Landsbankinn hagnaðist um 29 milljarða og ætlar að greiða 14,4 milljarða í arð

Þóknanatekjur Landsbankans jukust um 25 prósent milli ára og vaxtamunur hans var 2,3 prósent í fyrra. Kostnaðarhlutfall hans var 43,2 prósent á síðasta ári og bankinn náði markmiði sínu um arðsemi eigin fjár, sem var að hún yrði yfir tíu prósent.

Höfuðstöðvar Landsbankans.
Höfuðstöðvar Landsbankans.
Auglýsing

Lands­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, hagn­að­ist um 28,9 millj­arða króna á síð­asta ári. Það er 18,4 millj­örðum krónum meiri hagn­aður en bank­inn skil­aði á árin 2020. Því jókst hagn­að­ur­inn um 175 pró­sent milli ára.

Arð­semi eigin fjár bank­ans, sem er stærsti banki lands­ins, var 10,8 pró­sent sam­an­borið við 4,3 pró­sent á árinu 2020. Það þýðir að Lands­bank­inn var yfir arð­sem­is­mark­miði sínu, sem var tíu pró­sent. Þar skipti mestu að rekstr­ar­tekjur juk­ust úr 38,3 millj­örðum króna í 62,3 millj­arða króna milli ára, eða um 63 pró­sent. 

Vegna þessa árang­urs mun banka­ráð Lands­bank­ans leggja til við aðal­fund að greiddur verði út 14,4 millj­arðar króna í arð vegna árs­ins 2021. Verði þessi til­laga sam­þykkt munu arð­greiðslur bank­ans á árunum 2013-2022 sam­tals nema um 160,6 millj­örðum króna. Banka­ráð er jafn­framt með til skoð­unar að leggja til að greiddur verði út sér­stakur arður á árinu 2022. Ekki er til­greint hversu há sú greiðsla gæti orð­ið.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Lands­bank­ans vegna árs­ins 2021 sem birtur var í dag. 

Eigið fé bank­ans um 283 millj­arðar

Tekju­módel íslenskra banka byggir helst á tvenns konar tekj­um: vaxta­tekjum sem byggja á mun­inum á þeim vöxtum sem bank­arnir borga fyrir að fá pen­inga að láni og þeim vöxtum sem þeir rukka fyrir að lána ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum fjár­muni, og þókn­ana­tekjum fyrir t.d. eigna­stýr­ingu og fyr­ir­tækja­ráð­gjöf.

Auglýsing
Vaxtamunur var 2,3 pró­sent hjá Lands­bank­anum sem skil­aði honum 39 millj­örðum króna í hreinar vaxta­tekj­ur. Það er 63 pró­sent af öllum rekstr­ar­tekjum hans. Um er að ræða svip­aða upp­hæð og bank­inn hafði í vaxta­tekjur á árinu 2020, þegar þær voru 38,1 millj­arður króna. Mark­aðs­hlut­deild á ein­stak­lings­mark­aði, sem er að uppi­stöðu til­komin vegna hús­næð­is­lána, var 39,5 pró­sent í lok síð­asta árs og hefur aldrei verið hærri.

Stóri vöxt­ur­inn í tekjum bank­ans í fyrra var í þókn­ana­tekj­um, sem stundum eru líka kall­aðar þjón­ustu­tekj­ur. Þær fóru úr 7,6 í 9,5 millj­arða króna og juk­ust því um 25 pró­sent milli ára. Þar skipti meðal ann­ars máli að samn­ingum um eigna­stýr­ingu fjölg­aði um fjórð­ung milli ára. 

Kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans, sem mælir hvað kostn­aður er stór hluti af tekj­u­m,  var 43,2 pró­sent og lækk­aði mynd­ar­lega mill ára. Ein­faldasta leiðin til að ná kostn­að­ar­hlut­falli niður er að fækka starfs­fólki. 

Eignir Lands­bank­ans voru um 1.730 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og efna­hags­reikn­ing­ur­inn stækk­aði um ell­efu pró­sent á árinu 2021. Eigið fé bank­ans var 282,6 millj­arðar króna í lok síð­asta árs og eig­in­fjár­hlut­fallið 26,6 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent