Birgir Þór Harðarson

Eignameiri helmingurinn fékk 52 milljarða út úr Leiðréttingunni

Rúmlega þriðji hver framteljandi átti rétt á Leiðréttingu. Sá helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72 prósent alls þess fjár sem greitt var út vegna aðgerðarinnar. Hinn helmingurinn fékk 28 prósent.

Um 35 pró­sent fram­telj­enda áttu rétt á því að fá nið­ur­greiðslu á höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna í Leið­rétt­ing­unni, aðgerð sem rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar réðst í á síð­asta kjör­tíma­bili. Í henni fólst að 72,2 millj­arðar króna voru greiddir úr rík­is­sjóði inn á höf­uð­stól lána hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 eða í formi reiðu­fjár til þeirra sem áttu rétt á leið­rétt­ingu en voru ekki lengur með hús­næð­is­lán til að láta greiða inn á.

Í skýrslu sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið birti í síð­ustu viku, og sýnir í fyrsta sinn dreif­ingu Leið­rétt­ing­ar­innar milli tekju- og eigna­hópa íslensks þjóð­fé­lags, voru birt línu­rit og valdar upp­lýs­ingar um hvernig nið­ur­greiðsl­urnar skipt­ust. Kjarn­inn óskaði eftir því að fá upp­lýs­ingar um allar tölur á bak við línu­ritin og hefur nú fengið þær upp­lýs­ing­ar.

Í þeim kemur til að mynda fram að 20 pró­sent Íslend­inga sem áttu mestar hreinar eignir fengu sam­tals 22,7 millj­arða króna í leið­rétt­ingu, eða tæp­lega þriðj­ung henn­ar. Sá helm­ingur þjóð­ar­innar sem á minnstu hreinu eign­irnar fékk 28,01 pró­sent leið­rétt­ing­ar­inn­ar, eða 20,2 millj­arða króna. Sá helm­ingur sem á mestar eignir fékk 71,99 pró­sent henn­ar, eða 52 millj­arða króna.

Kjarn­inn fjall­aði um þær upp­lýs­ingar sem hægt var að lesa úr skýrsl­unni í frétta­skýr­ingu í síð­ustu viku. Hana má lesa hér. Í þess­ari umfjöllun verður fjallað um þær upp­lýs­ingar sem erfitt eða ómögu­legt var að lesa úr skýrsl­unni en Kjarn­inn hefur nú fengið aðgengi að.

Miðað við skuld­ir, ekki eignir eða tekjur

Leið­rétt­ingin mið­aði ekki við tekju- eða eigna­stöðu fólks heldur skulda­stöðu. Þ.e. það skipti engu máli hvað fólk átti í eignum né hvað það þén­aði á mán­uði þegar kom að því að ákveða hvað það ætti að fá í nið­ur­felldum skuld­um, heldur bara hvað það skuld­aði.

Þeir sem skuld­uðu mest fá mest greitt út úr leið­inni. Þeir eru líka sá hópur sam­fé­lags­ins sem hefur hæstar tekjur og á mestar hreinar eign­ir. Raunar sýna töl­urnar sem Kjarn­inn hefur fengið að því hærri tekjur sem við­kom­andi hef­ur, því meiri líkur eru á því að hann skuldi. Þannig skulda um 83 pró­sent þess fimmt­ungs lands­manna sem þénar minnst ekki íbúða­lán. Hjá þeim fimmt­ungi lands­manna sem þénar mest skuldar tæp­lega 56 pró­sent pró­sent þeirra sem til­heyra honum íbúða­lán. Í ljósi þess að um línu­legt ferli er að ræða – þeir sem þéna minnst eru ólík­leg­astir til þess að skulda íbúða­lán og þeir sem þéna mest lík­leg­astir – er auð­velt að draga þá ályktun að hærri tekjur auki veru­lega lík­urnar á því að ein­stak­lingur sé í færum til að eign­ast hús­næði og fá lán til þess.

35 pró­sent komu til greina

Alls eru hús­næð­is­lána­skuld­arar allra tekju­bila sam­tals 71.542 sam­kvæmt þeim tölum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur látið Kjarn­anum í té. Um er að ræða bæði ein­stak­linga og sam­skatt­aða. Fram­telj­endur á árinu 2014 voru um 272 þús­und sam­kvæmt tölum frá emb­ætti rík­is­skatt­stjóra. Þeir mynd­uðu 204.743 fram­talsein­ing­ar, þegar tekið var til­lit til þeirra sem voru sam­skatt­aðir. Því kom ein­ungis um 35 pró­sent þeirra fram­telj­enda sem greiddu skatta á Íslandi árið 2014 til greina sem beinir þiggj­endur Leið­rétt­ing­ar­inn­ar. 65 pró­sent þjóð­ar­innar sem greiddi skatta féllu ekki undir skil­yrði hennar þar sem þeir áttu ekki hús­næði eða skuld­uðu ekk­ert í því. Til þessa hóps má m.a. telja ungt fólk sem bjó í for­eldra­hús­um, á stúd­enta­görðum eða í öðru leigu­hús­næði. Þau hlaupa á tugum þús­unda. Þá er um 30 þús­und manna hópur sem skuldar ekk­ert í íbúð­ar­hús­næði sínu og fékk því ekk­ert út úr Leið­rétt­ing­unni.

Tekju­hæstir fengu lang­mest

Af þeim sem fengu lækkun á höf­uð­stól íbúða­lána sinna úr rík­is­sjóði fékk tekju­hæsti hóp­ur­inn mest. Þau tíu pró­sent lands­manna sem þén­uðu mest fengu 29,1 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar. Það var einnig fjöl­menn­asti skuld­ara­hóp­ur­inn, en hann telur 15.686 manns. Sam­tals fór því um 21 millj­arður króna til þessa hóps. Sam­tals fór 67,5 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar – 72,2 millj­arða króna – til þeirra 30 pró­sent Íslend­inga sem voru með hæstar tekj­ur. Sá hópur fékk 48,7 millj­arða króna af heild­ar­upp­hæð­inni en hin 70 pró­sentin sem fengu nið­ur­færslu á lánum sínum 23,5 millj­arða króna til að skipta á milli sín.

Hlut­fall lækk­unar á skuldum hvers og eins er afar svipað sam­kvæmt töl­un­um. Þegar þær eru settar fram með þeim hætti sést að hlut­fall íbúða­skulda lækkar í kringum sex pró­sent af með­al­tali hjá öllum tekju­hóp­um.

Eigna­mesti fimmt­ungur fékk 22,7 millj­arða króna

Í skýrsl­unni sem birt var skömmu fyrir helgi kom fram að sú tíund lands­manna sem á mestar eign­ir, alls rúm­lega 20 þús­und fram­telj­end­ur, hafi fengið 13,3 pró­sent leið­rétt­ing­ar­upp­hæð­ar­innar í sinn hlut. Um er að ræða hóp sem átti að með­al­tali 82,6 millj­ónir króna í hreina eign. Þ.e. eign þegar allar skuldir höfðu verið dregnar frá. Sú upp­hæð sem þessi hópur fékk úr rík­is­sjóði var 9,6 millj­arðar króna.

Í skýrsl­unni var hins vegar ekki greint frá því með tölum hvernig heild­ar­upp­hæðin skipt­ist nákvæm­lega milli ann­arra eigna­hópa, heldur var birt línu­rit sem erfitt var að lesa stað­festar tölur út úr. Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er skipt­ing Leið­rétt­ing­ar­innar niður á eigna­hópa opin­beruð.

Þar kemur fram að sá fimmt­ungur lands­manna sem átti mestar eignir hafi fengið 31,5 pró­sent af leið­rétt­ing­unni, eða 22,7 millj­arða króna. Rúm­lega tveir þriðju hlutar hennar (67,31 pró­sent) runnu til þeirra 40 pró­sent lands­manna sem áttu mestar eign­ir, eða sam­tals 48,6 millj­arðar króna. Sá tíu pró­sent hópur þjóð­ar­innar sem átti minnst af hreinum eignum fékk 12,33 pró­sent henn­ar, eða um 8,9 millj­arða króna. Þau sex­tíu pró­sent þjóð­ar­innar sem til­heyra tekju­bil­unum á milli þess neðsta og þeirra þriggja efstu, fengu hins vegar ein­ungis um 20,4 pró­sent af Leið­rétt­ing­unni í sinn hlut, eða um 15,7 millj­arða króna.

Ef litið er á skipt­ing­una milli þess helm­ings sem átti mestar eignir og hins helm­ings­ins sem átti litlar eða engar þá sýna töl­urnar frá ráðu­neyt­inu að 71,99 pró­sent af heild­ar­upp­hæð Leið­rétt­ing­ar­innar fór til eigna­meiri hluta fram­telj­enda en 28,01 pró­sent til eign­ar­minni hluta þeirra. Það þýðir að eigna­meiri hlut­inn fékk 52 millj­arða króna en eigna­minni helm­ing­ur­inn 20,2 millj­arða króna. Þau 20 pró­sent þjóð­ar­innar sem átti mestar eignir fékk því hærri upp­hæð út úr Leið­rétt­ing­unni en sá helm­ingur hennar sem átti minnstu eign­irn­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar