„Þetta er mál sem við hefðum kannski þurft að hafa augun meira á“

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var spurður á þingi í dag m.a. hverjar hugmyndir hans væru um virka samkeppni þegar stjórnvöld flyttu þúsundir viðskiptavina til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra og Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar ræddu raf­orku­mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Jóhann Páll benti á að síðan reglu­gerð­ar­á­kvæði um sölu­að­ila raf­orku til þrauta­vara var sett árið 2019 hefðu tug­þús­undir heim­ila og fyr­ir­tækja verið flutt yfir í við­skipti til eins fyr­ir­tækis á sam­keppn­is­mark­aði sjálf­krafa og án þess að hafa neitt um það að segja.

Málið varðar verð­lagn­ingu N1 Raf­magns, sem áður hét Íslensk orku­miðl­un, á raf­magni til þeirra fjöl­mörgu við­skipta­vina sem koma óaf­vit­andi i við­skipti hjá félag­inu á grund­velli þrauta­vara­kerf­is. Kjarn­inn greindi frá því í jan­úar að verð­lagn­ingin hefði verið harð­lega gagn­rýnd af sam­keppn­is­að­ilum félags­ins og jafn­vel kölluð okur en Orku­stofnun rann­sakar nú við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Jóhann Páll benti á í ræðu sinni að neyt­endur hefðu verið látnir greiða allt að 75 pró­sent hærra raf­magns­verð en almennir við­skipta­vinir og rukk­aðir þannig um lang­hæsta raf­magns­verð á Íslandi. Þannig hefði verið okrað á heim­ilum og fyr­ir­tækjum í skjóli reglu­verks sem stjórn­völd bjuggu til.

Vænti hann þess að Guð­laugur Þór hefði fylgst vel með þessu máli. Spurði hann því ráð­herr­ann hvort þetta væri í sam­ræmi við hug­myndir hans um jafn­ræði í atvinnu­líf­inu og virka sam­keppni þegar stjórn­völd flyttu þús­undir við­skipta­vina til eins fyr­ir­tækis á sam­keppn­is­mark­aði og veittu þannig einu fyr­ir­tæki for­gjöf umfram aðra aðila á mark­aði.

Enn fremur hvort Guð­laugur Þór teldi for­svar­an­legt að þetta væri gert án þess að kveðið væri með neinum hætti á um ábyrgð og skyldur fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart neyt­end­um.

Jóhann Páll Jóhannsson Mynd: Bára Huld Beck

Reglu­gerðin örugg­lega ekki „gerð af illum hug“

Guð­laugur Þór sagði að stutta svarið við þess­ari fyr­ir­spurn væri ein­fald­lega það að sú reglu­gerð sem þarna var sett fram hefði örugg­lega ekki verið gerð af illum hug.

„Hins vegar liggur það alveg fyr­ir, út af þeim aðstæðum sem hátt­virtur þing­maður vísar til, að við erum að skoða þessi mál. Það sem við viljum auð­vitað er að heim­ilin í land­inu fái bæði örugga og góða orku á eins hag­stæðum kjörum og mögu­legt er. Það er mark­mið­ið.

Það er hins veg­ar, eins og hátt­virtur þing­maður veit og hann nefnir hér, eitt mál og það eru fleiri mál sem hafa sann­ar­lega verið áber­andi, og ég ræddi alveg sér­stak­lega í hátt­virti atvinnu­vega­nefnd í morg­un, sem eru raf­orku­málin í það heila út af þeirri stöðu sem upp er kom­in. Við erum núna að gera hluti sem við ættum alls ekki að gera og eru að færa okkur aftur á bak í okkar lofts­lags­mark­mið­um, þ.e. að brenna olíu til að skaffa heim­ilum í land­inu raf­orku,“ sagði hann.

Varð­andi N1 málið þá sagði ráð­herr­ann að stjórn­völd hefðu ekki ein­ungis augun á því heldur væru þau sömu­leiðis að skoða sér­stak­lega hver reynslan væri af því fyr­ir­komu­lagi sem væri núna og hvernig hægt væri að laga það sem miður færi.

„Ég bara þakka hátt­virtum þing­manni fyrir að vekja athygli á þessum málum vegna þess að það er mjög mik­il­vægt að við vöndum hér til verka. Það verður mikið að gera, virðu­legi for­seti, í raf­orku­málum núna á næstu mán­uðum og miss­er­um.“

Spurði hvernig ráð­herra ætl­aði að breg­aðst við

Jóhann Páll fór í pontu í annað sinn og benti á að ráð­herra færi með yfir­stjórn­un­ar- og eft­ir­lits­heim­ildir gagn­vart allri stjórn­sýslu orku­mála.

„Mér heyr­ist á hon­um, þótt hann hafi kannski ekki sagt það alveg hreint út af virð­ingu við for­vera sinn í emb­ætti, að hann sé sam­mála mér um að þetta reglu­verk sem var búið til sé með öllu ótækt, sam­ræm­ist ekki sjón­ar­miðum um jafn­ræði í atvinnu­lífi, um virka sam­keppni og um neyt­enda­vernd. Þá hlýtur maður auð­vitað að spyrja hvernig hæst­virtur ráð­herra ætlar að bregð­ast við,“ sagði hann.

Hann spurði enn fremur hvernig ráð­herra sæi fyrir sér að bregð­ast við tveimur úrskurðum sem fallið hefðu þar sem úrskurð­ar­nefnd raf­orku­mála felldi úr gildi ákvörðun Orku­stofn­unar um val á sölu­að­ila raf­orku til þrauta­vara. „Hvernig ætlar ráð­herra að bregð­ast við og hvenær verður það gert?“ spurði hann.

Mark­miðið skýrt: Að íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki hafi aðgang að góðri umhverf­is­vænni orku

Guð­laugur Þór svar­aði og sagði að málið væri stórt. „Þetta er mál sem við hefðum kannski þurft að hafa augun meira á, og þá er ég bara að vísa almennt í þing­ið. Ég hef svo sem ekki gert neinn sam­an­burð á því en mér sýn­ist eins og við séum búin að ræða meira núna þennan mik­il­væga mála­flokk á síð­ustu tveimur vikum en við höfum gert í mjög langan tíma. Ég ætla ekki að full­yrða hversu langur tími það er. Og sem betur fer bíða mín hér í þing­inu sér­stakrar umræður sér­stak­lega um raf­orku­mál­in.

Ég ætla ekki hér á mín­útu að úttala mig um flókin mál að öðru leyti en því að mark­miðið er alveg skýrt. Mark­mið er að sjá til þess að íslensk heim­ili og íslensk fyr­ir­tæki, sér­stak­lega smærri fyr­ir­tæki, hafi aðgang að góðri umhverf­is­vænni orku. Það er það sem við erum að vinna að og hátt­virtur þing­maður vís­aði hér til. Hann vakti athygli á einum þætti en það er af mörgu öðru að taka,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent