Sumar skógareldanna

Gróður- og skógareldar eru skýr birtingarmynd loftslagsbreytinga en slíkir eldar hafa brunnið víða í sumar og af mikilli ákefð. Frá því í byrjun júní hafa gróðureldar losað meira magn koldíoxíðs heldur en allt árið í fyrra.

Íbúi grísku eyjarinnar Evia fylgist með eldtungunum í grennd við þorpið Pefki sem liggur við norðurströnd eyjarinnar.
Íbúi grísku eyjarinnar Evia fylgist með eldtungunum í grennd við þorpið Pefki sem liggur við norðurströnd eyjarinnar.
Auglýsing

Langvar­andi hita­bylgjur sem oft fylgja miklir þurrkar eru kjörað­stæður fyrir gróð­ur­elda en með lofts­lags­breyt­ingum og hækk­andi hita skap­ast slíkar aðstæður oftar og þar af leið­andi hafa gróð­ur- og skóg­ar­eldar ekki bara orðið algeng­ari heldur einnig vara þeir lengur og eru orðnir erf­ið­ari við að eiga. Slökkvi­liðs­menn um víða ver­öld hafa þurft að glíma við elda af þessu tagi af miklum móð í sumar en aldrei áður hefur umfang gróð­ur­elda verið jafn mikið í júlí­mán­uði og í ár.

Þessum eldum fylgir líka mikil losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þann fjórða ágúst til­kynnti evr­ópska lofts­lags­rann­sókn­ar­stofn­unin (CAM) að frá júní hefðu 505 megatonn af koldí­oxíði losnað út í and­rúms­loftið vegna gróð­ur­elda, til sam­an­burðar losar mann­kynið um 80-falt meira af koldí­oxíði á ári hverju, um 40 gígatonn. Los­unin frá gróð­ur­eldum á þessu tíma­bili er nú þegar orðin meiri en hún var allt árið í fyrra en þá nam los­unin 450 megatonn­um.

Reykur frá Síberíu á norð­ur­pólnum

Á norð­ur­pólnum sjást nú í fyrsta sinn merki skóg­ar­elda. Reykur frá skógum sem nú brenna í Síberíu hefur teygt sig alla leið á pól­inn. Á síð­ustu árum hafa skóg­ar­eldar logað reglu­lega í Síberíu sem rúss­neskir veð­ur­fræð­ingar og umhverf­is­vernd­ar­sinnar segja að sé vegna lofts­lags­breyt­inga og ónógs fjár­magns til vernd­unar og við­halds skóga.

Auglýsing

Eld­arnir loga í Yakútíu, sem er aust­ar­lega í Rúss­landi, en þar hefur mælst óvenju­hár hiti að und­an­förnu og þurrkar hafa verið mikl­ir. Svæðið er afskekkt sem gerir slökkvi­starf erfitt. Eld­arnir brenna á svæði sem er um 34 þús­und fer­kíló­metrar að stærð, sem er rúm­lega þriðj­ungur af flat­ar­máli Íslands en talið er að um 14 þús­und fer­kíló­metrar af skógi vöxnu landi hafi brunnið það sem af er ári.

Skóg­ar­eldar loga enn í Grikk­landi

Frá þriðja ágúst hafa eldar logað á eyj­unni Evia, næst­stærstu eyju Grikk­lands en hún er skammt norð­austan við höf­uð­borg­ina Aþenu. Norð­ur­hluti eyj­unnar hefur að stórum hluta brunnið en hund­ruð slökkvi­liðs­manna hafa reynt að bjarga því sem hægt er að bjarga. Aðstoð hefur borist frá öðrum löndum en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá yfir­völdum voru í gær hátt í 900 slökkvi­liðs­menn að störf­um, sem komu meðal ann­ars frá Úkra­ínu, Rúm­en­íu, Serbíu, Slóvakíu og Pól­landi. Stjórn­völd hafa ein­beitt sér að því að forða mann­tjóni en þús­undir hafa þurft að yfir­gefa heim­ili sín.

Almennir borgarar hafa tekið þátt í slökkvistarfi á grísku eyjunni Evia. Mynd: EPA

Síð­ustu vik­urnar hafa Grikkir glímt við skóg­ar­elda víðar í land­inu en þar hefur versta hita­bylgja í ára­tugi nýlega gengið yfir, hit­inn náði til að mynda 47 gráðum í norð­ur­hluta lands­ins fyrir viku. Eld­arnir eru ekki ein­ungis bundnir við eyj­una Evia, fyrr í mán­uð­inum þurftu íbúar í norð­ur­hluta Aþenu að forða sér undan eld­um.

Handan Eyja­hafs­ins hafa einnig orðið miklar ham­farir vegna skóg­ar­elda. Í það minnsta átta hafa lát­ist í miklum eldum í suð­ur­hluta Tyrk­lands. Eld­arnir hafa helst brunnið í grennd við strand­bæi sem eru vin­sælir sum­ar­dval­ar­stað­ir.

Þessi flugvél kom frá Spáni til þess að aðstoða við slökkvistarf í suðurhluta Tyrklands. Mynd: EPA.

Suð­ur­hluti Ítalíu fékk sinn skerf af gróð­ur­eldum í seinni hluta júlí. Sikiley og Sar­dinía voru þau svæði sem verst fóru út úr eld­unum. Ítal­íu­deild alþjóð­legu umhverf­is­sam­tak­anna WWF segja 20 þús­und hekt­ara, um 200 fer­kíló­metra, hafa orðið eld­inum að bráð á Sar­din­íu.

Sunnan Mið­jarð­ar­hafs­ins brenna skógar einnig. Frá því á mánu­dag hafa slökkvi­liðs­menn barist við elda sem loga víða í Alsír. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá þar­lendum yfir­völdum hafa að minnsta kosti sjö almennir borg­ara lát­ist í eld­unum og 25 her­menn sem unnið hafa við hjálp­ar­starf.

Skógar hafa logað frá því í vor í Kanada

Í Norð­ur­-Am­er­íku hafa skógar brunnið síðan í vor. Enn eru mán­uðir eftir af skóg­ar­elda­tíma­bil­inu í Kanada en frá því í vor hafa um 5800 fer­kíló­metrar af skógum brunnið í Bresku Kól­umbíu. Þar féllu hita­met þrjá daga í röð í lok júní en hit­inn þar náði 49,6 gráðum þann 29. júní. Á annað hund­rað lést í hita­bylgj­unni.

Slökkvi­liðs­menn í Kali­forníu hafa glímt við einn mesta skóg­ar­eld sem sögur fara af í rík­inu í um mán­uð. Dixie eld­ur­inn svo­kall­aði hefur brunnið á tæp­lega 5000 fer­kíló­metra svæði. Fjög­urra er saknað og þús­undir hafa þurft að yfir­gefa heim­ili sín.

Hinn svokallaði Dixie eldur er sá versti í sögu Kaliforníuríkis. Mynd: EPA

Hætta á víta­hring

Svona mætti lengi telja og upp­taln­ingin hér að ofan er langt frá því að vera tæm­andi yfir þá gróð­ur­elda sem logað hafa á síð­ustu tveimur mán­uð­um. Þessi mikla ákefð gróð­ur­elda er skýr birt­ing­ar­mynd lofts­lags­breyt­inga, en það sem meira er, þeir stuðla líka að lofts­lags­breyt­ingum því í eld­unum losnar gíf­ur­legt magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, líkt og áður kom fram.

Með auknum gróð­ur­eldum eykst nefni­lega losun koldí­oxíðs út í and­rúms­loft­ið. Þá geta gróð­ur­eldar á jafn stóru svæði og þeir sem geng­iði hafa yfir Síber­íu, sam­hliða hækkun hita­stigs á norð­ur­hveli afþýtt freð­mýrar og þar með losað mikið magn bæði koldí­oxíðs og met­ans út í and­rúms­loft­ið. Haldi hit­inn því áfram að hækka gætu freð­mýrar farið að þiðna í meira mæli og þar með skap­ast ákveð­inn víta­hring­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar