Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sprenging í nýtingu á séreignarsparnaði til að borga niður húsnæðislán skattfrjálst

Alls hafa Íslendingar ráðstafað 110 milljörðum króna af séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán frá 2014. Þessi ráðstöfun hefur fært þeim sem geta og kjósa að nýta sér hana tæplega 27 milljarða króna í skattafslátt. Þeir sem tóku út séreignarsparnað til að eiga meira ráðstöfunarfé í heimsfaraldri hafa hins vegar borgað milljarða króna í skatt.

Þeim sem hafa nýtt sér skatt­frjálsa ráð­stöfun sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lánið sitt fjölg­aði mikið mikið á árinu 2021. Í byrjun þess árs höfðu 62.952 ein­stak­ling­ar, um 17 pró­sent allra lands­manna og um 30 pró­sent allra á vinnu­mark­aði, nýtt sér úrræðið frá því að það var fyrst kynnt til sög­unnar um mitt ár 2014. Í nýliðnum jan­úar var sá fjöldi hin vegar kom­inn í 79.747 tals­ins. Þeim hafði því fjölgað um tæp 27 pró­sent á einu ári. Það þýðir að 38 pró­sent allra sem eru á vinnu­mark­aði, eða 21 pró­sent þjóð­ar­innar í heild, hefur nýtt sér hið skatt­frjálsa úrræð­i. 

Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið sem byggja á upp­lýs­ingum frá Skatt­in­um.

Þessi hópur hefur alls ráð­stafað 109,9 millj­örðum krónum af sér­eign­ar­sparn­aði inn á hús­næð­is­lánin sín frá árinu 2014. Í sam­an­tekt­inni sem Kjarn­inn hefur fengið afhenta kemur fram að hóp­ur­inn sem hefur nýtt sér úrræðið hafi alls fengið skatt­afslátt upp á sam­tals 26,8 millj­arða króna fyrir að nýta sér­eign­ar­sparnað sinn á þennan hátt.

Fram­lengt aftur og aftur og aftur

Um er að ræða tvö úrræði. Ann­ars vegar það sem felur í sér að hver sem er geti ráð­stafað sér­eign­ar­sparn­aði sínum skatt­frjálst inn hús­næð­is­lánið sitt og hins vegar það sem kall­ast „Fyrsta fast­eign“.

Fyrra úrræðið var hluti af „Leið­rétt­ing­unni“ svoköll­uðu, en hluti hennar fólst í því að að rík­is­sjóður greiddi 72,2 millj­arða króna inn á verð­tryggð hús­næð­is­lán hóps lands­manna sem hafði verið með slík lán á árunum 2008 og 2009. Sam­tals voru greiddir 72,2 millj­arðar króna inn á lánin og greiðsl­urnar fóru að mestu til tekju­hærri og eign­­­ar­­­meiri hópa sam­­­fé­lags­ins.

Hin hliðin á „Leið­rétt­ing­unni“ fól síðan í sér að lands­mönnum áttu að vera gert kleift að nota sér­­­eigna­­sparnað sinn skatt­frjálst til að borga niður hús­næð­is­lán sín í þrjú ár, frá miðju ári 2014 og fram til 30. júní 2017. Búið er að fram­lengja þessa nýt­ingu þrí­vegis síð­an: fyrst fram á sum­arið 2019, svo, í tengslum við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna, fram á mitt ár 2021 og loks var hún fram­lengd í tvö ár í við­bót í fyrra. Úrræðið er því í boði út júní 2023 sem stend­ur.

Lang­flestir í almenna úrræð­inu

Alls hafa 62.400 manns nýtt sér almenna úrræðið frá því var hleypt af stokk­unum um mitt ár 2014. Í skýrslu sér­­­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­­­un sem unnin var í aðdrag­anda þess kom fram að með­­­al­­­launa­­­tekjur fjöl­­­skyldna sem spör­uðu í sér­­­­­eign og skuld­uðu í fast­­­eign væri mun hærri en með­­­al­­­launa­­­tekjur þeirra sem spara ekki. „Al­­­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­­­­­eigna­líf­eyr­is­­­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það,“ stóð orð­rétt í skýrsl­unni.

Sam­an­lagt hefur þessi hópur fengið að ráð­stafa 93,4 millj­örðum króna inn á hús­næð­is­lánin sín skatt­frjálst á sjö og hálfu ári. Því er 85 pró­sent þeirrar upp­hæðar sem Íslend­ingar hafa notað af sér­eign­ar­sparn­aði sínum til að borga niður hús­næð­is­lán vegna þessa úrræð­is. 

Hitt úrræðið kall­ast „Fyrsta fast­eign“ og hefur verið á boðstól­unum frá árinu 2017. Sam­­­­­kvæmt úrræð­inu geta þeir nýtt sér­­­­­­­­­eign­­­­­ar­líf­eyr­is­­­­­sparnað til að safna fyrir inn­­­­­­­­­borgun á fyrstu íbúð­­­­­ar­­­­­kaup eða greitt inn á höf­uð­stól hús­næð­is­láns. Alls er heim­ilt að ráð­stafa að hámarki 500 þús­und krónum á ári í mest tíu ár með ofan­­­­­greindum hætti sam­­­­­kvæmt ákveðnum skil­­­­­mál­u­m. 

Sam­tals hafa 17.347 manns nýtt sér „Fyrstu fast­eign­ar“-úr­ræðið og greitt alls 16,5 millj­arða króna inn á hús­næð­is­lán sín, eða notað sem útborgun fyrir fyrstu íbúð, frá því að það tók gildi.

Fram­tíð­ar­tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga hafa skerst um 26,8 millj­arða

Þar sem ofan­greind notkun á sér­eign­ar­sparn­aði er skatt­frjáls þá skerðir hún tekjur rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga. Þau þurfa ekki að takast á við það tekju­tap í dag þar sem skattur af sér­­­eign­­ar­­sparn­aði er vana­­lega borg­aður þegar fólk fer á eft­ir­­laun. Þegar stærsti hluti þess hóps sem nýtir skatt­frjálsa úrræðið kemst á þann aldur verða stjórn­­­mála­­menn nútím­ans lík­­­ast til flestir löngu hættir og aðrir teknir við ábyrgð á rík­­is­fjár­­­mál­un­­um. 

Hluti af fyrsta efnahagsaðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins, sem var kynntur í mars 2020, var að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn gegn því að greiða strax af honum skatt.
Mynd: Bára Huld Beck

Sam­kvæmt svörum sem bár­ust við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er áætluð lækkun tekju­skatts vegna úrræð­anna tveggja 17,1 millj­arður króna fyrir árinu 2014 til 2021 og áætlun lækkun á útsvars­greiðslum til sveit­ar­fé­laga er 9,7 millj­arðar króna. Því nemur skatt­afsláttur þeirra lands­manna sem geta nýtt sér úrræðið sam­tals 26,8 millj­örðum króna.

Í ljósi þess að búið er að fram­lengja gild­is­tíma almenna úrræð­is­ins fram á mitt ár 2023 áætlar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið að tekju­tap ríkis og sveit­ar­fé­laga verið á bil­inu fimm til sex millj­arðar króna til við­bót­ar. 

Þeir sem nota sér­eign til að koma sér í gegnum far­aldur greiða skatt

Þetta eru ekki einu hóp­arnir sem opnað hefur verið fyrir að geti nýtt sér­eign­ar­sparnað sinn áður en þau fara á eft­ir­laun. Í fyrsta efna­hag­s­­pakka rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, sem kynntur var 21. mars 2020, var ein af aðgerð­unum sem kynnt var til leiks sú að lands­­mönnum gert kleift að taka út sér­­­eigna­­sparnað til að takast á við skamm­­tíma­fjár­­hags­­vanda. Þeir sem nýttu sér þetta úrræði þurftu þó að greiða skatt af sparn­að­inum þegar hann var tek­inn út. Því var líka um tekju­­skap­andi aðgerð að ræða fyrir rík­­is­­sjóð.

Þegar aðgerðin var kynnt til leiks kom fram að rík­­­is­­­stjórnin reikn­aði með að teknir yrðu út tíu millj­­­arðar króna af sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­að­in­­um. Um síð­­­ustu ára­­mót höfðu lands­­menn alls tekið út um 37 millj­­­arða króna af sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aði sínum síðan slíkar úttekt­ir, en hægt var að sækja um nýt­ing­una út síð­asta ár. Nýt­ingin hefur því verið næstum fjór­föld umfram áætl­an­ir. 

Því má gera ráð fyrir því að tekjur rík­­­is­­­sjóðs vegna skatt­greiðslna af nýt­ingu sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aðar sem hluta af aðgerða­­­pakka til að takast á við efna­hags­­­legar afleið­ingar kór­ón­u­veiru­far­ald­­­urs verði um 13,4 millj­­­arðar króna. 

Það er tíu millj­­örðum krónum meira en upp­­haf­­lega var áætl­­að.

Ekki hefur verið birt neitt nið­­­ur­brot á þeim hópi sem hefur nýtt sér þetta úrræði en ætla má að þar sé, að minnsta kosti að hluta, um að ræða fólk sem hefur átt í greiðslu­erf­ið­­­leikum vegna efna­hags­­­legra áhrifa COVID-19. Þeir sem fóru úr vel laun­uðum störfum á atvinn­u­­­leys­is­bætur eru lík­­­­­legri til að til­­­heyra þessum hópi en aðr­ir, þar sem tekju­hærri hafa almennt verið lík­­­­­legri til að spara sér­­­­­eign en tekju­lægri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar