Opið bréf til dómsmálaráðherra og allra þeirra sem ofbeldismálin varða

Þórdís Filipsdóttir deilir reynslu sinni af réttarkerfinu í opnu bréfi til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Auglýsing

Ágæti dóms­mála­ráð­herra.

Þolendur ofbeldis eru ekki hefnigjarnir ein­stak­ling­ar. Þolendur vilja eiga sína eigin rödd, að á þá sé hlust­að, en í íslensku rétt­ar­kerfi er komið fram við þá sem utan­að­kom­andi aðila í málum sín­um. Þeir eru vitni sem bera um atburði, en ekki þunga­miðja máls­ins þótt að þeir hafi þurft að þola brot­ið. 

Því miður þekki ég þetta vel af eigin raun, en það sem ég vil benda á með þessum skrifum er stærra og miklu brýnna en mitt per­sónu­lega mál; ég vel þó að nota reynslu mína af kerf­inu til útskýr­ing­ar.

Ég kærði barns­föður minn og eig­in­konu hans fyrir ofbeldi gegn mér árið 2016. Eftir að ég lagði fram kæru til lög­reglu missti ég rödd­ina, á mig var ekki hlustað og um leið og sak­sókn­ari tók málið í sínar hendur upp­lifði ég að réttur minn væri hrifs­aður af mér, ég varð utan­gátta. 

Er það græð­andi að brota­þoli hafi ekki aðgang að sak­sókn­ara?

Ég var úti­lokuð af sak­sókn­ara, þar sem sam­kvæmt fram­kvæmd­inni má ég ekki hafa áhrif á hann og sam­skipti við hann skulu engin vera. Mér var brugðið þar sem með kæru minni var ég að kalla á hjálp og hélt að sak­sókn­ari yrði minn tals­mað­ur. Svo varð ekki og fyrir vikið heyrð­ist mín rödd aldrei.

Þol­and­inn er í raun eins og brúða sak­sókn­ara og dóms­valds­ins. Þar sem brúð­unni er gefið nýtt nafn; vitni og leik­sviðið er þrí­leikur milli Ger­and­ans, Sak­sókn­ar­ans og Dóms­valds­ins. Brúðan hangir á snaga í áhorf­enda­stúkunni og fær að horfa líf­laus á leik­rit­ið, en hefur ekk­ert um það að segja.

Auglýsing
Ég „vitn­ið“ með för á háls­in­um, klóruð og marin á lík­am­anum og dóttir mín algjör­lega nið­ur­brotin eftir upp­á­kom­una, enda vitni að henni, er kastað út í horn eins og ónýtri brúðu, sagt að bíða og sjá hvað sak­sókn­ari ætli sér að gera. Ég hitti sak­sókn­ara aldrei á þessu rúmu tveggja ára tíma­bili sem málið vagg­aði í dóms­kerf­inu eins og slit­inn bátur á sjó. Ég skipti engu máli, vilji minn og upp­lifun mín voru algjört auka­at­riði í leik­rit­inu; sam­fé­lagið gegn ger­end­un­um. 

Er það rétt­læti að ger­endur fái svið­ið, en ekki brota­þoli?

Meðan á aðal­með­ferð stóð, fékk barns­faðir minn og eig­in­kona hans heilan dag með dóms­vald­inu, til að sanna sak­leysi sitt og ágæti og mála mig sem geð­veika og sturl­aða mann­eskju. Þau sátu í dóm­sal allan tím­ann og gátu talað sjálf þegar þau vildu og í gegnum lög­menn sína. Ég fékk rúman hálf­tíma í hér­aði og þurfti að fara út úr dóms­salnum þegar ég lauk máli mínu eins og mér kæmi þetta ekk­ert við. Sá stutti tími sem ég kom fyrir dóm­inn var ekki til að tala út frá mínu hjarta, heldur til að svara spurn­ingum sak­sókn­ara og til­raunum lög­fræð­inga hjón­anna til að véfengja verkn­að­inn og geð­heilsu mína. Ég, þol­and­inn og vitn­ið, var sett í þá stöðu að þurfa að verja mig. Fyrir mér var þetta ofbeldi og alls ekki sú heilun og rétt­læti sem ég var að leita eft­ir, hélt að ég fengi og ætti rétt á.  

Er það jafn­vægi að brota­þoli fái engu um það ráðið hvernig málið er rekið eða hvaða gögn eru lögð fyrir dóminn?

Hin ákærðu gátu komið að öllum þeim sönn­un­ar­gögnum sem þau kusu. Eftir sak­fell­ingu barns­föður míns í hér­aði gat hann áfrýj­að. Það sem leiddi til sýknu í Lands­rétti var álits­gerð læknis sem var lögð fram af kröfu barns­föður míns og greidd af hon­um. Lækn­ir­inn véfengdi áverk­ana af myndum frá bráða­mót­tök­unni sem voru mis góðar og gekk jafn­vel svo langt að segja að mögu­legt væri að ég hefði gert mér þetta sjálf. Þessi læknir sem kom að mál­inu um tveimur árum eftir ofbeldið og hitti aldrei á mig eða skoð­aði, fékk meira vægi en álit lækn­is­ins sem tók á móti mér grát­andi á bráða­mót­tök­unni og skoð­aði mig sjálfur rétt eftir atvik­ið.

Ég, þol­and­inn, fékk hins vegar engu að ráða um sönn­un­ar­gögn sem lögð voru fram af hálfu sak­sókn­ara eða hvort mál­inu yrði áfrýj­að. Ég kom þeim upp­lýs­ingum áleiðis til sak­sókn­ara að ég hefði myndir af áverk­unum á lík­ama mínum sem eru dag og tíma­settar og teknar nokkrum mín­útum eftir ofbeld­ið. Ég var sömu­leiðis með vitni sem fengu mynd­irnar sendar með smá­skila­boðum sem einnig voru tíma­sett. Sak­sókn­ari lagði þessi gögn ekki fram þó ég teldi þau grund­vall­ar­gögn í mál­inu og hann gaf mér aldrei skýr­ingu á því hvers vegna hann valdi að gera það ekki. Sak­sókn­ari áfrýj­aði hvorki sýknu­dómi yfir eig­in­kon­unni í hér­aði eða sýknu­dómi yfir barns­föður mínum í Lands­rétti. Ég fékk engu um það ráðið eða skýr­ingar frá sak­sókn­ara af hverju sýknu­dómar sem ég var ósam­mála var ekki áfrýj­að. Eru það mann­rétt­indi að þagga niður í brota­þola með þessum hætti?

Er kerfið að vernda þolendur þegar ger­andi getur haldið áfram ofbeld­inu í fjöl­miðlum og flaggað sinni útgáfu af máli sem flutt er fyrir luktum dyrum dóm­stóla?

Á meðan opin­bera kerfið tók sér sinn tíma að dæma i mál­inu „mín­u”, hélt ofbeldið áfram utan þess. Það var engan frið að hafa. Þrátt fyrir að refsi­málið hafi verið flutt fyrir luktum dyrum til að vernda hags­muni barns, fengu ger­endur tvö drottn­ing­ar­við­töl hjá vinum sínum á Íslandi í dag á Stöð 2 og komu fram í útvarps­þáttum þar sem þau lýstu því yfir að ég væri tálm­andi móð­ir, veik á geði og lyg­ari. Síðan topp­uðu þau sig með því að gefa út bók um málið þar sem þau setja fram atburða­rás sem var hafnað af lög­reglu­stjóra í upp­hafi vegna ótrú­verð­ug­leika. Þau draga upp mynd af sér sem ein­stökum heið­urs­borg­urum og fórn­ar­lömbum, á meðan mér og mínu fólki er lýst sem óalandi og óferj­andi. Slík gas­lýs­ing þar sem haldið er fram rang­indum er alvar­leg birt­ing­ar­mynd af and­legu ofbeldi sem getur haft lang­tíma skað­legar afleið­ingar á lífs­gæði, sjálfs­mat og hug­ræn ferli þolenda, sjá grein­ina Gas­lýs­ing: Sið­laus sam­skipta­tækni í nánum sam­böndum.

Auglýsing
Barnsfaðir minn var í stjórn­un­ar­stöðu og upp­lýs­inga­full­trúi eins helsta fyr­ir­tækis á land­inu, það var því algjört valda­ó­jafn­vægi á milli okkar á vett­vangi fjöl­miðla. Eins og barns­faðir minn sagði við mig 2016: „Þetta er orðið að fjöl­miðla­máli, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu, held­urðu að ég hafi ekki aðgang að fjöl­miðl­um. Þetta er rétt að byrja Þór­dís“. 

Stöð 2 sem fjall­aði um málið reyndi að þvo hendur sínar með því að bjóða mér að koma fram og fjalla um mína hlið. Það var ekk­ert jafn­ræði í slíku boði þar sem ég hvorki gat eða vildi koma fram á þeim tíma þar sem það hefði aukið hina opin­beru umfjöllun og þar með sál­ar­ang­ist mína og dóttur minn­ar. Slík umfjöllun hefði alltaf verið á þeirra for­send­um. 

Ger­endur mínir í þess­ari atburða­rás eru „saklaus­ir” en ég, þol­and­inn, er sek. 

Hvað er hægt að gera?

Með­ferð ofbeld­is­mála, frá kæru brota­þola til loka máls gengur ekki upp í núver­andi mynd. Þolenda­öld er gengin í garð og við verðum að skila svið­inu til þol­and­ans og gera hann að aðal­per­sónu í rétt­ar­kerf­inu. Rang­ind­unum verður að linna. Nýr dagur verður að rísa. 

Væri því ekki nauð­syn­legt að upp­færa refsirétt og gefa þol­and­anum þá rödd sem honum ber. Hlusta á hann, gefa honum rými í máli sem varðar hann og taka það gilt sem þol­andi kemur með að borði í gegnum allt ferl­ið. 

Væri það ekki áhuga­verð umbreyt­ing að ger­andi fengi tæki­færi til að taka ábyrgð sjálf­ur, við­ur­kenna gjörðir sínar í sam­tali við þol­and­ann í stað­inn fyrir að refsi­réttur þvingi hann til þess?

Væri það ekki áhuga­verð umbreyt­ing ef stjórn­völd kæmu á fót öruggum vett­vangi þar sem brota­þoli gæti sagt ger­anda frá áhrifum brots­ins á líf sitt og gert til­kall til þeirrar heil­unar sem hann þarf. Ef mér hefði boð­ist slíkt tæki­færi, strax eftir atvik­ið, þar sem ger­endur hefðu beðið mig afsök­unar og borið ábyrgð í trún­aði, hefði ég tekið því feg­ins hendi, það hefði nægt mér. Þegar sam­tal á sér stað og skiln­ingur myndast, dregur úr átök­um. Í mínu til­viki, juk­ust árás­irnar af ger­end­anna hálfu og þannig varð skað­inn meiri fyrir mig og dóttur mína þrátt fyrir refsi­mál­ið.   

Eins og staðan er í dag, er ekki heilandi fyrir þolendur ofbeldis að kæra. Gapa­stokks­á­kvörð­un­ar­réttur refsiréttar setur líf þol­anda á bið sem er þög­ul, þung og eyði­leggj­andi. Refsi­mál í dag snú­ast ein­ungis um sekt ger­and­ans. Þol­and­inn aftur á móti veit að það var brotið á honum óháð því hvort að sak­sókn­ara tekst að sanna sök ger­end­ans. Þol­andi þarf aðstoð til að geta haldið áfram með lífið óháð því hvernig sak­sókn­ari stendur sig. 

Það er hægt að breyta því hvernig dóms­kerfið tekur á ofbeld­is­mál­um. Hvert og eitt mál er sér­stakt og það þarf að huga að því eins og lif­andi mann­eskju, það er marg­breyti­legt og flókið þar sem þol­and­inn er hjart­slátt­ur­inn, hann stýrir ferð­inni, það er jú hann sem líður fyrir brotið og það er hann sem vill við­ur­kenn­ingu og rétt­læti.

Þessar hug­myndir sem ég nefni hafa fengið við­ur­kenn­ingu hjá mörgum nágranna­þjóðum okkar og ann­ars staðar undir enska heit­inu „restorative just­ice“, sem ég legg til að kalla heilandi rétt­læti. Í Bret­landi sýna rann­sóknir stjórn­valda að slíkt rétt­læti kemur til móts við þarfir þolenda í 85% til­fella. Evr­ópu­ráðið hefur gefið út til­lögu CM/Rec(2018)8 þar sem það við­ur­kennir vægi heilandi rétt­lætis fyrir þolendur og hvetur öll aðild­ar­ríki sín, þ.m.t. Ísland, að taka það upp í rétt­ar­kerfum sín­um. 

Ég vona að frum­varpið sem verið er að semja í þessum skrif­uðu orðum verði það þolenda­vænt að í fram­tíð­inni fái brota­þoli hvers kyns ofbeldis að kynn­ast rétt­ar­kerfi sem hlúir að honum og verndar hann. 

Virð­ing­ar­fyllst, Þór­dís Fil­ips­dótt­ir 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar