Skjálfandi Íslendingar í Úganda

Kornunga Ísland og hið æviforna Úganda eiga sitt hvað sameiginlegt. Blaðakona Kjarnans komst að því að það dugar ekki að flýja til miðbaugs til að losna við skjálfandi jörð undir fótum.

Auglýsing

„Við fundum ekki neitt,“ segir Þór­unn Hregg­viðs­dóttir nágranni minn. „Erum bara hér heima í algjörri slök­un, að elda og hlusta á Viku­lok­in.“

Að kvöldi 13. febr­úar sat ég úti á svölum er allt fór að skjálfa. Glerið í svala­hand­rið­inu titr­aði, fyrst í örstutta stund en svo aftur og af meiri krafti.

Þetta var kunn­ug­leg til­finn­ing. Jarð­skjálft­arnir á Reykja­nesi fyrir um ári síðan höfðu hreyft við ýmsu heima hjá mér. Gamla ljósakrónan í stof­unni hafði margoft sveifl­ast til og sömu­leiðis hafði hin 100 ára vegg­klukka sem ég tók í fóstur frá for­eldrum mínum fyrir mörgum árum tekið upp á því að slá, jafn­vel á nótt­unni. Eitt­hvað sem hún hefur harð­neitað að gera á réttum tíma lengi.

Auglýsing

En ég er ekki heima hjá mér á Íslandi. Ég er í Úganda. Í landi þar sem eitt elsta berg í heimi hefur fund­ist, berg sem er vel yfir 2,5 millj­arða ára gam­alt. „Þetta er eld­gam­alt land,“ segir Þór­unn rétti­lega þegar ég inni hana eftir því hvort að hún hafi orðið ein­hvers vör.

„Kannski ók ein­hver á hús­ið?“ spyr ég, þótt ég telji ólík­legt að þessi titr­ingur geti verið nokkuð annað en það sem ég þekki svo vel frá Íslandi: Jarð­skjálfti.

Þór­unn, sem hefur búið hér í nokkur ár og er öllu vön, telur að titr­ingur frá tón­list úr nágrenn­inu (sem er stundum svo há að jú, hún gæti örugg­lega mælst á skjálfta­mæl­um) sé lík­leg­asta skýr­ing­in. En ég er ekki sann­færð. Fer beint á ved­ur.is eins og sannur Íslend­ing­ur. Eða reyni sem sagt að finna sam­bæri­lega úganska síðu á net­inu. Það ber ekki árang­ur. Fer rúnt á úgönsku fjöl­miðl­un­um. Ekki staf­krókur um jarð­skjálfta.

Getur það ver­ið, hugsa ég með sjálfri mér, að ein­hver hafi ekið á húsið – og þá ef til vill með tón­list­ina í botni?

En svo vakna sam­fé­lags­miðl­ar. Þó ekki fyrr en eftir fyr­ir­spurn frá Þór­unni. Og þá fæ ég grun minn stað­festan: 4,8 stiga jarð­skjálfti varð í um 200 kíló­metra fjar­lægð frá höf­uð­borg­inni Kampala.

„Hann var gríð­ar­lega sterkur hér í Fort Portal,“ skrifar Aubrey Price. „Sá stærsti sem ég hef fundið í 23 ár.“

„Ég er í Nag­uru og rúmið lék á reiði­skjálfi,“ skrifar Jar­etta Baba.

„Við sonur minn hlupum í skjól, skjálft­inn var svo sterk­ur,“ segir Jeff Cash.

Róið til fiskjar á Nílarfljóti. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Það er nefni­lega það. Eld­gamla Úganda var að hrista sig. Og skýr­ingin er ekki langt und­an. Þrátt fyrir að vera einn elsti landmassi á jörðu, þrátt fyrir að hér um slóðir hafi fyrstu menn­irnir komið fram á sjón­ar­svið­ið, eru kraftar nátt­úr­unnar svo sann­ar­lega enn að verki. Að móta og breyta heim­in­um, djúpt innan úr iðrum plánet­unnar okkar stór­feng­legu. Í þetta sinn sem betur fer án þess að valda mann­skaða eða miklu eigna­tjóni.

Um Úganda liggja tvær greinar Sigdals­ins mikla, 8.700 kíló­metra langs mis­gengis sem liggur allt frá Jórdandal í norðri, um allt Rauða­haf og í gegnum Eþíóp­íu, Ken­ía, Tansaníu og Mósam­bík í suðri. Við greinar þessar eru skjálftar ekki óal­gengir og reyndar einnig í dæld­inni sem hið víð­feðma Vikt­or­íu­vatn er í á milli þeirra.

Flestir eru þeirra litl­ir. En við Rwenzori-­fjöll­in, skammt frá landa­mær­unum að Aust­ur-­Kongó, eiga þeir það til að vera öfl­ug­ir.

Auglýsing

Fólkið við Níl­ar­fljót hefur auð­vitað í gegnum aldir og árþús­und orðið vitni að skjálft­um. En heim­ildir um þá hafa hins vegar ekki verið skráðar nema frá blá­lokum nítj­ándu aldar eða um það leyti sem Bretar komu til Úganda og gerðu að sínu.

Sá stærsti sem stað­festar sögur fara af varð í mars árið 1966 í Toro-hér­aði. Hann var 6,6 stig og olli gríð­ar­legri eyði­legg­ingu. Um 150 manns lét­ust og um 1.300 slös­uð­ust. Árið 1994 varð svo annar stór skjálfti, 6,2 stig, í nágrenn­inu.

Land­mót­un­aröfl­in, jarð­skorpu­hreyf­ingar og eldsum­brot geta nefni­lega minnt á sig hvort sem er á hinu korn­unga Íslandi sem mynd­að­ist fyrir um 25 millj­ónum ára eða í hinu ævaforna Úganda.

Nyiragongo-eldfjallið í Austur-Kongó gaus í fyrra.

Sjö eld­fjöll hafa gosið í land­inu á nútíma en ekk­ert þeirra í nokkur þús­und ár. Rwenzori-fjall­garð­ur­inn nær yfir til Aust­ur-­Kongó og þar í landi er mjög mikla eld­virkni að finna. Eld­fjöllin Nyira­gongo og Nyamuragira eru svo virk að segja má að þau séu stöðugt að. Annað þeirra gaus í fyrra.

Aust­ur-Afr­íka er undra­verður staður á jarð­ríki. Mið­baugur gengur um Úganda, sker Vikt­or­íu­vatnið ægifagra í tvennt, en á sama tíma er þar að finna jökla, m.a. í Rwenzori-­fjöll­un­um, sem þó hafa látið veru­lega á sjá síð­ustu ár. Hér er ég alltaf í yfir þús­und metra hæð, þetta er háslétta í hita­belt­inu svo lofts­lagið er ein­stak­lega milt, allan árs hring.

Og gnótt er af auð­lindum í nátt­úr­unni. Jarð­veg­ur­inn er frjó­samur og mögu­lega hentar ekk­ert svæði í víðri ver­öld betur til rækt­un­ar. Flest allt þrífst hér af bestu lyst, hvort sem það eru ávextir og græn­meti, kaffi- og kakó­baunir eða sykur­eyr.

Undir jarð­veg­in­um, í hinu millj­arða ára bergi, finn­ast eft­ir­sóttir málmar á borð við kopar og gull og hið sjald­gæfa kóbalt einnig. Þá má ekki gleyma olí­unni.

Grænmetis- og ávaxtasali. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

En þetta ríka land er engu að síður fátækt í þeim skiln­ingi sem flestir leggja í það orð. Námu­vinnsla er lít­il. Olía fannst í vinn­an­legu magni nýverið en stefnt er að því að flytja hana hráa út. Og land­bún­að­ur­inn sem gæti fætt 200 millj­ónir manna glímir við ýmsar hindr­anir sem finn­ast svo víða í Afr­íku: Lélega inn­viði á flestum sviðum og gam­al­dags aðferðir við ræktun sem gera það svo að verkum að afurð­irnar stand­ast oft ekki þá staðla sem mark­aðir í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum setja.

En það eru jákvæð teikn á lofti. Fjár­fest­ingar í ýmsum geirum hafa auk­ist síð­ustu ár í nágranna­land­inu Kenía og það sama er farið að eiga sér stað í Úganda. En sagan segir okkur að til að tryggja að íbúar þessa gull­fal­lega lands njóti ágóð­ans og að hann fari ekki beint í vasa erlendra stór­fyr­ir­tækja og við­skipta­mó­gúla þarf að halda vel á spil­un­um. Og hvort mað­ur­inn með hatt­inn, Museveni for­seti sem er einn sá þaul­setn­asti í heimi, sé sá sem getur leitt þjóð­ina í átt til þeirrar vel­sældar sem hún á sann­ar­lega inni, er ekki gef­ið.

Fjölmargir selja hverslags varning á götum úti eða á mörkuðum, stórum sem smáum.  Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

„Er þetta jarð­skjálft­i?“ spyr Ósk Sturlu­dótt­ir, sem starfar hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, sam­starfs­menn sína sem hún situr með á fundi í Kampala. Það er 14. febr­úar og nákvæm­lega hálfur sól­ar­hringur lið­inn frá skjálft­anum stóra sem skók sval­irnar mín­ar. Þeir svara ját­andi. Þessi er enn stærri, 4,9 stig. En hann raskar ekki ró þeirra. Jafn­vel ekki þótt hann standi lengur yfir og að Ósk finn­ist gólfið hrein­lega ganga til. Eng­inn rífur upp sím­ann og fer á ved­ur.is þeirra Úganda­manna eða á frétta­miðl­ana.

Því svona er þetta. Einn jarð­skjálfti til eða frá, „minni­háttar hrist­ing­ur“ eins og ein­hverjir Kampala-­búar lýstu honum á sam­fé­lags­miðl­um, þenur ekki taugar fólks­ins við mið­baug. En okkur Íslend­ing­unum hér er tíð­rætt um hann.

„Fannstu skjálft­ann?“ spyr ég Þór­unni nágranna­konu mína um þann seinni. „Nei,“ segir hún og ákveð­inna von­brigða gætir í rödd­inni. „Ég var úti að elt­ast við tenn­is­bolta og fann nátt­úr­lega ekki neitt!“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiSunnudagar