Taugar til tveggja heima

Trönurnar sýndu stáltaugar í viðureign við Ísland segja úganskir fjölmiðlar. Blaðamaður Kjarnans vildi ólmur horfa á leikinn en lýsir í fyrsta pistli sínum frá grænu borginni í sólinni hvernig hlutirnir eiga það til að fara á annan veg en lagt er upp með.

Auglýsing

„Já, að sjálf­sögðu sýnum við leik­inn,“ segir sá sem er til svars á Ott­ers bar, sport­barnum við rætur Kololo-hæð­ar, einni af sjö slíkum sem Kampala hóf að byggj­ast á við lok nítj­ándu ald­ar. Leik­ur­inn sem um ræðir er allt að því draum­kenndur í mínum huga.

Karla­lands­lið heima­lands­ins Íslands er að fara keppa í fót­bolta við Úganda, landið sem ég hef margoft heim­sótt síð­asta ára­tug­inn og bund­ist sterkum kær­leiks­bönd­um. Lands­lið þess­ara tveggja eft­ir­lætis landa minna hafa aldrei áður att kappi. Þetta er sögu­legur við­burð­ur.

Auglýsing

Því­lík til­vilj­un! hrópa ég nán­ast að mann­inum mínum þegar við erum lent í Úganda til þriggja mán­aða dvalar og ég heyri af hinum fyr­ir­hug­aða leik. Eftir að hafa jafnað mig á þeim dulitlu von­brigðum að leik­ur­inn færi fram í Tyrk­landi og að götur Kampala séu því ekki að fyll­ast af löndum mínum (að minnsta kosti ein stutt hlið­ar­gata) fer ég að leita log­andi ljósi að veit­inga­stað (les­ist: bar) í nágrenn­inu til að fylgj­ast með leikn­um. Ég sé fyrir mér eft­ir­vænt­ing­ar­fullt heima­fólk, klætt hinum lit­ríku lands­lið­s­treyj­um, skála í Tusker, Nile Special eða hinum íslensk ætt­aða Ban­ange-­bjór og hvetja sína menn til dáða.

Skál!

Maisha mar­efu!

Afya!

Vifi­jo!

Til að róa taug­arnar fyrir leik­inn fer ég út á svalir íbúð­ar­innar sem ég hef tekið á leigu og dáist enn einu sinni að útsýn­inu. Þarna er hún, Kampala. Borgin sem fékk nafn sitt eftir komu Breta á nítj­ándu öld. Þá voru hér að finna eft­ir­lætis veiði­lendur kon­ungs Búg­anda-­rík­is­ins sem stofnað var á 13. öld, að því er talið er, og er enn við lýði. Þetta voru heima­hagar þokka­fullra antílópa, aðal­lega af teg­und­inni impala sem á tungu heima­manna, lúganda, er empala í fleir­tölu.

Bret­arn­ir, sem þekktir voru fyrir að nefna allar koppa­grundir sem þeir fóru um eftir sínu höfði, hófu að kalla svæðið Impala-hæð­ir. Það nafn útleggst Kasozi Ka Empala á lúganda, síð­ari hlut­inn bor­inn fram Ka‘Mpala. Og þannig varð það lík­leg­ast til: Nafnið á svæð­inu sem nú er höf­uð­borg Úganda.

Kampala af Kololo-hæð á nokkuð góðum degi. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Kampala hefur belgst svo hratt út síð­ustu ár að nú teygir hún sig til að minnsta kosti 21 hæðar – flæðir að mestu lágreist yfir hið öld­ótta lands­lag sem þær og áður vot­lendir dal­irnir á milli þeirra mynda norðan Vikt­or­íu­vatns. Þar bland­ast saman kon­ungs­hallir og kofa­skrifli innan um rauð­brún múr­steins­hús af öllum stærðum og gerð­um. Hin áþreif­an­lega birt­ing­ar­mynd ójöfn­uð­ar. Hin ber­sýni­lega gjá milli hinna ríku og fátæku.

Þetta er græna borgin í sól­inni, eins og hún er stundum kölluð í ferða­bók­um, þótt nú á tímum liggi brúnt meng­un­ar­ský iðu­lega yfir henni í morg­un­still­unni. Græna borgin ber nefni­lega þann vafa­sama titil að vera meðal þeirra meng­uð­ustu í heimi, sú fimmta meng­að­asta í Afr­íku, segir í ein­hverjum skýrsl­um.

Kampala af Kololo-hæð árið 1952.

Brúna slæðan sem lið­ast milli hæð­anna er ofin úr ýmsu. Lík­lega má fyrst telja marg­vís­lega iðn­að­ar­starf­semi sem fer sjaldn­ast eftir þeim ströngu stöðlum sem Evr­ópu­búar þekkja. Þá loga eldar sleitu­laust í sorpi hér og hvar enda hirða þess dýr og víða almennt tak­mörk­uð. Tugir þús­unda bíla, sem margir hverjir eru komnir til ára sinna og í mis­jöfnu ástandi, losa sig við ófýsi­legar gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir, oft fastir tímunum saman í flóknum umferð­ar­hnútum í kyrr­viðri Kampala.

Bíl­arnir og að því er virð­ist ótelj­andi skell­inöðrur sem íbúar borg­ar­innar og gestir hennar taka sér far með til að kom­ast hratt og ódýrt á milli staða og kall­ast boda boda, aka svo um ýmsa borg­ar­hluta á hreinum og klárum mold­ar­veg­um. Hin gjöf­ula rauða jörð, sem allur gróður sem í hana er stungið virð­ist þjóta upp úr með lit­skrúð regn­bog­ans, þyrl­ast undan öku­tækj­unum og svífur um sól­baðað loft­ið.

Við Viktoríuvatn. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

En Vikt­or­íu­vatn­ið, Nalu­baale eins og það hefur í aldir heitið á lúganda, er líf­rænt loft­hreinsi­kerfi. Svo risa­stórt er vatnið að það hefur mikil áhrif á lofts­lag­ið, mettar það af raka og hreyfir vind og hefur sitt að segja um úrkom­una sem stundum fellur af miklum ákafa og gerir and­rúms­loftið krist­al­tært.

Þar til hið takt­fasta gang­verk borg­ar­innar spillir því á ný.

„En þetta er Afr­íka – T.I.A.,“ segir kunn­inga­kona mín sem búið hefur í heims­álf­unni í mörg ár. T.I.A. (e. This is Africa) er orða­til­tæki sem heima­menn og gestir nota um þetta gang­verk sem er um svo margt ólíkt því sem Vest­ur­landa­búar eiga að venj­ast. Hér ger­ist flest hægt. Og stundum ein­fald­lega alls ekki. Jafn­vel þótt því hafi verið lof­að. Þá er eina ráðið að yppa öxl­um, halla sér aftur og slaka á.

Auglýsing

„Er leik­ur­inn núna?“ spyr vert­inn á Ott­ers bar þegar við loks mætum í nokkru spennu­falli eftir æsi­legt ferða­lag á boda boda sem tók annað okkar óvart lang­leið­ina til næstu borg­ar. Eða svona hér um bil.

Hann virð­ist undr­andi þar sem hann stendur fyrir innan bar­borðið og fægir glös. (Þetta er ekki skrifað til að draga upp erkitýpu af bar­þjóni. Hann er raun­veru­lega að fægja glös). Ég horfi stór­eyg á hann. Hafði talað við hann aðeins klukku­tíma fyrr. „Að sjálf­sögðu“ yrði leik­ur­inn sýndur á sjón­varps­skjá, hafði hann þá sagt. Ég finn hnút í mag­an­um. Leik­ur­inn! Leik­ur­inn minn! Móða kemur á gler­augun undan grímunni sem ég ber fyrir vit­um. Ég er farin að anda ótt og títt.

Ferðast um á boda boda. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Þrír karl­menn sem sitja við bar­inn og eru að fylgj­ast með leik Túnis og Malí í Afr­íku­keppn­inni, gjóa á mig aug­um. Það er bara einn sjón­varps­skjár. Vert­inn spyr þá var­færn­is­lega hvort þeim sé sama að skipt sé um stöð. Það standi yfir leikur Íslands og Úganda.

Íslands og Úganda?“ spyr einn þeirra og það gætir stór­kost­legrar undr­unar í rödd­inni. „Já, þetta er sögu­legur leik­ur,“ byrja ég á að útskýra nokkuð and­stutt. „Í fyrsta sinn sem ...“

Ég kemst ekki lengra. Þre­menn­ing­arnir eru allir á því að skjár­inn sé okk­ar. Lík­lega hafa þeir séð örvænt­ing­arglampann í augum mín­um.

Vert­inn tekur upp fjar­stýr­ing­una og byrjar að leita að réttri stöð. Hann flettir og flett­ir. Flettir hund­rað sinn­um.

„Ég skal athuga á hvaða stöð leik­ur­inn er sýnd­ur,“ segir einn þre­menn­ing­anna upp­örvandi þegar tvær grímur eru farnar að renna á mig. Sú þriðja enn fyrir vit­un­um.

Hann tekur upp sím­ann og rýnir í hann um stund. Fer af einni íþrótta­síð­unni á aðra. Finnur ekki stakt orð um hvar leik­ur­inn er sýnd­ur. Finnur ekki stakt orð um leik­inn yfir höf­uð. „Þeir sýna hann ekki,“ segir hann með nokk­urri með­aumk­un. Leggur sím­ann frá sér, yppir öxlum og bætir við: „T.I.A. Þetta er Afr­ík­a.“

Á Otters-bar að fylgjast með textalýsingu af leiknum. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Í stöð­unni er ekk­ert annað að gera en að slaka á. Njóta augna­bliks­ins. Hak­una matata. Horfa á leik Túnis og Malí innan um ban­ana­tré og undir djúp­grænum klif­ur­plöntum sem þekja loft bars­ins. Fylgj­ast með leik Íslands og Úganda í texta­lýs­ingu á mbl.­is.

Vegna óvissu­ferð­ar­innar á leið­inni á bar­inn höfðum við misst af fyrsta mark­inu. Það var íslenskt og kom á sjöttu mín­útu. Á þeirri 31. fær Úganda víti og skorar úr því. Staðan er 1-1.

„Er net­sam­bandið dottið út?“ hugsa ég upp­hátt er nán­ast engar færslur eru settar inn í lýs­ing­una í seinni hálf­leik nema um skipt­ing­ar. Nei, það er fullt sam­band. „Síð­ari hálf­leik­ur­inn hefur verið ansi tíð­inda­lít­ill,“ skrifar blaða­maður mbl.is loks á 67. mín­útu. Stærstu tíð­indin eru eig­in­lega þau að það er ekk­ert að frétta.

Leiknum lýkur með jafn­tefli. Það gleður mig þar sem ég gat engan veg­inn gert upp við mig með hvoru lið­inu ég ætti að halda. Áfram Úganda! hafði ég skrif­að, ósjálfrátt, í skila­boðum til félaga míns á Íslandi.

„Trön­urnar sýndu stál­taugar gegn Ísland­i,“ segir í sam­an­tekt um leik­inn á vef úganska blaðs­ins Mon­itor dag­inn eft­ir. Trana er hinn marg­liti og tign­ar­legi ein­kenn­is­fugl liðs­ins, sá hinn sami og prýðir úganska fán­ann. Trön­urnar vörð­ust vel hinni nor­rænu sókn, segir þar enn­frem­ur.

Ég fyllist stolti af mínum mönn­um. Vænt­um­þykja til tveggja heima seytlar um hverja taug.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiSunnudagar