Kemur Lars Løkke heim?

Allar líkur eru á því að ríkisstjórnarmyndun í Danmörku eftir kosningar dagsins verði flókin. Margt virðist velta á því hvernig Lars Løkke Rasmussen kýs að spila úr væntum kosningasigri hans nýja afls, sem stendur utan blokkastjórnmálanna.

Kosið er til þings í Danmörku í dag. Hér er Lars Løkke Rasmussen formaður Moderaterne á kjörstað í morgun.
Kosið er til þings í Danmörku í dag. Hér er Lars Løkke Rasmussen formaður Moderaterne á kjörstað í morgun.
Auglýsing

Óhætt er að segja að tví­sýn staða og mikil spenna sé nú í dönskum stjórn­mál­um, en kosið er til þings í land­inu í dag. Síð­ustu sjón­varp­s­kapp­ræður leið­toga flokk­anna fjórtán sem bjóða fram á lands­vísu fóru fram á sunnu­dags­kvöld.

Þar reyndu bæði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og leið­togi Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins og Jakob Ellem­ann-J­en­sen for­maður Ven­stre að byggja brýr til Lars Løkke Rasmus­sen sem mest þau gátu, en nýr flokkur Lars Løkke, Modera­ter­ne, stendur utan þeirra tveggja blokka sem ýmist halla sér til vinstri eða hægri, þeirrar rauðu og þeirra bláu.

Auglýsing

Lík­legt þykir að eftir kosn­ingar muni Lars Løkke, sem er fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Ven­stre, verða í odda­stöðu við rík­is­stjórn­ar­mynd­un, en flokkur hans mælist með 8-10 pró­senta fylgi og hátt á annan tug þing­manna í nýj­ustu könn­unum á sama tíma. Þetta tals­verða fylgi við Modera­terne þýðir að hvorki rauða blokkin né sú bláa er lík­leg til að enda með meiri­hluta þing­sæta.

Eins og Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sagði er hún boð­aði til kosn­inga í upp­hafi októ­ber er hún þeirrar skoð­unar að aðstæður dags­ins í dag kalli á breiða rík­is­stjórn yfir miðj­una, út fyrir blokkapóli­tík­ina. Jafn­vel þótt rauða blokkin næði þing­meiri­hluta verður það ekki hennar fyrsta val að mynda minni­hluta­stjórn með stuðn­ingi ann­arra flokka á vinstri kant­in­um.

Síð­ast var mynduð rík­is­stjórn með flokkum úr báðum blokkum árið 1993, en því sam­starfi var slitið eftir kosn­ing­arnar árið 1994. Áður höfðu verið gerðar til­raunir til breiðs sam­starf yfir miðj­una á átt­unda ára­tugnum og gekk það mis­jafn­lega.

Lars Løkke hefur til þessa ekki viljað gefa neitt út um það hvern hann vilji helst sjá sem næsta for­sæt­is­ráð­herra og ýmsum stjórn­mála­skýrendum þykir lík­legt að hann muni reyna að mála sjálfan sig inn í það hlut­verk gef­ist tæki­færi til. Það hvernig Lars Løkke spilar úr nið­ur­stöðum kosn­ing­anna mun senni­lega hafa úrslita­á­hrif á það hvernig rík­is­stjórn verður í Dan­mörku næstu árin.

Lág­flug á Ven­stre

Ellem­ann-J­en­sen virð­ist nú eina raun­hæfa for­sæt­is­ráð­herra­efni bláu blokk­ar­inn­ar, eftir fylg­is­hrun Íhalds­flokks Sören Pape Poul­sen það sem af er í kosn­inga­bar­átt­unni, en ýmis vand­ræða­mál hristu af for­mann­inum fylgið í þessum stutta kosn­inga­slag.

Jakob Ellemann-Jensen gægist út úr kjörklefanum í morgun. Mynd: EPA

Þrátt fyrir að hann gæti endað sem for­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far kosn­inga sér Ellem­ann-J­en­sen þó fram á að vera að fara að leiða Ven­stre til verstu kosn­inga­út­komu flokks­ins í heil 32 ár, eða síðan árið 1990 er flokk­ur­inn hlaut 11,8 pró­sent atkvæða, undir stjórn föður hans, Uffe Ellem­ann-J­en­sen. Flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast með um og yfir 13 pró­sent atkvæða í könn­un­um.

Fylg­is­hrun Ven­stre stafar af því að flokk­ur­inn hefur tvístr­ast með stjórn­mála­fólki sem hefur yfir­gefið flokk­inn. Ekki ein­ungis hafa fylg­is­menn Ven­stre fylkt sér að baki nýjum flokki Lars Løkke, heldur hefur annar fyrr­ver­andi ráð­herra flokks­ins, Inger Støjberg, einnig sópað ein­hverju fylgi til sinnar nýju hreyf­ing­ar, Dan­merk­ur­demókratanna, sem mæld­ist með 8,6 pró­sent í nýj­ustu könnun Epinion.

Fáir vilja þó í rík­is­stjórn með Støjberg, og Lars Løkke hefur sagt að hann telji að Støjberg eigi aldrei að verða ráð­herra aft­ur, en í des­em­ber í fyrra var hún sak­felld fyrir í lands­dómi fyrir að hafa brotið af sér í ráð­herra­emb­ætti.

Komdu heim, Lars Løkke

Í kapp­ræð­unum á sunnu­dags­kvöld gerðu bæði Frederik­sen og Ellem­ann-J­en­sen hosur sínar grænar fyrir Lars Løkke. Í yfir­ferð stjórn­mála­skýranda DR, Jens Ring­berg, segir að Mette Frederik­sen hafi til dæmis opnað á að gera umtals­verðar breyt­ingar á stjórn­sýslu heil­brigð­is­mála í land­inu, en Lars Løkke hefur boðað að hans flokkur vilji gera stórar breyt­ingar þar á.

Hún tal­aði þó ekki jafn beint til Lars Løkke og Ellem­ann-J­en­sen, sem sagði hrein­lega fyrr­ver­andi for­manni flokks­ins sem hann nú leiðir að „koma heim“. Á Ellem­ann-J­en­sen var að heyra að í sam­starfi við Ven­stre gæti Lars Løkke komið þeim breyt­ingum sem hann boð­ar, hlut­unum sem þeirra „fyrr­ver­andi sam­eig­in­lega bak­land“ þrá­ir, en síður í sam­starfi við Sós­í­alde­mókrata.

Mette Frederiksen forsætisráðherra kyssir eiginmann sinn fyrir utan kjörstað í morgun. Mynd: EPA

Ellem­ann-J­en­sen hefur sjálfur tekið fyrir það að vinna með Sós­í­alde­mókrötum í rík­is­stjórn, og það hefur Søren Pape Poul­sen for­maður Íhalds­flokks­ins einnig gert. Draumur þeirra beggja er um stjórn borg­ara­legra afla, en Pape Poul­sen hefur þó við­ur­kennt að mögu­leik­inn á slíkri stjórn fari mjög eftir því hversu fast Lars Løkke heldur í kröfu sína um að mynduð verði breið rík­is­stjórn yfir miðj­una.

Draumarík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen væri stjórn yfir miðj­una með þátt­töku Sós­í­alde­mókrata, Ven­stre, Íhalds­flokks­ins og hans eigin Modera­ter­ne. Hvort slíkt stjórn­ar­sam­starf komi til álita virð­ist þó ekki lík­legt í dag, vegna and­stöðu borg­ara­legu afl­anna við sam­vinnu við Sós­í­alde­mókrata.

Auglýsing

Lars Løkke hefur sagt að hann vilji að jafn­að­ar­menn sitji við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, en segir þó ekki sjálf­gefið að þeir sem stærsti flokk­ur­inn í breiðri stjórn fái emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Hann hefur þó einnig sagt að það væri auð­veld­ara að styðja stjórn undir for­sæti Sós­í­alde­mókrata ef leið­togi flokks­ins væri ein­hver annar en Mette Frederiksen, en Modera­terne gerir ský­lausa kröfu um það að ný rík­is­stjórn fái óháð lög­fræði­á­lit á þætti for­sæt­is­ráð­herr­ans í minka­mál­inu.

Ein­hver muni þurfa að gefa sig

Ljóst þykir að það gæti orðið ærið verk að koma saman stjórn í Dan­mörku, ef nið­ur­stöður kosn­ing­anna verða með þeim hætti sem nýj­ustu skoð­ana­kann­anir benda til. Rikke Gjøl Mansø stjórn­mála­skýr­andi hjá DR segir að ef allir ætli að standa fast á sínum hug­myndum um rík­is­stjórn­ar­sam­starf verði með öllu ómögu­legt að mynda stjórn, ef úrslit kosn­inga nálgist skoð­ana­kann­an­ir.

„Það mun ein­hver þurfa að gefa sig. Spurn­ingin er, hver?“ skrifar hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar