Lífeyrissjóðirnir og hyldýpi gleymskunnar

Hrafn Magnússon skrifar um tilurð íslenska lífeyrissjóðakerfisins og breytingar á því, sem hann segir hafa orðið til þess að „þúsundir eldri borgara hafa ekki fengið tilskilinn lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins“ undanfarin ár.

Auglýsing

Við Íslend­ingar teljum okkur búa við gott vel­ferð­ar­kerfi og berum okkur í því sam­bandi oft saman við frændur okkar á Norð­ur­lönd­um. Okkur er tamt að halda því fram að við séum oft og iðu­lega best meðal þjóða. Þessi til­hneig­ing kom ekki síst fram á fyrstu árum þess­arar aldar og allt fram að hruni fjár­mála­mark­að­anna haustið 2008.

Eitt af því sem ein­kennir gott vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag er hvernig er búið að eldri borg­urum og öryrkj­um, m.a. hversu traust líf­eyr­is­kerfið er og hvort almenn sátt ríki meðal þjóð­ar­innar um þennan mik­il­væga þátt í vel­ferð­ar­kerf­inu. Það er skoðun margra, ekki síst eldri borg­ara og öryrkja að núver­andi líf­eyr­is­kerfi sé ósann­gjarnt og að sú breyt­ing sem var gerð á lögum um almanna­trygg­ingar haustið 2006 hafi verið mis­tök og í engu sam­ræmi við þau fyr­ir­heit sem gefin voru við stofnun almennu líf­eyr­is­sjóð­anna árið 1969. Skal nú vikið að þeim aðdrag­anda öllum því hann skiptir miklu máli í dag.

Líf­eyr­is­sjóðir í kjöl­far krepp­unnar

Árið 1969 ríkti hér á landi mikil efna­hags­leg kreppa sem má rekja til hruns síld­ar­stofns­ins og mik­ils verð­falls fiskaf­urða á erlendum mörk­uð­um. Hér ríkti mikið atvinnu­leysi og land­flótti, sér­stak­lega til Norð­ur­landa, einkum til Sví­þjóð­ar. Með hlið­sjón af bágu efna­hags­á­standi og atvinnu­leysi er ekki út í hött að spurt sé hvers vegna í ósköpum verka­lýðs­hreyf­ing­unni hafi dottið hug að stofna og starf­rækja líf­eyr­is­sjóði við þessar aðstæð­ur?

Auglýsing

Hér kemur margt til álita því krafan um stofnun líf­eyr­is­sjóða var ekki uppi á borð­inu hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands í árs­byrjun 1969. Í masters­rit­gerð Sig­urðar E. Guð­munds­sonar í sagn­fræði, sem heitir „Líf­eyr­is­sjóðir 1960-1980“, er fjallað nokkuð ítar­lega um til­drög þess að samið var um almennu líf­eyr­is­sjóð­ina í maí 1969. Hér skal sú atburða­rás ekki rakin að öðru leyti en því að hug­mynd þess efnis til lausnar kjara­deil­unnar kom til umræðu í sér­stakri sátta­nefnd í mars­mán­uði á því sama ári. Eins og oft vill verða í kjara­deilum getur til­lagan hafa fæðst í flóknum samn­inga­við­ræðum ein­stakra samn­inga­manna. Nú er rúm hálf öld liðin frá þessum atburðum og fáir enn á lífi sem sátu við samn­inga­borð­ið, en þó er þörf á því að rifja upp umræður og ákvörðun um sér­stakan við­bót­ar­líf­eyri í Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi, sem sam­þykkt var á þjóð­þingum við­kom­andi landa sem við­bót við almanna­trygg­inga­lög­in, en ekki með stofnun líf­eyr­is­sjóða sem var reyndin hér á Íslandi.

ATP á Norð­ur­löndum

Umræður um sér­stakan við­bót­ar­líf­eyri við grunn­líf­eyri almanna­trygg­inga hófust í Sví­þjóð árið 1957 og náði loks fram að ganga á þjóð­þing­inu 1960. Um var að ræða tekju­háðan og sjóðs­mynd­andi líf­eyri fyrir alla laun­þega, sem kæmi til við­bótar grunn­líf­eyri almanna­trygg­inga. Danir fylgdu í kjöl­farið árið 1964 og síðan Nor­egur 1967. Þetta við­bót­ar­kerfi fékk alls staðar í þessum löndum skamm­stöf­un­ina ATP (Ar­bejds­mar­kedets Til­læg­spension). Á síð­ustu öld réðu jafn­að­ar­menn lögum og lofum á Norð­ur­löndum og voru því í for­ystu við upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerfa þess­ara landa. Hér á landi var hið póli­tíska lands­lag með öðrum hætti. Alþýðu­flokk­ur­inn íslenski var aldrei ráð­andi stjórn­mála­afl eins og jafn­að­ar­manna­flokk­arnir á Norð­ur­lönd­un­um. Meg­in­á­stæðan var klofn­ingur Alþýðu­flokks­ins og stofnun Sós­í­alista­flokks­ins 1938. Sá flokkur var lagður niður með stofnun Alþýðu­banda­lags­ins sem stjórn­mála­flokks árið 1968. Þó að Alþýðu­flokk­ur­inn hafi haft áhuga á að starf­rækja svipað fyr­ir­komu­lag innan almanna­trygg­inga með við­bót­ar­líf­eyri, eins og frændur okkar á Norð­ur­löndum með ATP kerf­un­um, varð mönnum fljót­lega ljóst að hér á landi yrði farin sú leið að til við­bótar grunn­líf­eyris almanna­trygg­inga kæmi sér­stakur elli­líf­eyrir frá líf­eyr­is­sjóð­un­um, eins og var raunin með stofnum líf­eyr­is­sjóða fyrir almennt verka­fólk.

Blekið var varla þornað af und­ir­skrift samn­ing­anna þann 19. maí 1969 þegar menn hófust handa við að und­ir­búa stofnun sjóð­anna enda átti starf­ræksla þeirra að hefj­ast í árs­byrjun 1970. Eitt voru menn strax ein­huga um og það var að ávinnsla líf­eyr­is­rétt­inda yrði sú sama hjá öllum nýju líf­eyr­is­sjóð­unum og að semja þyrfti því sér­staka fyr­ir­mynd­ar­reglu­gerð eða sam­ræmda reglu­gerð um upp­bygg­ingu líf­eyr­is­sjóð­anna og sams konar líf­eyr­is­rétt­indi og ávinnslu þeirra.

Sam­ræmd líf­eyr­is­rétt­indi

Til verks­ins var ráð­inn Guð­jón Han­sen trygg­inga­stærð­fræð­ing­ur. Hann samdi til­lög­urnar sem urðu að veru­leika með ATP við­bót­ar­líf­eyr­is­kerfi Dan­merkur að leið­ar­ljósi. Þessi stað­reynd kemur bæði fram í dokt­ors­rit­gerð Ólafs Ísleifs­sonar um íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina og einnig í umræddri MA rit­gerð Sig­urðar E.Guð­munds­sonar og þarf þá ekki lengur vitn­ana við að íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir koma sem við­bót við grunn­líf­eyri almanna­trygg­inga, en ekki í stað­inn fyrir grunn­líf­eyr­ir­inn.

Við þetta er svo að bæta að árið 1971 var tekin upp sér­stök tekju­trygg­ing. Hún var ekki með neinum frí­tekju­mörk­um. Allar tekjur skertu fjár­hæð tekju­trygg­ing­ar­inn­ar. Það var sífelld bar­átta Alþýðu­sam­bands Íslands að hækka frí­tekju­mark­ið, stóð sú bar­átta allar götur þar til frí­tekju­mörkin voru nán­ast lögð niður frá og með 1. jan­úar 2017. Má því segja að verka­lýðs­hreyf­ingin sé komin aftur á byrj­un­ar­reit.

Sú breyt­ing var einnig gerð haustið 2016 að grunn­líf­eyr­inum og tekju­trygg­ing­unni var steypt saman í einn bóta­flokk, sem nefn­ist nú elli­líf­eyr­ir. Þessi aðgerð var hugsuð sem ein­földun á bóta­kerf­inu, en hefur haft í för með sér að slóð grunn­líf­eyr­is­ins er nú hul­in. Það er baga­legt þegar gerð er sú sann­gjarna krafa að líf­eyr­is­sjóða­tekjur skerði ekki grunn­líf­eyr­inn, eins og nú er gert. Hér má bæta við að líf­eyrir almanna­trygg­inga hefur ekki hækkað í sam­ræmi við launa­tekj­ur, eins og vonir voru bundnar við.

Þróun skerð­ingar

Grunn­líf­eyrir almanna­trygg­inga var ótekju­tengdur frá 1936 til árs­ins 1992 þegar atvinnu­tekjur skertu grunn­líf­eyr­inn. Líf­eyr­is­sjóða­tekjur skertu grunn­líf­eyr­inn 2009 til 2013. Frá árs­byrjun 2017 hafa hins vegar líf­eyr­is­sjóða­tekjur skert grunn­líf­eyr­inn í nýjum bóta­flokki, elli­líf­eyr­ir, eins og framan grein­ir. Afleið­ingin er sú að þús­undir eldri borg­ara hafa ekki fengið til­skil­inn líf­eyri frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins allt frá því að ný lög um almanna­trygg­ingar tóku gildi í árs­byrjun 2017.

Loka­orð

Þessi grein­ar­skrif mín um aðdrag­and­ann að stofnun almennu líf­eyr­is­sjóð­anna í árs­byrjun 1970 gæti alveg eins heitið „Hyl­dýpi gleymskunn­ar“. Ávinnsla líf­eyr­is­rétt­inda spannar starfsævi allra launa­manna hér á landi. Það skiptir því öllu máli að trú­verð­ug­leiki líf­eyr­is­kerf­is­ins byggi á trausti. Þeir sem fjalla um þetta mikla hags­muna­mál þjóð­ar­innar verða að kynna sér sög­una því að for­tíð skal hyggja er fram­tíð skal byggja. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er fjallað um end­ur­mat almanna­trygg­inga. Nú er rétti tím­inn að fara í þá end­ur­skoðun og laga aug­ljósa agn­úa, en þá verða menn líka að kynna sér aug­ljósar sögu­legar stað­reyndir áður en þær verða gleymsk­unni að bráð, þ. á m. að líf­eyr­is­sjóðir sem stofn­aðir voru fyrir 1970 voru einnig hugs­aðir sem við­bót við almanna­trygg­ing­ar.

Höf­undur er fyrrv. fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar