Drottinn blessi heimilið!

Árni Múli Jónasson segir fatlað fólk njóta miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar.

Auglýsing

Mjög margt fatlað fólk hefur ekki aðrar tekjur en örorku­bætur sem eru skammar­lega lágar og það hefur yfir­leitt litla eða enga mögu­leika til að auka tekjur sín­ar, vegna fötl­unar og fárra atvinnu­tæki­færa. Fatlað fólk, sem verður að láta örorku­bætur duga fyrir allri sinni fram­færslu, er tví­mæla­laust fátæk­asti hóp­ur­inn í íslensku sam­fé­lagi. Afleið­ingin er aug­ljós og óhjá­kvæmi­leg: Fatlað fólk nýtur miklu minni lífs­gæða og tæki­færa en aðrir þjóð­fé­lags­þegn­ar.

Í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins Íslands seg­ir: „Allir skulu njóta frið­helgi einka­lífs, heim­ilis og fjöl­skyld­u.“  

Og í lögum um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarfir seg­ir:

„Fatlað fólk á rétt á hús­næði í sam­ræmi við þarfir þess og óskir og félags­legri þjón­ustu sem gerir því kleift að búa á eigin heim­ili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátt­töku í sam­fé­lag­in­u.“ 

Á öðrum stað í sömu lögum segir að „fólki sem býr nú á stofn­unum eða her­bergja­sam­býlum skuli bjóð­ast aðrir búsetu­kost­ir.“

Fyrir mjög marga fatl­aða Íslend­inga eru þessi skýru laga­á­kvæði þó bara fal­leg orð á blaði. Raun­veru­leik­inn er allt ann­ar. Mjög margt fatlað fólk er á biðlistum hjá sveit­ar­fé­lögum eftir hús­næði sem það á rétt á að fá og margir hafa verið mjög lengi á biðlistum og eru í full­kominni óvissu um hvenær þeir munu fá þenna lög­bundna rétt sinn upp­fyllt­an. Þessu fólki er þó ekki ein­ungis neitað um tæki­færi til að eiga eigið heim­ili. Marg­vís­leg önnur mann­rétt­indi, sem því tengj­ast óað­skilj­an­lega, s.s. til einka­lífs og fjöl­skyldu­lífs, eru einnig mikið skert.

Auglýsing
Vegna þess­ara stað­reynda er sér­stak­lega ömur­legt að hlusta á stjórn­endur ríkis og sveit­ar­fé­laga barma sér sí og æ yfir kostn­aði af þjón­ustu við fatlað fólk og karpa sífellt um hver á að greiða hvað. Fatlað fólk, sem býr við verstu kjörin og hefur minnstu og fæstu tæki­færin í íslensku sam­fé­lagi og fær ekki einu sinni þann skýra rétt sem það á að fá sam­kvæmt lög­um, hefur ekk­ert til þessa unnið og þarf svo sann­ar­lega ekki á því að halda að því sé lýst sem stór­kost­legri fjár­hags­legri byrði á sam­fé­lag­inu. Þessi vesæld­ar­legi söngur stjórn­enda ríkis og sveit­ar­fé­laga lýsir nákvæm­lega sama hug­ar­far­inu og er alveg jafn­lág­kúru­legur og nið­ur­lægj­andi og Örn Arn­ar­son lýsti svo í kvæði sínu um hreppsómag­ann:  

„Líf hans var til fárra fiska met­ið.                                                                                                                                      

Furð­an­legt, hvað strák­ur­inn gat étið.“

Sveit­ar­fé­lög og sveit­ar­stjórn­ir, sem geta ekki eða vilja ekki standa við laga­legar skyldur sínar gagn­vart þeim íbúum sín­um, sem fæst tæki­færi hafa, minnst fá og ekk­ert eiga, ættu nú fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í vor að spyrja sig alvar­legra spurn­inga um til­gang sinn og mark­mið. En því miður er ekki lík­legt að þau geri það því að eins og Hall­dór Lax­ness benti á hefur því alls ekki að til­efn­is­lausu verið haldið fram að Íslend­ingar „leysi vand­ræði sín með því að stunda orð­heng­ils­hátt og deila um titt­linga­skít sem ekki kemur mál­inu við; en verði skelf­ingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar