Hvert ætlum við með orku landsins?

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, segir að lausnin á nýtingu hreinnar raforku á Íslandi til lengri framtíðar liggi í framleiðslu og nýtingu á vetni.

Auglýsing

Nýleg grein Andra Snæs Magna­sonar var ansi mögnuð og hressandi, enda beitt, vel skrifuð og löngu tíma­bær. Ekki er hreyft við hug­myndum um fram­tíð­ar­orku­miðla Íslend­inga (sem mér eru hug­leikn­ir), en risa­stóra vanda­málið okk­ar, ætli megi ekki kalla það stund­ar­hags­muna­sýki, tekið föstum tök­um. Andri Snær sýndi glögg­lega van­kanta heims­myndar (lé­lega) kontórist­ans, sem hefur mikil áhrifa­völd í krafti mennt­unar sinnar og stöðu í burð­ar­grein íslenska hag­kerf­is­ins. 

­Ís­lensk hrein orka er að stærstum hluta notuð í meng­andi stór­iðju sem ekki er bráð­nauð­syn­leg, vöntun á áli hrjáir ekki heim­inn, ekk­ert alþjóða­ráð bannar fram­leiðslu áls með kolum eða gerir kröfur um hreina fram­leiðslu­tækni. Nei hreint ekki, Kola­brennslu-álfram­leiðsla hefur auk­ist veru­lega á heims­vís­u.

Eitt er á hreinu, stór­iðju­stefna síð­ustu ára­tuga var rán­dýr og okkur ekki til sóma. Það er meiri­háttar kúl að eiga fullt af grænu raf­magni en ansi heimsku­legt að nota það í fullt af óþarfa (eins og gos­dósir sem fara í urð­un) og menga stórt í leið­inni. Er ekki kom­inn tími á glimr­andi grænt orku­hag­kerfi?

Vísar að fram­förum í orku­geir­anum

Rann­sóknir og þróun er mik­il­væg á öllum sviðum ekki síst í orku­geir­an­um. Vind­myllur Lands­virkj­unar og kolefn­is­bind­ing Orku­veit­unnar –Carb fix verk­efnið eru góð dæmi – húrra fyrir þeim.

Auglýsing
Við­skipta­blaðið ræddi nýlega við Hörð Arn­ar­son for­stjóra Lands­virkj­un­ar. Þar kom fram að Nor­egur hygð­ist leggja sæstrengi til ann­arra landa – vænt­an­lega til að styrkja hug­mynd/­fyr­ir­ætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins um sæstreng til Bret­lands. Lands­virkjun sér sæstreng sem góða leið til að koma hreinni orku þjóð­ar­innar í gott verð. En hvernig er það, -er víst að ekki séu aðrar heppi­legar leið­ir? Hvað með orku­miðla í sam­göng­um?

Orku­miðlar fram­tíðar

Sem stendur er aðal áherslan á raf­bíla og hleðslu­stöðvar fyrir þá. Raf­hlöðu­bílar henta að mestu vel sem einka­bílar (óhreyfðir 23 klst. á sól­ar­hring og því nægur tími til hleðslu). Van­kantar raf­-far­ar­tækja eins og langur hleðslu­tími, þungar raf­hlöður og minni drægni eru sér­lega óþægi­leg í lang­ferða­flutn­ing­um, bæði í sam­göngum fólks og vöru­flutn­ing­um. Ger­ald Killman véla­verk­fræð­ingur Toyota telur að vegna þess­ara van­kanta komi efn­ara­fall­inn til með að ná yfir­hönd­inni á mark­aði, - af raf­hlöðu­bíl­um.

Hvað er í deigl­unni?

Japönsk stjórn­völd hafa mikla trú á efn­ar­afl­inum og vetni sem fram­tíð­ar­orku­miðli. Þeir sjá fyrir sér að álit­legur hluti orku­hag­kerf­is­ins verði drif­inn áfram með vetni, og styrkja því m.a. þróun efn­arafals­ins um 300 millj­ónir evra árlega. Notkun vetn­is­rafals hefur þann frá­bæra kost að koldí­oxíð kemur ekki við sögu. Orku­hag­kvæmni raf­bíla er hins vegar meiri. Yfir­leitt fylgja bæði kostir og gallar öllu sem gert er og mik­il­vægt að máta breyt­ingar á vett­vang­i. 

Vetnið

Hvernig hentar vetnis­tækni hér­lend­is? Mjög snemma eða um 1970 hóf dr. Bragi Árna­son pró­fessor í efna­fræði við Háskóla Íslands að skoða mögu­leika á notkun vetn­is, sem fram­leitt væri með umhverf­is­vænni raf­orku, sem aðal­orku­gjafa fyrir Ísland. Hann taldi að landið gæti orðið leið­andi með almennri inn­leið­ingu þess­arar orku fyrir sam­göng­ur, flutn­inga og iðn­að. Fyrir 50 árum var þessi hug­mynd af flestum ekki talin raun­hæf vegna kostn­aðar við vetn­is­fram­leiðslu með raf­grein­ingu vatns. Hún leiddi þó til risa­verk­efn­is, þar sem Háskóli Íslands, rík­is­stjórnin og ýmis stór­fyr­ir­tæki tóku þátt í. Nú er í gangi þróun um alla ver­öld að fram­leiða umhverf­is­vænt vetni með háhitaraf­grein­ingu og hefur þegar tek­ist að lækka kostnað veru­lega. 

Hvað nú?

Nú er ­mik­il­vægt að fylgj­ast vel með þró­un­inni erlend­is, því t.d.­sam­göngu­tækin koma það­an. Á ráð­stefnu IASA (InternationalAssoci­ation of Susta­ina­ble A­vi­ation) sem fram fór í nóv­em­ber sl. voru þátt­tak­endur almennt á því að svokölluð Power to Liquid tækni yrði brátt ráð­andi í flug­inu. Raf­magn kemur við sögu (Power), og „Liquid“,er afurð­in, þ.e. orku­ríkur vökvi (PtLFu­el).

Auglýsing

Með PtL tækn­inni er hægt að fram­leiða kolefn­iselds­neyti, eins­konar jarð­ol­íu­líki (met­an, bens­ín, dísilol­ía, ker­osin o.fl.) sem unnið er úr vatn­i/vetni (vetnið fæst með raf­grein­ingu vatns) og koldí­oxíði. Mik­il­vægt er að koldí­oxíð sem notað er í ferl­inu sé lofts­lags­hlut­laust, semsé til­komið af öðru en bruna jarð­olíu eins og hauggasi, iðn­aði, eða jafn­vel and­rúms­lofti.Burðarþættir PtL ferilsins (birt á ráðstefna IASA „Greener Skies Ahead“).

Þannig má hugsa sér að allri afgangs­raforku verði breytt í vetni og dreift til notk­unar sem elds­neyti á skip, flug­vélar bif­reiðar og bruna á úrgangi, en einnig til umbreyt­ingar á koldí­oxíði frá iðn­verum eða úrgangs­brennslu. Elds­neyt­is­brans­inn í Evr­ópu sér þessa tækni sem „sína fram­tíð“, enda hag­stætt að geta haldið gömlu sprengju­h­ólfs­vél­unum gang­andi áfram. 

Orkan og við

Það blasir við að senni­leg­asta lausnin á nýt­ingu hreinnar raf­orku á Íslandi til lengri fram­tíðar liggur í fram­leiðslu og nýt­ingu á vetni, sem t.d. má geyma og dreifa í fljót­andi formi. 

Þetta er léttasta frum­efnið og hefur fjöl­marga nýt­ing­ar­mögu­leika fram yfir önnur efni, auk þess að leysa flest vanda­mál sem fylgja myndun koldí­oxíðs og ann­ara loft­teg­unda sem skaða lofts­lag jarð­ar.

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar