Dregur fyrir sólu í Úganda vegna ebólu

Er stjórnvöld í Úganda gripu til ferðatakmarkana til og frá svæðum þar sem tilfelli ebólu höfðu greinst var það um seinan. Veiran var komin til höfuðborgarinnar. Viðbrögð stjórnvalda í landinu fagra umhverfis Viktoríuvatn og Níl eru harðlega gagnrýnd.

Stór hluti Úgandabúa aflar sér tekna frá degi til dags með sölu á landbúnaðarvörum og öðrum varningi.
Stór hluti Úgandabúa aflar sér tekna frá degi til dags með sölu á landbúnaðarvörum og öðrum varningi.
Auglýsing

Að minnsta kosti sex börn hafa greinst með ebólu í Kampala, höf­uð­borg Úganda. Átta full­orðnir hafa greinst í borg­inni. Fleiri sýna ein­kenni og grein­ingar er beð­ið. 26. októ­ber höfðu 115 til­felli ebólu verið stað­fest í land­inu og 32 þeirra endað með dauða. Ell­efu heil­brigð­is­starfs­menn höfðu þá greinst og fjórir þeirra lát­ist úr sjúk­dómn­um.

Auglýsing

Þetta eru slæmar fréttir fyrir millj­ón­irnar sem búa í Aust­ur-Afr­íku­rík­inu Úganda við mið­baug. Íbú­arnir og efna­hag­ur­inn var við það að rétta úr kútnum eftir mjög strangar ferða­tak­mark­anir og fjölda ann­arra aðgerða í kór­ónu­far­aldr­in­um. Í landi þar sem flestir afla sér tekna frá degi til dags við að rækta mat­væli og selja varn­ing sinn voru tak­mark­anir vegna far­ald­urs­ins veru­lega íþyngj­andi. Fátækt jókst og börn flosn­uðu upp úr námi í stórum stíl. Ein stærsta atvinnu­grein lands­ins, ferða­þjón­ust­an, var þurrkuð út á einu bretti.

Og loks þegar allt var að fara í samt horf þá birt­ist hún: Veiran sem veldur ebólu. Sjúk­dómnum sem hefur slæmt orð á sér enda getur hann verið ban­vænn. Hann upp­götv­að­ist fyrst árið 1976 í nágranna­ríki Úganda. Það hét þá Zaire en heitir í dag Aust­ur-­Kongó. Síðan þá hefur veiran vonda skotið upp koll­inum hist og her í Afr­íku – í ríkjum þar sem heil­brigð­is­kerfið er almennt veikt, fátækt útbreidd, hreint vatn á fæstra færi og allar hömlur sem settar eru á athafnir fólks bíta fast­ast þá verst settu.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin fylgist vel með ástandinu í Úganda og hefur sent lækningavörur og sérþjálfað starfsfólk til aðstoðar. Mynd: WHO

Þetta er í fimmta sinn sem ebóla breið­ist út í Úganda. Versti far­ald­ur­inn var árið 2000. Þá lét­ust yfir 200 manns.

Ríki í Afr­íku hafa mörg hver orðið góða þekk­ingu og reynslu af því að fást við ebólu. Að grípa til aðgerða sem virka hratt og vel. En stjórn­völd í Úganda voru sein til og aðgerð­irnar fálm­kennd­ar.

Far­ald­ur­inn hófst í lok sept­em­ber er nokkur til­felli greindust í mið­hluta lands­ins. Börnin sex sem nú hafa greinst í Kampala eru talin hafa smit­ast af karl­manni sem hafði farið til þessa svæðis og komið svo aftur til borg­ar­innar þar sem hann lést skömmu síð­ar, sýktur af ebólu. Í síð­ustu viku hafði rík­is­stjórn Yoweri Museveni for­seta þver­tekið fyrir það að ebóla væri komin til borg­ar­inn­ar. „Okkur tókst að greina þetta hópsmit vegna umfangs­mik­illar smitrakn­ingar ráðu­neyt­is­ins,“ sagði Jane Ruth Aceng, heil­brigð­is­ráð­herra, sér og stjórn­inni til varnar er sann­leik­ur­inn kom í ljós.

Van­traust grafið enn frekar um sig

Sér­fræð­ingar í heil­brigð­is­málum hafa hins vegar gagn­rýnt stjórn­völd fyrir aðgerða­leysi. Útfærsla aðgerða hafi verið veik­byggð og sömu­leiðis kenna þeir stjórn­völdum um aukið van­traust fólks á yfir­völd almennt. Það hafi orðið til þess að fólk fór ekki eftir leið­bein­ingum og huns­aði var­úð­ar­orð. Ástæðan fyrir van­traustinu á sér m.a. rætur í aðgerðum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Nær hvergi í heim­inum var ströngum tak­mörk­unum haldið jafn lengi til streitu og í Úganda. Skólar voru lok­aðir í tæp tvö ár. Útgöngu­bann var algjört á tíma­bili og allt þar til í byrjun árs­ins mátti ekki vera á ferli eftir kl. 19 á kvöld­in.

En þetta er líka talin skýr­ingin á því að stjórn­völd voru treg til að grípa til harðra aðgerða um leið og fyrstu til­felli ebólu greindust. Fyrsta til­fellið var stað­fest 20. sept­em­ber í Mubende-hér­aði í um 150 kíló­metra fjar­lægð frá Kampala. Það var hins vegar ekki fyrr en um miðjan októ­ber að Museveni for­seti setti á ferða­bann á því svæði og fyr­ir­skip­aði að Kampala yrði sett á óvissu­stig og að sér­stak­lega ætti að gæta að smit­vörnum og fleiri atriðum í borg­inni til að verj­ast stórum far­aldri.

Um miðja síð­ustu viku höfðu til­felli greinst í sjö hér­uð­um, þar á meðal í Kampala.

Auglýsing

En eru ferða­bönn og útgöngu­bönn rétta aðferð­in?

Far­alds­fræð­ing­ur­inn Samuel Eta­jak, sem starfar við Makar­er­e-há­skóla í Úganda, segir við Al Jazeera að rík­is­stjórnin hafi átt í erf­ið­leikum með að hefta útbreiðsl­una þar sem ekki hafi verið farið í ítar­legra smitrakn­ingu þegar í stað. Þá hafi ekki verið við­haft nægj­an­legt eft­ir­lit með fólki sem átti í sam­skiptum við smit­aða. En Eta­jak vill ekki skella skuld­inni ein­göngu á rík­is­stjórn Úganda. Hann segir að til að ná góðum tökum á útbreiðslu þurfi að vera til staðar ákveðin verk­færi; lyf, bílar til flutn­inga og fleira, svo að skipu­lagn­ing gangi upp og aðgerðir skili árangri. Slíkt sé ein­fald­lega ekki alls staðar til­tækt í Úganda.

Íslensk stjórnvöld vinna með þeim úgönsku að því að bæta aðgengi að hreinu vatni í landinu. Hreint vatn er lykilatriði í baráttunni við ebólu og fleiri sjúkdóma. Mynd: Finnbogi Rútur

Stjórn­ar­and­stað­an, sem er veik í land­inu enda haldið niðri af vald­höf­um, hefur einnig gagn­rýnt stjórn­völd og segir þau hafa dregið lapp­irnar við að senda neyð­ar­að­stoð til hér­að­anna þar sem fyrstu til­fellin greindust. Grein­ing­ar­tól og tæki, svo sem til smitrakn­ing­ar, hafi einnig verið í skötu­líki. Fyrr­ver­andi leið­togi FDC, flokks sem kennir sig við lýð­ræð­isum­bæt­ur, segir við úganska dag­blaðið New Vision að þegar fyrstu sýk­ing­arnar voru greindar hafi veiran þegar verið farin að breið­ast út. Yfir­völd hafi sofið á verð­inum gagn­vart þess­ari heilsu­far­sógn.

Sá er alls ekki á því að útgöngu­bann for­set­ans sé til bóta. Það rústi efna­hagnum á örskots­stund. Hann bendir á að boda-boda, skell­inöðr­urnar sem flestir Úganda­búar nota til að ferð­ast um, megi ekki aka til og frá mið­hér­uð­un­um. Þetta finnst honum „fá­rán­legt“ þar sem sjúkra­bílar séu alltof fáir og fólk noti boda-boda til að sækja sér lækn­is­að­stoð. Smitrakn­ing og ein­angrun séu miklu öfl­ugri tæki en tak­mark­anir á ferða­lögum allra.

Bólu­efni handan við horn­ið?

Á sunnu­dag­inn ávarp­aði heil­brigð­is­ráð­herr­ann Aceng þjóð­ina og bað alla að vera vel á verði. Til­kynnti hún að héðan í frá þyrftu þeir sem hefðu verið í nánum sam­skiptum við sýkta að fara í 21 dags ein­angr­un. „Ég skora á alla Úganda­búa að taka mark á þessu og reyna að skilja af hverju það þarf að grípa til þessa. Ég hvet þá alla til að fylgja þessu svo að við getum náð tökum á far­aldr­inum sem fyrst og snúið aftur til venju­legs lífs.“

Ekk­ert bólu­efni er til við þessu til­tekna afbrigði ebólu. Hins vegar eru nokkur bólu­efni langt komin í þróun og að mati Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (WHO) verður mögu­lega hægt að nota þau bráð­lega í klínískum rann­sókn­um.

Sér­fræð­ingar WHO virð­ast bjart­sýnir á að yfir­völdum í Úganda tak­ist að hemja veiruna. Þeir sögðu í lok októ­ber að til nauð­syn­legra aðgerða hefði verið grip­ið, að heil­brigð­is­yf­ir­völd í nágranna­ríkj­un­um, m.a. Rúanda, Búrúndi og Ken­ía, væru einnig á tán­um. Hins vegar bendir stofn­unin á þá stað­reynd að heil­brigð­is­kerfið í Úganda sé veikt og að útbreiðsla ebólu hafi þegar valdið gríð­ar­legu álagi á kerf­ið. Sér­fræð­ingar stofn­un­ar­innar vara við því að ferða- og við­skipta­tak­mörk verði sett á Úganda vegna far­ald­urs­ins, unnið sé að því hörðum höndum að ná utan um smit með þekktum ráðum á borð við smitrakn­ingu og ein­angr­un. Enn sem komið er virð­ist slíkt duga.

Næstu dagar og vikur munu leiða í ljós hvort yfir­völdum tak­ist ætl­un­ar­verk sitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar