Vinnustundin er dauð, lengi lifi árangur í starfi

Hjálmar Gíslason segir ekkert flott við það að vinna 60 stunda vinnuviku. Vinnustundin ein og sér sé úrelt fyrirbæri og geti beinlínis verið skaðleg.

Auglýsing

Árið er 2022 og vinnu­fram­lag er enn nær und­an­tekn­ing­ar­laust metið í fjölda klukku­stunda sem starfs­maður er „við vinn­u”. Stór hluti starfa er samt orð­inn þess eðlis að þessi mæli­kvarði á engan veg­inn við. Það er kom­inn tími til að draga úr vægi vinnu­stunda og not­ast við aðrar og betri leiðir til að meta vinnu­fram­lag og árangur í starfi.

Í starfs­samn­ingum er samið um mán­að­ar­laun miðað við til­tek­inn fjölda vinnu­stunda. Leit­ast er við að „stytta vinnu­vik­una” með því að lækka það við­mið vinnu­stunda sem telst „full vinnu­vika”. Í mörgum störfum skiptir það vinnu­veit­and­ann þó í raun ekki máli hversu lengi starfs­mað­ur­inn situr við, heldur hverju hann skilar og hvort starfs­mað­ur­inn, teymin og þar með fyr­ir­tækið nái mark­miðum sín­um.

Í ein­hverjum til­fellum er ómögu­legt að ná þeim mark­miðum öðru­vísi en með við­veru sem mæld er í tíma, en þau störf eru færri en kann að virð­ast í fyrstu og fer fækk­andi.

Þessar breyt­ingar kalla á nýja nálgun í því hvernig við hugsum um, tölum um, semjum um og skipu­leggjum vinnu.

Í fyrsta lagi þurfa stefna og mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins að vera skýr, og öllum starfs­mönnum ljós. Þetta kann að hljóma aug­ljóst og sjálf­sagt, en er sann­ar­lega ekki alltaf til­fellið.

Í öðru lagi þarf að brjóta mark­miðin niður og skipta vinn­unni við þau á milli deilda og teyma. Þetta þarf að ger­ast í sam­vinnu og með sterkri aðkomu tey­manna og fólks­ins þannig að mark­mið og vænt­ingar séu raun­hæf. Eng­inn mun til lengdar skila af sér góðri vinnu séu vænt­ingar óraun­hæfar og mark­miðin sett af öðr­um.

Auglýsing
Í þriðja lagi þarf ákveðna „skuld­bind­ingu” á þau mark­mið sem teymin setja sér. Þetta gildir inn á við, jafn­vel enn frekar en út á við. Mark­miðin sem eru sett eru eins konar samn­ingur milli teym­is­með­lima um að í sam­ein­ingu ætli þau öll að gera sitt til að ná settu marki á til­settum tíma. Á sama eru mark­miðin skila­boð til ann­arra í fyr­ir­tæk­inu um hvað standi til svo þau geti unnið í sam­ræmi við það. 

Við setn­ingu teym­is­mark­miða þarf að taka til­lit til aðstæðna s.s. ef mikið er um áreiti á teymið frá öðrum, mark­mið og stefna fyr­ir­tæk­is­ins breyt­ast með skömmum fyr­ir­vara eða önnur óvissa er fyrir hendi. Allt slíkt gerir mark­miða­setn­ingu erf­ið­ari.

Mik­il­væg­ast af öllu er svo að starfsandi og menn­ing fyr­ir­tæk­is­ins leyfi hrein­skiptna og virð­ing­ar­fulla end­ur­gjöf á öllum stig­um. Sam­starfs­fólk þarf að geta sagt hvert öðru ef ein­hver er ekki að draga vagn­inn til jafns við aðra og eins ef ein­hver er að vinna um of og gæti verið að fara illa með sig af þeim sök­um. Stjórn­endur þurfa að tala um það sem vel er gert, eða ef teymi eru ítrekað að setja sér of háleit - eða metn­að­ar­laus - mark­mið. Og öll þurfa að geta treyst því að á þau sé hlustað ef þau hafa eitt­hvað að segja um mark­mið, vænt­ingar eða menn­ingu teym­is­ins, deild­ar­innar eða fyr­ir­tæk­is­ins í heild.

Þar sem fólk vinnur saman í teymum þarf aug­ljós­lega að setja ein­hvers konar við­mið um það hvenær og hvernig sé hægt að ná saman til funda eða sam­starfs. Til dæmis að almennt sé búist við að boða megi fundi milli 9 og 16 á dag­inn. Það þýðir hins vegar ekki endi­lega sam­fellda við­veru eða vinnu á þessu tíma­bili. Teymin og ein­stak­ling­arnir not­ast ein­fald­lega við það vinnu­kerfi sem hentar þeim best þannig að árangur náist en samt búið við þann sveigj­an­leika sem þau þurfa, hvort sem er vegna fjöl­skyldu, tóm­stunda eða hrein­lega hent­ug­leika.

Vinnu­stundin er úrelt og í sumu sam­hengi bein­línis skað­leg. Það er ekk­ert flott við að vinna 60 tíma vinnu­vik­ur. Það er flott að ná árangri í starfi sem teymi, sem ein­stak­lingur og sem fyr­ir­tæki.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri GRID. Hann er hlut­hafi í Kjarn­­­anum og situr í stjórn rekstr­ar­fé­lags­ mið­ils­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar