Íslandsbanki græddi 23,7 milljarða í fyrra – Ætlar að skila yfir 50 milljörðum til hluthafa

Íslandsbanki ætlar að greiða hluthöfum sínum 11,9 milljarða króna í arð vegna síðasta árs. Stjórn bankans vill auk þess greiða út 40 milljarða króna til viðbótar til hluthafa á næstu einu til tveimur árum.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í fyrrasumar.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í fyrrasumar.
Auglýsing

Íslands­banki hagn­að­ist um 23,7 millj­arðar króna á árinu 2021. Arð­semi eigin fjár var 14,2 pró­sent og sem var vel yfir tíu pró­sent mark­miði bank­ans. Kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans lækk­aði úr 54,3 pró­sent í 46,2 pró­sent milli ára.

Eigið fé Íslands­banka var 203,7 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans 25,3 pró­sent. Útlán til við­skipta­vina Íslands­banka juk­ust um 7,9 pró­sent á síð­asta ári. Þá aukn­ingu má að mestu rekja til auk­inna umsvifa á hús­næð­is­mark­aði. Vaxta­munur bank­ans var 2,4 pró­sent. Hreinar vaxta­tekjur voru 34 millj­arðar króna og hækk­uðu um tvö pró­sent milli ára. Þókn­ana­tekjur hækk­uðu hins vegar um 22,1 pró­sent og voru sam­tals 12,9 millj­arðar króna. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi bank­ans sem birtur var nú síð­deg­is. 

Á grund­velli þess­arar afkomu ætlar Íslands­banki að greiða hlut­höfum sínum 11,9 millj­arða króna í arð. Þar af fer 65 pró­sent til stærsta ein­staka eig­and­ans, íslenska rík­is­ins, eða rúm­lega 7,7 millj­arðar króna. Þeir sem eiga 35 pró­sent hlut í bank­anum fá svo sam­an­lagt tæpa 4,2 millj­arða króna í arð­greiðslu. Auk þess stefnir stjórn bank­ans að því að greiða út 40 millj­arða króna í umfram eigið fé á næstu 12-24 mán­uð­um. Sú veg­ferð mun hefj­ast með því að stjórn Íslands­banka mun leggja til við aðal­fund bank­ans að hefja end­ur­kaup á bréfum fyrir 15 millj­arða króna á næstu mán­uð­um.

Auglýsing

Gríð­ar­leg ávöxtun á þeim hlut sem var seldur

Því er ljóst að Íslands­banki ætlar að skila um 52 millj­örðum króna til hlut­hafa sinna á næstu tveimur árum. 18,2 millj­arðar króna af þeirri upp­hæð mun fara til þeirra sem eiga þann 35 pró­sent hlut sem íslenska ríkið seldi í fyrra­sumar sam­hliða því að Íslands­banki var skráður á mark­að. Ríkið fékk 55,3 millj­arða króna fyrir hlut­inn þegar hann var seld­ur. Virði bréfa í Íslands­banka hefur auk­ist um 60 pró­sent frá skrán­ing­unni.

­Eign­ar­hlut­ur­inn sem íslenska ríkið seldi hefur því hækkað um 33,2 millj­arða króna frá skrán­ingu, en sú virð­is­aukn­ing lendir hjá nýjum eig­end­um. Sam­an­lagt hafa þeir því aukið virði eigna sinna um þá tölu, eiga von á 4,2 millj­örðum krónum í arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs auk þess sem stjórn Íslands­banka ætlar að skila þeim 14 millj­örðum króna til við­bótar á næstu einu til tveimur árum. Fyr­ir­sjá­an­legur ávinn­ingur nýrra eig­enda, miðað við núver­andi mark­aðsvirði, nemur því sam­tals 51,4 millj­örðum króna. Það er 93 pró­sent af því verði sem greitt var fyrir 35 pró­sent hlut í Íslands­banka í júní.

Rík­­is­­stjórnin ætlar að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­­sent eign­­ar­hlut sinn í Íslands­­­banka að fullu á næstu tveimur árum. Til stendur að selja um helm­ing útistand­andi hlutar rík­­is­ins í sumar og ríkið reiknar með að fá um 75 millj­­arða króna fyrir hann, sam­­kvæmt því sem fram kom í fjár­laga­frum­varpi yfir­stand­andi árs. Það sem eftir stæði yrði svo selt 2023 ef mark­aðs­að­­stæður yrðu ákjós­­an­­leg­­ar. 

Allir stóru bank­arnir þrír hafa nú birt árs­reikn­inga sína vegna árs­ins 2021. Sam­an­lagður hagn­aður þeirra á því ári var 81,2 millj­arðar króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent