Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar

Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.

Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Auglýsing

Geta regn­skóga til að binda kolefni gæti minnkað sam­hliða lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta gæti gerst bæði vegna þess að hærra hita­stig dregur úr ljóstil­lífun sem á sér stað í lauf­blöðum og vegna þess að nátt­úru­leg kæli­kerfi trjáa hætta að starfa í þurrk­um. Hærra hita­stig ógnar ákveðnum teg­undum í regn­skóg­unum sem eru mik­il­væg til bind­ingar kolefn­is.

Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar sem unnin var við Háskól­ann í Gauta­borg.

Auglýsing

Vissu­lega eru sumar trjá­teg­undir í hita­belt­inu færar um að ráða við hækkun hita­stigs – að draga í sig vatn og breyta því í gufu til kæl­ing­ar. Þetta á einkum við um ung og hrað­vaxta tré regn­skóg­anna. Öðru máli gegn­ir, segir í rann­sókn­inni, um trén í elstu hlutum þeirra. Þau vaxa mun hæg­ar. Stofnar þeirra eru meiri um sig og lauf þeirra ekki jafn fær um að kæla þau með útguf­un.

Í til­kynn­ingu frá Gauta­borg­ar­há­skóla um rann­sókn­ina segir að ísaldir fyrri tíma hafi ekki náð til hita­belta jarðar og því hafi lofts­lag þar verið stöðugra í sögu­legu til­liti en ann­ars stað­ar.

En með lofts­lags­breyt­ingum hefur orðið hlýnun í hita­belt­inu og því er spáð að sú þróun eigi eftir að halda áfram. Það hef­ur, að því er rann­sóknin sýna, orðið til þess að ákveðnar trjá­teg­undir hafa látið undan og drep­ist. „Hingað til höfum við ekki vitað af hverju,“ segir Maria Wittem­ann, höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar.

Land­nemar og hástigs­plöntur

Wittem­ann hefur rann­sakað margar trjá­teg­undir regn­skóg­anna sem hún segir að megi í grófum dráttum skipta í tvennt: Land­nema (s. Pionjär­arter) og hástigs­plöntur (s. Climax­arter). Land­nem­arnir festa fyrstir rætur er skógur er að þró­ast en hástigs­plönt­ur, koma til sög­unnar þegar meiri stöð­ug­leiki hefur náðst. Slík tré vaxa hægar en verða að lokum stór og mik­il. Það eru þau sem binda mest af kolefni regn­skóg­anna.

Hins vegar er stór­kost­legur munur á því hvernig trjá­teg­undir í þessum tveimur flokkum fást við hita. Land­nem­arnir draga í sig vatn, útgufun verður í gegnum lauf­blöðin sem kælir þau. Þetta er því nokkuð full­komið kæli­kerfi. En hástigs­plönt­urnar búa ekki yfir jafn öfl­ugu kæli­kerfi og eiga þess vegna erf­ið­ara upp­dráttar er hita­stig hækkar í lengri tíma.

Rannsókn Mariu Wittemann var ekki aðeins framkvæmd í skógum Rúanda heldur hafa bæði landnemar og háplöntur verið ræktaðar við ákveðin skilyrði á rannsóknarstofum í Svíþjóð.

Maria Wittem­ann segir þetta hafa komið ber­sýni­lega í ljós í rann­sóknum henn­ar. Mik­ill hita­munur hafi verið í blöðum trjáa þess­ara tveggja flokka, trjáa sem uxu á sömu svæð­um, eða allt að tíu gráð­ur.

Wittem­ann segir að lofts­lags­breyt­ingar gætu líka haft áhrif á land­nem­ana. Útgufun­in, kæli­kerfið þeirra, þarfn­ast mik­ils vökva. Á þurrka­tím­um, sem hafa orðið tíð­ari og meiri, geta þessi tré ekki ræst kerfið og kælt sig. Því sáu Wittem­ann og teymi hennar merki um að land­nem­arnir ættu erfitt upp­dráttar í þurrk­um. Slík tré hafa þá enga aðra kosti en að fella lauf­in. Hástigs­plöntur eru hins vegar betur í stakk búnar til að fást við þurrka.

Þannig að báðir þessir hópar trjáa gætu misst hæfni sína til að binda kolefni vegna lofts­lags­breyt­inga en við ólíkar aðstæð­ur.

„Nið­ur­stöður okkar sýna að það dregur úr ljóstil­lífun trjáa þegar lauf­blöð þeirra hitna,“ segir Wittem­ann. Það aftur verður til þess að þau drep­ast því það er hið merki­lega fyr­ir­bæri ljóstil­lífun sem heldur í þeim líf­inu.

Með ljóstil­lífun grænna plantna er koltví­oxíð (CO2) úr and­rúms­lofti notað til að mynda kol­vetni eða syk­ur. Um leið er vatns­sam­eind (H2O) klofin í frumum til að halda uppi ljóstil­lífun og afleið­ing þess er sú að súr­efni (O2) losn­ar.

Umfangs­mik­ill trjá­dauði hefur áhrif á allt vist­kerfi svæð­is. Alls konar dýr og aðrar líf­verur lifa í skjóli og af ávöxtum trjáa regn­skóg­anna.

Fyrri rann­sóknir á kolefn­is­bind­ingu regn­skóg­anna hafa sýnt, segir í til­kynn­ingu Gauta­borg­ar­há­skóla, að ástandið sé einna verst í Amazon. Þar er því spáð að losun frá skóg­inum verði orðin meiri en bind­ing árið 2035.

Rann­sókn Wittem­ann og félaga beind­ist hins vegar að regn­skógum Afr­íku og þar virð­ist ástandið ekki jafn slæmt. Sjónum var m.a. beint að skógum í Rúanda og rann­sóknin unnin í sam­starfi við þar­lenda vís­inda­menn.

Í Rúanda er lítið eftir af frum­skógi. Honum hefur verið eytt í gegnum tíð­ina, landið brotið undir jarð­rækt í stórum stíl. En nú vilja stjórn­völd breyta um kúrs og fá skóg­ana aft­ur. Þá verða þau að vita hvaða teg­undum eigi að planta í því lofts­lagi sem nú er og í breyttu lofts­lagi í nán­ustu fram­tíð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent