Formaðurinn sem bjó til leikhús fáránleikans þegar raunveruleikinn hlýddi ekki

Auglýsing

Vaxta­hækk­un­ar­ferli Seðla­banka Íslands hófst í maí í fyrra. Þá voru stýri­vextir hækk­aðir um 0,25 pró­sentu­stig í eitt pró­sent. Í kjöl­farið hækk­uðu bank­arnir þrír vexti á breyti­legum óverð­tryggðum íbúða­lána vöxtum um 0,1-0,15 pró­sentu­stig. 

Í lok ágúst hækk­aði bank­inn vext­ina aftur um 0,25 pró­sentu­stig í 1,25 pró­sent. Íslands­banki hækk­aði þá vexti sína um 0,15 pró­sentu­stig en Lands­bank­inn og Arion banki hækk­uðu þá um 0,2 pró­sentu­stig.  

Í októ­ber 2021 voru stýri­vextir svo hækk­aðir í 1,5 pró­sent. Aftur brugð­ust bank­arn­ir, eðli­lega, við og hækk­uðu vexti á breyti­legum óverð­tryggðum lán­um. Arion banki og Íslands­banki um 0,15 pró­sentu­stig en Lands­bank­inn um 0,25 pró­sentu­stig. 

Síð­asta vaxta­hækkun árs­ins 2021 varð svo í nóv­em­ber þegar vextir voru hækk­aðir um 0,5 pró­sentu­stig, í tvö pró­sent. Þetta var mesta vaxta­hækk­unin í einu skrefi frá því að vaxta­hækk­un­ar­ferli bank­ans hófst í fyrra­vor. Íslands­banki hækk­aði breyti­lega óverð­tryggða vexti hjá sér í kjöl­farið um 0,2 pró­sentu­stig, Lands­bank­inn um 0,35 pró­sentu­stig og Arion banki um 0,4 pró­sentu­stig.

Hækk­uðu í takti við fyrri skref og vænt­ingar

Það liggur því fyrir að við hverja stýri­vaxta­hækkun þá hækk­uðu bank­arnir breyti­lega óverð­tryggða vexti sína. Það liggur líka fyrir að í öllum til­vikum þá hækk­uðu vextir bank­anna minna en sem nemur stýri­vaxta­hækk­un­inn­i. 

Fyrsta stýri­vaxta­á­kvörðun árs­ins 2022 var kynnt 9. febr­ú­ar. Við blasti að vext­irnir myndu hækka nokkuð skarpt, enda verð­bólgan farin að mæl­ast mun meiri en áætl­anir reikn­uðu með. Hún er nú 6,2 pró­sent og hefur ekki mælst hærri í tæp tíu ár. Helsta tól Seðla­bank­ans til að taka á henni er að hækka vext­i. 

Og upp fóru þeir, nú um 0,75 pró­sentu­stig. Lán­veit­endur fylgdu í kjöl­farið og hækk­uðu vext­ina á sínum lán­um. Stóru bank­arnir þrír; Arion banki, Lands­bank­inn og Íslands­banki hækk­uðu allir sína vexti um 0,5 pró­sentu­stig. Hækk­unin var í fullum takti við hegðun þeirra við fyrri stýri­vaxta­hækk­anir og vænt­ingar mark­aðs­að­ila. Þeir fóru ekki alla leið í að elta Seðla­bank­ann, en hækk­uðu umtals­vert.

Hagn­aður á baki auknum íbúða­lánum til heim­ila

Arion banki, Lands­bank­inn og Íslands­banki högn­uð­ust sam­eig­in­lega um 81,2 millj­arða króna á árinu 2021. Sá hagn­aður var 170 pró­sent hærri en árið 2020. 

Auglýsing
Hagnaðurinn er að stórum hluta til kom­inn vegna þess að bank­arnir þrír juku hlut­deild sína á íbúða­lána­mark­aði gríð­ar­lega á skömmum tíma. Þeir bein­línis dældu út íbúða­lán­um, sem var meðal ann­ars stór orsaka­valdur í miklum hækk­unum á hús­næð­is­verði. Hlut­­­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú yfir 70 pró­­­­­sent en var 55 pró­­­­­sent í byrjun árs 2020. 

Heim­ilin í land­inu skuld­settu sig um 450 nýja millj­arða króna til að kaupa sér hús­næði á þessu tíma­bili. Þau gerðu það að mestu í óverð­tryggðum lán­um, en hlut­fall þeirra fór úr 27,5 pró­sent í yfir 50 pró­sent frá byrjun árs 2020 og fram til síð­asta sum­ars. Óverð­tryggð lán eru næm­ari fyrir stýri­vaxta­hækk­unum en verð­tryggð. 

Á manna­máli þýðir það að kostn­aður heim­ila hækkar strax við vaxta­hækk­an­ir, en er ekki ýtt inn í fram­tíð­ina með því að verð­bætur legg­ist á höf­uð­stól líkt og ger­ist með verð­tryggð lán.

Hlut­verk stjórn­valda að bregð­ast við

Stjórn­völd – Seðla­bank­inn og rík­is­stjórnin – bjuggu til þessar aðstæð­ur. Seðla­­bank­inn afnam hinn svo­­kall­aða sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka, sem jók útlána­­getu banka um mörg hund­ruð millj­­arða króna, og lækk­aði stýri­vexti niður í sögu­legar lægð­ir. Rík­is­stjórnin lækk­aði banka­skatt og gaf með því eftir um sex millj­arða króna á ári í tekj­u­m. 

Þetta skil­aði sér ekki í neinum stór­kost­legum breyt­ingum á vaxta­mun bank­anna. Hann er enn miklu meiri hér en í sam­an­burð­ar­lönd­um. Stjórn­endur íslenskra banka tóku því með­vit­aða ákvörðun um að halda stærri hluta af þessum ágóða eftir fyrir hlut­hafa sína á kostnað við­skipta­vina sinna. 

Seðla­bank­inn telur sig hafa náð árangri í veg­ferð sinni. Að tek­ist hafi að verja kaup­mátt og verja störf. Nei­kvæðu afleið­ing­arnar eru stór­aukin verð­bólga sem bitnar á venju­legu launa­fólki og stór­aukin mis­skipt­ing, þar sem eigna­fólk sem fjár­festir í hluta­bréfum og fast­eignum umfram heim­ili mok­græddi á ákvörð­unum bank­ans og stjórn­valda. 

Við slíkar aðstæður er það hlut­verk stjórn­valda að stíga inn og jafna leik­inn. Taka til sín hlut­deild í ágóða sem varð til vegna aðstæðna, ekki hæfi­leika stjórn­enda fyr­ir­tækja, og bæta stöðu þeirra sem hall­oka fóru í því ástandi sem stjórn­völd og Seðla­bank­inn sköp­uð­u. 

Það er til að mynda hægt að gera með því að skatt­leggja ofur­hagnað ein­stak­linga og ákveð­inna fyr­ir­tækja­geira, til dæmis innan fjár­mála­kerf­is­ins og sjáv­ar­út­vegs. Þær tekjur er svo hægt að nýta í sam­fé­lags­leg verk­efni eins og inn­viða­upp­bygg­ingu, hús­næð­isá­tak eða miðla þeim í gegnum milli­færslu­kerfi til þeirra sem þurfa raun­veru­lega á pen­ingum að halda til að bæta lífs­gæði sín.

Hval­reka­skattur kynntur til leiks sem hug­mynd

Eftir síð­ustu stýri­vaxta­hækk­un, og um það leyti sem hagn­aður bank­anna í fyrra var að opin­ber­ast, steig Lilja Alfreðs­dótt­ir, ferða­­mála-, við­­skipta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra sem situr í ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og er auk þess vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fram og sagði vaxta­mun vera orðin of mik­inn. 

Auglýsing
Hún sagði að bankar ættu að lækka vexti á lánum heim­ila og fyr­ir­tækja og benti sér­stak­lega á það sem hún kall­aði „of­ur­hagn­að“ þeirra í því til­liti. „Ég tel óá­­­byrgt að rík­­­is­­­sjóður borgi all­an reikn­ing­inn fyr­ir far­ald­­­ur­inn og tel að bank­­­arn­ir eigi að styðja við þau heim­ili og fyr­ir­tæki, sér í lagi í ferða­­þjón­ustu, sem koma einna verst út úr far­aldr­in­­­um. Þá vísa ég í þá sam­­­fé­lags­­­legu ábyrgð sem fjár­­­­­mála­­­stofn­an­ir í land­inu þurfa að sýna þegar vaxta­stigið er farið að hækk­­a,“ sagði Lilja við Morg­un­blað­ið. Ef bank­­arnir gerðu það ekki sjálfir gæti þurft að „end­­­ur­vekja banka­skatt, eins og við gerðum á sín­um tíma, til að dreifa þess­um byrð­u­m.“ 

Nokkrum dögum síð­ar, 13. febr­ú­ar, bætti hún í og sagð­ist vilja leggja svo­kall­aðan hval­reka­skatt á þá sem skili ofsa­gróða á Íslandi og nefndi þar sér­stak­lega banka og sjáv­ar­út­veg. Lilja sagði enn fremur að allur þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks styddi þessa nálgun henn­ar. Þar á meðal for­maður flokks­ins.

Er eitt­hvað í verkum rík­is­stjórnar sem bendir til aðgerða?

Eðli­lega var beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu eftir við­brögðum sam­starfs­flokka Fram­sóknar við þessum yfir­lýs­ingum vara­for­manns­ins og banka­mála­ráð­herr­ans. Sér­stak­lega þegar horft er til þess að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir fór í þver­öf­uga átt og lækk­­aði bæði veið­i­­­gjöld og banka­skatt á síð­­asta kjör­­tíma­bil­i. 

Ekki er til að bæta í trúna á raun­veru­legar breyt­ingar að sitj­andi ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála ætlar að skipa enn eina nefnd­ina, nokk­urs­konar ofur­nefnd yfir nokkrum starfs­hóp­um, til að fjalla um fram­tíð­ar­skipan mála­flokks­ins sem á að skila að sér seint á kjör­tíma­bil­inu, nánar til­tekið 2024. Ferlið minnir mjög á það sem var kynnt varð­andi stjórn­ar­skrár­breyt­ingar á síð­asta kjör­tíma­bili, þar sem mikið var talað og fundað án þess að það skil­aði á end­anum nokkru. 

Ráð­herr­ann sem nú boðar þessa veg­ferð, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, sagði í ræðu á þing­inu fyrir næstum sex árum síðan: „Í sam­­fé­lag­inu er við­var­andi og afar djúp­­stætt ósætti um núver­andi fisk­veið­i­­­stjórn­­­ar­­kerfi. Auð­lindin sem sann­­ar­­lega er þjóð­­ar­inn­­ar, við skiljum það öll svo, skilar ein­fald­­lega ekki nægum verð­­mætum í sam­eig­in­­lega sjóði og örfáar fjöl­­skyldur hafa efn­­ast gríð­­ar­­lega um mjög langt skeið. Í raun má segja að eng­inn sé sáttur við kerfið eins og það er nema þeir sem hagn­­ast veru­­lega á því og svo þeir stjórn­­­mála­­flokkar sem hafa gert sér far um að verja þau for­rétt­indi, núver­andi stjórn­­­ar­­flokk­­ar.“ 

Gangi tíma­lína hennar eftir munu verða liðin átta ár frá því að ræðan um hið við­var­andi og djúp­stæða ósætti var flutt þangað til að nefndin hennar lýkur störf­um. Og 27 ár frá því útgerð­ar­menn fengu heim­ild til að veð­setja kvóta sem þeir eiga ekki, sem gerði hand­fylli manna að millj­arða­mær­ingum yfir nótt­u. 

Fáir með inn­sýn í stjórn­mál telja þessa veg­ferð ráð­herr­ans muni skila nokkru öðru en að kaupa tíma fyrir Vinstri græn þangað til að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn slær allar breyt­ingar á kerf­inu út af borð­inu. Von­andi reyn­ist sú spá röng en sporin úr þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi benda ein­fald­lega ekki til þess að nokkrar líkur séu þar á.

Þess vegna var fróð­legt að heyra hvernig brugð­ist yrði við hug­myndum Lilju um hval­reka­skatt og stór­aukna skatt­lagn­ingu á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

Hinir for­menn­irnir taka ekki undir til­lög­urnar

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var nokkuð snöggur að skjóta hluta þess­ara hug­mynda niður opin­ber­lega. Hann sagði við vef Frétta­blaðs­ins að hann væri alfarið á móti hug­mynd­inni um banka­skatt. Nokkrum dögum síð­ar, 16. febr­ú­ar, sagði Bjarni við RÚV að engin áform væru uppi um að skatt­leggja hagnað bank­anna sér­stak­lega. Bjarni hefur þess utan ekki talað fyrir auk­inni skatt­lagn­ingu á sjáv­ar­út­veg né neinum kerf­is­breyt­ingum innan geirans, að minnsta kosti ekki opin­ber­lega.

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði svo Katrínu Jak­obs­dóttur út í yfir­lýs­ingar Lilju í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum 21. febr­úar og kall­aði eftir afstöðu henn­ar. Svar hennar var sann­ar­lega ekki afger­andi. Eig­in­lega lítið annað en orða­salat til að drepa mál­inu á dreif. Katrín sagði efn­is­lega ekki annað en að til­lögur Lilju hefðu ekki verið ræddar í rík­is­stjórn. 

Þegar Logi kall­aði eftir skýr­ara svari og afstöðu Vinstri grænna þá svar­aði for­sæt­is­ráð­herra efn­is­lega engu.

Sagði hefð­bundna hegðun banka sér­staka

Í gær­morgun lá því fyrir að tveir af þremur leið­togum flokk­anna sem mynda rík­is­stjórn höfðu tjáð sig þannig opin­ber­lega um hug­myndir Lilju að ekk­ert benti til þess að þær myndu hljóta braut­ar­geng­i. 

Þá ákvað áður­nefndur Logi að spyrja Sig­urð Inga Jóhanns­son, inn­við­a­ráð­herra og for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, hvort það væri stuðn­ingur innan rík­is­stjórn­ar­innar við til­lögur Lilju. 

Sig­urður Ingi svar­aði því til að Lilja hafi verið að hvetja bank­anna til að skila hluta af þeim fjár­munum sem þeir hefðu hagn­ast um til við­skipta­vina sinna. „Það væri hægt að leggja á banka­skatt að nýju og hækka skatta, arð­greiðslur eða eitt­hvað slíkt. En bank­­arnir hækk­­uðu ekki. Þeir hækk­­uðu ekki vext­ina í sam­ræmi við stýri­­vaxta­hækkun Seðla­­bank­ans. Þeir tóku með öðrum orðum til­­lit til þess sem við­­skipta­ráð­herra sagði og fóru algjör­­lega eftir því sem við­­skipta­ráð­herra sagði. Þannig að það hefur ekki komið til þess að við höfum farið að beita þeim aðgerðum að refsa bönk­­un­­um.“

Auglýsing
Í ljósi þess að um frá­leit svar var að ræða var fyr­ir­spurnin ítrekuð og Sig­urður Ingi mætti í til­svör í annað sinn. Í það skiptið sagði hann: „Þetta er þannig að vextir eru ekki mjög háir á Íslandi þó þeir hafi hækk­­að. Og það sem hátt­virtur þing­­maður sagði hérna; Já, Seðla­­bank­inn hækk­­aði stýri­vexti um 0,75 en bank­­arnir hækk­­uðu bara um 0,4 eða 0,5. Með öðrum orðum var vaxta­mun­­ur­inn minni en hann var áður [...] Og þar af leið­andi hefur það orðið stað­­reynd að bank­­arnir hlust­uðu eftir því sem við­­skipta­ráð­herr­ann sagði og fóru eftir því. [...] Stað­­reyndin er þessi: Bank­­arnir hlust­­uð­u!“

Það hlust­aði eng­inn banki

Það er erfitt annað en að setja hljóðan við þá þvælu sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins bar á torg á Alþingi í gær. Við blasir að ekk­ert er sér­stakt við þá leið sem íslensku við­skipta­bank­arnir fóru við hækkun á vöxtum í kjöl­far stýri­vaxta­hækk­unar Seðla­bank­ans í síð­asta mán­uði. Hún var í fullum takti við það sem þeir gerðu í maí, ágúst, októ­ber og nóv­em­ber 2021. Í sumum til­vikum hækk­uðu vextir meira nú en þeir gerðu í fyrri skref­um. Vaxta­munur bank­anna hefur þess utan ekki minnkað í neinu sam­ræmi við það sem vænt­ingar hafa verið til og er enn miklu meiri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Að með­al­tali var hann 2,5 pró­sent í fyrra.

Ekk­ert bendir því til þess að bank­arnir hafi hlustað á banka­mála­ráð­herr­ann. Þeir gerðu bara það sem þeir gera, nýttu aðstæður sem stjórn­völd og Seðla­banki sköp­uðu til að græða pen­inga. Á því eru stjórn­endur þeirra dæmdir og fyrir það fá sumir þeirra ríf­lega bónusa. Og tveir bankar eru nú á fullu við að skófla tugum millj­arða króna í hlut­hafa sína meðal ann­ars á grund­velli þess ágóða sem kór­ónu­veiru­far­ald­urs­á­standið færði þeim. 

Ef það á að skatt­leggja þennan ofur­hagnað þá verður að gera það fljót­lega því það er verið að greiða hann allan út.

Er hæna fíll?

Annað hvort veit Sig­urður Ingi ekki bet­ur, og heldur raun­veru­lega að eitt­hvað sér­stakt hafi verið við vaxta­hækk­un­ar­við­bragð bank­anna, eða hann tal­aði gegn betri vit­und í pontu Alþingis í gær. Erfitt er að segja til um hvort sé verra. 

Til­gangur for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins virð­ist hafa verið sá að búa til nýjan veru­leika í kringum til­lögur Lilju, sem sner­ust um að skatt­leggja ofur­hagn­að, í ljósi þess að til­lög­urnar fengu, að minnsta kosti opin­ber­lega, engan stuðn­ing sam­starfs­flokka. 

Hann þyrl­aði upp leik­húsi fárán­leik­ans. Sagði hvítt vera svart og þegar á það var bent sagði hann hænu vera fíl. Það er ekki boð­legt að tala við kjós­endur eins og þeir séu fífl og stjórn­mála­menn sem taka sig alvar­lega eiga að gera bet­ur. 

Nú þegar liggur fyrir að bank­arnir hafa ekki sjálfir brugð­ist við ástand­inu, og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin munu aldrei gera það að sjálfs­dáðum, þá stendur eftir sú spurn­ing hvort sitj­andi rík­is­stjórn hafi í raun ein­hvern vilja til skatt­leggja „of­ur­hagn­að“.

Því miður bendir fátt til að svo sé.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari