Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða og borgar 1,6 milljarð í bónusa

Hluthafa Arion banka fá yfir 58 milljarða króna í arðgreiðslur eða vegna endurkaupa hlutabréfa frá byrjun síðasta árs. Starfsmenn fá vænan bónus og kaupréttir þeirra tryggja þeim tvöföldun á fjárfestingu sinni að óbreyttu.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hagn­að­ist um 28,6 millj­arða króna á síð­asta ári. Alls greiddi bank­inn út arð eða keypti eigin bréf af hlut­höfum fyrir 31,5 millj­arða króna ​á síð­asta ári. Til stendur að greiða 79 pró­sent af hagn­aði árs­ins út sem arð, alls 22,5 millj­arða króna, og kaupa eigin bréf fyrir að minnsta kosti 4,3 millj­arða króna á kom­andi ári. Gangi þessi áform eftir mun Arion banki vera búinn að skila hlut­höfum sínum 58,3 millj­örðum króna frá byrjun síð­asta árs. Bank­inn hefur áform um að greiða um 30 millj­arða króna ofan á það til hlut­hafa í nán­ustu fram­tíð þannig að heildar útgreiðslur nemi allt að 88 millj­örðum króna.

Vaxta­munur Arion banka var 2,8 pró­sent í fyrra, sem er aðeins minna en árið áður þegar hann var 2,9 pró­sent. Kostn­að­ar­hlut­fall var 44,4 pró­sent og lækk­aði úr 48,1 pró­sent í fyrra. 

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Arion banka. 

Arð­semi eigin fjár bank­ans var 14,7 pró­sent á árinu. Með því náð­ist það mark­mið að vera með hærri en vegin arð­semi eigin fjár hjá helstu sam­keppn­is­að­ilum bank­ans (Lands­bank­an­um, Íslands­banka og Kviku), sem þýðir að kaup­auki verður greiddur til starfs­manna. Sá kaup­auki er upp á 1.580 millj­ónir króna en útgreiddur kaup­auki á árinu 2020 var 70 millj­ónir króna. 

„Hærri en það sem gengur og ger­ist“

Í kaupauka­kerf­inu, sem kall­ast einnig bónus­kerfi, felst að allt fast­ráðið starfs­­­­­fólk Arion banka fær allt að tíu pró­­­­­sent af föstum árs­­­­­launum sínum á árinu 2021 í kaupauka.

Þeir stjórn­­­­­endur og það starfs­­­­­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans fá allt að 25 pró­­­­­sent af föstum árs­­­­­launum í kaupauka­greiðslu, en í formi hluta­bréfa í bank­­­­­anum sem verða ekki laus til ráð­­­­­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­­­­­­­­­um. Í til­felli Bene­dikts Gísla­son­ar, banka­stjóra Arion banka, þýðir það kaupauka upp á 17,5 millj­ónir króna en hann var með 69,8 millj­ónir króna í laun og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð á síð­asta ári. 

Auglýsing
Kaupaukakerfið var sam­þykkt á aðal­fundi Arion banka í mars í fyrra. Gildi líf­eyr­is­­sjóð­­ur, næst stærsti hlut­haf­inn í Arion banka, greiddi atkvæði gegn til­­­lögu stjórnar Arion banka um starfs­kjara­­­stefnu bank­ans. Í bókun sem sjóð­­­ur­inn lagði fram sagði að hann teldi að stjórnin hafi ekki „með full­nægj­andi hætti rök­­­stutt þörf­ina og til­­­­­gang þess að nýta heim­ild til að koma á fót árang­­­urstengdu launa­­­kerfi, aukn­ingu kaup­rétta og áskrift­­­ar­rétt­ind­­­um. Laun stjórn­­­enda bank­ans virð­­­ast að mati sjóðs­ins, þegar til­­­lit er tekið til mög­u­­­leika á árang­­­urstengdum greiðsl­um, kaup­réttum og áskrift­­­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Kaup­réttir tvö­fald­ast í virði

Á aðal­fundi Arion banka í fyrra var stjórn bank­ans líka veitt heim­ild til að breyta kaup­rétt­­ar­á­ætlun hans þannig að hámark þess sem hver fast­ráð­inn starfs­­maður má kaupa á ári var hækkað um 150 pró­­sent, í sam­ræmi við breytt ákvæði tekju­skatts­laga. Að mati stjórnar var æski­­legt að hafa heim­ild til að „nýta hið nýja hámark til að kaup­rétt­­ar­á­ætl­­unin nái því mark­miði að sam­þætta hags­muni starfs­­manna við hags­muni bank­ans með mark­tækum hætt­i.“

­Kaup­rétt­­­­ar­á­ætl­­­­un­in, sem nær til allra fast­ráð­inna starfs­­­­manna, var fyrst sam­­­­þykkt á aðal­­­­fundi Arion banka í mars 2020 og mark­mið hennar er sagt vera að „sam­þætta hags­muni starfs­­­­fólks við lang­­­­tíma­hags­muni bank­ans.“

Í febr­­­úar síð­­­ast­liðnum 2021 var svo greint frá því að allir 628 fast­ráðnir starfs­­­­menn Arion banka sem eiga rétt á að gerð kaup­rétt­­­­ar­­­­samn­ing við bank­ann hafi gert slík­­­­­­­an. Í samn­ingnum felst að starfs­­­­menn­irnir áttu að geta keypt hluta­bréf í bank­­­­anum fyrir alls 600 þús­und krónur einu sinni á ári í fimm ár. Sú upp­hæð var svo hækkuð í 1,5 millj­ónir króna í fyrra. Fyrsti nýt­ing­­­­ar­­­­dagur er nú í febr­­­­úar en sá síð­­­­­­­asti í febr­­­­úar 2026. 

Kaup­verð starfs­­­­manna Arion banka á hlutum í bank­­­­anum er vegið með­­­­al­verð í við­­­­skiptum með hluta­bréf félags­­­­ins tíu við­­­­skipta­daga fyrir samn­ings­dag, sem var 3. febr­­­­úar 2021, eða 95,5 krónur hver hlut­­­­ur. Mark­aðs­gengi Arion banka er 98 pró­sent yfir því gengi í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent