Mynd: Anton Brink

Af hverju græða íslensku bankarnir svona mikið af peningum?

Samanlagður hagnaður þeirra þriggja banka sem voru endurreistir eftir bankahrunið frá byrjun og til dagsins í dag er tæplega 706 milljarðar króna. Fyrstu árin var mikið um einskiptishagnað, vegna sölu fyrirtækja eftir endurskipulagningu eða vegna þess að lán sem höfðu verið dæmd verðlaus reyndust verðmætari en lagt var upp með. Á síðustu árum hefur þetta breyst. Undirliggjandi starfsemi stendur undir hagnaðinum. Og hann stefnir í að verða svakalegur í ár.

Í fyrra­sumar birti Seðla­banki Íslands nýja útgáfu af Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti sínu. Um var að ræða fyrsta slíka ritið sem kom út frá þvi að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Í því birt­ist sviðs­mynda­grein­ing á áhrifum far­ald­urs­ins á stöðu kerf­is­lega mik­il­vægu bank­ana þriggja: Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka. 

Í jákvæð­ustu sviðs­mynd­inni var gert ráð fyrir því að áhrifin á hagnað bank­anna yrðu þau að hann yrði í kringum núllið frá miðju ári 2020 og fram á mitt ár 2021. Svo myndi hagn­að­ur­inn fara að aukast, þegar liði á árið 2021. Vert er að taka fram að þarna voru ekki komin fram nein bólu­efni við kór­ónu­veirunni, sem breyttu ekki ein­vörð­ungu hinum heil­brigð­is­lega veru­leika heldur einnig þeim efna­hags­lega.

Í miðsvið­mynd­inni var gert ráð fyrir að bank­arnir myndu skila tap­rekstri í fyrra og í ár, einkum vegna virð­is­rýrn­unar útlána upp á 140 millj­arða króna. Hagn­aður átti svo að fara að mynd­ast á árinu 2022 þegar virð­is­rýrnun hefði færst í eðli­legt horf og hreinar vaxta­tekjur gætu vaxið á ný með batn­andi gæðum lána­safns og auknum útlána­vexti.

Í þriðju, og svörtustu, sviðs­mynd­inni var gert ráð fyrir að bank­arnir þrír yrðu reknir í umtals­verðu tapi fram á mitt ár 2022 og að virði útlána þeirra myndi rýrna um 210 millj­arða króna.

Auglýsing

Þegar þessi spá var sett fram lá fyrir að bank­arnir þrír hefðu tapað sam­tals 7,2 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020, sem var nei­kvæður við­snún­ingur upp á 17,6 millj­arða króna frá árinu áður. Stjórn­völd og Seðla­banki Íslands höfðu gripið til ýmissa aðgerða til að efla við­náms­þrótt bank­anna vegna ástands­ins. Þar má nefna ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að lækka banka­skatt, sem skil­aði rík­is­sjóði á milli sjö til átta millj­örðum krónum minna í tekjur í fyrra, og ákvörðun Seðla­bank­ans um að afnema sveiflu­jöfn­un­ar­auka, sem los­aði veru­lega um það fé sem bank­arnir þurftu að halda á. Þá voru stýri­vextir lækk­aðir úr 4,5 pró­sent niður undir eitt pró­sent á rúmu ári, sem átti að skila sér í betri kjörum fyrir við­skipta­vini bank­anna, jafnt heim­ila sem fyr­ir­tækja. 

Nú, rúmu ári síð­ar, hafa bank­arnir birt upp­gjör sín fyrir árið 2020 og fyrri hluta árs­ins 2021. Og þau sýna allt annan veru­leika en þann sem Seðla­bank­inn spáði.

Stór­auk­inn hagn­aður í heims­far­aldri

Í fyrra reynd­ust bank­arnir fljótir að snúa við erf­iðri stöðu og á end­anum var sam­eig­in­legur hagn­aður þeirra 29,8 millj­arðar króna á árinu öllu. Sá hagn­aður varð til á síð­ari hluta þess árs, þegar sam­an­lagður hagn­aður bank­anna var um 30 millj­arðar króna. Það er meiri hagn­aður á hálfu ári en þeir skil­uðu allt árið 2019, þegar kór­ónu­veiran var ekki komin til sög­unnar á Ísland­i. 

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2021 hagn­að­ist Lands­bank­inn um 14,1 millj­arð króna, Arion banki hagn­að­ist um 13,9 millj­arða króna og Íslands­banki um níu millj­arða króna. Sam­an­lagður hagn­aður þeirra var því um 37 millj­arðar króna. Það er meiri hagn­aður en bank­arnir þrír skil­uðu sam­tals allt árið í fyrra. Það er líka meiri hagn­aður en bank­arnir skil­uðu allt árið 2019. Og 2018. 

Aðgerðir Seðlabanka Íslands í heimsfaraldrinum hafa gert bönkum kleift að stórauka útlánagetu sína, sem hefur aðallega skilað mikilli aukningu í lána til húsnæðiskaupa. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Mynd: Bára Huld Beck

Það þarf að fara aftur til árs­ins 2017 til að finna heilt ár þar sem bank­arnir græddu meira en þeir gerðu á sex mán­uðum í ár, en þá var sam­eig­in­legur hagn­aður þeirra rúm­lega 47 millj­arðar króna. Borð­leggj­andi er að hagn­aður yfir­stand­andi árs mun verða meiri, og að það muni lík­lega ger­ast strax við upp­gjör á þriðja árs­fjórð­ungi. Ef bank­arnir þrír hagn­ast saman jafn mikið á seinni hluta árs og þeir gerðu á fyrri hlut­anum mun hagn­aður árs­ins 2021 verða 74 millj­arðar króna. Hagn­aður bank­anna á fyrstu tólf árunum eftir að þeir voru búnir til var að með­al­tali tæp­lega 55,8 millj­arðar króna á ári, og eru þá talin með öll árin þar sem ein­skipt­is­hagn­að­ur, vegna betri heimta af lánum fyr­ir­tækja eftir banka­hrunið sem búið var að færa mikið niður í virði og sölu eigna sem bank­arnir sátu uppi með vegna þess, spil­uðu stóra rullu í upp­gjöri banka.

Því gæti hagn­að­ur­inn í ár orðið þriðj­ungi meiri en með­al­tals­hagn­aður síð­ustu ára. 

Aðgerðir stjórn­valda skipta miklu

Af hverju er þessi skekkja? Við blasir að hana má rekja til þess að virð­is­rýrnun útlána til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja hefur verið miklu minni í bókum bank­anna en reiknað var með, hvað svo sem síðar verð­ur. 

Stjórnvöld hafa kynnt margvíslega aðgerðarpakka til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Flestar aðgerðirnar hafa aðallega nýst ferðaþjónustufyrirtækjum.
Mynd: Bára Huld Beck

Þar skiptir máli að stjórn­völd hafa dælt pen­ingum inn í geir­ann til að halda honum við í gegnum kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn í þeirri von að hann muni leiða efna­hags­lega end­ur­reisn hag­kerf­is­ins. Í nýlega birtri skýrslu sem Rann­sókn­ar­mið­stöð ferða­mála gerði kom fram að ferða­þjón­ustus­fyr­ir­tæki hafi fengið úthlutað 65 pró­sent af þeim stuðn­ingi sem ætl­aður var rekstr­ar­að­il­um, utan sjálf­krafa frest­unar á skatt­greiðsl­um, úr rík­is­sjóði á árinu 2020. Í sömu skýrslu sagði að heild­ar­um­fang þeirra fjár­muna sem fór í aðgerðir ætl­aðar rekstr­ar­að­ilum hafi verið 35 millj­arðar króna frá mars til des­em­ber 2020, og 22,7 millj­arðar króna af þeim fóru þar af leið­andi til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. 

Heim­ilin hafa fundið vilj­ann til að skuld­setja sig á ný

Þar skiptir líka máli að bank­arnir hafa stór­aukið hús­næð­is­lán sín, með því að bjóða upp á betri kjör. Þar er nær allur vöxtur í útlánum þeirra frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hófst. Það hafa bank­arnir gert án þess að vaxta­munur þeirra – mun­ur­inn á þeim vöxtum sem bank­arnir greiða fólki og fyr­ir­tækjum fyrir inn­lán sem þau geyma hjá þeim og vöxt­unum sem þeir leggja á útlán – hefur hald­ist svip­aður og hann var. 

Auglýsing

Vaxta­munur bank­anna þriggja var á bil­inu 2,4-2,7 pró­sent á fyrri helm­ingi yfir­stand­andi árs, sem er mjög svipað og hann var á árinu 2020, þegar hann var 2,7 pró­sent að með­al­tali. Til sam­an­burðar þá var vaxta­munur nor­ræna banka sem eru svip­aðir að stærð og þeir íslensku 1,68 pró­sent í fyrra. Hjá stórum nor­rænum bönkum er hann undir einu pró­senti, sam­kvæmt því sem fram kemur í árs­riti Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Vaxta­tekjur meg­in­uppi­staðan í tekjum banka

Vaxta­mun­ur­inn myndar hreinar vaxta­tekj­ur. Í dag borgar Lands­bank­inn t.d. 0,05 pró­sent vexti fyrir þá sem geyma pen­ing­ana sína á óbundnum óverð­tryggðum veltu­reikn­ing­um, eins og launa­reikn­ingum þorra þjóð­ar­inn­ar. Ef fólk er til­búið að binda sparn­að­inn sinn í t.d. tvö ár er hægt að fá allt að 1,6 pró­sent ávöxt­un. 

Vilja auka arðsemi eigin fjár og vera dæmdir af henni

Bankar halda á miklu magni af eigin fé. Það magn sem þeir þurfa að halda á, til að geta til dæmis tekist á við áföll og virðisrýrnun lána, var aukið verulega eftir bankahrunið til að koma í veg fyrir að sama staða kæmi upp á ný. Eigið fé viðskiptabankanna þriggja var samanlagt 651,5 milljarðar króna í lok júní síðastliðins.

Sá mælikvarði sem stjórnendur banka nota til að mæla árangur sinn er ekki endilega hversu mikill hagnaður er í krónum talið, heldur hver hlutfallsleg arðsemi þessa eigin fjár er.

Stjórnir viðskiptabanka á Íslandi gera kröfu um að arðsemi eigin fjár sé að minnsta kosti tíu prósent. Sögulega þá náði hún að vera sameiginlega rúmlega ellefu prósent að meðaltali hjá bönkunum þremur á árunum 2009 til 2018, en þar vigtar inn í að einskiptistekjur vegna t.d. sölu eigna voru umtalsverðar á fyrri hluta þess tímabils. Sem dæmi um slíkar tekjur má nefna það þegar Arion banki seldi 18,8 prósent hlut sinn í HB Granda á árinu 2014 þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi það árið 6,8 milljörðum króna. Auk þess var restin af eignarhlut bankans í fyrirtækinu flutt undir verðbréfaeign og virðisbreyting á eignarhlutnum vegna þessa nam 6,5 milljörðum króna. Þessir tveir óreglulegu liðir útskýrðu næstum helminginn af hagnaði Arion banka það árið.

Síðustu ár hefur arðsemi eigin fjár dalað umtalsvert og verið undir markmiðum. Þ.e. þangað til á síðustu ársfjórðungum þegar hún hefur rokið upp á ný. Á öðrum ársfjórðungi 2021, þriggja mánaða tímabili frá byrjun apríl og til loka júní, var arðsemi eigin fjár Arion banka 16,3 prósent. Hjá Íslandsbanka var hún 11,6 prósent og hjá Landsbankanum 10,8 prósent.

Það eru fleiri leiðir til að auka arðsemi eigin fjár en bara að græða meiri peninga með vaxta- eða þóknanatekjum. Ein skilvirkasta leiðin er að minnka einfaldlega eigið féð með því að greiða það eigið fé sem þeir halda á umfram kröfur eftirlitsaðila út til hluthafa. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa það sem yfirlýst markmið að gera það, í gegnum arðgreiðslur og endurkaup á bréfum. Minna eigið fé þýðir að hlutfallsleg arðsemi eiginfjár í annars óbreyttum rekstri eykst.

Önnur leið er að spara í kostnaði. Þar snýst allt um að ná niður hinu svokallaða kostnaðarhlutfalli, sem mælir hvað kostnaðurinn er stórt hlutfall af tekjum. Yfirlýst markmið íslensku bankanna er að ná því hlutfalli niður fyrir 45-50 prósent og þeir eru að ná þeim markmiðum.

Einfaldasta leiðin til að ná þessu er að fækka einfaldlega starfsfólki. Bankarnir eiga líka auðvelt með að réttlæta það í ljósi þess að launakostnaður þeirra var um mitt ár í fyrra um 1,2 prósent af heildareignum bankakerfisins á meðal að meðaltalið hjá öðrum bönkum á Norðurlöndum var 0,4 til 0,5 prósent. Heildarkostnaður íslensku bankanna var á sama tíma um 2,2 prósent af heildareignum en 0,7 til 0,9 prósent að meðaltali á hinum Norðurlöndunum.

Bankarnir hafa því allir verið að fækka starfsfólki jafnt og þétt á undanförnum árum og sú þróun hélt áfram á fyrri hluta árs, þegar þeim sem unnu í viðskiptabönkunum þremur fækkaði um rúmlega 80. Enn starfa þó 2.187 manns hjá bönkunum þremur. Það nemur rúmlega einu prósenti af öllum þeim sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði.

Á sama tíma lánar sami banki út óverð­tryggð hús­næð­is­lán á 3,45 pró­sent breyti­legum vöxt­um. Sam­an­dregið þá borgar bank­inn lægri upp­hæð fyrir að fá pen­inga á láni og rukkar álag fyrir að taka þá pen­inga og end­ur­lána á hærri vöxt­um. Það álag stendur undir rekstr­ar­kostn­aði bank­ans og myndar stærstan hluta hagn­aðar hans, en almennt hafa um 70 pró­sent tekna kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna á Íslandi verið hreinar vaxta­tekj­ur. 

Vert er að taka fram að bankar fjár­magna sig líka með skulda­bréfa­út­gáfu sem fag­fjár­festar kaupa, ekki ein­ungis með inn­lánum almenn­ings, líf­eyr­is­sjóða og fyr­ir­tækja. 

Mikil aukn­ing í þókn­ana­tekjum

Hinn stóri póst­ur­inn í tekju­mód­eli banka eru þókn­ana­tekj­ur, stundum líka kall­aðar þjón­ustu­tekj­ur. Þar er um að ræða þókn­anir fyrir t.d. eigna­stýr­ingu og fyr­ir­tækja­ráð­gjöf. Þessar tekjur hafa vaxið gríð­ar­lega það sem af er ári. Í til­felli Lands­bank­ans hafa þær vaxið um 40 pró­sent það sem af er ári miðað við sama tíma­bil í fyrra. Hjá Arion banka og Íslands­banka juk­ust þær um tæp 19 pró­sent. 

Í ljósi þess að íslensku bank­arnir starfa nán­ast ein­vörð­ungu í íslensku hag­kerfi þá verður að álykta að stór hluti við­skipta­vina þeirra séu stærstu fag­fjár­fest­arnir innan þess, íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga þorra verð­bréfa – hluta­bréfa og skulda­bréfa – sem sýslað er með hér­lendis og þurfa að koma á milli 80 til 90 millj­örðum króna af iðgjöldum sem almenn­ingur greiðir inn í þá árlega umfram útgreiðslur í vinnu fyrir sig. Líf­eyr­is­sjóðir eru því nær örugg­lega að greiða umtals­verðan hluta af áður­nefndum þókn­ana­tekj­u­m. 

Auglýsing

Ástæða þess að þessi tekju­póstur hefur vaxið svona hratt á und­an­förnu ári má líka rekja til þess að pen­ingar hafa orðið ódýr­ari með vaxta­lækk­unum og því að nei­kvæðir raun­vextir á inn­láns­reikn­ingum hafa þrýst sparn­aði fólks frekar í áhættu­sam­ari ávöxtun á borð við hluta­bréfa­kaup. Úrvals­vísi­tala íslensku kaup­hall­ar­inn­ar, sem mælir gengi bréfa þeirra tíu skráðu félaga sem eru með mestan selj­an­leika, hefur enda rúm­lega tvö­fald­ast frá því í fyrra­vor. Virði bréfa í Arion banka hefur á sama tíma næstum þre­fald­ast í verði. Frá því að Íslands­banki var skráður á markað í sumar hefur hluta­bréfa­verð í honum hækkað um 45 pró­sent. 

Hvert fer hagn­að­ur­inn?

Það er eðli­legt að velta fyrir sér hvað kerf­is­lega mik­il­vægu við­skipta­bank­arnir þrír gera við þennan hagn­að. Í til­felli Lands­bank­ans, sem er nán­ast að öllu leyti í rík­i­s­eigu, þá skilar hagn­að­ur­inn sér aftur til rík­is­sjóðs í formi hækk­andi eign­ar­virð­is, arð­greiðslna eða eftir atvikum end­ur­kaupum á hluta­bréf­um. 

Arion banki, eini bank­inn af stóru bönk­unum þremur sem er ekki að neinu leyti í eigu rík­is­ins, hefur þá yfir­lýstu stefnu að greiða sem mest af umfram eigin fé sínu út til hlut­hafa. Á fyrri hluta yfir­stand­andi árs greiddi bank­inn næstum 18 millj­arða króna til hlut­hafa sinna í formi arðs eða end­ur­kaupa á bréfum þeirra. Stefnan er að greiða út yfir 50 millj­arða króna til við­bótar á allra næstu árum með sama hætti. Stór hluti þeirra upp­hæðar mun fara til líf­eyr­is­sjóða, sem eiga nálægt helm­ings­hlut í bank­an­um. En fjöl­margir einka­fjár­festar munu einnig fá háar fjár­hæðir í sinn hlut, til við­bótar við hækk­un­ina sem orðið hefur á virði hluta­bréfa bank­ans. 

Íslands­banki, sem er nú í 65 pró­sent eigu rík­is­ins eftir að 35 pró­sent hlutur var seldur í sum­ar, á útgreið­an­legt umfram eigið fé upp á rúm­lega 30 millj­arða króna. Yfir­lýst mark­mið bank­ans er svo að greiða út 50 pró­sent af hagn­aði hvers árs í formi hefð­bund­inna arð­greiðslna. Þá ætlar hann auk þess að nýta umfram eigið fé bank­ans til frek­ari arð­greiðslna eða kaupa á eigin bréf­um. 

Þær greiðslur fara að óbreyttu að mestu til íslenskra rík­is­ins og íslenskra líf­eyr­is­sjóða, sem eru saman stærstu eig­endur bank­ans fyrir utan hið opin­bera. Í eig­enda­hópnum eru þó einnig nokkrir erlendir fag­fjár­fest­ar, íslenskir einka­fjár­festar og nokkur þús­und ein­stak­lingar sem keyptu í bank­anum fyrir lægri fjár­hæðir í útboð­inu í sum­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar