Einveruherbergi

Dr. Sigrún Júlíusdóttir dregur alvarlega í efna allar hugmyndir um svokölluð einveruherbergi fyrir börn sem meðferðarleið.

Auglýsing

Sam­kvæmt svari til umboðs­manns Alþing­is, um end­ur­upp­vakta hug­mynd Brú­ar­skóla um ein­veru­her­bergi er nú unnið í mennta-og barna­mála­ráðu­neyt­inu að leið­bein­andi verk­lags­reglum um ein­veru­her­bergi, fyrir kenn­ara og starfs­fólk skóla. Afstaða ráðu­neyt­is­ins sé sú að ekki þurfi að banna her­bergin alfar­ið, heldur verði brugð­ist við mál­inu með fjöl­breyttum hætti og að m.a. verði stofn­aður vinnu­hópur um útfærsl­una. Tekið er fram að þar verði til­greint hvenær og við hvaða aðstæður megi nota slík her­bergi og hvaða máls­með­ferð­ar­reglur skuli miða við. 

Við þessu er brýnt að bregð­ast. Vil ég leyfa mér­ að draga alvar­lega í efa allar hug­myndir um ein­veru­her­bergi fyrir börn sem með­ferð­ar­leið, þar með taldar all­ar hug­myndir um fegraða útfærslu á hug­tak­inu sem úrræði eða að það geti átt eitt­hvað skylt við fag­mennsku eða mennsku í sið­ferði­legri merk­ingu. Hug­myndin ein og sér­ ­færir hug­ann ára­tugi aftur í tím­ann. Ómann­úð­leg með­ferð á geð­sjúkum fram eftir síð­ustu öld tengd­ist þekk­ing­ar­skorti, ótta, for­dóm­um og frum­stæðum hug­myndum um „lækn­ing­ar“. Not­aðir voru ein­angr­un­ar­klef­ar, vatns­böð (e. hydrother­apy) og raf „með­ferð­ir“. Þroska­heftum var komið fyrir í garð­skýlum eða rimla­kof­um. 

Skil­yrð­ing­ar, skömmustu­vopn, nið­ur­læg­ing og úti­lokun gagn­vart öðrum tengir flest upp­lýst fólk við van­mátt og skeyt­ing­ar­leysi um líðan og sjálfs­virð­ingu þol­and­ans. Það er því ánægju­efni að þótt afstaða ráðu­neyt­is­ins sé sú að ekki þurfi að banna her­bergin alfar­ið, þá verði brugð­ist við hug­mynd­inni með gagn­rýnum hætti og m.a. skoð­aður fýsi­leiki þess að setja upp mið­læga ráð­gjöf í stað nálg­unar sem Brú­ar­skóli og aðrir sér­skólar sem sinna börnum sem eiga í alvar­legum geð­ræn­um, hegð­unar eða félags­legum erf­ið­leik­um, hafa beitt. 

Ein­vera sem úrræði gagn­vart börnum í vanda

Ein­veru­rými fyrir börn er í raun og veru annað orð fyrir „betr­un­ar­stað“, skammar­krók, ein­angr­un­ar­klefa eða and­legan pynt­ing­ar­stað. Í því felst að í stað­inn fyr­ir­ að tala við barn, reyna að skilja til­finn­ingar þess, líðan og við­brögð sé það mark­visst beitt frels­is­svipt­ingu, snið­gengið eða úti­lokað frá sam­skipt­um. Félags­leg útskúfun og til­finn­inga­leg höfnun er öllum þung­bær reynsla en sér­stak­lega varn­ar­lausum börn­um. Þol­and­i slíks ofbeld­is á mót­un­ar­árum er lík­legur til að þróa með sér laskaða sjálfs­virð­ingu og brotna sjálfs­mynd. Ekki aðeins missir barn­ið ­traust á öðrum og von um gæsku ann­arra heldur líka trú á mögu­leikum sjálfs sín og rétt­i til ham­ingju­ríkrar til­veru í einka­lífi og sem sam­fé­lags­þegn.

Auglýsing
Þessari aðferð ein­angr­unar og útskúf­unar hefur verið lýst í göml­um, grimmum ævin­týrum til að vekja ugg hjá börnum og beygja þau til hlýðni af ótta þeirra við vald og mis­beit­ingu full­orð­inna. Slík refs­ing­ar­að­ferð var notuð á svo köll­uðum vist­heim­ilum fram eftir síð­ustu öld, og má lesa um ein­angr­un­ar­klef­ann og reynslu ungra drengja af því „úr­ræð­i“ í skýrslu Vist­heim­ila­nefndar um Breiða­vík­ur­heim­ilið (feb. 2008, m.a. bls. 145-160; skv. lögum nr 26/2007). Í við­tölum (mínum og ann­arra í nefnd­inni) við þá, full­orðin svika­börn, ára­tugum síðar mátti heyra hversu þung­bær þessi reynsla hafði verið og hvernig hin illa ­með­ferð í „betr­un­inn­i“ hafði - til við­bótar við umönn­un­ar­svik og brot­inn fjöl­skyldu­bak­grunn - hnekkt sjálfs­mynd þeirra og sam­fé­lags­stöðu. Svona mætti lengi telja. 

Van­máttug við­brögð ­föð­ur­ins í Emil í Katt­holti þegar hann lok­aði Emil inni í smíða­kof­anum með slag­brandi, lýsa skiln­ings­leysi hans og ein­feldni. Kannski er hug­mynd nútíma „barna­hegð­un­ar­fræð­inga“ um óráð á borð við ein­veru­her­berg­i ­fyrir börn fengin þaðan - að hluta? 

Erfið börn – erf­iðar aðstæður

Sýn barna­verndar sem rís undir nafni er að hug­takið erfið börn sé ekki við­eig­andi né ásætt­an­legt og að ábyrgð­in á að hjálpa börnum liggi hjá þeim full­orðnu. Van­líðan og von­brigð­i ­barna sem brjót­ast út í erf­iðri hegðun teng­ist því atlæti sem þau fá. Það getur átt við umhverfi þeirra og upp­eld­is­að­ila (for­eldr­ar, kenn­ar­ar, umönn­un­ar­að­il­ar of­l.) ­sem hafa brugð­ist því hlut­verki sín­u að vernda þau á grunni þekk­ing­ar, sam­kenndar og skiln­ings -- hvort sem rót vand­ans er af sál­fé­lags­legum toga, líf­fræði­leg­um- eða sam­fé­lags­leg­um. Eitt er víst, að hug­mynda­grunnur sér­fræð­inga í Brú­ar­skóla um leiðir til að bregð­ast við börnum í vanda er ekki í sam­ræmi við sam­tíma­hugsun um mann­rétt­indi barna almennt, hvað þá mann­skiln­ing og umhyggju­hvöt gagn­vart börnum með hegð­un­ar­vanda í erf­iðum lífs­að­stæð­u­m. Annað er ­jafn­víst, að slíkar hug­myndir eiga lítið sam­merkt ­með hugs­un­inni að baki lög­gjöf um far­sæld barna. Mennta-og barna­mála­ráð­herra Ásmundur Einar Daða­son vinnur nú að inn­leið­ingu þeirra laga með lið­styrk breiðs hóps fag­fólks í vel­ferð­ar­þjón­ust­u. 

Ein­vera fyrir fag­fólk – þáttur í þrótt­meira með­ferð­ar­starfi

Einn liður í sál­gæslu fag­fólks í vel­ferð­ar­þjón­ustu, skól­um, í barna­vernd os­frv. gæti verið aðgang­ur að ein­veru­her­bergi til að stunda inn­hverfa íhug­un, iðka jóga og finna frið. Þannig má umsnúa hug­mynd­inni um ein­veru­her­bergi svo að hún bein­ist að fag­fólk­inu og hegðun þess frekar en að barn­inu. Með því að fag­fólk efli styrk eigin huga og handa má virkja end­ur­nýj­aðan þrótt til að ná und­ir­tökum á aðsteðj­andi vanda. Hér má tengja við hugsun Hönnu Arend­t um sam­þætt gildi kyrrðar og ígrund­unar („vita contemplati­va“) ann­ars vegar og hins vegar sam­fé­lags­legrar ábyrgrar virkni („vita act­iva“) – til­ inn­sæ­is og góðra verka. Slík ein­vera til ígrund­unar getur verið eins konar for­stig að fag­legu sam­tali sem fer fram í trún­aði með opnum huga og gagn­virkri speglun frá öðrum, þea­s. í hand­leiðslu­tengsl­um. Með slíka hugsun að leið­ar­ljósi getur fag­fólk mætt sterkara til leiks í þjón­ustu­um­hverf­inu og frekar orðið aflögu­fært ­fyrir skjól­stæð­inga - einkum börn: „­Settu súr­efn­is­grímuna á sjálfan þig áður en þú hjálpar barn­in­u“. 

For­varn­ar­kerfi hand­leiðslu verndar og eflir fag­fólk 

Hand­leiðsla snertir bæði hug­mynd­ina um ein­veru og um með­ferð­ar­sam­ræðu (e. dialogu­e). Hand­leiðsla varðar gagn­rýna hugsun og ábyrgð á hug­mynda- og aðferða­þróun í með­ferð­ar­starfi, þar með talin með­ferð­ar­nálgun skil­yrð­inga og tamn­inga ­sem oft­ast eiga frekar við um hesta- og hunda­tamn­ingar en mann­fólk þótt það geti skilað mæl­an­legum árangri. 

Hand­leiðsla teng­ist einnig umræð­unni um van­mátt ­með­ferð­ar- og upp­eld­is­stofn­ana (skól­ans) gagn­vart ungum börnum og nauð­syn fag-sið­ferð­is­legs aðhalds og eft­ir­lits. Þegar starfs­fólk í heilsu-, félags- og ­skóla­þjón­ustu er örmagna af álagi, mála­þunga og úrræða­leysi er hætt við að það geti bitnað á not­endum þjón­ust­unn­ar, börn­um, full­orðnum og öldruðumÞá er freist­andi að koma böndum á “erf­iða“ skjól­stæð­inga, skeyta skapi sínu á þeim, eða „losna“ við þá og fjar­lægja úr aug­sýn. Þegar álag á fag­fólk verður of mikið yfir of langan tíma án full­nægj­andi úrræða verður þráð­ur­inn styttri. Það snjó­ar ­yfir fag­þekk­ing­una og neist­inn í starf­inu slokkn­ar. Við tekur fag­þreyta sem lamar ­dóm­greind og dáð.

Með því að inn­leiða skipu­legt hand­leiðslu­kerfi í stofn­unum vel­ferð­ar­kerf­is­ins verður hand­leiðslu ekki beitt til­vilj­un­ar­kennt, eða sem „slökkvi­tæki“ á eld, held­ur er hún þróuð sem fag­leg leið til for­varn­ar og fag­þroska. Með því að hand­leiðslu­kerfi sé fastur hluti í innviðum stofn­ana vel­ferð­ar­þjón­ustu skap­ast for­send­ur ­fyrir frjórri með­ferð­ar­menn­ingu með við­ur­kenn­ingu á þörf­um, mann­legum tak­mörk­unum og við­kvæmni - bæði fag­fólks og skjól­stæð­inga. 

Ásamt því að vera fagsið­ferð­is­legt aðhald er fag­hand­leiðsla ein væn­leg­asta vörnin gegn starfs­þreytu og ófag­legum starfs­hátt­um. Fag­hand­leiðsla veitir rými fyr­ir­ opið sam­tal og inn­sæi, fyrir ígrund­un, gagn­rýna hugs­un og umræðu um mörk og fag­lega nálgun í ögrandi mál­um. Hún er vett­vangur fyrir stuðn­ing, fag­þroska og þróun í starfi vel­ferð­ar­þjón­ustu - ekki síst barna­vernd­ar. Hún er svar við upp­gjöf og örþrifa­ráðum og er í anda þjón­ustu sem hefur far­sæld barna að leið­ar­ljósi.

Höf­undur er ­pró­fessor emerita og klínískur félags­ráð­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar