Lýsa yfir faraldri ebólu í Úganda

Heilbrigðisyfirvöld í Úganda lýstu í gær yfir faraldri ebólu í landinu í kjölfar andláts ungs karlmanns sem reyndist vera smitaður af veirunni sem veldur sjúkdómnum. Sex óútskýrð dauðsföll fólks af sama svæði eru einnig til rannsóknar.

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu í austurhluta Úganda fyrr á þessu ári. Heilbrigðiskerfið er mjög veikt víða í landinu.
Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu í austurhluta Úganda fyrr á þessu ári. Heilbrigðiskerfið er mjög veikt víða í landinu.
Auglýsing

Til­felli ebólu hefur greinst í Aust­ur-Afr­íku­rík­inu Úganda. 24 ára karl­maður úr þorpi Mubende-hér­aði, sem er í miðju lands­ins, lést og við rann­sókn kom í ljós að hann var smit­aður af ebólu­veirunni. Einnig eru sex óút­skýrð dauðs­föll fólks af sama svæði til rann­sóknar en grunur leikur á, að því er fram kemur í til­kynn­ingu Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, að fólkið hafi verið með ebólu. Til við­bótar eru átta mann­eskj­ur, sem ótt­ast er að séu með veiruna, inniliggj­andi á sjúkra­húsi.

Auglýsing

Um er að ræða svo­kallað Súd­an-af­brigði ebólu­veirunnar og er þetta í fyrsta sinn í meira en ára­tug sem það grein­ist í Úganda að sögn Mats­hi­diso Moeti, fram­kvæmda­stjóra WHO í Afr­íku. Hún bendir á að þar sem Úganda hafi áður þurft að glíma við ebólu sé til þekk­ing til að fást við sjúk­dóm­inn og til að tak­marka útbreiðslu hans. Það hafi m.a. orðið til þess að um leið og grunur vakn­aði hafi verið gripið til aðgerða.

Til­felli af svo­nefndu Zaire-af­brigði veirunnar greindust í Úganda árið 2019. Það hafði borist til lands­ins með fólki frá nágranna­rík­inu Aust­ur-­Kongó. Í því landi var far­aldur ebólu á þeim tíma.

WHO veitir yfir­völdum í Úganda aðstoð og stuðn­ing vegna til­fell­is­ins sem nú hefur verið stað­fest og mögu­legs far­ald­urs. Meðal ann­ars hefur ýmiss bún­aður verið sendur til lands­ins.

Heil­brigð­is­kerfi Úganda er veik­byggt. Í land­inu búa á fimmta tug millj­óna manna og aðgengi að lækn­is­þjón­ustu er mjög tak­mark­að, sér­stak­lega í sveit­um.

Bólu­efni hefur verið þróað og reynt á ebólu. En aðeins gegn veiru­af­brigð­inu sem kennt er við Zaire. Það hefur enn ekki verið prófað gegn því afbrigði sem nú hefur upp­götvast í Úganda.

Ebóla er alvar­legur og oft lífs­hættu­legur sjúk­dómur sem leggst á menn og aðra prímata. Sex afbrigði af veirunni hafa verið greind og þrjú þeirra, meðal ann­ars þau sem kennd eru við Zaire og Súdan hafa leitt til far­aldra. WHO bendir á að erfitt sé að meta dán­ar­tíðni af völdum ebólu. Hún sé á bil­inu 41-100 pró­sent. Það hafi hins vegar sýnt sig að snemmtækt inn­grip í veik­indin geti skipt sköpum og dregið veru­lega úr hættu á dauða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent