Litla húsið hans Labans

Gríðarstór moska Gaddafís, höll konungs Búganda og hrollvekjandi pyntingaklefi Idi Amins. En heimsókn í litla húsið hans Labans og matur Scoviu konu hans er það sem situr eftir í huga blaðamanns Kjarnans sem skoðaði Kampala.

Auglýsing

„Áttu eitt barn?“ segir hann og hlær sínum dill­andi hlátri. Íslenskt dek­ur­barn, hugsar hann kannski og fagnar ákaft þegar ég bæti við að stjúp­börnin séu fjög­ur, barna­börnin tvö og eitt til við­bótar á leið­inni. „Þú ert rík!“

Auglýsing

Í Úganda og auð­vitað mun víðar í þessum heimi er ríki­dæmi ekki síst talið í börn­um. For­seta­frú Úganda minnir landa sína stöðugt á þetta. Eign­ist börn, segir hún, líkt og það sé hluti af lausn­inni á því að koma millj­ónum út úr fátækt. En á þennan mæli­kvarða er Laban, minn trausti boda (boda boda eru skell­inöðrur sem íbúar Úganda og gestir taka sér far með til að kom­ast hratt milli staða) sann­ar­lega rík­ur. Sex hjörtu slá í þessum heimi vegna hans. Eitt þeirra er veikt. Og eitt til slær ekki leng­ur.

Bodar bíða í röðum eftir kúnnum. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Bod­arnir í Kampala, borg­inni sem ég er gestur í næstu vik­urn­ar, eru á hverju götu­horni. Bjóða far. En hjólin eru alls kon­ar. „Pass­aðu að þeir séu með spegla,“ segir ráða­góð vin­kona mín sem hefur búið hér í nokkur ár. „Það er lang­best að hringja í Laban. Hann er svo traust­ur.“

Þannig kom það til að hvert sem ég fer tek ég mér far með Laban. Glað­lynda mann­inum sem er alltaf snyrti­legur til fara, með grímu fyrir vit­um, klæddur end­ur­skins­vesti og með hjálm. Hann stoppar á rauðu ljósi, ólíkt mörgum öðrum bod­um, ekur var­lega (stundum aaað­eins um of!) og segir mér í leið­inni sögur af borg­inni sem ég er rétt að byrja að kynn­ast.

Ferða­lög okkar Labans byrja oft­ast efst á Kololo-hæð þar sem leigu­í­búð­ina mína er að finna. Neðan við brekk­urnar bröttu förum við iðu­lega fram­hjá gamla flug­vell­inum í Kampala, velli sem Bretar útbjuggu á sínum yfir­ráða­tíma í Úganda og þar sem athöfn var haldin er sjálf­stæði var náð árið 1962.

Kampala af Kololo-hæð. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Þar með var Elísa­bet drottn­ing, sú hin sama og ríkir enn yfir Bret­landi og sam­bands­ríkjum þess, ekki lengur þjóð­höfð­ingi lands­ins. Engin flug­vél lendir lengur á gömlu flug­braut­inni, alþjóða­flug­völl­ur­inn er í næstu borg, Entebbe, sem komst í heims­frétt­irnar er far­þega­flug­vél á leið frá Ísr­ael til Frakk­lands var rænt árið 1976 og henni lent í borg­inni.

„Mig langar að bjóða þér í skoð­un­ar­ferð um Kampala,“ segir Laban einn dag­inn en þá höfðu ferðir okkar verið bundnar við skreppit­úra niður hæð­ina og í versl­anir eða á veit­inga­staði við rætur henn­ar. „Og svo langar mig og Scoviu kon­unni minni til að bjóða þér og mann­inum þínum í mat.“

Þyrst í að metta skiln­ing­ar­vitin af ein­hverju nýju var þessu góða boði tekið og nokkrum dögum síðar erum við lögð af stað „með vind­inn í hárið“ um borg­ina sem í fyrstu virð­ist nokkuð eins­leit, en er alls konar er betur er að gáð.

Innan úr mosku Gaddafís. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

„Ég segi við alla múslima í þessu landi: Þetta allt er ykk­ar.“

Þannig komst Idi Amin að orði árið 1972 er hann gaf sam­fé­lagi múslima í Úganda land til að reisa mosku. Amin, sem rændi völdum og var for­seti á árunum 1971-1979 eða þar til honum var sjálfum steypt af stóli, var múslimi. Múslimar, sem hófu fyrst að koma til lands­ins sem nú heitir Úganda á fimmta ára­tug nítj­ándu ald­ar, höfðu átt í inn­byrðis deilum og Amin vildi sætta hópana.

Og tólf ekrur á Kampala-hæð norðan Vikt­or­íu­vatns, í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar, voru gjöfin sem hann taldi þurfa til. Þetta var einnig hæðin sem Bretar stungu fyrst niður sínum þjóð­fána á tíunda ára­tug nítj­ándu ald­ar. Þar reistu þeir líka sína fyrstu bygg­ingu í land­inu sem þeir gerðu að sínu, í óþökk fólks­ins sem það hafði byggt í þús­undir ára.

Það eru 272 þrep upp turninn við mosku Gaddafís. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Bygg­ing mosk­unnar hófst eins og að var stefnt árið 1972. En fjórum árum seinna var henni hætt. Þá var veru­lega farið að hitna undir Amin, enda voða­verk hans komin upp á yfir­borðið og stuðn­ings­menn hans, inn­an­lands og utan, farnir að sjá skrímslið á bak við brosið á feit­lögnu and­lit­inu.

Moskan sem Laban ekur mér upp að er gríð­ar­stór, tekur 12-15 þús­und gesti ef þétt er set­ið, og turn­spíran sem hana skreytir nær lengra til him­ins en flest ef ekki öll mann­virki Kampala. En þetta er ekki moska Idi Amins, hers­höfð­ingj­ans grimma. Þetta er moska Muammars Gadda­fís, sem réði lögum og lofum í Líbíu allt frá átt­unda ára­tug síð­ustu aldar og til dauða­dags árið 2011. Gaddafí var nefni­lega sá sem gaf fé til þess að klára að byggja mosku á Kampala-hæð, þá næst stærstu í Afr­íku. Það var árið 2004 og aðeins fjórum árum síðar var Gaddafí mættur til að vera við­staddur vígsl­una.

Hún hét moska Gadda­fís en eftir að hann var drep­inn var nafn hans afmáð þótt Kampala-­búar kenni mosk­una enn við hann.

Höll konungs Búganda var allt að því ónýt er her Idi Amins yfirgaf hana á áttunda áratug síðustu aldar.

Næst vill Laban sýna mér kon­ungs­höll­ina. Jú, það er kon­ungs­ríki í Úganda – og reyndar nokk­ur. Búg­anda-­rík­ið, sem á sér alda­langa sögu, er þeirra stærst og nær yfir Kampala. Kon­ungar þess (ka­baka) hafa verið auð­ugir og á síð­ari hluta nítj­ándu aldar reisti Mwanga II, 31. kon­ungur Búg­anda, sér höll. Hún er hóg­vær sam­an­borið við hallir Evr­ópu og aðeins opin­bert heim­ili núver­andi kon­ungs, Muwenda Mutebi II. Hann hefur ekk­ert póli­tískt vald en þarf ekki að aka í kringum hring­torg eins og almúg­inn heldur eru hlið á þeim svo hann kom­ist beint í gegn. Kannski meira um hann og hans ríki síð­ar.

Er Idi Amin komst til valda fór þáver­andi kon­ungur Búg­anda í útlegð og Amin og hans menn lögðu höll­ina undir sig. Skammt þar frá byggðu þeir svo neð­an­jarð­ar­hýsi sem hafði það yfir­lýsta hlut­verk að vera vopna­geymsla.

Pyntingarklefi Amins. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

En Amin var orð­inn sjúk­lega tor­trygg­inn og vopna­búr­inu var snar­lega breytt í óhugn­an­lega pynt­ing­ar­klefa. Fangar voru geymdir í þremur af fjórum geymslum og næð­ust játn­ingar á upp­dikt­uðum glæpum ekki upp úr þeim var gang­ur­inn fyrir framan fylltur vatni og svo raf­straumur leiddur í gegnum það. Þar var svo hópur fanga lát­inn standa. Fá raf­lost. Deyja.

Enn má sjá línur á veggj­unum sem sýna hvað vatnið stóð hátt og enn má sjá hvar kveikt var á raf­magn­inu. Í fjórðu geymsl­unni voru svo líkin geymd.

Ég hrylli mig og lít á Laban sem lokar aug­unum og hristir höf­uð­ið. Hann segir ekki vitað með vissu hversu margir voru drepnir í pynt­inga­klef­anum við kon­ungs­höll­ina. Kannski nokkur hund­ruð? Kannski nokkur þús­und?

„Hann var brjál­að­ur,“ segi ég er við komum aftur út í birt­una. „Já, en hann hafði fólkið með sér í fyrst­u,“ bendir Laban á. Þannig tókst honum að blekkja alla – alltof lengi.

En við viljum ekki dvelja of lengi við for­tíð­ina. Scovia, eig­in­kona Labans, hringir í hann og spyr hvenær í ósköp­unum gest­irnir séu vænt­an­leg­ir. „Við erum á leið­inn­i!“

Lars örmagna eftir mat og heimsókn Íslendinga. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Við þræðum fyrst breiðar göt­urnar í Gömlu-­Kambala. Til beggja handa standa nokk­urra hæða versl­un­ar­hús, sumum er vel við haldið en önnur þarfn­ast upp­lyft­ing­ar. Smám saman verða veg­irnir þrengri og holótt­ari. Húsin lágreist­ari, ýmist úr múr­steini eða báru­járni. Í einu þeirra er verið að selja ávexti og græn­meti. Framan við það næsta er verið að rista hnet­ur. Í því þriðja má sjá lit­rík notuð föt í stöflum til sölu.

Loks stað­næm­ist Laban. Við erum komin í Jos­eph, hverfi sem merkt er fátækar­hverfi á Google Maps. Við stígum af hjól­inu og hann reiðir það inn á milli húsa eftir mold­ar­stígum sem eru svo mjóir að ekki er hægt að aka um þá. Þetta er þyrp­ing nokk­urra smárra húsa. Hænur með unga vappa á milli þeirra. Kona og tvær dætur hennar þvo þvott í hönd­unum og hengja til þerris á snúru sem strengd hefur verið frá einu húsi í ann­að. Hér er þétt búið. Vatn seytlar um stíg­inn og breytir miðju hans í leðju­svað. Það hafði rignt dag­inn áður.

Laban lítur annað slagið um öxl. Ég elti hann og heilsa þeim sem á vegi okkar verða. Þetta eru nágrannar hans.

Þegar við komum fyrir horn tveggja húsa erum við komin að útjaðri þorps­ins. Þar hlaupa tvær geitur léttar á fæti um, endur eru á vappi og kroppa í gras­toppa sem hafa skotið sér­ ­upp úr rauðri mold­inni. Lít­ill græn­met­is­garður er framan við eitt húsið og þar kunna litlir hænu­ungar vel við sig.

Lít­ill drengur kemur hlaup­andi með útbreiddan faðm­inn. Þetta er Lars, yngsta barnið hans Labans og eig­in­konan Scovia hrópar kveðju til okkar þaðan sem hún stendur í dyrum húss þeirra hjóna. „Vel­kom­in! Loks­ins hitti ég ykk­ur!“ segir hún glað­lega, klædd fal­legum síðum kjól sem einka­dóttir­in, hin sex ára gamla Christine, felur sig á bak við. Hún er búin að bíða spennt eftir okkur segja for­eldr­arnir en þegar á hólm­inn er komið nær feimnin yfir­hönd­inni.

Scovia með Lars sofandi í fanginu. Hún situr í horninu þar sem hún eldar. Lengst til hægri er heimatilbúinn kælir.Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

„Komið inn, komið inn!“ Scovia hefur verið að elda allan morg­un­inn. Ilmur af fram­andi réttum fyllir vit­in. Húsið hans Labans er lít­ið. Kannski 15-20 fer­metr­ar. Þar er raf­magn en mjög tak­markað og því eng­inn ísskápur og aðeins ein ljósa­pera hangir úr loft­inu. Ekk­ert renn­andi vatn. Rým­inu er skipt í tvennt með tjaldi. Handan þess sefur fjöl­skyldan en okkur er boðið til sætis við borð sem líkt og á auga bragði er orðið hlaðið af veislu­mat. Úr litlu útvarpi ómar popptón­list, sum lögin eru afrísk en önnur evr­ópsk. Allt er til reiðu.

Að síð­ustu setur Scovia glös af nýkreistum safa úr ást­ar­aldin fyrir framan okk­ur. Hún fer með stutta borð­bæn. „Gjörið svo vel, fáið ykk­ur!“ segir hún svo. Af nógu er að taka: Steikt egg, hrís­grjón svo himnesk á bragðið og mjúk að þau allt að því bráðna í munni. Frá geita­kjöts­súp­unni leggur krydd­aðan angan og steikta græn­met­inu í rjómasós­unni sömu­leið­is. Allt er þetta borðað með matoke, hinni úgönsku ósykr­uðu ban­ana­stöppu sem þó er svo sæt að hana má allt eins borða sem eft­ir­rétt.

Laban og Scovia með póstkort frá Íslandi. Þeir eru nokkuð skrautlegri fuglarnir í þeirra heimalandi. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Þetta er veisla. Scovia er úrvalskokk­ur. „La­ban, þú ert hepp­inn,“ segi ég en Scovia er fljót að bæta við: „Ég er hepp­in. Að vera gift Laban.“ Hún klappar honum létt á hnéð og þau brosa til hvors ann­ars. Hafa verið saman síðan þau voru ung­ling­ar. Enn ást­fangin upp fyrir haus.

Aðeins tvö af börnum þeirra eru heima. Skól­arnir í Úganda eru loks byrj­aðir eftir tveggja ára lokun vegna far­ald­urs­ins og Laban og Scovia spara allt sem þau geta til að senda eldri börnin í góða skóla. Þetta eru heima­vist­ar­skólar og þau koma aðeins heim annað slagið á hverju miss­eri.

Auglýsing

Elsti son­ur­inn, Harri­son, er átján ára og í fram­halds­skóla. Þau eru stolt af syn­inum sem hefur átt erfitt. Fyrir nokkrum árum varð hann hjart­veikur og dug­legi íþrótta­strák­ur­inn missti allt þrek. Scovia verður alvar­leg er hún rifjar þetta upp. „Hann þurfti aðgerð. Og það var ekki hægt að gera hana í Úganda. Laban varð að fara til Ind­lands með hann. Þeir voru þar í marga mán­uð­i.“

Laban kinkar kolli og rifjar upp erf­ið­leik­ana við að fá vega­bréf og áritun til að kom­ast frá heima­land­inu með dreng­inn. Þetta var árið 2009. Fjöl­skyldan lagði allt sitt litla sparifé til. Flutti í ódýr­ara og minna hús­næði til að steypa sér ekki í of miklar skuld­ir. Þröngt var í búi hjá Scoviu og börn­unum á meðan því engin var inn­kom­an. „En aðgerðin heppn­að­ist vel,“ segir Scovia full þakk­lætis og það lifnar yfir henni. Nú getur Harri­son hlaupið og stundað íþrótt­ir. Gengið í skóla og von­andi fengið góða vinnu með menntun í fartesk­inu.

Laban, Scovia, Christine og Arnar Unnarsson, maður greinarhöfundar, fyrir utan litla húsið í Joseph. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

„En hann þarf að fara í aðra aðgerð fljót­lega,“ útskýrir Laban. „Aftur til Ind­lands.“ Þess vegna vinnur hann myrkrana á milli sem boda en á tímum þar sem fáir ferða­menn eru í Úganda vegna far­ald­urs­ins. Þeim er að fjölga, ég er til vitnis um það, en hafi þetta verið hark áður er þetta stöðugt basl núna. Aðgerðin verður því að bíða. Það eru ein­fald­lega ekki til pen­ingar fyrir henni í augna­blik­inu.

„Börn­unum líður öllum vel,“ und­ir­strikar Laban þó. „Öllum sex,“ bæti ég bros­andi við og klappa á koll­inn á Lars sem er steinsofn­aður í fangi móður sinn­ar, saddur og sæll. „Við áttum aðra stelpu,“ segir þá Scovia allt í einu. „Hún var annað barnið okkar en dó þegar hún var þriggja ára.“ Aftur horfast þau hjónin í augu en eru nú alvar­leg í bragði. Ekk­ert er sár­ara en að missa barn.

Nágrannabörn Labans og Scoviu við hús þeirra hjóna. Öskuhaugar að baki barnanna. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Christine litla vill fara út að leika. Henni er óhætt úti einni. Hér líta nágrannar eftir börnum hvers ann­ars. Eftir að hafa sagt þeim frá eld­fjöll­unum og jöklunum á Íslandi, og eina skraut­lega fugl­in­um, lund­an­um, er komið að kveðju­stund. Laban og Scovia standa við litla húsið sitt, þar sem annað lítið kot er áfast norðan megin en sunnan við er ösku­haug­ur. Fjöll af plasti og öðru rusli sem kindur og geitur krafsa í og leita að ein­hverju æti­legu.

Þannig býr hann, vinur minn Laban. Með fal­legu fjöl­skyld­una sína í koti sem er álíka stórt og svefn­her­bergið mitt heima á Íslandi.

Það er freist­andi að fall­ast í faðma. Scovia sendir mér í stað­inn ótelj­andi fing­ur­kossa og ég snara mér aftur á hjólið hjá Laban og við fjar­lægj­umst smám saman heim­ili hans. Litla húsið sem er óra­vegu í öllum skiln­ingi frá risa­vöxnu mosk­unni hans Gadda­fís og glæsi­höll kon­ungs Búg­anda. En er stút­fullt af hjarta­hlýju, vonum og óskum um betra líf fyrir sex börn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiSunnudagar