Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki vinna með Rauða krossinum?

Þingmaður Viðreisnar skrifar um ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að framlengja ekki samning við Rauða krossinn um lögfræðiþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Auglýsing

Rauði kross­inn hefur um áraraðir verið með samn­ing við dóms­mála­ráðu­neytið um að sinna mik­il­vægu starfi í þágu þeirra sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi. Rauði kross­inn vildi fram­lengja samn­ing­inn en svar dóms­mála­ráð­herra var nei. Eðli­lega hefur sú frétt valdið undr­un. En stundum eru hlut­irnir ekk­ert flókn­ari en þeir virð­ast. Hvers vegna vill rík­is­stjórnin ekki samn­ing við Rauða kross­inn um rétt­ar­að­stoð við fólk sem sækir um alþjóð­lega vernd á Íslandi? Hvers vegna tekur dóms­mála­ráð­herra skref sem mun gera þessu fólki erf­ið­ara um vik í nýjum aðstæð­um?

Svarið er jafn ein­falt og það virð­ist

Með þessu skrefi er dóms­mála­ráð­herra ein­fald­lega að vinna eftir hug­mynda­fræði um að þrengja að því fólki sem sækir um alþjóð­lega vernd. Málið varðar fólk sem í mörgum til­vikum hefur lagt á sig langt ferða­lag úr ömur­legum aðstæð­um. Og rétt þessa fólks á aðstoð frá Rauða kross­inum til að átta sig á rétt­ar­stöð­unni í nýju landi og til að þiggja félags­legan stuðn­ing félaga­sam­tak­anna. Það hefur þótt kostur að einmitt Rauði kross­inn gegni þessu hlut­verki, félaga­sam­tök sem flestir þekkja og bera jafn­framt traust til.

Auglýsing

Margir Íslend­ingar hafa reynslu af því að búa ein­hvern hluta lífs­ins í öðru landi. Þekkja hvað það getur tekið á að byrja upp á nýtt í nýju landi, læra nýtt tungu­mál, skilja fram­andi regl­ur, aðlaga börn að breyttum aðstæð­um. Íslend­ingar eiga hins vegar bless­un­ar­lega ekki þá reynslu að takast á við þetta í kjöl­far þess að hafa þurft að flýja sitt heima­land. Það er aftur á móti reynsla margra þeirra sem hingað koma.

Það er tæpur ára­tugur síðan stjórn­völd ákváðu að fólk sem kæmi hingað í leit að alþjóð­legri vernd skyldi fá lög­fræði­að­stoð sér að kostn­að­ar­lausu. Gerður var samn­ingur við Rauða kross­inn árið 2014 með það að mark­miði að tryggja fag­lega og óháða rétt­ar­gæslu og jafn­framt jafn­ræði fólks í þessum spor­um. Síðan þá hefur Rauði kross­inn byggt upp mik­il­væga fag­þekk­ingu á svið­inu. Sam­tökin sinna lög­fræði­að­stoð og veita félags­legan stuðn­ing; gæta hags­muna fólks á meðan það bíður nið­­ur­­stöðu eða bíður flutn­ings úr landi.

Sam­hæfð þjón­usta stuðlar að styttri máls­með­ferð

Frá upp­hafi var áhersla lögð á mik­il­vægi þess að þessi tals­manna­þjón­usta ætti að vera aðgengi­leg. Í því sam­hengi er auð­vitað mik­ill kostur að upp­lýs­ing­ar, rétt­ar­að­stoð og stuðn­ingur sé á einum stað. Annað grund­vall­ar­mark­mið var að stytta máls­með­ferð­ar­tíma og tryggja sem besta nýt­ingu fjár­magns. Mark­miðið um að stytta máls­með­ferð­ar­tíma og nýt­ingu fjár­magns þótti best náð með því að sam­hæfa þjón­ustu og hafa hana alla á einum stað. Þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði um samn­ing­inn við Rauða kross­inn árið 2014 að það væri til til marks um vand­aða vinnu ráðu­neyt­is­ins í mála­flokknum að Rauði kross­inn yrði helsti sam­starfs­að­ili ráðu­neyt­is­ins á þessu sviði. Aðkoma Rauða kross­ins hefði mikla þýð­ingu „ekki aðeins vegna þeirrar þekk­ingar og reynslu sem sam­tökin hafa af mál­efnum tengdum inn­flytj­end­um, heldur einnig vegna þeirra gilda og fag­mennsku sem ein­kenna störf samtak­anna. Hér er um að ræða mikil tíma­mót í þessum mála­flokki“, voru orð ráð­herr­ans. Nú tekur nýr dóms­mála­ráð­herra póli­tíska ákvörðun sem fer algjör­lega gegn þessu mark­miði.

Af hálfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ráð­herrar í gegnum árin talað um kerfið eigi að vera skil­virkt og máls­með­ferð hrað­ari. Það er sann­ar­lega mik­il­vægt mark­mið. Það má hins vegar algjör­lega gefa sér að máls­með­ferðin mun lengj­ast við þessa ákvörðun dóms­mála­ráð­herra. Þegar aftengja á alla fag­þekk­ingu sem er fyrir hendi innan Rauða kross­ins og Útlend­inga­stofnun mun standa frammi fyrir því að finna til­tæka lög­menn fyrir hvert ein­asta við­tal og hvert ein­asta mál. Og það mun sömu­leiðis fram­kalla tafir þegar fólk í nýju landi þarf eitt síns liðs að afla allra upp­lýs­inga án stuðn­ings stjórn­valda.

Mark­miðið um skil­virkara kerfi og hrað­ari máls­með­ferð er því ekki lengur það sem mestu máli skipt­ir. En hvað er það þá?

Póli­tíkin er skýr

Póli­tíkin að baki þess­ari breyt­ingu er skýr. Það á að veikja stöðu þeirra sem sækja um alþjóð­lega vernd með því að draga úr aðgengi að rétt­ar­að­stoð og stuðn­ingi. Með því að hverfa frá því að þjón­usta í þágu ber­skjald­aðs fólks verði á einum stað. Hverjar verða til dæmis aðstæður þeirra sem nú þegar er með mál til með­ferðar þegar Rauði kross­inn hverfur núna frá borði?

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var með þennan mála­flokk allt síð­asta kjör­tíma­bil. Vinstri græn og Fram­sókn virð­ast í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum ekki hafa kallað eftir breyt­ingum á fyr­ir­komu­lagi um rétt­ara­stoð við þessa umsækj­end­ur. Þrátt fyrir að flokk­arnir hafi tekið sér mjög langan tíma í við­ræð­ur, gert miklar breyt­ingar á ráð­herra­emb­ættum og raunar farið í algjöra upp­stokkun á stjórn­ar­ráð­inu, þá virð­ist ekki hafa þótt ástæða til að end­ur­skoða málin í þessum mála­flokki. Að hvorki VG né Fram­sókn hafi samið um mild­ari nálgun í þessum mála­flokki eru tíð­indi út af fyrir sig. Ákvörðun dóms­mála­ráð­herra um að end­ur­nýja ekki samn­ing við Rauða kross­inn í þágu fólks í við­kvæmri stöðu hlýtur þó að kalla á svör ann­arra ráð­herra. Styður Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags­mála­ráð­herra þessa hug­mynda­fræði um rétt­ar­að­stoð við fólk sem hingað leitar eftir alþjóð­legri vernd? Er þetta afstaða sem Ásmundur Einar Daða­son sér­stakur tals­maður barna í rík­is­stjórn­inni tekur und­ir? Er Katrín Jak­obs­dóttir þeirrar skoð­unar að fólk eigi ekki lengur að fá rétt­ar­stoð og stuðn­ing frá Rauða kross­in­um?

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar