„Þetta er mál sem við hefðum kannski þurft að hafa augun meira á“

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var spurður á þingi í dag m.a. hverjar hugmyndir hans væru um virka samkeppni þegar stjórnvöld flyttu þúsundir viðskiptavina til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra og Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar ræddu raf­orku­mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Jóhann Páll benti á að síðan reglu­gerð­ar­á­kvæði um sölu­að­ila raf­orku til þrauta­vara var sett árið 2019 hefðu tug­þús­undir heim­ila og fyr­ir­tækja verið flutt yfir í við­skipti til eins fyr­ir­tækis á sam­keppn­is­mark­aði sjálf­krafa og án þess að hafa neitt um það að segja.

Málið varðar verð­lagn­ingu N1 Raf­magns, sem áður hét Íslensk orku­miðl­un, á raf­magni til þeirra fjöl­mörgu við­skipta­vina sem koma óaf­vit­andi i við­skipti hjá félag­inu á grund­velli þrauta­vara­kerf­is. Kjarn­inn greindi frá því í jan­úar að verð­lagn­ingin hefði verið harð­lega gagn­rýnd af sam­keppn­is­að­ilum félags­ins og jafn­vel kölluð okur en Orku­stofnun rann­sakar nú við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Jóhann Páll benti á í ræðu sinni að neyt­endur hefðu verið látnir greiða allt að 75 pró­sent hærra raf­magns­verð en almennir við­skipta­vinir og rukk­aðir þannig um lang­hæsta raf­magns­verð á Íslandi. Þannig hefði verið okrað á heim­ilum og fyr­ir­tækjum í skjóli reglu­verks sem stjórn­völd bjuggu til.

Vænti hann þess að Guð­laugur Þór hefði fylgst vel með þessu máli. Spurði hann því ráð­herr­ann hvort þetta væri í sam­ræmi við hug­myndir hans um jafn­ræði í atvinnu­líf­inu og virka sam­keppni þegar stjórn­völd flyttu þús­undir við­skipta­vina til eins fyr­ir­tækis á sam­keppn­is­mark­aði og veittu þannig einu fyr­ir­tæki for­gjöf umfram aðra aðila á mark­aði.

Enn fremur hvort Guð­laugur Þór teldi for­svar­an­legt að þetta væri gert án þess að kveðið væri með neinum hætti á um ábyrgð og skyldur fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart neyt­end­um.

Jóhann Páll Jóhannsson Mynd: Bára Huld Beck

Reglu­gerðin örugg­lega ekki „gerð af illum hug“

Guð­laugur Þór sagði að stutta svarið við þess­ari fyr­ir­spurn væri ein­fald­lega það að sú reglu­gerð sem þarna var sett fram hefði örugg­lega ekki verið gerð af illum hug.

„Hins vegar liggur það alveg fyr­ir, út af þeim aðstæðum sem hátt­virtur þing­maður vísar til, að við erum að skoða þessi mál. Það sem við viljum auð­vitað er að heim­ilin í land­inu fái bæði örugga og góða orku á eins hag­stæðum kjörum og mögu­legt er. Það er mark­mið­ið.

Það er hins veg­ar, eins og hátt­virtur þing­maður veit og hann nefnir hér, eitt mál og það eru fleiri mál sem hafa sann­ar­lega verið áber­andi, og ég ræddi alveg sér­stak­lega í hátt­virti atvinnu­vega­nefnd í morg­un, sem eru raf­orku­málin í það heila út af þeirri stöðu sem upp er kom­in. Við erum núna að gera hluti sem við ættum alls ekki að gera og eru að færa okkur aftur á bak í okkar lofts­lags­mark­mið­um, þ.e. að brenna olíu til að skaffa heim­ilum í land­inu raf­orku,“ sagði hann.

Varð­andi N1 málið þá sagði ráð­herr­ann að stjórn­völd hefðu ekki ein­ungis augun á því heldur væru þau sömu­leiðis að skoða sér­stak­lega hver reynslan væri af því fyr­ir­komu­lagi sem væri núna og hvernig hægt væri að laga það sem miður færi.

„Ég bara þakka hátt­virtum þing­manni fyrir að vekja athygli á þessum málum vegna þess að það er mjög mik­il­vægt að við vöndum hér til verka. Það verður mikið að gera, virðu­legi for­seti, í raf­orku­málum núna á næstu mán­uðum og miss­er­um.“

Spurði hvernig ráð­herra ætl­aði að breg­aðst við

Jóhann Páll fór í pontu í annað sinn og benti á að ráð­herra færi með yfir­stjórn­un­ar- og eft­ir­lits­heim­ildir gagn­vart allri stjórn­sýslu orku­mála.

„Mér heyr­ist á hon­um, þótt hann hafi kannski ekki sagt það alveg hreint út af virð­ingu við for­vera sinn í emb­ætti, að hann sé sam­mála mér um að þetta reglu­verk sem var búið til sé með öllu ótækt, sam­ræm­ist ekki sjón­ar­miðum um jafn­ræði í atvinnu­lífi, um virka sam­keppni og um neyt­enda­vernd. Þá hlýtur maður auð­vitað að spyrja hvernig hæst­virtur ráð­herra ætlar að bregð­ast við,“ sagði hann.

Hann spurði enn fremur hvernig ráð­herra sæi fyrir sér að bregð­ast við tveimur úrskurðum sem fallið hefðu þar sem úrskurð­ar­nefnd raf­orku­mála felldi úr gildi ákvörðun Orku­stofn­unar um val á sölu­að­ila raf­orku til þrauta­vara. „Hvernig ætlar ráð­herra að bregð­ast við og hvenær verður það gert?“ spurði hann.

Mark­miðið skýrt: Að íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki hafi aðgang að góðri umhverf­is­vænni orku

Guð­laugur Þór svar­aði og sagði að málið væri stórt. „Þetta er mál sem við hefðum kannski þurft að hafa augun meira á, og þá er ég bara að vísa almennt í þing­ið. Ég hef svo sem ekki gert neinn sam­an­burð á því en mér sýn­ist eins og við séum búin að ræða meira núna þennan mik­il­væga mála­flokk á síð­ustu tveimur vikum en við höfum gert í mjög langan tíma. Ég ætla ekki að full­yrða hversu langur tími það er. Og sem betur fer bíða mín hér í þing­inu sér­stakrar umræður sér­stak­lega um raf­orku­mál­in.

Ég ætla ekki hér á mín­útu að úttala mig um flókin mál að öðru leyti en því að mark­miðið er alveg skýrt. Mark­mið er að sjá til þess að íslensk heim­ili og íslensk fyr­ir­tæki, sér­stak­lega smærri fyr­ir­tæki, hafi aðgang að góðri umhverf­is­vænni orku. Það er það sem við erum að vinna að og hátt­virtur þing­maður vís­aði hér til. Hann vakti athygli á einum þætti en það er af mörgu öðru að taka,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent