Kæra gjaldtöku vegna lóðaúthlutunar í Þorlákshöfn

Innviðaráðuneytinu hefur borist kæra vegna gjaldtöku sveitarfélagsins Ölfuss á umsóknum um byggingarlóðir. Úthlutunarferlið sjálft er einnig gagnrýnt fyrir pólitísk hagsmunatengsl og er ráðuneytið hvatt til að taka ferlið til rannsóknar.

Yfir þúsund umsóknir bárust um 34 lóðir í Vesturbergi í Þorlákshöfn í desember. Úthlutunin fór fram milli jóla og nýárs, um þremur vikum seinna en til stóð.
Yfir þúsund umsóknir bárust um 34 lóðir í Vesturbergi í Þorlákshöfn í desember. Úthlutunin fór fram milli jóla og nýárs, um þremur vikum seinna en til stóð.
Auglýsing

Fyr­ir­tæki sem sótti um lóð í Þor­láks­höfn í des­em­ber en fékk ekki úthlutun hefur kært gjald­töku Ölf­uss á umsókn um bygg­ing­ar­lóð­ir. Auk þess gerir kær­andi athuga­semdir við með­ferð umsókn­anna og telur eðli­legt að inn­við­a­ráðu­neytið taki ferlið til skoð­un­ar.

Yfir þús­und umsóknir bár­ust um 34 lóðir í Vest­ur­bergi í Þor­láks­höfn í des­em­ber. Fjöldi umsókn­anna vakti athygli. Vest­ur­berg er nýtt hverfi í Þor­láks­höfn, vestur af gró­inni byggð með teng­ingu við Sel­vogs­braut, eina af stofn­brautum bæj­ar­ins. Um er að ræða fyrsta áfanga nýrrar byggðar þar sem eru þrettán ein­býl­is­hú­s­lóð­ir, 18 rað­hú­s­lóðir og fjórar lóðir fyrir smá­fjöl­býli. Alls er um 103 íbúða­ein­ingar að ræða.

Mis­tök við taln­ingu umsókna

Umsókn­ar­frestur var til 2. des­em­ber og til stóð að úthluta lóð­unum 9. des­em­ber. Alls bár­ust 1.118 umsóknir sam­kvæmt fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs og sagði Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölf­usi, í sam­tali við Hafn­ar­fréttir að hann hafi átti von á miklum áhuga en að fjöld­inn hafi farið fram úr hans vænt­ing­um. Sagði hann jafn­framt að sveit­ar­fé­lagið yrði lík­lega að finna nýjar leiðir til að draga á milli umsækj­enda.

Auglýsing

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um lóða­út­hlut­un­ina og fjölda umsókna segir Sig­mar B. Árna­son, bygg­ing­ar­full­trúi í Ölf­usi að mis­tök urðu mis­tök í taln­ingu fjölda umsókna og reynd­ust þær 1.023 tals­ins. Þar af voru 26 ógildar og því var unnið úr 997 umsókn­um. Af þeim voru 158 ógild­ar, sam­kvæmt reglum um úhlutun lóða í sveit­ar­fé­lag­inu, þar sem umsækj­andi er hand­hafi lóðar sem fram­kvæmdir eru ekki hafnar á.

Und­an­tekn­ing gerð á inn­heimtu bygg­inga­gjalds

Sú und­an­tekn­ing var gerð við úthlutun lóð­anna að inn­heimta eitt bygg­inga­gjald, alls 7.471 kr., óháð fjölda umsókna hjá ein­stak­lingi eða fyr­ir­tæki. Alls bár­ust umsóknir frá 78 ein­stak­lingum og 68 frá fyr­ir­tækj­um. Flestar umsóknir frá ein­stak­lingi voru 18 tals­ins og 22 frá fyr­ir­tæki. Ekki var greint frá því sér­stak­lega að þessi leið yrði farin og hefur umsækj­andi sem Kjarn­inn ræddi við bent á með þessu fyr­ir­komu­lagi hafi aukið ójafn­ræði verið til staðar meðal umsækj­enda þar sem boðuð gjald­taka fyrir hverja umsókn hafi getað haldið aftur af fólki varð­andi fjölda umsókna.

Sig­mar segir í svari til Kjarn­ans að ekki hafi þótt verj­an­legt að taka umsýslu­gjöld fyrir hverja umsókn. Því var öllum umsóknum safnað saman frá hverjum ein­stak­lingi og fyr­ir­tækjum og eitt svar­bréf sent. Í stað þess að rukka gjald fyrir þær 997 umsóknir sem teknar voru til umfjöll­unar var bygg­ing­ar­gjald rukkað hjá 78 ein­stak­lingum og 68 fyr­ir­tækj­um, eða sem nemur rúmri milljón króna. Ef gjald hefði verið inn­heimt fyrir hverja umsókn fyrir sig hefði það numið rúmum 7,4 millj­ónum króna.

Kær­andi telur að sveit­ar­fé­lag­inu sé ekki heim­ilt að inn­heimta sér­stakt gjald fyrir hverja umsókn um bygg­ing­ar­leyfi og fer fram á að gjald­taka sveit­ar­fé­lags­ins vegna lóð­aum­sókna verði felld úr gildi og sveit­ar­fé­lag­inu verði gert að end­ur­greiða gjaldið auk kostn­aðar og vaxta. Sig­mar segir að sveit­ar­fé­lagið muni ekki taka afstöðu til kærunnar fyrr en nið­ur­staða ráðu­neyt­is­ins liggi fyr­ir.

Úthlutað milli jóla og nýárs án vit­undar umsækj­enda „Hingað til hefur spila­stokkur dug­að“

Til stóð að til­kynna um lóða­út­hlut­anir 9. des­em­ber. Sig­mar segir í svari til Kjarn­ans að vegna fjölda umsókna hafi farið mik­ill tími í að vinna úr þeim og því hafi úthlut­unin taf­ist og fór hún fram á fundi afgreiðslu­nefndar bygg­inga­full­trúa 27. des­em­ber.

Í reglum um úthlutun lóða í Sveit­ar­fé­lag­inu Ölf­usi kemur fram að „að lok­inni úthlutun skal öllum umsækj­endum svarað skrif­lega.“ Í kærunni kemur hins vegar fram að engin til­kynn­ing hafi borist en upp­lýs­ingar um úthlutun hafi birst í fund­ar­gerð afgreiðslu­nefndar bygg­inga­full­trúa frá 27. des­em­ber. Sig­mar full­yrðir að öllum umsækj­endum hafi verið sent svar­bréf en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans kann­ast fleiri umsækj­endur en sá sem sendi kæruna ekki við að hafa fengið svar­bréf. Sig­mar segir að svar­bréfin hafi verið send á tíma­bil­inu 29. des­em­ber til 10. jan­ú­ar.

Í fund­ar­gerð afgreiðslu­nefndar bygg­ing­ar­full­trúa frá því í lok des­em­ber þegar úthlut­unin fór fram segir að auk bygg­ing­ar­full­trúa hafi starfs­maður á skrif­stofu sveit­ar­fé­lags­ins verið við­stadd­ur. Ekki er til­greint hvernig var staðið að útdrætt­inum en í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs frá 8. des­em­ber var sam­þykkt með bókun að umsókn­unum yrði raðað upp og gefið fast númer í töflu­reikn­inum Excel. „Lóð­unum verði síðan úthlutað skv. slembitölu falli (random num­ber gener­ator - Google leit),“ segir í bók­un­inni sem var sam­þykkt sam­hljóða.

Sig­mar segir í svari sínu til Kjarn­ans að hingað til hafi spila­stokkur dugað við úthlut­anir þar sem ein sort er notuð og umsækj­endur boð­aðir á stað­inn og dregið um lóð­ir. Það hafi hins vegar ekki verið mögu­leiki nú og því hafi verið dregið af handa­hófi úr Excel-skjali í þetta sinn. Full­trúi sýslu­manns var ekki verið við­staddur úthlut­un­ina þar sem ekk­ert í lóða­út­hlut­un­ar­reglum sveit­ar­fé­lags­ins geri ráð fyrir því. „Svo hefur aldrei ver­ið,“ segir Sig­mar.

Með­ferð umsókn­anna „efni í sér­staka rann­sókn“

Í kærunni segir einnig að með­ferð umsókna við lóða­út­hlut­un­ina sé efni í sér­staka rann­sókn og eðli­legt væri að ráðu­neytið tæki málið til skoð­un­ar. Þar er full­yrt að nokkrir aðilar tengdir Sjálf­stæð­is­flokknum í Ölf­usi hafi fengið lóð­ir. Auk þess er það gagn­rýnt að „fyr­ir­ferð­ar­mik­ill verk­taki í Þor­láks­höfn fær bæði úthlutað rað­húsa­lóð fyrir fyr­ir­tæki sitt og ein­býl­is­húsa­lóð per­sónu­lega.“

Úthlut­unin er sögð óhefð­bundin og að hlut­leysis hafi ekki verið gætt við fram­kvæmd­ina. „Það er alla­vega alveg ljóst að fram­kvæmdin á þess­ari lóða­út­hlutun er langt frá því að vera yfir vafa haf­in,“ segir í kærunni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent