Blíðar hendur í hörðum heimi

Á nánast einni nóttu hurfu allir ferðamennirnir. Þeir höfðu verið líflína milljóna sem sátu eftir iðjulausar. Engir lokunarstyrkir. Engir viðspyrnustyrkir. Ekkert. Það er tvennt ólíkt að mæta farsótt í landi við miðbaug eða heimskautsbaug.

Auglýsing

„Ís­land,“ segir hann allt að því hvís­landi og verður dreym­inn til augn­anna áður en hann spyr var­færn­is­lega: „Er eitt­hvað svart fólk þar?“

Ég svara ját­andi og segi honum meðal ann­ars frá kunn­ingja mínum sem þar býr og er einmitt frá sama landi og hann – Úganda. Það lifnar yfir honum og bjart og breitt bros fær­ist yfir fín­gert and­lit­ið. En svo dofnar neist­inn sem kvikn­aði hafði í dökkum aug­un­um. „En það er erfitt að kom­ast þangað fyrir fólk frá Afr­ík­u,“ segir hann. „Eig­in­lega ómögu­leg­t.“ Hann lítur nið­ur. Spyr svo lágt hvort það sé ekki rétt ályktun hjá sér.

Auglýsing

Ég get ekki annað en sam­sinnt því, þekkj­andi þess mörg dæmi, sum sem standa mér mjög nærri. Ég verð vand­ræða­leg og það hellist ein­hver óþægi­leg til­finn­ing yfir mig.

Er það sorg? Eða er það skömm? Vegna þess að Pet­er, ungi og harð­dug­legi mað­ur­inn sem situr fyrir framan mig, getur ekki líkt og ég farið nán­ast hvert í heimi sem er – fyrst og fremst vegna þess hann hann fædd­ist við mið­baug en ég við heim­skauts­baug?

Á meðan þessar til­finn­ingar flæða um huga minn tekur Peter blíð­lega um hendur mín­ar. „Er allt í lagi með þig?“ spyr hann í ein­lægni. Það hefur lík­lega þyngst á mér brúnin og það er auð­vitað engum til gagns nema síður sé.

Ég full­vissa hann um að það sé sann­ar­lega í lagi með mig og hann tekur þá til við að raða tækjum sínum og tólum í kringum mig.

Og stinga fót­unum á mér í fóta­nudd­tæki sem ég hef ekki séð síðan á níunda ára­tugn­um.

Peter er hand- og fót­snyrt­ir. Hann er líka nudd­ari og hár­greiðslu­mað­ur. Því hér í Úganda borgar sig að hafa sem flest bjarg­ráð. Til að lifa af.

Ylvolgt vatnið í fóta­nudd­tæk­inu freyðir um fæt­urna. Fætur sem eru orðnir rauð­litir eftir göngu­ferðir í opnum skóm um mold­ar­stíga. „Þetta gengur ekki mann­eskja,“ hafði kunn­inga­kona mín sagt dag­inn áður og hrist haus­inn yfir brotnum og illa hirtum nöglum mín­um. „Þú hringir í Pet­er. Hann hefur lítið að gera og þarf við­skipti. Þetta er win-win fyrir ykkur bæð­i.“

Götusali í Úganda. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Peter nam snyrt­ingu og hágreiðslu hjá YMCA, kristi­legu félagi ungra manna (KFUM), í höf­uð­borg­inni Kampala. Fyrir rúm­lega tveimur árum hafði hann komið sér upp góðum og traustum kúnna­hópi í borg­inni Entebbe við Vikt­or­íu­vatn. Var kom­inn með aðstöðu á stofu en fór svo einnig milli hót­ela og heim til við­skipta­vina, ef því var að skipta. Keypti sér sín eigin verk­færi til starfans og úrval af nagla­lakki í öllum regn­bog­ans lit­um. Það má minna vera hér í hita­belt­inu þar sem lit­skrúð nátt­úr­unnar er því­lík að skiln­ing­ar­vitin trufl­ast nán­ast af allri örvun­inni.

Djúp­rauð blóm á toppi hárra trjáa. Fag­ur­bláir og skærgulir fugl­ar. App­el­sínugular eðl­ur. Sægræn fiðr­ildi. Fjólu­bláir ávext­ir.

Peter nuddar heima­lög­uðum húð­skrúbbi á hendur mín­ar. Ólífu­olíu bland­aðri í hrá­syk­ur. Við sitjum í skugga í grósku­miklum garði hót­els skammt frá Vikt­or­íu­vatn­inu. Hægur and­vari strýkur sól­kysstar kinnar undir hvellu kvaki fugla. Kvaki sem eitt sinn var mér svo fram­andi en er orðið nota­lega kunn­ug­legt.

Á markaði í Kampala. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

„Þú ert fyrsti við­skipta­vinur minn í langan tíma,“ segir Peter er hann tekur til við að næra tætt nagla­böndin með feitu smyrsli. Ekki sá fyrsti í tvö ár en því sem næst. Loks­ins, loks­ins er Úganda komið undan útgöngu­banni sem var algjört fyrstu mán­uði heims­far­ald­urs­ins. Lengsta útgöngu­banni vegna far­sótt­ar­innar sem dæmi fara af.

Eng­inn mátti vera á kreiki nema fót­gang­andi. Engir bílar óku um götur nema í und­an­tekn­ingar til­vik­um. Bodaboda, skell­inöðr­urnar sem millj­ónir manna nota dag­lega til að kom­ast á milli, voru lagðar undir trjám. Alþjóða­flug­vell­inum var lokað að mestu. For­vitnir apar hófu að heim­sækja hót­el­garð­ana í stað mann­fólks. Ferða­þjón­ustan logn­að­ist út af. Í landi þar sem ekk­ert félags­legt kerfi grípur þig ef þú missir vinn­una. Millj­ónir end­uðu einmitt í þeim sporum á örskömmum tíma. Og Peter var þeirra á með­al.

„Ég hafði ekk­ert. Alls ekk­ert.“ Hann varð að selja allt, öll áhöld og nagla­lakka­safn­ið. Líkt og á Íslandi var þeim sem unnu í mik­illi nánd við við­skipta­vini bannað að starfa. Og þannig var það mán­uðum sam­an.

Peter fékk ein­staka verk­efni. En þar sem hann mátti ekki fara um á bodaboda not­aði hann reið­hjólið sitt. Eitt sinn hjólaði hann hálfa dag­leið til við­skipta­vin­ar. Og svo sömu leið til baka.

„Þetta hefur verið svo erfitt,“ segir hann og mundar nagla­þjöl­ina, „en þetta hefur líka kennt mér svo marg­t.“

Apar og önnur dýr hættu sér nær hótelunum í fjarveru ferðamannanna. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Útgöngu­bann­inu var létt smám saman en það var þó ekki fyrr en í lok jan­úar að það heyrði alfarið sög­unni til. Ferða­menn­irnir eru farnir að koma aft­ur. Í fugla­skoð­un, til að sjá villi­dýrin tign­ar­legu, fara í ævin­týra­legar flúða­sigl­ingar á Níl eða til þess að slaka á undir heitri Afr­íku­sól­inni.

Þeir eru þó ekki enn farnir að skila sér til Pet­ers. Ekki þannig að hann geti komið undir sig fót­unum almenni­lega aft­ur. „Ég þyrfti að minnsta kosti tvo við­skipta­vini á viku,“ segir hann á meðan hann lyftir fótum mínum upp úr nudd­tæk­inu og þerrar þá var­lega.

„Ég vona að þetta breyt­ist hratt,“ segi ég upp­örvandi. „Fólki er farið að þyrsta í að skoða heim­inn eftir allt sem á undan er geng­ið.“

Hann kinkar kolli til sam­þykk­is. „En ég vil líka gera eitt­hvað ann­að. Hafa eitt­hvað í bak­hönd­inn­i.“ Ótt­inn við að missa allt á ný er aug­ljós.

Ávaxtasali reiðir vörur sínar um götur á hjóli. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

„Ég er góður kokk­ur,“ segir hann svo feimn­is­lega og byrjar að raða nokkrum glösum af nagla­lakki fyrir framan mig. „Kannski ég opni veit­inga­stað?“ Þeir eru þegar margir veit­inga­stað­irn­ir, litlir og stór­ir, svo lík­lega yrði sam­keppnin mik­il. En Peter er öruggur með hæfi­leika sína í elda­mennsk­unni. Vill að minnsta kosti reyna fyrir sér á góðum veit­inga­stað. Læra vinnu­brögð­in. Kynn­ast fag­inu.

„Ég verð að reyna,“ segir hann yppir öxl­um. „Ég hef ekk­ert annað val.“

Hann er búinn að pússa grófar neglur mínar svo þær eru glans­andi slétt­ar.

Auglýsing

„Hvaða lit vilt­u?“

Ég renni aug­unum yfir úrvalið af nagla­lakki. Það er tak­markað – enn sem komið er. Föl­gráir og brúnir tónar eru í boði, eins voru í tísku heima á Íslandi fyrir nokkrum miss­er­um.

Þeir heilla mig ekki. Það er val að hafa liti í lífi sínu.

„Þennan bleika, takk.“ Sá hinn sama og er á blómunum í runn­unum rétt fyrir framan okk­ur. Við hlið­ina á ananasplönt­unni.

Næst þegar ég hitti Peter við Vikt­or­íu­vatn eftir nokkrar vik­ur, verður litli ananas­inn í plönt­unni miðri orð­inn full­þrosk­að­ur. Svona um það leyti sem við­skiptin hjá Peter verða von­andi farin að blómstra á ný.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSunnudagar