Slær í bakseglin

Eftir tvær vikur ganga Danir til kosninga. Íhaldsflokknum hafði verið spáð góðu gengi en á allra síðustu dögum hefur slegið í bakseglin. Vinsældir formannsins Søren Pape Poulsen hafa dvínað mjög, af ýmsum ástæðum.

Óveðursskýin hafa hrannast upp í kringum Søren Pape Poulsen.
Óveðursskýin hafa hrannast upp í kringum Søren Pape Poulsen.
Auglýsing

Það eru ekki alltaf jólin er stundum haft á orði þegar eitt­hvað gengur ekki sem best. Hjá danska Íhalds­flokkn­um, Det Konservative Fol­ke­parti; hefur sann­ar­lega verið langt á milli jól­anna, ef svo mætti segja.

Í þing­kosn­ing­unum 1984 fékk Íhalds­flokk­ur­inn 42 þing­menn, fleiri en nokkru sinni fyrr og síð­ar. Þá var Poul Schlüter leið­togi flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra. Hann hafði sest í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn tveimur árum fyrr, þegar stjórn Anker Jørg­en­sen sagði af sér, án þess að boðað væri til kosn­inga. Poul Schlüter var for­sæt­is­ráð­herra til árs­ins 1993 en þá neydd­ist stjórn hans til að segja af sér vegna Tamíla­máls­ins svo­kall­aða, sem ekki verður nánar sagt frá hér. Stjórn sós­í­alde­mókrata og fleiri flokka, undir for­ystu Poul Nyrup Rasmus­sen tók við, án þess að kosið væri, og stjórn undir hans for­ystu var við völd til árs­ins 2001. Í kosn­ingum það ár tók stjórn Ven­stre undir for­ystu And­ers Fogh Rasmus­sen við völdum og stjórn Ven­stre flokks­ins sat fram til árs­ins 2011, síð­ustu tvö árin undir for­ystu Lars Løkke Rasmus­sen. Íhalds­flokk­ur­inn átti aðild að rík­is­stjórnum Ven­stre á þessum árum.

Átta for­menn frá 1993

Eftir afsögn Poul Schlüter 1993 tók við mikið óró­leika­tíma­bil í for­ystu Íhalds­flokks­ins. Frá 1993 hafa sam­tals átta manns setið á for­manns­stóli flokks­ins. Lengsta setu á for­manns­stólnum á þessu tíma­bili átti Bendt Bendt­sen sem gegndi for­mennsku frá 1999- 2008. Ýmsar ástæður hafa legið að baki þessum tíðu for­manns­skiptum sem komu niður á dvín­andi fylgi flokks­ins.

Kann­anir í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna 2015 bentu til að tví­sýnt væri að flokk­ur­inn næði full­trúum á þing. Nið­ur­staðan var að flokk­ur­inn fékk 6 þing­menn og 3.4.% fylgi, hið minnsta í sögu flokks­ins.

Søren Pape Poul­sen

Í ágúst árið 2014 til­kynnti Lars Bar­foed afsögn sína sem for­maður Íhalds­flokks­ins. Hann hafði verið for­maður frá 2011. Þegar Lars Bar­foed sagði af sér tók við núver­andi for­mað­ur, Søren Pape Poul­sen. Fyrst tíma­bundið en á flokks­þingi haustið 2014 var hann kjör­inn for­mað­ur. Þá sat hann ekki á þingi. Í þing­kosn­ing­unum 2015 fékk Íhalds­flokk­ur­inn ein­ungis 6 þing­menn kjörna, þar á meðal for­mann­inn Søren Pape Poul­sen. Útkoman sú lakasta frá stofnun flokks­ins, sem var stofn­aður árið 1918. Eftir kosn­ing­arnar 2015 urðu stjórn­ar­skipti og Lars Løkke Rasmus­sen varð for­sæt­is­ráð­herra í stað Helle Thorn­ing- Schmidt. Ári síð­ar, í kjöl­far breyt­inga, varð Íhalds­flokk­ur­inn aðili að stjórn­inni og Søren Pape Poul­sen varð dóms­mála­ráð­herra og gegndi því emb­ætti fram að kosn­ingum 2019 en þá féll stjórn­in. Íhalds­flokknum vegn­aði vel í þessum kosn­ingum 2019 og fékk 12 þing­menn kjörna. Útkoman var einkum þökkuð for­mann­inum sem þótti almennt hafa staðið sig vel í dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Blokk­irnar tvær og for­sæt­is­ráð­herra­stóll­inn

Í Dan­mörku fara þing­kosn­ingar að jafn­aði fram á fjög­urra ára fresti og miðað við það hefðu kosn­ingar átt að fara fram á fyrri hluta næsta árs.

En einn stuðn­ings­flokka rík­is­stjórnar Mette Frederik­sen krafð­ist þess fyrr á þessu ári að for­sæt­is­ráð­herr­ann myndi til­kynna um boðun kosn­inga áður en þing kæmi saman 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Ella yrði borin fram van­traust­s­til­laga í þing­inu. Og kosn­ingar fara fram 1. nóv­em­ber, eftir tvær vik­ur.

Á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, eru tvær blokkir, eins og það er kall­að. Önnur er rauð, hana mynda flokkar sem kenna sig við jafn­að­ar- og vinstri mennsku, hin er blá, þar eru miðju- og hægri flokk­ar.

Danska þingið

Hefð er fyrir því að í hvorri blokk fyrir sig sé einn for­sæt­is­ráð­herrak­andi­dat, leið­togi stærsta flokks­ins. Rauða blokkin bendir á Mette Frederik­sen. Í bláu blokk­inni hefur það lengi verið leið­togi Ven­stre, sem hinir flokk­arnir í blokk­inni hafa bent á, enda stærst­ur. En eftir að skoð­ana­kann­anir höfðu sýnt sífellt vax­andi fylgi Íhalds­flokks­ins, sem í skoð­ana­könn­unum var kom­inn fram úr Ven­stre, lýsti Søren Pape Poul­sen því yfir um miðjan ágúst að hann sækt­ist eftir því að verða for­sæt­is­ráð­herra. Jakob Ellem­ann- Jen­sen for­maður Ven­stre hafði líka lýst yfir áhuga sín­um.

Svo sló í bak­seglin

Stundum er sagt að vika sé langur tími í stjórn­mál­um, merk­ingin auð­skil­in. Þetta á sann­ar­lega við um Søren Pape Poul­sen, þar hafa óveð­urs­skýin hrann­ast upp ef svo má að orði kom­ast. Og stuðn­ingur við hann, og Íhalds­flokk­inn snar­minnk­að.

Í des­em­ber 2021 gekk Søren Pape Poul­sen í hjóna­band. Eig­in­mað­ur­inn var Josue Med­ina Vasquez. Þeir höfðu þekkst síðan 2013 og trú­lof­uð­ust árið 2015.

Auglýsing
Danir hafa mik­inn áhuga á „þekkta fólk­inu“ fjöl­skyld­unni á Amal­íu­borg, leik­ur­um, íþrótta­mönn­um, stjórn­mála­mönnum og fleirum sem áber­andi eru í þjóð­líf­inu. Eftir að vin­sælda­stjarna Søren Pape Poul­sen tók að rísa beind­ist athyglin sömu­leiðis að mak­an­um. Og þá kom sitt­hvað í ljós sem kom ýmsum á óvart.

Snemma árs 2018 var Josue tek­inn ölv­aður undir stýri í Viborg á Jót­landi. Hann var þá á leið­inni heim af skyndi­bita­stað. Kærast­inn Søren Pape Poul­sen var þá dóms­mála­ráð­herra. Hann sagði að kærast­inn Josue yrði að taka ábyrgð á lífi sínu og axla ábyrgð. Nokkru síðar réðst slóvaskur maður á Josue fyrir utan skemmti­stað, Josue hélt því fram að árásin hefði tengst kyn­þátta­for­dóm­um. Ákæru­valdið tók ekki undir það en Slóvak­inn fékk mán­aðar fang­els­is­dóm.

Í ágúst á þessu ári birti Ekstra Bla­det frétt sem vakti mikla athygli. Í umfjöllun blaðs­ins kom fram að Josue væri ekki af gyð­inga­ættum og væri ekki skyldur for­seta Dóminíska lýð­veld­is­ins eins og Josue hafði haldið fram og Søren Pape Poul­sen sömu­leiðis stað­hæft í við­tölum við fjöl­miðla. Einnig hafði komið fram í fjöl­miðlum að Søren Pape Poul­sen hafði hitt ráð­herra í Dóminíska lýð­veld­inu, án þess að danska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu væri kunn­ugt um, en slíkt sam­ræm­ist ekki vinnu­regl­um. Tveir aðrir danskir ráð­herrar voru á fund­un­um, sem haldnir voru að frum­kvæði Søren Pape Poul­sen.

Skiln­aður

Þann 1. sept­em­ber sl, í kjöl­far mik­illar umfjöll­unar um einka­mál Søren Pape Poul­sen og Josue Med­ina Vasquez, greindi sá fyrr­nefndi frá skiln­aði þeirra. Hann hefur ekki viljað tala mikið um skiln­að­inn en sagði að það hefði verið óum­flýj­an­legt að þeir færu hvor sína leið.

Umtalið um skiln­að­inn, fund­inn með ráð­herrum í Dóminíska lýð­veld­inu og ósann­indi um ættir og upp­runa eig­in­manns­ins fyrr­ver­andi tók sinn toll. Í skoð­ana­könnun sem gerð var í kjöl­far frétt­anna um skiln­að­inn hafði fylgi Søren Pape Poul­sen sem hugs­an­legs for­sæt­is­ráð­herra dalað veru­lega.

En vand­ræð­a­list­inn var ekki tæmd­ur.

Líkti Græn­landi við Afr­íku

Eitt mál enn, og kannski það alvar­leg­asta, dúkk­aði upp fyrir nokkrum dög­um. Danskir fjöl­miðlar greindu þá frá því að í febr­úar í fyrra hefði Søren Pape Poul­sen verið á sam­komu í banda­ríska sendi­ráð­inu í Kaup­manna­höfn. Þar hefði hann lýst Græn­landi sem Afr­íku á ís (Afrika på is). Søren Pape Poul­sen hefur hvorki viljað játa né neita að hafa kom­ist svona að orði en í umræðu­þætti í sjón­varp­inu bað hann Grænd­lend­inga afsök­unar á að hann hefði „sagt noget fir­kan­tet“ eins og hann orð­aði það.

Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske fyrir nokkrum dögum sagð­ist Søren Pape Poul­sen ekki muna nákvæm­lega orða­lagið sem hann hefði not­að. Hann sagði í þessu við­tali að Græn­land væri á sumum sviðum þró­un­ar­land og nefndi í því sam­bandi kyn­ferð­is­of­beldi, drykkju­skap og heim­il­is­of­beldi ásamt hárri sjálfs­vígs­tíðni. „Við verðum að tala um hlut­ina eins og þeir eru“ sagði Søren Pape Poul­sen í við­tal­inu.

Grænlendingar eru ekki par sáttir við ummæli þingmannsins.

Fréttir af þessum ummælum hafa vakið hörð við­brögð. Græn­lend­ingar eru æfir af reiði og meðal ann­ars hefur Mute B. Egede, for­maður græn­lensku lands­stjórn­ar­inn­ar, sagt að hann sjái ekki fyrir sér sam­vinnu við mann sem hafi þessi við­horf.

Nokkrir danskir þing­menn hafa hvatt Søren Pape Poul­sen til að biðja Græn­lend­inga opin­ber­lega afsök­unar á ummælum sínum sem hafi „væg­ast sagt verið óheppi­leg“ eins og Lars Løkke Rasmus­sen komst að orði í blaða­við­tali.

Danir af afrískum upp­runa hafa sömu­leiðis gagn­rýnt ummæli Søren Pape Poul­sen. Danski ljós­mynd­ar­inn Jørn Stjerneklar sem hefur búið í Afr­íku um 30 ára skeið segir að maður sem vill verða for­sæt­is­ráð­herra geti ekki leyft sér slík ummæli um íbúa heillar heims­álfu. „Með þessum ummælum setur Søren Pape Poul­sen 1,3 millj­arða fólks undir einn hatt“.

Skoð­ana­könnun sem birt var sl. föstu­dag, 14. okt. sýnir umtals­vert fylgis­tap íhalds­flokks­ins frá könnun sem gerð var fyrir mán­uði.

Eins og áður var getið fara þing­kosn­ingar í Dan­mörku fram 1. nóv­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar