Auglýsing

Stýri­vextir voru hækk­aðir í gær. Þeir eru nú 2,75 pró­sent. Í sögu­legu sam­hengi er það ekki hátt. Þegar lífs­kjara­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir vorið 2019 voru þeir til að mynda 4,5 pró­sent og þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á snemma árs 2020 voru þeir á nákvæm­lega sama stað og þeir eru í dag, 2,75 pró­sent.

Ástæðan fyrir skörpum vaxta­hækk­unum und­an­farið – þeir hafa hækkað um heil tvö pró­sentu­stig frá því í maí í fyrra – er öllum aug­ljós. Verð­bólga hefur hækkað langt umfram spár og er nú 5,7 pró­sent. Hluti hennar er inn­flutt og ómögu­legt fyrir okkur að hafa áhrif á. En hluti er heima­til­bú­inn. Þar vigtar þróun hús­næð­is­verðs mest, enda væri verð­bólgan 3,7 pró­sent án henn­ar. 

Það er vert að velta því fyrir sér á þessum tíma­punkti hvernig til hafi tek­ist í bar­átt­unni við efna­hags­legar afleið­ingar far­ald­urs­ins. Hvað hafi verið gert rétt, hvað hefði átt að gera betur og hvaða afleið­ingar þetta hefur allt saman haft. 

Síð­ast en ekki síst þarf að skoða hvernig á að takast á við þær afleið­ing­ar. 

Það sem stjórn­völd gerðu

Þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á ákváðu rík­is­stjórnin og Seðla­bank­inn að grípa til ýmissa örv­un­ar­að­gerða. Rík­is­stjórnin lækk­aði til að mynda banka­skatt þannig að hann skil­aði rúmum sex millj­örðum krónum minni tekjum í rík­is­sjóð á árinu 2020. Í fyrra hefði gamla skatt­pró­sentan skilað svip­uðum við­bót­ar­tekjum og í ár bendir allt til þess að eft­ir­gefnar tekjur vegna lækk­unar skatts­ins verði enn hærri. Þarna er um að ræða hátt í 20 millj­arða króna sem ríkið eft­ir­lét bönkum til ráð­stöf­unar í stað þess að nýta þá til ann­arra sam­fé­lags­legra verka. ­Stjórn­völd hafa auk þess ýtt fast á eft­ir­spurn­ar­hlið­ina með skatta­af­slátt­um, skatta­lækk­un­um, inn­leið­ingu hlut­deild­ar­lána og fram­leng­ingu á nýt­ingu skatt­frjáls sér­eign­ar­sparn­aðar til að borga niður íbúða­lán.

Seðla­bank­inn afnam hinn svo­kall­aða sveiflu­jöfn­un­ar­auka, sem jók útlána­getu banka um mörg hund­ruð millj­arða króna. Sam­hliða því lækk­aði hann stýri­vexti skarpt, að end­ingu niður í 0,75 pró­sent. Yfir­lýstur til­gangur var að bank­arnir væru í betri færum til að hjálpa fyr­ir­tækjum í vanda með ódýrt lánsfé og að auka ráð­stöf­un­arfé heim­ila svo einka­neysla gæti fyllt upp í gatið sem skap­að­ist þegar ferða­þjón­ustan hvarf á einni nótt­u. 

Auglýsing
Snemma sum­ars 2020 birti Seðla­bank­inn þá grein­ingu sem hann byggði þessar aðgerðir á. Í jákvæð­­ustu sviðs­­mynd­inni var gert ráð fyrir því að áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á hagnað bank­anna yrðu þau að hann yrði í kringum núllið frá miðju ári 2020 og fram á mitt ár 2021. Svo myndi hagn­að­­ur­inn fara að aukast, þegar liði á árið 2021. Í miðsvið­­mynd­inni var gert ráð fyrir að bank­­arnir myndu skila tap­­rekstri á árunum 2020 og 2021. Hagn­aður átti svo að fara að mynd­­ast á árinu 2022. Í þriðju, og svörtustu, sviðs­­mynd­inni var gert ráð fyrir að bank­­arnir þrír yrðu reknir í umtals­verðu tapi fram á mitt ár 2022.

Raun­veru­leik­inn varð allt ann­ar.

Heim­ilin skuld­setja sig 

Kerf­is­lega mik­il­vægu bank­arnir þrír; Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki, græddu um 30 millj­arða króna sam­an­lagt á árinu 2020. Í fyrra græddu þeir yfir 80 millj­arða króna. Þetta gerðu þeir með því að stór­auka hagnað af vaxta­tekj­um, aðal­lega vegna þess að heim­ili lands­ins skuld­settu sig um 450 nýja millj­arða króna til við­bótar við það sem þau skuld­uðu áður, til að kaupa sér þak yfir höf­uð­ið. ­Vaxta­munur banka lækk­aði ekki sem neinu nemur í þessu ástandi þótt veru­legt svig­rúm hafi verið til þess. Hann er enn miklu hærri en í hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Hins vegar juku bank­arnir þókn­ana­tekjur sín­ar, sem meðal ann­ars eru greiddar fyrir milli­göngu þeirra á hluta­bréfa­mark­aði. Frá því um miðjan mars 2020 og fram að síð­ustu ára­mótum hækk­aði úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands um 114 pró­sent. Í fyrra hækk­uðu bréf í öllum félögum sem skráð eru á aðal­mark­að. 

Ákvörðun bank­anna að nota svig­rúmið sem rík­is­stjórnin og Seðla­bank­inn færði þeim í að dæla pen­ingum í íbúða­lán spil­aði stóra  rullu í því að hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 27 pró­sent á tveimur árum, sem leiddi aftur til þess að verð­bólga hækk­aði skarpt. 

Afleið­ing­in: aukin verð­bólga

Nú er verð­bólgan, líkt og áður sagði, 5,7 pró­sent. Verð­bólgu­horfur hafa versnað hratt og Seðla­bank­inn gerir ráð fyrir að það taki langan tíma fyrir hana að hjaðna. Fyrir utan það að verð­bólga rýrir virði pen­ing­anna sem fólk er með í vas­anum eða á banka­reikn­ingum – vörur og þjón­usta verður dýr­ari en ráð­stöf­un­ar­féð stendur í stað – þá hefur hún gríð­ar­leg áhrif á afborg­anir íbúða­lána. Þær hækka um mörg hund­ruð þús­und krónur á ári í mörgum til­vik­um.

Þeir sem eru með verð­tryggð lán borga verð­bólg­una ofan á vext­ina sína. Verð­tryggð lán íslenskra heim­ila voru um eitt þús­und millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Lágu vext­irnir og stór­aukið fram­boð af lánsfé frá bönkum gerðu það að verkum að heim­ilin flykkt­ust í óverð­tryggð lán. Alls var heild­ar­um­fang slíkra lána 1.130 millj­arðar króna í lok sept­em­ber í fyrra og um 700 millj­arðar króna af óverð­tryggðum lánum voru með breyti­lega vexti, eða 62 pró­sent þeirra. Það þýðir að þegar Seðla­bank­inn hækkar stýri­vexti, og lána­lán­veit­endur hækka í kjöl­farið íbúða­lána­vexti í takti við það, þá annað hvort hækka afborg­anir þeirra sem eru með slík lán umtals­vert eða sá hluti þeirra sem fer í að greiða vexti frekar en að greiða niður lánið dregst sam­an.

Það má vel vera að sam­an­lagt hreint eigið fé heim­ila í land­inu hafi auk­ist vegna þess­ara aðgerða, en það er alveg á hreinu að staða lægri tekju­hópa, þeirra sem eru ekki á eigna­mark­aði eða spenntu sig veru­lega til að kom­ast inn á hann, hefur versnað gríð­ar­lega fyrir vik­ið. 

Nauð­syn þess að sýna auð­mýkt

Allt ofan­greint er til­komið vegna ákvarð­ana stjórn­valda og Seðla­banka Íslands. Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri brást samt sem áður ókvæða við þegar hann var spurður í gær hvort bank­inn hefði ekki valdið verð­hækk­unum á hús­næð­is­mark­aði með þeim ákvörð­unum sem hann tók 2020. Hann sak­aði þá sem beindu sök að Seðla­bank­anum um minnis­leysi og að aðgerð­irnar hefðu skilað góðum árangri við að verja kaup­mátt og atvinnu­sköpun með því að lækka vexti og kaupa gjald­eyri fyrir 200 millj­arða króna á tveimur árum til að verja krón­una frá falli. Hann hefði reyndar mátt bæta við að þær hafi skilað gríð­ar­lega góðum árangri fyrir fjár­magns­eig­end­ur, en sleppti að minn­ast á það. Komum betur að því síð­ar.

Auglýsing
Það er rétt hjá Ásgeiri að aðgerðir Seðla­bank­ans hafa skilað árangri. Ráð­stöf­un­ar­tekjur hafa hækkað í gegnum far­ald­ur­inn og atvinnu­sköpun er komin á þann stað sem hún var áður en far­ald­ur­inn hófst. Hag­vöxtur er í upp­sveiflu. 

En það úti­lokar ekki að þessar aðgerðir hafi haft aðrar afleið­ing­ar. Ein þeirra afleið­inga er aug­ljós­lega sú að hús­næð­is­verð hefur hækkað gríð­ar­lega sem leitt hefur af sér mikla og við­var­andi verð­bólgu. Um það þarf vart að deila og hroka­fullt við­mót seðla­banka­stjóra við eðli­legum spurn­ingum þar um er ekki stór­mann­legt, né til þess gert að auka traust. Menn í jafn áhrifa­miklum stöðum verða að geta sýnt auð­mýkt þegar um ræðir afleið­ingar ákvarð­ana sem hafa bein áhrif á lífs­gæði fjölda fólks.

Bank­arnir hlægja alla leið­ina í bank­ann

Kerf­is­lega mik­il­vægu við­skipta­bank­arnir þrír bera mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er kom­in. Þeir hafa, með ákvörð­unum sín­um, hagn­ast gríð­ar­lega á stór­auk­inni skuld­setn­ingu heim­ila. 

Þegar sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn var afnum­inn vorið 2020 brýndi Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­bank­ans í yfir­­lýs­ingu sinni fyrir bönk­unum að þeir myndu taka til­lit til þeirrar miklu óvissu sem uppi var í þjóð­­ar­­bú­­skapnum við á­kvörðun um útgreiðslu arðs og end­­ur­­kaup á eigin hluta­bréfum á kom­andi mis­s­er­­um.

Fallið var frá þess­ari hvatn­ingu síðar á árinu 2020. Fyrir vikið greiðir Arion banki, eini kerf­is­lega mik­il­vægi bank­inn sem ríkið á ekki ráð­andi hlut í, 58 millj­­arða króna til hlut­hafa sinna í formi arðs og end­ur­kaupa á eigin bréfum á árunum 2021 og 2022. Bank­inn hefur áform um að skila um 30 millj­örðum krónum í við­bót til hlut­hafa í nán­ustu fram­tíð. Sam­an­lagt gera það allt að 88 millj­arðar króna. ­Arion hefur nú tekið upp bónus­kerfi til að verð­launa starfs­menn sína fyrir þessa galdra­mennsku. Kostn­aður við það var 1,6 millj­arðar króna í fyrra. Starfs­menn fá líka kaup­rétt á bréfum í bank­anum á verði sem er helm­ingur af mark­aðsvirði bank­ans í dag.

Þótt Arion banki sé leið­andi í arð­greiðslum og end­ur­kaupum þá er það gegn­um­gang­andi fyr­ir­bæri hjá félögum sem skráð eru í Kaup­höll­ina. 

Nán­ast öll þeirra starfa ein­ungis á Íslandi og hafa tekjur sínar af því að selja íslenskum heim­ilum og fyr­ir­tækjum vörur eða þjón­ustu, stundum lög­bundna. Þau starfa á fákeppn­is- eða ein­ok­un­ar­mörk­uðum sem oft­ast nær er skipt upp á milli þriggja til fjög­urra fyr­ir­tækja og eru varin fyrir erlendri sam­keppni með sveiflu­kenndri krónu.

Pen­ing­arnir sem frúin í Ham­borg gaf

Kaup­höllin tekur ekki lengur saman upp­­lýs­ingar um hversu mikið félög skráð á mark­aði greiða sam­tals í arð eða nota til að kaupa eigin bréf til baka, og skila þannig fjár­­munum til hlut­hafa sinna. Inn­­herji, und­ir­vefur á Vísi sem fjallar um við­­skipti, tók hins vegar saman upp­­lýs­ingar um það skömmu fyrir ára­­mót og sam­­kvæmt þeirri úttekt greiddu félög skráð í Kaup­höll meira en 80 millj­­arða króna út í arð og í end­­ur­­kaup á eigin bréfum á síð­­asta ári. Það er aukn­ing upp á tæp­­lega 50 millj­­arða króna milli ára.

Í sömu úttekt kom einnig fram að senn­i­­legt sé að arð­greiðslur og end­­ur­­kaup auk­ist gríð­­ar­­lega á árinu 2022 og verði á bil­inu 150 til 200 millj­­arðar króna. 

Það þýðir að á tveimur árum hefur félög­unum sem skráð eru í markað ekki dottið neitt betra í hug að gera við pen­ing­ana sína en að skila þeim til hlut­hafa. Engin vaxta­tæki­færi sem vert er að nýta, fjár­fest­ingar til að ráð­ast í fyrir þetta fé, ekk­ert verð á vörum eða þjón­ustu sem vert er að lækk­a. 

Bara græða á Covid og eigna­sölu og skila seðl­unum til hlut­hafa.

Hlut­verk stjórn­valda

En hvernig á þá að takast á við þessa stöðu? Þá stað­reynd að við­kvæm­ustu hóp­arn­ir, þeir sem eru með lág laun, eru á leigu­mark­aði eða þurftu að spenna sig mjög til að kom­ast inn á fok­dýran hús­næð­is­markað (að­al­lega ungt fólk), fóru verst efna­hags­lega út úr far­aldr­inum en þeir sem áttu fjár­magn og eignir fyrir mok­græddu á þessu ástand­i? 

Auglýsing
Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri benti á það á blaða­manna­fund­inum í gær að pen­inga­stefnan væri sam­vinnu­verk­efni bank­ans, stjórn­valda og vinnu­mark­að­ar. Það væri ekki hlut­verk bank­ans að huga að tekju­skipt­ingu. Það er reyndar heldur ekki hlut­verk hans að huga að eigna­skipt­ingu eða ójöfn­uði. „Núna er rík­is­sjóður þá með pen­inga, ef það þarf að bregð­ast við, til að hjálpa ákveðnum hópnum sem fara illa út úr þeirri þróun sem er að eiga sér stað,“ sagði Ásgeir.

Um þetta ætti póli­tíska umræðan að snú­ast. Hvernig eigi að bregð­ast við.

Það sem þarf að gera

Ein aug­ljós leið er að skatt­leggja ávinn­ing­inn af kreppu­að­gerð­unum og nota ávinn­ing­inn til að „hjálpa ákveðnum hópum sem fara illa út úr þeirri þróun sem er að eiga sér stað“.

Hér þarf ekk­ert verið að finna upp hjól­ið. Í Bret­landi er Verka­manna­flokk­ur­inn til að mynda að kalla eftir svoköll­uðum hval­reka­skatti (e. wind­fall tax) á orku- og olíu­fyr­ir­tæki sem hafa hagn­ast gríð­ar­lega á hækkun á vörum sínum sem rekja má til afleið­inga far­ald­urs­ins. Spánn hefur þegar ákveðið að leggja slíkan skatt á orku­fyr­ir­tæki. 

­Rík­is­stjórn Tony Blair lagði á slíkan skatt seint á tíunda ára­tug síð­ust ald­ar. Hann lagð­ist þá á fyr­ir­tæki sem rík­is­stjórnir Íhalds­flokks­ins höfðu einka­vætt frá árinu 1979 á grund­velli þess að þau hefðu verið seld á und­ir­verði. Þar var um að ræða orku­fyr­ir­tæki, veitu­fyr­ir­tæki, fjar­skipta­fyr­ir­tæki og rekstr­ar­að­ila flug­valla. Íhalds­flokk­ur­inn lagði sam­bæri­legan skatt á banka árið 1981 á grund­velli þess að þeir hefðu hagn­ast óhóf­lega á háum stýri­vöxt­um. Sama rík­is­stjórn setti síðar sér­stakan skatt á olíu­fyr­ir­tæki og slík sem starfa í Norð­ur­sjó greiða raunar öll mun hærri skatta en önnur fyr­ir­tæki í Bret­land­i. 

Hug­myndin á bak við þessar leiðir er að skatt­leggja hagnað fyr­ir­tækja sem varð að uppi­stöðu ekki til vegna hug­vits, metn­aðar eða útsjón­ar­semi, heldur vegna heppni eða afleið­inga af aðgerðum stjórn­valda.  

Á Íslandi er skýrasta dæmið um fyr­ir­tæki sem hægt væri að leggja slíkan skatt á bankar, sem fengu aukið svig­rúm vegna þess að spár gerðu ráð fyrir að þeir myndu tapa pen­ingum fram á árið 2022 hið minnsta, en högn­uð­ust í stað­inn um vel yfir 100 millj­arða króna á tveimur árum. Annað dæmi er sjáv­ar­út­veg­ur, sem borg­ar  eig­endum sínum meira í arð en hann greiðir í sam­eig­in­lega sjóði fyrir að nýta sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Svo væri auð­vitað hægt væri að skatt­leggja arð­greiðslur og end­ur­kaup á hluta­bréfum sér­stak­lega.

Afrakstur þeirrar skatt­lagn­ingar gætu stjórn­völd notað til að sinna sínu hlut­verki í gang­verk­inu. Að mæta ójafnri tekju­skipt­ingu og ójafnri eigna­skipt­ingu.

Þannig gætu þau tek­ist á við afleið­ingar ákvarð­ana sinna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari