Aldrei aftur!

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stóra verkefnið framundan sé að endurskoða öryggisstefnu Íslands. Hann telur viðveru varnarliðs vera einu skynsamlegu leiðina ásamt þátttöku í varnarsambandi vinaþjóða.

Auglýsing

Til eru þeir sem haldnir eru for­tíð­ar­þrá. Þeir láta sér ekki nægja að hlusta á 80´s tón­list eða dunda sér við að gera upp gamla bíla sem þóttu flottir á tán­ings­árum þeirra. Þeir ganga lengra og horfa alla daga í bak­sýn­is­speg­il­inn, miða aðgerðir sínar frá degi til dags út frá mark­miðum um aft­ur­hvarf til þess tíma sem þeir töldu betri, tíma sem fæstir aðrir vilja hverfa aftur til. Þeir sem einna mest eru haldnir þess­ari hug­sjón aft­ur­halds leggja hart að sér við und­ir­bún­ing áætl­ana um end­ur­reisn fall­inna heims­velda, byggja upp mátt sinn til átaka hægt og bít­andi og nota til þess frið­helgi þeirra sem í ein­feldni sinni trúa varla að nokkrum detti í hug að hefja stríðs­á­tök. Þegar höggið kemur svo í and­lit þeirra granda­lausu ber við nýjan tón. Högg sem lengi hefur verið hlaðið í, jafn­vel svo ára­tugum skipt­ir. Högg sem ógnar jafn­vel öryggi og friði millj­óna manna.

Ein­staka atburðir geta haft djúp­stæð áhrif. Byssu­skot í Sara­jevo, flug­vélum flogið á Tví­bura­t­urna, inn­rás í frjálst og full­valda ríki. Við erum ekki aðeins dæmd til þess að end­ur­taka mis­tök okkar ef við lærum ekki af sög­unni, við end­ur­tökum aftur og aftur mis­tök hvort sem við segj­umst vera búin að læra af þeim eða ekki. Helsta ástæðan er sú að við telj­um, rang­lega, að mann­skepnan hugsi rök­rétt, skilji afleið­ingar gjörða sinna, taki breyt­ingum í hegðun og hug­ar­fari. Við höldum að við skiljum hug­ar­far þeirra sem við stöndum and­spæn­is, jafn­vel þó þeir svíf­ist einskis. Til eru þeir sem sjá okkur sem óvin eða ógn þó svo hvor­ugt stand­ist. Það breytir ekki þeirra til­finn­ing­um. Ekk­ert nema skil­yrð­is­laus und­ir­gefni getur breytt þeirra skoð­unum um okkur og þá er frelsi okkar og öryggi farið að eilífu.

Auglýsing
Að loknum tveimur heims­styrj­öldum settu leið­togar sér það mark­mið að slíkir atburðir skyldu aldrei end­ur­taka sig. Orðin ALDREI AFTUR voru höfð að leið­ar­ljósi, orkan var sett í upp­bygg­ingu, aukin og nán­ari við­skipti og sam­vinnu á flestum sviðum og örygg­is­hags­munir tryggðir með alþjóð­legum leik­reglum og traustum banda­lög­um. Við tók tími minnk­andi stríðs­átaka, lýð­ræð­is­þró­unar með til­heyr­andi lífs­gæða­aukn­ingu m.a. á Íslandi sem um 1960 var með fátæk­ari ríkjum Evr­ópu. En veru­leik­inn er sá að við getum aldrei gengið út frá því að allir telji þessa þróun jákvæða, sér í lagi þeir sem í for­tíð­ar­draumum sínum vita fátt göf­ugra en að drottna yfir lífi ann­ara.

„Þeir fara aldrei inn í Úkra­ín­u!” sögðu máls­met­andi aðil­ar. „Þeir græða ekk­ert á því”, „þeir munu ekki ógna heims­frið­in­um, þjóð þeirra mun aldrei styðja það og svo er ekk­ert vit í því.” En sem fyrr í sög­unni er sjaldn­ast vit í hern­að­ar­að­gerðum nema til þess að standa af sér árás. Þess vegna er for­vörnin svo mik­il­vægt vopn gegn þeim sem ekki ganga í takt við hug­sjónir um sam­vinnu og frið. Mik­il­væg til þess að setja mörk og verj­ast jafn­vel gegn því sem flestum þykir óhugs­andi. Sumir telja slíka for­vörn í örygg­is­málum leiða til þess að við hér á landi séum óþarfa skot­mark. Atburðir síð­ustu daga sína hið gagn­stæða. Frjálsar og full­valda þjóðir eru skot­mark, jafn­vel þó afleið­ingin sé dauði þús­unda. Ekk­ert bendir til þess að Ísland sé und­an­skil­ið. Nú reynir á okkur að tryggja það að öryggi okkar sé ekki ógn­að.

Við­vera varn­ar­liðs er eina skyn­sam­lega leiðin ásamt þátt­töku okkar í varn­ar­sam­bandi vina­þjóða. Máttur fjöld­ans sem stendur saman getur einnig tryggt öryggi þeirra smáu sem hlut­falls­lega leggja sitt af mörk­um.

Stóra verk­efnið framundan er að end­ur­skoða örygg­is­stefnu lands­ins, veita stuðn­ing í verki til mann­úð­ar­starfs, styrkja böndin við banda­lags­þjóðir og tryggja sýni­legar og for­virkar varnir á Íslandi.

Höf­undur er þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar