.

Með lög­unum varð einnig til sjálf­stætt fjár­mála­ráð, sem á að veita stjórn­völdum aðhald og sjá til þess að fjár­mála­stefnan sé sjálf­bær, var­færin og gagn­sæ, auk þess sem hún stuðli að stöð­ug­leika og festu.

Fyrir jól gaf fjár­mála­ráð út álit á fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar fyrir næstu fimm árin, en hún verður bráðum tekin fyrir á Alþingi. Sam­kvæmt áliti þess tókst nokkuð vel til við að hemja aukn­ingu rík­is­út­gjalda í síð­asta hag­vaxt­ar­skeiði, en hún hefði lík­lega verið meiri ef ekki væri fyrir nýju lögin um opin­ber fjár­mál. Ráðið bendir á að engu að síður hafi orðið und­ir­liggj­andi halli á rík­is­fjár­málum árið 2019, þrátt fyrir að hag­kerfið hafi verið í jafn­vægi á þeim tíma.

Stjórn­völd geta upp­fyllt fjár­mála­stefn­una ef þau fram­fylgja settum mark­miðum um afkomu hins opin­bera. Sam­kvæmt fjár­mála­ráði býður þetta fyr­ir­komu­lag þó upp á freistni­vanda, þar sem ekki eru nægi­leg tak­mörk á sveiflum í útgjöld­um.

Ef rík­is­stjórnin þarf bara að hafa augun á afkom­unni getur hún stór­aukið útgjöld – eða lækkað skatta – ef hún sér fram á mikið hag­vaxt­ar­skeið á næst­unni. Með orðum fjár­mála­ráðs­ins væri freist­ing fyrir stjórn­völd að eyða öllu fé sem kemur inn í rík­is­kass­ann, eins og til­hneig­ing hefur verið til síð­ustu 40 ár.

Það þarf ekki mikið ímynd­un­ar­afl til að sjá fyrir sér að slíkt geti gerst á næstu miss­er­um. Lík­legt er að efna­hags­lífið taki hressi­lega við sér eftir því sem áhrif far­ald­urs­ins á okkar dag­lega líf fjarar út. Miðað við reynslu fyrri ára væri ekki ósenni­legt að útgjöldin jyk­ust sam­hliða því, líkt og fjár­mála­ráð bendir á.

Þenslu­að­gerðir Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir tveimur ára­tugum síðan á þenslu­ár­unum í aðdrag­anda fjár­mála­á­falls­ins 2008 er víti til varn­aðar í þessum mál­um. Þær eru ekki eins­dæmi í sög­unni, heldur birt­ing­ar­mynd bens­ín- og bremsu­ein­kenn­is­ins sem hefur verið við­var­andi vandi í opin­berum fjár­mál­um.

Hag­vaxt­ar­skeið geta alltaf tekið enda skjótt og rík­is­stjórnin getur oft gert lítið annað en að tryggja að efna­hags­lífið fái mjúka lend­ingu að þeim lokn­um. Ef hag­vext­inum er hins vegar haldið uppi með miklum útgjöldum hins opin­bera getur lend­ingin orðið hörð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari