Einveruherbergi

Dr. Sigrún Júlíusdóttir dregur alvarlega í efna allar hugmyndir um svokölluð einveruherbergi fyrir börn sem meðferðarleið.

Auglýsing

Sam­kvæmt svari til umboðs­manns Alþing­is, um end­ur­upp­vakta hug­mynd Brú­ar­skóla um ein­veru­her­bergi er nú unnið í mennta-og barna­mála­ráðu­neyt­inu að leið­bein­andi verk­lags­reglum um ein­veru­her­bergi, fyrir kenn­ara og starfs­fólk skóla. Afstaða ráðu­neyt­is­ins sé sú að ekki þurfi að banna her­bergin alfar­ið, heldur verði brugð­ist við mál­inu með fjöl­breyttum hætti og að m.a. verði stofn­aður vinnu­hópur um útfærsl­una. Tekið er fram að þar verði til­greint hvenær og við hvaða aðstæður megi nota slík her­bergi og hvaða máls­með­ferð­ar­reglur skuli miða við. 

Við þessu er brýnt að bregð­ast. Vil ég leyfa mér­ að draga alvar­lega í efa allar hug­myndir um ein­veru­her­bergi fyrir börn sem með­ferð­ar­leið, þar með taldar all­ar hug­myndir um fegraða útfærslu á hug­tak­inu sem úrræði eða að það geti átt eitt­hvað skylt við fag­mennsku eða mennsku í sið­ferði­legri merk­ingu. Hug­myndin ein og sér­ ­færir hug­ann ára­tugi aftur í tím­ann. Ómann­úð­leg með­ferð á geð­sjúkum fram eftir síð­ustu öld tengd­ist þekk­ing­ar­skorti, ótta, for­dóm­um og frum­stæðum hug­myndum um „lækn­ing­ar“. Not­aðir voru ein­angr­un­ar­klef­ar, vatns­böð (e. hydrother­apy) og raf „með­ferð­ir“. Þroska­heftum var komið fyrir í garð­skýlum eða rimla­kof­um. 

Skil­yrð­ing­ar, skömmustu­vopn, nið­ur­læg­ing og úti­lokun gagn­vart öðrum tengir flest upp­lýst fólk við van­mátt og skeyt­ing­ar­leysi um líðan og sjálfs­virð­ingu þol­and­ans. Það er því ánægju­efni að þótt afstaða ráðu­neyt­is­ins sé sú að ekki þurfi að banna her­bergin alfar­ið, þá verði brugð­ist við hug­mynd­inni með gagn­rýnum hætti og m.a. skoð­aður fýsi­leiki þess að setja upp mið­læga ráð­gjöf í stað nálg­unar sem Brú­ar­skóli og aðrir sér­skólar sem sinna börnum sem eiga í alvar­legum geð­ræn­um, hegð­unar eða félags­legum erf­ið­leik­um, hafa beitt. 

Ein­vera sem úrræði gagn­vart börnum í vanda

Ein­veru­rými fyrir börn er í raun og veru annað orð fyrir „betr­un­ar­stað“, skammar­krók, ein­angr­un­ar­klefa eða and­legan pynt­ing­ar­stað. Í því felst að í stað­inn fyr­ir­ að tala við barn, reyna að skilja til­finn­ingar þess, líðan og við­brögð sé það mark­visst beitt frels­is­svipt­ingu, snið­gengið eða úti­lokað frá sam­skipt­um. Félags­leg útskúfun og til­finn­inga­leg höfnun er öllum þung­bær reynsla en sér­stak­lega varn­ar­lausum börn­um. Þol­and­i slíks ofbeld­is á mót­un­ar­árum er lík­legur til að þróa með sér laskaða sjálfs­virð­ingu og brotna sjálfs­mynd. Ekki aðeins missir barn­ið ­traust á öðrum og von um gæsku ann­arra heldur líka trú á mögu­leikum sjálfs sín og rétt­i til ham­ingju­ríkrar til­veru í einka­lífi og sem sam­fé­lags­þegn.

Auglýsing
Þessari aðferð ein­angr­unar og útskúf­unar hefur verið lýst í göml­um, grimmum ævin­týrum til að vekja ugg hjá börnum og beygja þau til hlýðni af ótta þeirra við vald og mis­beit­ingu full­orð­inna. Slík refs­ing­ar­að­ferð var notuð á svo köll­uðum vist­heim­ilum fram eftir síð­ustu öld, og má lesa um ein­angr­un­ar­klef­ann og reynslu ungra drengja af því „úr­ræð­i“ í skýrslu Vist­heim­ila­nefndar um Breiða­vík­ur­heim­ilið (feb. 2008, m.a. bls. 145-160; skv. lögum nr 26/2007). Í við­tölum (mínum og ann­arra í nefnd­inni) við þá, full­orðin svika­börn, ára­tugum síðar mátti heyra hversu þung­bær þessi reynsla hafði verið og hvernig hin illa ­með­ferð í „betr­un­inn­i“ hafði - til við­bótar við umönn­un­ar­svik og brot­inn fjöl­skyldu­bak­grunn - hnekkt sjálfs­mynd þeirra og sam­fé­lags­stöðu. Svona mætti lengi telja. 

Van­máttug við­brögð ­föð­ur­ins í Emil í Katt­holti þegar hann lok­aði Emil inni í smíða­kof­anum með slag­brandi, lýsa skiln­ings­leysi hans og ein­feldni. Kannski er hug­mynd nútíma „barna­hegð­un­ar­fræð­inga“ um óráð á borð við ein­veru­her­berg­i ­fyrir börn fengin þaðan - að hluta? 

Erfið börn – erf­iðar aðstæður

Sýn barna­verndar sem rís undir nafni er að hug­takið erfið börn sé ekki við­eig­andi né ásætt­an­legt og að ábyrgð­in á að hjálpa börnum liggi hjá þeim full­orðnu. Van­líðan og von­brigð­i ­barna sem brjót­ast út í erf­iðri hegðun teng­ist því atlæti sem þau fá. Það getur átt við umhverfi þeirra og upp­eld­is­að­ila (for­eldr­ar, kenn­ar­ar, umönn­un­ar­að­il­ar of­l.) ­sem hafa brugð­ist því hlut­verki sín­u að vernda þau á grunni þekk­ing­ar, sam­kenndar og skiln­ings -- hvort sem rót vand­ans er af sál­fé­lags­legum toga, líf­fræði­leg­um- eða sam­fé­lags­leg­um. Eitt er víst, að hug­mynda­grunnur sér­fræð­inga í Brú­ar­skóla um leiðir til að bregð­ast við börnum í vanda er ekki í sam­ræmi við sam­tíma­hugsun um mann­rétt­indi barna almennt, hvað þá mann­skiln­ing og umhyggju­hvöt gagn­vart börnum með hegð­un­ar­vanda í erf­iðum lífs­að­stæð­u­m. Annað er ­jafn­víst, að slíkar hug­myndir eiga lítið sam­merkt ­með hugs­un­inni að baki lög­gjöf um far­sæld barna. Mennta-og barna­mála­ráð­herra Ásmundur Einar Daða­son vinnur nú að inn­leið­ingu þeirra laga með lið­styrk breiðs hóps fag­fólks í vel­ferð­ar­þjón­ust­u. 

Ein­vera fyrir fag­fólk – þáttur í þrótt­meira með­ferð­ar­starfi

Einn liður í sál­gæslu fag­fólks í vel­ferð­ar­þjón­ustu, skól­um, í barna­vernd os­frv. gæti verið aðgang­ur að ein­veru­her­bergi til að stunda inn­hverfa íhug­un, iðka jóga og finna frið. Þannig má umsnúa hug­mynd­inni um ein­veru­her­bergi svo að hún bein­ist að fag­fólk­inu og hegðun þess frekar en að barn­inu. Með því að fag­fólk efli styrk eigin huga og handa má virkja end­ur­nýj­aðan þrótt til að ná und­ir­tökum á aðsteðj­andi vanda. Hér má tengja við hugsun Hönnu Arend­t um sam­þætt gildi kyrrðar og ígrund­unar („vita contemplati­va“) ann­ars vegar og hins vegar sam­fé­lags­legrar ábyrgrar virkni („vita act­iva“) – til­ inn­sæ­is og góðra verka. Slík ein­vera til ígrund­unar getur verið eins konar for­stig að fag­legu sam­tali sem fer fram í trún­aði með opnum huga og gagn­virkri speglun frá öðrum, þea­s. í hand­leiðslu­tengsl­um. Með slíka hugsun að leið­ar­ljósi getur fag­fólk mætt sterkara til leiks í þjón­ustu­um­hverf­inu og frekar orðið aflögu­fært ­fyrir skjól­stæð­inga - einkum börn: „­Settu súr­efn­is­grímuna á sjálfan þig áður en þú hjálpar barn­in­u“. 

For­varn­ar­kerfi hand­leiðslu verndar og eflir fag­fólk 

Hand­leiðsla snertir bæði hug­mynd­ina um ein­veru og um með­ferð­ar­sam­ræðu (e. dialogu­e). Hand­leiðsla varðar gagn­rýna hugsun og ábyrgð á hug­mynda- og aðferða­þróun í með­ferð­ar­starfi, þar með talin með­ferð­ar­nálgun skil­yrð­inga og tamn­inga ­sem oft­ast eiga frekar við um hesta- og hunda­tamn­ingar en mann­fólk þótt það geti skilað mæl­an­legum árangri. 

Hand­leiðsla teng­ist einnig umræð­unni um van­mátt ­með­ferð­ar- og upp­eld­is­stofn­ana (skól­ans) gagn­vart ungum börnum og nauð­syn fag-sið­ferð­is­legs aðhalds og eft­ir­lits. Þegar starfs­fólk í heilsu-, félags- og ­skóla­þjón­ustu er örmagna af álagi, mála­þunga og úrræða­leysi er hætt við að það geti bitnað á not­endum þjón­ust­unn­ar, börn­um, full­orðnum og öldruðumÞá er freist­andi að koma böndum á “erf­iða“ skjól­stæð­inga, skeyta skapi sínu á þeim, eða „losna“ við þá og fjar­lægja úr aug­sýn. Þegar álag á fag­fólk verður of mikið yfir of langan tíma án full­nægj­andi úrræða verður þráð­ur­inn styttri. Það snjó­ar ­yfir fag­þekk­ing­una og neist­inn í starf­inu slokkn­ar. Við tekur fag­þreyta sem lamar ­dóm­greind og dáð.

Með því að inn­leiða skipu­legt hand­leiðslu­kerfi í stofn­unum vel­ferð­ar­kerf­is­ins verður hand­leiðslu ekki beitt til­vilj­un­ar­kennt, eða sem „slökkvi­tæki“ á eld, held­ur er hún þróuð sem fag­leg leið til for­varn­ar og fag­þroska. Með því að hand­leiðslu­kerfi sé fastur hluti í innviðum stofn­ana vel­ferð­ar­þjón­ustu skap­ast for­send­ur ­fyrir frjórri með­ferð­ar­menn­ingu með við­ur­kenn­ingu á þörf­um, mann­legum tak­mörk­unum og við­kvæmni - bæði fag­fólks og skjól­stæð­inga. 

Ásamt því að vera fagsið­ferð­is­legt aðhald er fag­hand­leiðsla ein væn­leg­asta vörnin gegn starfs­þreytu og ófag­legum starfs­hátt­um. Fag­hand­leiðsla veitir rými fyr­ir­ opið sam­tal og inn­sæi, fyrir ígrund­un, gagn­rýna hugs­un og umræðu um mörk og fag­lega nálgun í ögrandi mál­um. Hún er vett­vangur fyrir stuðn­ing, fag­þroska og þróun í starfi vel­ferð­ar­þjón­ustu - ekki síst barna­vernd­ar. Hún er svar við upp­gjöf og örþrifa­ráðum og er í anda þjón­ustu sem hefur far­sæld barna að leið­ar­ljósi.

Höf­undur er ­pró­fessor emerita og klínískur félags­ráð­gjafi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar