Aldrei aftur!

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stóra verkefnið framundan sé að endurskoða öryggisstefnu Íslands. Hann telur viðveru varnarliðs vera einu skynsamlegu leiðina ásamt þátttöku í varnarsambandi vinaþjóða.

Auglýsing

Til eru þeir sem haldnir eru for­tíð­ar­þrá. Þeir láta sér ekki nægja að hlusta á 80´s tón­list eða dunda sér við að gera upp gamla bíla sem þóttu flottir á tán­ings­árum þeirra. Þeir ganga lengra og horfa alla daga í bak­sýn­is­speg­il­inn, miða aðgerðir sínar frá degi til dags út frá mark­miðum um aft­ur­hvarf til þess tíma sem þeir töldu betri, tíma sem fæstir aðrir vilja hverfa aftur til. Þeir sem einna mest eru haldnir þess­ari hug­sjón aft­ur­halds leggja hart að sér við und­ir­bún­ing áætl­ana um end­ur­reisn fall­inna heims­velda, byggja upp mátt sinn til átaka hægt og bít­andi og nota til þess frið­helgi þeirra sem í ein­feldni sinni trúa varla að nokkrum detti í hug að hefja stríðs­á­tök. Þegar höggið kemur svo í and­lit þeirra granda­lausu ber við nýjan tón. Högg sem lengi hefur verið hlaðið í, jafn­vel svo ára­tugum skipt­ir. Högg sem ógnar jafn­vel öryggi og friði millj­óna manna.

Ein­staka atburðir geta haft djúp­stæð áhrif. Byssu­skot í Sara­jevo, flug­vélum flogið á Tví­bura­t­urna, inn­rás í frjálst og full­valda ríki. Við erum ekki aðeins dæmd til þess að end­ur­taka mis­tök okkar ef við lærum ekki af sög­unni, við end­ur­tökum aftur og aftur mis­tök hvort sem við segj­umst vera búin að læra af þeim eða ekki. Helsta ástæðan er sú að við telj­um, rang­lega, að mann­skepnan hugsi rök­rétt, skilji afleið­ingar gjörða sinna, taki breyt­ingum í hegðun og hug­ar­fari. Við höldum að við skiljum hug­ar­far þeirra sem við stöndum and­spæn­is, jafn­vel þó þeir svíf­ist einskis. Til eru þeir sem sjá okkur sem óvin eða ógn þó svo hvor­ugt stand­ist. Það breytir ekki þeirra til­finn­ing­um. Ekk­ert nema skil­yrð­is­laus und­ir­gefni getur breytt þeirra skoð­unum um okkur og þá er frelsi okkar og öryggi farið að eilífu.

Auglýsing
Að loknum tveimur heims­styrj­öldum settu leið­togar sér það mark­mið að slíkir atburðir skyldu aldrei end­ur­taka sig. Orðin ALDREI AFTUR voru höfð að leið­ar­ljósi, orkan var sett í upp­bygg­ingu, aukin og nán­ari við­skipti og sam­vinnu á flestum sviðum og örygg­is­hags­munir tryggðir með alþjóð­legum leik­reglum og traustum banda­lög­um. Við tók tími minnk­andi stríðs­átaka, lýð­ræð­is­þró­unar með til­heyr­andi lífs­gæða­aukn­ingu m.a. á Íslandi sem um 1960 var með fátæk­ari ríkjum Evr­ópu. En veru­leik­inn er sá að við getum aldrei gengið út frá því að allir telji þessa þróun jákvæða, sér í lagi þeir sem í for­tíð­ar­draumum sínum vita fátt göf­ugra en að drottna yfir lífi ann­ara.

„Þeir fara aldrei inn í Úkra­ín­u!” sögðu máls­met­andi aðil­ar. „Þeir græða ekk­ert á því”, „þeir munu ekki ógna heims­frið­in­um, þjóð þeirra mun aldrei styðja það og svo er ekk­ert vit í því.” En sem fyrr í sög­unni er sjaldn­ast vit í hern­að­ar­að­gerðum nema til þess að standa af sér árás. Þess vegna er for­vörnin svo mik­il­vægt vopn gegn þeim sem ekki ganga í takt við hug­sjónir um sam­vinnu og frið. Mik­il­væg til þess að setja mörk og verj­ast jafn­vel gegn því sem flestum þykir óhugs­andi. Sumir telja slíka for­vörn í örygg­is­málum leiða til þess að við hér á landi séum óþarfa skot­mark. Atburðir síð­ustu daga sína hið gagn­stæða. Frjálsar og full­valda þjóðir eru skot­mark, jafn­vel þó afleið­ingin sé dauði þús­unda. Ekk­ert bendir til þess að Ísland sé und­an­skil­ið. Nú reynir á okkur að tryggja það að öryggi okkar sé ekki ógn­að.

Við­vera varn­ar­liðs er eina skyn­sam­lega leiðin ásamt þátt­töku okkar í varn­ar­sam­bandi vina­þjóða. Máttur fjöld­ans sem stendur saman getur einnig tryggt öryggi þeirra smáu sem hlut­falls­lega leggja sitt af mörk­um.

Stóra verk­efnið framundan er að end­ur­skoða örygg­is­stefnu lands­ins, veita stuðn­ing í verki til mann­úð­ar­starfs, styrkja böndin við banda­lags­þjóðir og tryggja sýni­legar og for­virkar varnir á Íslandi.

Höf­undur er þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar