Framtíð orkuþjónustu á Íslandi

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, skrifar um orkumál og spyr af hverju Íslendingar fylgi ekki Evrópu eftir í orkunýtnistefnu?

Auglýsing

Mörg mik­il­væg mál voru rædd í Silfri RÚV hinn 6. febr­úar sl. og umræð­urnar voru mjög upp­lýsandi. Orku­mál lands­ins bar á góma enda hafa þau verið í deigl­unni und­an­farnar vik­ur. Efn­is­tök reyndar nokkuð ýkt á köflum og jafn­vel talað um orku­skort þó stað­reyndin sé sú að Ísland fram­leiðir mestu orku á mann í heim­in­um. Aðal­heiður Ámunda­dóttir ræddi einmitt umræðu­hefð­ina, hversu skautuð hún er, hinar ýmsu „sjóð­heitu kart­öfl­ur“, hversu flókin orku­mál oft eru og því vand­með­farin í fjöl­miðl­um. Auður Önnu Magn­ús­dóttir fram­kvæmda­stjóri Land­verndar ræddi hve miklir fjár­hags­legir hags­munir liggi í orku­geir­an­um, kannski skýrir það hvað heitu kart­öfl­urnar eru margar og heit­ar.

Orku­mál – orku­skipti: nauð­syn­leg umræða

Árið 2015 var áhugi minn á þróun íslenska orku­geirans vakin fyrir alvöru. Mér var bent á brillj­ant kandi­data í nýsköpun orku­geirans og hversu mik­il­vægt væri að hefja und­ir­bún­ing­inn hið fyrsta. Það er mik­il­vægt að fjölga konum í orku­geir­anum (og nýsköp­un) og því reyndi ég ásamt ráð­gjafa mínum (2016-2017) að koma á kopp­inn raf­elds­neyt­is-verk­efni (þró­un) með þátt­töku Sun­fire í Þýska­landi. Ekki féll hug­myndin í frjóan jarð­veg hér.

Auglýsing

Ekki bólaði heldur á fjöl­miðaum­fjöllun um mál­efn­ið. Þegar okkur þótti ein­sýnt að orku­geir­inn myndi ekki hefja umræð­una tókum við til hend­inni:

21.1.2019: Hvert ætlum við með orku lands­ins?

28.6.2020: Vetni fram­tíðar orku­mið­ill

1.6.2020: Hlut­verk vetnis í orku- og lofts­lags­málum

Það sem rekur mig til að skrifa aftur um þessi mál nú er fram­lag full­trúa iðn­að­ar­ins, Sig­urðar Hann­es­son­ar, í Silfr­inu. Eða rétt­ara sagt hvað vant­aði. Það er ekki í takt við tím­ann og lofts­lags­á­standið að nota aðeins, eða a.m.k., sjá aðeins raf­magn eða olíu. Hátækni­væddar lofts­lags­með­vit­aðar þjóðir nýta sem flestar orku­auð­lindir sín­ar, m.a. lífúr­gang, og það verður þannig a.m.k. á umskipta­tím­an­um. Á heima­síðu Sam­taka iðn­að­ar­ins undir mál­efna­hausnum „Orka og umhverfi“ má sjá stefnu sam­tak­anna í mála­flokkn­um. Aðeins eina skýrslu er þarna að finna og fjallar hún um sam­keppn­is­hæfni íslensks raf­iðn­að­ar.

Orku­skipti og hug­ar­fars­breyt­ing

Umræða er góður og nauð­syn­legur und­an­fari breyt­inga. Raf­orkan er gríð­ar­lega mik­il­væg í orku­skipt­un­um, en í umskiptafas­an­um, ekki síst vegna lofts­lags­vand­ans, er mik­il­vægt að breikka svið­ið, gera það fjöl­breytt­ara, nota fleiri orku­miðla, nýta ork­una betur og leggj­ast í til­rauna­starf­semi, ekki síst í iðn­að­inum þar sem byggja þarf upp nýja þekk­ingu. Þekk­ingin auð­veldar svo síð­ari tíma breyt­ing­ar. T.d. kemur þekk­ing á nýt­ingu gass sér vel við með­höndlun vetnis í fram­tíð­inni.

Af hverju fylgja Íslend­ingar Evr­ópu ekki eftir í orku­nýtni­stefnu? Hví ekki að fylgja stöðlum ESB um meiri ein­angrun húsa? Með betri ein­angrun þarf minna upp­hit­un­ar­vatn; minni ásókn í heitt vatn þýðir að jarð­hita­holur end­ast leng­ur, það seinkar þörf á nýjum holum = betri auð­linda­nýt­ing = sjálf­bær þró­un. Einnig væri hægt að nota varma­dælur til að auka nýt­ingu upp­hit­un­ar­vatns o.s.frv.

Best fer á að kort­leggja orku­auð­lindir Íslands, stöðu orka­mála (m.a. þekk­ingu og tækni) og móta orku­stefnu að teknu til­liti til hringrása­fræð­anna. Land­vernd telur að Ísland sé tveimur ára­tugum á eftir mörgum grann­þjóðum okkar í lofts­lags­að­gerðum (sjá hér). Getur verið að það eigi líka við um orku­tækni og orku­skipt­in?

For­dæmi

Á fyrsta tug ald­ar­innar lagði Þýska­land mikla áherslu á lífgas­fram­leiðslu í land­bún­aði og þús­undir bænda settu upp gasver til raf­orku­fram­leiðslu og seldu inn á lands­netið (nið­ur­greiðsla frá rík­inu fylgd­i), seldu varma fyrir fjar­varma­veitu og ýmis­legt fleira. Þýska ríkið und­ir­bjó þetta átak mjög vel, bændur fengu allar upp­lýs­ingar upp í hend­urn­ar, svo sem um arð­bærni og gas­hæfni hinna ýmsu hrá­efna. Hér á landi fellur til mik­ill og marg­vís­legur lífúr­gangur sem ekki er nýttur nægi­lega í dag. Tæknin er komin vel á legg og ætti að vera hægur vandi fyrir t.d. fjar­varma­veitur að fara í sam­starf við hand­hafa lífúr­gangs, og hver veit nema hægt sé að keyra loðnu­bræðslu á met­ani eða met­anóli (Car­bon Recycl­ing). Af hverju ekki að athuga og prófa það?

Mynd 2‑4 Landbúnaðargasver sem gerjar bæði mykju og annan lífrænan úrgang. (Fachagentur Nachwachsende Rohstoffe, sótt á www.fnr.de, 2006[SG1] .

Und­ir­bún­ingur orku­skipta

Rann­sóknir og þróun eru nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur orku­skipt­anna. Ein­hverjar rann­sóknir hafa farið fram. Veit það því ég tók þátt í slík­um, þ.e. nýt­ingu á lífúr­gangi. Þar var m.a. skoðað hversu mikla orku mætti fá úr mykju íslenskra kúa og slát­ur­úr­gangi. Áætlað orku­magn met­ans úr tonni slát­ur­úr­gangs er á við nærri 90 lítra af bens­íni. Því miður er slát­ur­úr­gangur van­nýtt auð­lind á Íslandi og með­höndlun hans yfir­höfuð ekki í ásætt­an­legum far­vegi. Reyndar svo slæmum að dóms­mál vofir yfir þjóð­inni vegna þess hjá eft­ir­lits­dóm­stól EFTA.

Hér að ofan má sjá vel heppn­aða skýr­ing­ar­mynd: Hversu langt kemstu á afurð 1 hekt­ara lands, miðað við mis­mun­andi fram­leiðslu­að­ferðir en alltaf sama bíl. Myndin er úr ranni Aust­ur­ríska land­bún­að­ar- og umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins (Bundesmini­ster­ium für Land- und For­stwirtschaft, Umwelt und Wass­erwirtschaft) , sótt 2008.

Það er líka mik­il­vægt að fræða almenn­ing og gera flókin fræði skilj­an­leg fyrir ákvarð­ana­töku, sem er jú hjá stjórn­end­um, ekki síst stjórn­mála­stétt­inni. Jebbs kom­inn tími til að hefj­ast handa.

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur.

Heim­ild­ir:

[SG1]. Fachagentur Nachwach­sende Rohstoffe e.V. (FN­R),, 2006. Hand­reichung, Biogas­gewin­ung und Nutzung 2004. Institut für Ener­getik und Umwelt gGmbH, Bundes­forschungsan­stalt für Land­wirtschaft, Kurator­ium für Technik und Bauwesen in der Land­wirtschaft. Gülzow, af www.fn­r.de

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar