Kalla eftir „hvalrekaskatti“ á orkufyrirtæki

Tveir breskir stjórnmálaflokkar kalla nú eftir sérstökum eingreiðsluskatti á orkufyrirtæki þar í landi sem hafa hagnast mikið á skörpum hækkunum á orkuverði. Skattinn mætti nota til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir tekjulág heimili.

Rachel Reeves, þingmaður breska Verkamannaflokksins og skuggaráðherra fjármála.
Rachel Reeves, þingmaður breska Verkamannaflokksins og skuggaráðherra fjármála.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Bret­lands ætti að leggja svo­kall­aðan „hval­reka­skatt“ á bresk olíu­fyr­ir­tæki, sem skil­uðu met­hagn­aði í fyrra sökum skarpra orku­verðs­hækk­ana í land­inu. Þetta segja tals­menn breska Verka­manna­flokks­ins og Frjáls­lyndra demókrata, en sam­kvæmt þeim væri hægt að fjár­magna stuðn­ings­að­gerðir fyrir heim­ili sem hafa orðið illa úti vegna þess­ara verð­hækk­ana með slíkri skatt­lagn­ingu.

Met­hagn­aður hjá olíu­fyr­ir­tækjum

Sam­kvæmt frétt BBC skil­aði breska orku­fyr­ir­tækið BP 12,8 millj­arða punda hagn­aði í fyrra sam­kvæmt nýrri til­kynn­ingu, en það er mesti hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins í átta ár. Hagn­að­ur­inn var einnig í hæstu hæðum hjá Shell, sem skil­aði nýlega besta árs­fjórð­ungs­upp­gjöri sínu frá árinu 2013.

Hagn­að­ur­inn er til­kom­inn vegna skarpra verð­hækk­ana á olíu og jarð­gasi á heims­vísu, en sú verð­hækkun hefur einnig leitt til mik­illa útgjalda­aukn­ingar á útgjöldum heim­ila lands­ins. Sam­kvæmt við­mæl­endum Guar­dian er búist við að heim­ilin muni þurfa að greiða rúm­lega helm­ingi meira vegna orkunnar sinnar í apríl en þau gera núna, eða tæp­lega tvö þús­und pund á mán­uði. Það jafn­gildir 337 þús­und íslenskum krón­um.

Auglýsing

Skattur vegna hval­reka

Verka­manna­flokk­ur­inn lagði til í byrjun árs að virð­is­auka­skatt­ur­inn á orku­kostn­aði heim­ila yrði afnum­inn, en slíkt myndi lækka hann um 200 pund á mán­uði. Sam­kvæmt flokknum gætu olíu­fyr­ir­tæki lands­ins fjár­magnað hluta af þess­ari aðgerð, þar sem hægt yrði að skatt­leggja hluta af þeim hagn­aði sem þau hafa orðið fyrir vegna þess­ara skarpra verð­hækk­ana.

Í kjöl­far þess að hagn­að­ar­tölur BP og Shell voru birtar hefur þess háttar skatt­ur, sem er kall­aður hval­reka­skattur (e. wind­fall tax), svo fengið auk­inn hljóð­byr á meðal stjórn­ar­and­stöð­unnar í Bret­landi. Rachel Reeves, skugga­ráð­herra fjár­mála í land­inu, kall­aði eftir henni í Twitter færslu sem sjá má hér að neð­an, en þar sagði hún einnig að áform rík­is­stjórn­ar­innar til að bregð­ast við hærri orku­kostn­aði hafi skilið heim­ilin eftir með meiri áhyggjur en áður.

Guar­dian greinir einnig frá því að for­maður Frjáls­lynda demókra­ta­flokks­ins, Ed Davey, sagði að það væri ein­fald­lega ósnna­gjarnt að orku­fyr­ir­tækin högn­uð­ust svona mikikið á ástand­inu á meðan fólk veigraði sér við að kveikja á ofn­unum heima hjá sér.

Fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, Rishi Sunak, hefur hingað til ekki viljað koma á slíkri skatt­lagn­ingu, en í síð­ustu viku sagði hann olíu­fyr­ir­tækin nú þegar greiða mikið í opin­ber gjöld. Sam­kvæmt honum myndi meiri skatt­lagn­ing leiða til þess að fyr­ir­tækin ættu ekki nægan pen­ing til að gera starf­semi sína vist­vænni.

For­stjóri BP, Bern­ard Loo­ney, svar­aði á svip­uðum nótum í vik­unni, en hann sagði við Fin­ancial Times að hval­reka­skattur á olíu­fyr­ir­tæki væri ekki lík­legur til að leysa orku­krís­una, þar sem hún myndi koma í veg fyrir fjár­fest­ingar í grænni orku­fram­leiðslu.

Ekki ný teg­und skatt­lagn­ingar

Sam­kvæmt umfjöllun BBC hefur breska rík­is­stjórnin áður lagt hval­reka­skatt á fyr­ir­tæki. Fræg­asta dæmið um það er frá árinu 1997, þegar rík­is­stjórn Tony Blair skatt­lagði fyr­ir­tæki sem höfðu verið einka­vædd, á grund­velli þess að þau hefðu verið seld á und­ir­verði.

Þar var um að ræða orku­fyr­ir­tæki, veitu­fyr­ir­tæki, fjar­skipta­fyr­ir­tæki og rekstr­ar­að­ila flug­valla. Íhalds­flokk­ur­inn lagði sam­bæri­legan skatt á banka árið 1981 á grund­velli þess að þeir hefðu hagn­ast óhóf­lega á háum stýri­vöxt­um, Sama rík­is­stjórn setti síðar sér­stakan skatt á þar­lend olíu­fyr­ir­tæki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent