Framtíð orkuþjónustu á Íslandi

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, skrifar um orkumál og spyr af hverju Íslendingar fylgi ekki Evrópu eftir í orkunýtnistefnu?

Auglýsing

Mörg mik­il­væg mál voru rædd í Silfri RÚV hinn 6. febr­úar sl. og umræð­urnar voru mjög upp­lýsandi. Orku­mál lands­ins bar á góma enda hafa þau verið í deigl­unni und­an­farnar vik­ur. Efn­is­tök reyndar nokkuð ýkt á köflum og jafn­vel talað um orku­skort þó stað­reyndin sé sú að Ísland fram­leiðir mestu orku á mann í heim­in­um. Aðal­heiður Ámunda­dóttir ræddi einmitt umræðu­hefð­ina, hversu skautuð hún er, hinar ýmsu „sjóð­heitu kart­öfl­ur“, hversu flókin orku­mál oft eru og því vand­með­farin í fjöl­miðl­um. Auður Önnu Magn­ús­dóttir fram­kvæmda­stjóri Land­verndar ræddi hve miklir fjár­hags­legir hags­munir liggi í orku­geir­an­um, kannski skýrir það hvað heitu kart­öfl­urnar eru margar og heit­ar.

Orku­mál – orku­skipti: nauð­syn­leg umræða

Árið 2015 var áhugi minn á þróun íslenska orku­geirans vakin fyrir alvöru. Mér var bent á brillj­ant kandi­data í nýsköpun orku­geirans og hversu mik­il­vægt væri að hefja und­ir­bún­ing­inn hið fyrsta. Það er mik­il­vægt að fjölga konum í orku­geir­anum (og nýsköp­un) og því reyndi ég ásamt ráð­gjafa mínum (2016-2017) að koma á kopp­inn raf­elds­neyt­is-verk­efni (þró­un) með þátt­töku Sun­fire í Þýska­landi. Ekki féll hug­myndin í frjóan jarð­veg hér.

Auglýsing

Ekki bólaði heldur á fjöl­miðaum­fjöllun um mál­efn­ið. Þegar okkur þótti ein­sýnt að orku­geir­inn myndi ekki hefja umræð­una tókum við til hend­inni:

21.1.2019: Hvert ætlum við með orku lands­ins?

28.6.2020: Vetni fram­tíðar orku­mið­ill

1.6.2020: Hlut­verk vetnis í orku- og lofts­lags­málum

Það sem rekur mig til að skrifa aftur um þessi mál nú er fram­lag full­trúa iðn­að­ar­ins, Sig­urðar Hann­es­son­ar, í Silfr­inu. Eða rétt­ara sagt hvað vant­aði. Það er ekki í takt við tím­ann og lofts­lags­á­standið að nota aðeins, eða a.m.k., sjá aðeins raf­magn eða olíu. Hátækni­væddar lofts­lags­með­vit­aðar þjóðir nýta sem flestar orku­auð­lindir sín­ar, m.a. lífúr­gang, og það verður þannig a.m.k. á umskipta­tím­an­um. Á heima­síðu Sam­taka iðn­að­ar­ins undir mál­efna­hausnum „Orka og umhverfi“ má sjá stefnu sam­tak­anna í mála­flokkn­um. Aðeins eina skýrslu er þarna að finna og fjallar hún um sam­keppn­is­hæfni íslensks raf­iðn­að­ar.

Orku­skipti og hug­ar­fars­breyt­ing

Umræða er góður og nauð­syn­legur und­an­fari breyt­inga. Raf­orkan er gríð­ar­lega mik­il­væg í orku­skipt­un­um, en í umskiptafas­an­um, ekki síst vegna lofts­lags­vand­ans, er mik­il­vægt að breikka svið­ið, gera það fjöl­breytt­ara, nota fleiri orku­miðla, nýta ork­una betur og leggj­ast í til­rauna­starf­semi, ekki síst í iðn­að­inum þar sem byggja þarf upp nýja þekk­ingu. Þekk­ingin auð­veldar svo síð­ari tíma breyt­ing­ar. T.d. kemur þekk­ing á nýt­ingu gass sér vel við með­höndlun vetnis í fram­tíð­inni.

Af hverju fylgja Íslend­ingar Evr­ópu ekki eftir í orku­nýtni­stefnu? Hví ekki að fylgja stöðlum ESB um meiri ein­angrun húsa? Með betri ein­angrun þarf minna upp­hit­un­ar­vatn; minni ásókn í heitt vatn þýðir að jarð­hita­holur end­ast leng­ur, það seinkar þörf á nýjum holum = betri auð­linda­nýt­ing = sjálf­bær þró­un. Einnig væri hægt að nota varma­dælur til að auka nýt­ingu upp­hit­un­ar­vatns o.s.frv.

Best fer á að kort­leggja orku­auð­lindir Íslands, stöðu orka­mála (m.a. þekk­ingu og tækni) og móta orku­stefnu að teknu til­liti til hringrása­fræð­anna. Land­vernd telur að Ísland sé tveimur ára­tugum á eftir mörgum grann­þjóðum okkar í lofts­lags­að­gerðum (sjá hér). Getur verið að það eigi líka við um orku­tækni og orku­skipt­in?

For­dæmi

Á fyrsta tug ald­ar­innar lagði Þýska­land mikla áherslu á lífgas­fram­leiðslu í land­bún­aði og þús­undir bænda settu upp gasver til raf­orku­fram­leiðslu og seldu inn á lands­netið (nið­ur­greiðsla frá rík­inu fylgd­i), seldu varma fyrir fjar­varma­veitu og ýmis­legt fleira. Þýska ríkið und­ir­bjó þetta átak mjög vel, bændur fengu allar upp­lýs­ingar upp í hend­urn­ar, svo sem um arð­bærni og gas­hæfni hinna ýmsu hrá­efna. Hér á landi fellur til mik­ill og marg­vís­legur lífúr­gangur sem ekki er nýttur nægi­lega í dag. Tæknin er komin vel á legg og ætti að vera hægur vandi fyrir t.d. fjar­varma­veitur að fara í sam­starf við hand­hafa lífúr­gangs, og hver veit nema hægt sé að keyra loðnu­bræðslu á met­ani eða met­anóli (Car­bon Recycl­ing). Af hverju ekki að athuga og prófa það?

Mynd 2‑4 Landbúnaðargasver sem gerjar bæði mykju og annan lífrænan úrgang. (Fachagentur Nachwachsende Rohstoffe, sótt á www.fnr.de, 2006[SG1] .

Und­ir­bún­ingur orku­skipta

Rann­sóknir og þróun eru nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur orku­skipt­anna. Ein­hverjar rann­sóknir hafa farið fram. Veit það því ég tók þátt í slík­um, þ.e. nýt­ingu á lífúr­gangi. Þar var m.a. skoðað hversu mikla orku mætti fá úr mykju íslenskra kúa og slát­ur­úr­gangi. Áætlað orku­magn met­ans úr tonni slát­ur­úr­gangs er á við nærri 90 lítra af bens­íni. Því miður er slát­ur­úr­gangur van­nýtt auð­lind á Íslandi og með­höndlun hans yfir­höfuð ekki í ásætt­an­legum far­vegi. Reyndar svo slæmum að dóms­mál vofir yfir þjóð­inni vegna þess hjá eft­ir­lits­dóm­stól EFTA.

Hér að ofan má sjá vel heppn­aða skýr­ing­ar­mynd: Hversu langt kemstu á afurð 1 hekt­ara lands, miðað við mis­mun­andi fram­leiðslu­að­ferðir en alltaf sama bíl. Myndin er úr ranni Aust­ur­ríska land­bún­að­ar- og umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins (Bundesmini­ster­ium für Land- und For­stwirtschaft, Umwelt und Wass­erwirtschaft) , sótt 2008.

Það er líka mik­il­vægt að fræða almenn­ing og gera flókin fræði skilj­an­leg fyrir ákvarð­ana­töku, sem er jú hjá stjórn­end­um, ekki síst stjórn­mála­stétt­inni. Jebbs kom­inn tími til að hefj­ast handa.

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur.

Heim­ild­ir:

[SG1]. Fachagentur Nachwach­sende Rohstoffe e.V. (FN­R),, 2006. Hand­reichung, Biogas­gewin­ung und Nutzung 2004. Institut für Ener­getik und Umwelt gGmbH, Bundes­forschungsan­stalt für Land­wirtschaft, Kurator­ium für Technik und Bauwesen in der Land­wirtschaft. Gülzow, af www.fn­r.de

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar