13 færslur fundust merktar „úganda“

Stór hluti Úgandabúa aflar sér tekna frá degi til dags með sölu á landbúnaðarvörum og öðrum varningi.
Dregur fyrir sólu í Úganda vegna ebólu
Er stjórnvöld í Úganda gripu til ferðatakmarkana til og frá svæðum þar sem tilfelli ebólu höfðu greinst var það um seinan. Veiran var komin til höfuðborgarinnar. Viðbrögð stjórnvalda í landinu fagra umhverfis Viktoríuvatn og Níl eru harðlega gagnrýnd.
2. nóvember 2022
Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu í austurhluta Úganda fyrr á þessu ári. Heilbrigðiskerfið er mjög veikt víða í landinu.
Lýsa yfir faraldri ebólu í Úganda
Heilbrigðisyfirvöld í Úganda lýstu í gær yfir faraldri ebólu í landinu í kjölfar andláts ungs karlmanns sem reyndist vera smitaður af veirunni sem veldur sjúkdómnum. Sex óútskýrð dauðsföll fólks af sama svæði eru einnig til rannsóknar.
21. september 2022
Börn í kennlustund í Bumeru-skóla sem var byggður í samvinnu við íslensk stjórnvöld.
Undan mangótrjánum og inn í „íslenska“ skóla
„253“ stendur skrifað á töfluna. Það eru 253 börn í bekknum – samankomin í lítilli skólastofu. Bukewa er dæmigerður grunnskóli í Namayingo-héraði í Úganda. En nú hefur hann, ásamt fimm öðrum, verið endurbyggður fyrir íslenskt skattfé.
3. apríl 2022
Blíðar hendur í hörðum heimi
Á nánast einni nóttu hurfu allir ferðamennirnir. Þeir höfðu verið líflína milljóna sem sátu eftir iðjulausar. Engir lokunarstyrkir. Engir viðspyrnustyrkir. Ekkert. Það er tvennt ólíkt að mæta farsótt í landi við miðbaug eða heimskautsbaug.
6. mars 2022
Með „blússandi ADHD“ á meðal villtra dýra Afríku
Mótorhjól. Fjórhjól. Bátar. Bílar og bodaboda. Þrír félagar frá Íslandi nýttu ýmsa fararskjóta á ferðalagi um hið ægifagra Úganda. Þeir gengu með nashyrningum og simpönsum, sáu hlébarða uppi í tré og lentu í árekstri við flóðhest.
6. mars 2022
Skjálfandi Íslendingar í Úganda
Kornunga Ísland og hið æviforna Úganda eiga sitt hvað sameiginlegt. Blaðakona Kjarnans komst að því að það dugar ekki að flýja til miðbaugs til að losna við skjálfandi jörð undir fótum.
20. febrúar 2022
Verðmætin sem börnin sakna eftir eldsvoðann
Ef allar eigur þínar myndu eyðileggjast í eldi, hvers myndir þú helst sakna? Rúmdýnunnar nýju, vatnsflöskunnar og lyklakippunnar sem ég fékk í afmælisgjöf, segja ung úgönsk börn eftir mikinn eldsvoða í heimavistarskólanum þeirra.
13. febrúar 2022
Páll Kvaran í bruggverksmiðjunni sinni í Kampala.
Íslenskur ævintýramaður stofnaði vinsælt brugghús í Úganda
Páll Kvaran vildi hafa áhrif, menntaði sig í þróunarfræðum og hefur síðustu ár unnið að verkefnum sem stuðla að bættum kjörum bænda við miðbaug. Og svo bruggar hann bjór í fyrsta handverksbrugghúsi Úganda.
12. febrúar 2022
Skrítnastur er hann Sushi
Hann getur staðið grafkyrr tímunum saman og myndi vinna störukeppni við hvern sem er. Þau eru mörg villtu dýrin í Úganda sem fá fólk til að taka andköf en risavaxinn fugl sem hneigir sig var þó það sem blaðakona Kjarnans þráði að sjá.
6. febrúar 2022
Við Nílarfljót
Saga um lítinn dreng sem lagður var í körfu á Nílarfljóti svo honum yrði ekki drekkt í því skaut upp í huga blaðakonu Kjarnans er hún stóð við upptök þess og sá vatnið hefja margra mánaða ferð sína til Miðjarðarhafsins.
30. janúar 2022
Litla húsið hans Labans
Gríðarstór moska Gaddafís, höll konungs Búganda og hrollvekjandi pyntingaklefi Idi Amins. En heimsókn í litla húsið hans Labans og matur Scoviu konu hans er það sem situr eftir í huga blaðamanns Kjarnans sem skoðaði Kampala.
23. janúar 2022
Taugar til tveggja heima
Trönurnar sýndu stáltaugar í viðureign við Ísland segja úganskir fjölmiðlar. Blaðamaður Kjarnans vildi ólmur horfa á leikinn en lýsir í fyrsta pistli sínum frá grænu borginni í sólinni hvernig hlutirnir eiga það til að fara á annan veg en lagt er upp með.
16. janúar 2022
Leia getur ekki beðið eftir að byrja í skólanum aftur.
Loksins í skólann eftir 95 vikna lokun
Hvergi í heiminum hafa skólar verið lengur lokaðir vegna faraldursins en í Úganda. Nú er loks komið að því að dyr þeirra verði opnaðar en ljóst þykir að mörg börn munu ekki skila sér. Blaðamaður Kjarnans hitti Leiu sem hlakkar til að hefja nám.
9. janúar 2022