„Hagfræðisnilldin fæddist ekki í heilabúum snjallra manna í fundarherbergi í Valhöll“

Þingmenn gerðu vaxtahækkun Seðlabankans að umræðuefni á Alþingi í dag. Sigmar Guðmundsson gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn m.a. fyrir að hafa trommað áfram möntruna um að Ísland væri skyndilega orðið að einhverri vaxtaparadís.

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar var meðal þeirra þing­manna sem ræddu hækkun stýri­vaxta Seðla­bank­ans undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Hóf hann ræðu sína á því að „spóla aðeins aftur í tím­ann, um fimm mán­uði eða svo“.

„Það er seinni partur ágúst­mán­aðar í fyrra í landi tæki­fær­anna. Stjórn­mála­flokkur birtir aug­lýs­ingu úti um allt til að ná til kjós­enda, meðal ann­ars á heima­síðu sinni og sam­fé­lags­miðlum og flettiskilt­um. Aug­lýs­ingin er með stríðsletri: „Lægstu vextir í sög­unn­i“. Hvorki meira né minna, lægstu vextir í sög­unni. Þeir hafa verið ánægðir með sig á aug­lýs­inga­stof­unni þegar þessi texti fædd­ist því að hann er vissu­lega gríp­and­i.“

Telur Sig­mar að um sögu­fölsun sé að ræða að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi eignað sér vaxta­lækk­un­ar­ferl­ið. Hann sagði að hag­fræð­isnilldin hefði ekki fæðst í heila­búum snjallra manna í fund­ar­her­bergi í Val­höll heldur hefði hún átt sér að mestu nátt­úru­legri orsakir í veiru sem varð að heims­far­aldri.

Auglýsing

„Engu að síður var það svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem stundum kennir sig við ábyrgð og efna­hags­mál, tromm­aði áfram mön­tr­una um að Ísland væri skyndi­lega orðið að ein­hverri vaxtaparadís, lægstu vextir í sög­unni. Stýri­vextir voru þá 1 pró­sent og höfum í huga að þetta var fyrir fimm mán­uð­um. Það tók okkur fimm mán­uði að fara úr stýri­vöxtum upp á 1 pró­sent og í 2,7 pró­sent og ekki er óvar­legt að ætla að vext­irnir hækki enn meira. Seðla­bank­inn er sjálf­stæð stofnun og bregst við ástand­inu með þeim tækjum og tólum sem bank­inn á. Orð mín bein­ast ekki að bank­anum heldur að ábyrgð þeirra stjórn­mála­manna sem selja almenn­ingi þá hugsun í aðdrag­anda kosn­inga að vaxta­lög­máli íslensku krón­unnar hafi end­an­lega verið kippt úr sam­bandi.

Af­leið­ingin er að sjálf­sögðu sú að fólk tekur óþarfa áhættu í skuld­setn­ingu og situr uppi með hús­næð­is­lán sem hafa hækkað um tugi þús­unda um hver ein­ustu mán­aða­mót og ekki enn búið að flauta til leiksloka. Við­reisn benti aftur og aftur á þetta í kosn­inga­bar­átt­unni: Við borgum hærri vexti á Íslandi en í nágranna­lönd­un­um. Það þurfti heims­far­aldur þar sem heilu sam­fé­lög­unum var lokað og allt sett í lás um allan heim til að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gæti barið sér á brjóst og aug­lýst af miklum móð: Lægstu vextir í sög­unni. Það ástand varði í fjóra mán­uði. Ísland var land vaxta­tæki­fær­anna í fjóra mán­uð­i,“ sagði hann.

Hinn nýi veru­leiki

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar tók undir orð Sig­mars og sagði að lýs­ing hans væri kjarni máls­ins. „Rík­is­stjórnin gaf óraun­hæfar vænt­ingar um það að almenn­ingur í land­inu væri staddur allt í einu í ein­hverjum nýjum veru­leika. Veru­leika sem væri svip­aður og við þekkjum í nágranna­lönd­un­um. Við værum með öðrum orðum komin inn í lág­vaxtaum­hverfi. Láir ein­hver ungu fólki það sem vildi kaupa sér íbúð þó að það hafi miðað sínar ráða­gerðir við þennan veru­leika. Núna talar hins vegar Seðla­bank­inn um það að það þurfi að hækka vexti og þau hafa hækkað vexti um 2 pró­sentu­stig á mjög skömmum tíma.“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Hann benti á að spár Seðla­bank­ans sem yfir­leitt hefðu verið of var­færnar gerðu ráð fyrir 5,8 pró­sent verð­bólgu.

„Þetta er hinn nýi veru­leiki. Seðla­banka­stjóri sagði vissu­lega í morgun líka að Seðla­bank­inn bæri ekki ábyrgð á mis­skipt­ingu og hefði hana ekki í huga. Það er alveg hár­rétt. En það gera stjórn­völd sann­ar­lega. Stjórn­völd hafa nefni­lega ríku hlut­verki að gegna þegar kemur að bar­átt­unni gegn ójöfn­uði með rétt­látu skatt­kerfi, félags­legu hús­næði, stuðn­ingi við barna­fjöl­skyldur og öfl­ugar almanna­trygg­ing­ar. Þetta skilja rík­is­stjórnir þeirra landa sem við berum okkur saman við, hvort sem við horfum til Þýska­lands, Bret­lands, Spánar eða víð­ar. Þar er núna verið að hefja aðgerðir sem tíma­bundið munu létta undir með þeim sem verst munu verða fyrir þess­ari kór­ónu­veiru­krísu á kom­andi mán­uð­um.

Við í Sam­fylk­ing­unni höfum ásamt fleiri flokkum lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um mót­væg­is­að­gerðir gegn þessu og við hljótum að láta í okkur heyra og krefj­ast þess að rík­is­stjórnin bregð­ist hratt við,“ sagði hann.

„Ef þetta er land tæki­fær­anna er kannski eins gott að fara að pakka nið­ur“

Inga Sæland for­maður Flokks fólks­ins fjall­aði einnig um vaxta­hækk­un­ina í ræðu sinni. „Í landi tæki­fær­anna hækk­uðu stýri­vextir um 0,75 pró­sent. Hvað þýðir það fyrir fólkið í land­inu? Jú, áfall fyrir þá sem nú þegar eru í vanda, sem nú þegar eru að ströggla, sem nú þegar hafa þurft að taka þátt í þessum heims­far­aldri með okk­ur, með öllu því sem til­heyr­ir, hækk­andi vöru­verði – allt fer hækk­andi – og brjál­æð­is­legum hús­næð­is­mark­aði sem eng­inn botnar í.“

Henni finnst hækk­unin allt of mik­il. „Það mætti stíga aðeins var­færn­ara skref. Mér þætti vænt um að vita hvort hinn ágæti seðla­banka­stjóri gæti svarað þessu: Hvað vakir fyrir Seðla­banka sem heldur krón­unni niðri eins og mögu­legt er og kemur með öllum ráðum í veg fyrir að hún fái að styrkj­ast þannig að almenn­ingur og Íslend­ingar geti notið sterk­ari krónu og tek­ist á við síhækk­andi vöru­verð inn­flutn­ings?“

Inga Sæland Mynd: Bára Huld Beck

Inga sagði að 0,75 pró­sent hækkun stýri­vaxta Seðla­bank­ans lýsti ekki því sem hefði verið nefnt í fyrri kosn­inga­bar­áttu „land tæki­færanna“.

„Ef þetta er land tæki­fær­anna er kannski eins gott að fara að pakka niður eins og svo margir hafa gert. Þeir sem hafa kosið með fót­unum og reynt að koma sér eitt­hvað ann­að.“

Spurði hún hvort það væri virki­lega þannig að það ætti að fara að leggja það á skuld­sett heim­ili lands­ins að taka enn eina hol­skefl­una á sig. „Í landi tæki­fær­anna hlýtur það að vera algjört grund­vall­ar­skil­yrði að rík­is­stjórnin bregð­ist við með mót­væg­is­að­gerðum þannig að þeir sem eru með breyti­lega vexti og þeir sem eru að fara að taka skell­inn, þeir sem þurfa að horfa upp á tug­þús­unda hækkun á mán­uði af hús­næð­is­lánum sínum – að þeim verði ekki fleygt út á guð og gadd­inn, eins og var hér eftir efna­hags­hrunið 2008 þegar hátt í 15.000 fjöl­skyldur misstu heim­ili sín.

Ég vona bara, virðu­legi for­seti, að það sé að minnsta kosti ekki það land tæki­fær­anna sem hér var verið að boða fyrir síð­ustu kosn­ing­ar,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent