Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki vinna með Rauða krossinum?

Þingmaður Viðreisnar skrifar um ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að framlengja ekki samning við Rauða krossinn um lögfræðiþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Auglýsing

Rauði kross­inn hefur um áraraðir verið með samn­ing við dóms­mála­ráðu­neytið um að sinna mik­il­vægu starfi í þágu þeirra sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi. Rauði kross­inn vildi fram­lengja samn­ing­inn en svar dóms­mála­ráð­herra var nei. Eðli­lega hefur sú frétt valdið undr­un. En stundum eru hlut­irnir ekk­ert flókn­ari en þeir virð­ast. Hvers vegna vill rík­is­stjórnin ekki samn­ing við Rauða kross­inn um rétt­ar­að­stoð við fólk sem sækir um alþjóð­lega vernd á Íslandi? Hvers vegna tekur dóms­mála­ráð­herra skref sem mun gera þessu fólki erf­ið­ara um vik í nýjum aðstæð­um?

Svarið er jafn ein­falt og það virð­ist

Með þessu skrefi er dóms­mála­ráð­herra ein­fald­lega að vinna eftir hug­mynda­fræði um að þrengja að því fólki sem sækir um alþjóð­lega vernd. Málið varðar fólk sem í mörgum til­vikum hefur lagt á sig langt ferða­lag úr ömur­legum aðstæð­um. Og rétt þessa fólks á aðstoð frá Rauða kross­inum til að átta sig á rétt­ar­stöð­unni í nýju landi og til að þiggja félags­legan stuðn­ing félaga­sam­tak­anna. Það hefur þótt kostur að einmitt Rauði kross­inn gegni þessu hlut­verki, félaga­sam­tök sem flestir þekkja og bera jafn­framt traust til.

Auglýsing

Margir Íslend­ingar hafa reynslu af því að búa ein­hvern hluta lífs­ins í öðru landi. Þekkja hvað það getur tekið á að byrja upp á nýtt í nýju landi, læra nýtt tungu­mál, skilja fram­andi regl­ur, aðlaga börn að breyttum aðstæð­um. Íslend­ingar eiga hins vegar bless­un­ar­lega ekki þá reynslu að takast á við þetta í kjöl­far þess að hafa þurft að flýja sitt heima­land. Það er aftur á móti reynsla margra þeirra sem hingað koma.

Það er tæpur ára­tugur síðan stjórn­völd ákváðu að fólk sem kæmi hingað í leit að alþjóð­legri vernd skyldi fá lög­fræði­að­stoð sér að kostn­að­ar­lausu. Gerður var samn­ingur við Rauða kross­inn árið 2014 með það að mark­miði að tryggja fag­lega og óháða rétt­ar­gæslu og jafn­framt jafn­ræði fólks í þessum spor­um. Síðan þá hefur Rauði kross­inn byggt upp mik­il­væga fag­þekk­ingu á svið­inu. Sam­tökin sinna lög­fræði­að­stoð og veita félags­legan stuðn­ing; gæta hags­muna fólks á meðan það bíður nið­­ur­­stöðu eða bíður flutn­ings úr landi.

Sam­hæfð þjón­usta stuðlar að styttri máls­með­ferð

Frá upp­hafi var áhersla lögð á mik­il­vægi þess að þessi tals­manna­þjón­usta ætti að vera aðgengi­leg. Í því sam­hengi er auð­vitað mik­ill kostur að upp­lýs­ing­ar, rétt­ar­að­stoð og stuðn­ingur sé á einum stað. Annað grund­vall­ar­mark­mið var að stytta máls­með­ferð­ar­tíma og tryggja sem besta nýt­ingu fjár­magns. Mark­miðið um að stytta máls­með­ferð­ar­tíma og nýt­ingu fjár­magns þótti best náð með því að sam­hæfa þjón­ustu og hafa hana alla á einum stað. Þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði um samn­ing­inn við Rauða kross­inn árið 2014 að það væri til til marks um vand­aða vinnu ráðu­neyt­is­ins í mála­flokknum að Rauði kross­inn yrði helsti sam­starfs­að­ili ráðu­neyt­is­ins á þessu sviði. Aðkoma Rauða kross­ins hefði mikla þýð­ingu „ekki aðeins vegna þeirrar þekk­ingar og reynslu sem sam­tökin hafa af mál­efnum tengdum inn­flytj­end­um, heldur einnig vegna þeirra gilda og fag­mennsku sem ein­kenna störf samtak­anna. Hér er um að ræða mikil tíma­mót í þessum mála­flokki“, voru orð ráð­herr­ans. Nú tekur nýr dóms­mála­ráð­herra póli­tíska ákvörðun sem fer algjör­lega gegn þessu mark­miði.

Af hálfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ráð­herrar í gegnum árin talað um kerfið eigi að vera skil­virkt og máls­með­ferð hrað­ari. Það er sann­ar­lega mik­il­vægt mark­mið. Það má hins vegar algjör­lega gefa sér að máls­með­ferðin mun lengj­ast við þessa ákvörðun dóms­mála­ráð­herra. Þegar aftengja á alla fag­þekk­ingu sem er fyrir hendi innan Rauða kross­ins og Útlend­inga­stofnun mun standa frammi fyrir því að finna til­tæka lög­menn fyrir hvert ein­asta við­tal og hvert ein­asta mál. Og það mun sömu­leiðis fram­kalla tafir þegar fólk í nýju landi þarf eitt síns liðs að afla allra upp­lýs­inga án stuðn­ings stjórn­valda.

Mark­miðið um skil­virkara kerfi og hrað­ari máls­með­ferð er því ekki lengur það sem mestu máli skipt­ir. En hvað er það þá?

Póli­tíkin er skýr

Póli­tíkin að baki þess­ari breyt­ingu er skýr. Það á að veikja stöðu þeirra sem sækja um alþjóð­lega vernd með því að draga úr aðgengi að rétt­ar­að­stoð og stuðn­ingi. Með því að hverfa frá því að þjón­usta í þágu ber­skjald­aðs fólks verði á einum stað. Hverjar verða til dæmis aðstæður þeirra sem nú þegar er með mál til með­ferðar þegar Rauði kross­inn hverfur núna frá borði?

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var með þennan mála­flokk allt síð­asta kjör­tíma­bil. Vinstri græn og Fram­sókn virð­ast í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum ekki hafa kallað eftir breyt­ingum á fyr­ir­komu­lagi um rétt­ara­stoð við þessa umsækj­end­ur. Þrátt fyrir að flokk­arnir hafi tekið sér mjög langan tíma í við­ræð­ur, gert miklar breyt­ingar á ráð­herra­emb­ættum og raunar farið í algjöra upp­stokkun á stjórn­ar­ráð­inu, þá virð­ist ekki hafa þótt ástæða til að end­ur­skoða málin í þessum mála­flokki. Að hvorki VG né Fram­sókn hafi samið um mild­ari nálgun í þessum mála­flokki eru tíð­indi út af fyrir sig. Ákvörðun dóms­mála­ráð­herra um að end­ur­nýja ekki samn­ing við Rauða kross­inn í þágu fólks í við­kvæmri stöðu hlýtur þó að kalla á svör ann­arra ráð­herra. Styður Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags­mála­ráð­herra þessa hug­mynda­fræði um rétt­ar­að­stoð við fólk sem hingað leitar eftir alþjóð­legri vernd? Er þetta afstaða sem Ásmundur Einar Daða­son sér­stakur tals­maður barna í rík­is­stjórn­inni tekur und­ir? Er Katrín Jak­obs­dóttir þeirrar skoð­unar að fólk eigi ekki lengur að fá rétt­ar­stoð og stuðn­ing frá Rauða kross­in­um?

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar