Loksins í skólann eftir 95 vikna lokun

Hvergi í heiminum hafa skólar verið lengur lokaðir vegna faraldursins en í Úganda. Nú er loks komið að því að dyr þeirra verði opnaðar en ljóst þykir að mörg börn munu ekki skila sér. Blaðamaður Kjarnans hitti Leiu sem hlakkar til að hefja nám.

Leia getur ekki beðið eftir að byrja í skólanum aftur.
Leia getur ekki beðið eftir að byrja í skólanum aftur.
Auglýsing

„Ég mun læra stærð­fræði, skrift og lest­ur,“ segir Leia lágróma og hallar sér feimn­is­lega að föður sín­um. Það hýrnar svo yfir henni er hún heldur áfram: „Ég læri að skrifa mamma, pabbi, bróðir og syst­ir.“ Hún hefur sér­stakan áhuga á því að skrifa „bróð­ir“. Hún á nefni­lega von á systk­ini á næstu dögum og vonar heitt og inni­lega að hún eign­ist lít­inn bróð­ur.

Leia er sex ára. Og á morgun rennur upp einn stærsti dagur lífs hennar hingað til: Hún má mæta aftur í skól­ann. Hún er meðal þeirra 15 millj­óna úganskra barna og ung­linga sem ekki hafa komið inn í skóla­stofu síðan í mars árið 2020 er skólum lands­ins var lokað vegna far­ald­urs­ins. Háskólar og fram­halds­skólar hófu ekki aftur göngu sína fyrr en í nóv­em­ber síð­ast­liðnum en grunn­skól­arnir hefj­ast loks aftur á morg­un, 10. jan­ú­ar. Þá hafa þeir verið lok­aðir í 95 vikur og er það lengsta skóla­lok­unin í heim­in­um.

Auglýsing

Leia sveiflar sér brosmild á hand­riði við búr veit­inga­stað­ar­ins á hót­el­inu í Kololo-hverfi í Kampala, höf­uð­borg Úganda, þar sem pabbi hennar vinn­ur. Hún þurfti að koma með honum í vinn­una sem hefur reyndar ekki gerst oft í far­aldr­inum því hún hefur getað verið hjá frænku sinni á meðan for­eldr­arnir vinna. Hún hjálpar pabba í vinn­unni og spjallar glað­lega við sam­starfs­menn hans. Bráðum ætlar hún svo að hjálpa mömmu með litla barn­ið. Það er því margt spenn­andi framundan hjá Leiu.

Leia og pabbi hennar, Joshua. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Leia hafði verið í for­skóla í þrjá mán­uði er far­ald­ur­inn skall á og öllum skólum í land­inu var lok­að. Það var í mars árið 2020. Hún er ákaf­lega spennt að byrja aftur í skól­anum og hlakkar mest til að hitta vini sína. En auð­vitað líka að halda áfram að læra.

Faðir hennar segir að á meðan skóla­lok­un­inni hefur staðið hafi Leia fengið einka­kennslu. For­eldrar hennar og nokkrir nágrannar þeirra tóku sig saman og réðu kenn­ara sem kom reglu­lega til að kenna nokkrum börnum í einu. Þannig hefur Leia ekki alfarið farið á mis við mennt­un. Jos­hua segir marga aðra for­eldra hafa gripið til sama ráðs en þó séu þeir lík­lega fleiri sem ekki hafi haft efni á því. „Það verður mjög gott fyrir hana að kom­ast aftur í skól­ann,“ segir Jos­hua. Þá kom­ist meiri rútína á líf­ið.

Fjar­nám í gegnum tölvur eða snjall­síma er ekki boði fyrir lang­flest börn í Úganda. Þessi tæki eru ein­fald­lega ekki til á heim­il­un­um. Til stóð að útvarpa kennslu því margir eiga jú útvarp, en þau áform, sem margir höfðu bundið vonir við, runnu út í sand­inn.

Jos­hua telur að hin langa lokun skól­anna hafi haft áhrif á börn í Úganda. „Margir for­eldrar misstu vinn­una og höfðu engar tekj­ur. Þeir höfðu ekki efni á því að kaupa einka­kennslu fyrir börnin sín. Það verður því erf­ið­ara fyrir börnin að koma aftur í skól­ann, þau hafa misst úr tvö ár. Og fyrir eldri börnin er erf­ið­ara að setj­ast aftur á skóla­bekk. Sum þeirra hafa þurft að vinna til að afla pen­inga fyrir heim­ilið og ef for­eldr­arnir eru ekki ennþá komnir með vinnu þá er mjög lík­legt að mörg þeirra fari ekki aftur í skól­ann.“

Mikil fjölgun þung­anna ung­lings­stúlkna

Þessi börn eru orðin vön því að vinna, bætir Jos­hua við. Þau hafa farið til vinnu í námum, á syk­ur­plantekrum eða selja ýmsan varn­ing á göt­unum og fólk í Úganda sem Kjarn­inn hefur rætt við seg­ist hafa séð sífellt fleiri börn við þá iðju síð­ustu mán­uði. Börn jafn­vel niður í ell­efu, tólf ára ald­ur.

Hin langa skóla­lokun hefur aðmati UNICEF, barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna, skapað skugga­far­aldur í Úganda. Ekki aðeins hafi börnin orðið af menntun heldur einnig nauð­syn­legum skóla­mál­tíðum og barna­bólu­setn­ing­um. Þá segir UNICEF ástandið hafa skapað aukna hættu á ofbeldi gagn­vart börn­um. „Fyrir sum börn hefur skóla­lok­unin leitt til brott­falls úr námi, barna­þrælk­unar og barna­hjóna­banda,“ sagði UNICEF í yfir­lýs­ingu nýverið Margir hafi misst vinn­una í far­aldr­inum og fleiri búi nú við fátækt en áður. Fátækt bitni verst á börn­un­um.

Aðstæður barna eru mjög mismunandi í Úganda. Fátækt er útbreidd, bæði í borgunum og úti á landsbyggðinni. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Talið er að um þrjá­tíu pró­sent nem­enda muni ekki mæta aftur í skóla af þessum sök­um. Sam­kvæmt gögnum UNICEF hefur þung­unum ung­lings­stúlkna fjölgað um 22,5 pró­sent síðan í mars árið 2020. Stúlk­urnar eru allt niður í tíu ára gaml­ar.

Kenn­ara­sam­band Úganda segir að lokun skól­anna í svo langan tíma hafi gert „meiri skaða en gagn“. Þau hafa ítrekað bent á að betra hefði verið að halda kennslu áfram í skól­unum með tak­mörk­uðum hætti. Eftir að delta-­bylgjan reis hæst í júlí og gripið var til alls­herjar útgöngu­banns og fleiri aðgerða um tíma greindust fá smit vik­urnar og mán­uð­ina á eft­ir. Þá, segja Kenn­ara­sam­tök­in, hefði átt að opna skól­ana, en ekki bíða með það í marga mán­uði í við­bót.

Auglýsing

Jos­hua seg­ist hafa verið hlynntur lokun skól­anna. Hann telur að þær hörðu aðgerðir sem gripið var til í Úganda í far­aldr­inum hafa bjargað manns­líf­um. „Það voru svo margir alvar­lega veik­ir,“ útskýrir hann. Margir dóu. Sjálfur fékk hann COVID-19 á síð­asta ári og eig­in­kona hans einnig. En for­eldrar hans og aðrir eldri ætt­ingjar hafa sloppið hingað til. „COVID hefur kennt mér nýjar leiðir til að fást við hlut­ina,“ segir hann fullur æðru­leys­is. Hann vann í bygg­inga­geir­anum snemma í far­aldr­inum en missti þá vinnu. Hann hafi síðan fengið vinnu á hót­el­inu og telur sig sér­lega hepp­inn.

Stærsta bylgja COVID hingað til reið yfir Úganda í sum­ar. Til­fellum er farið að fjölga hratt á ný en veik­indi eru ekki jafn tíð og alvar­leg þar sem afbrigðið ómíkron er komið til sög­unn­ar. Fá sýni eru tekin dag­lega og enn færi rað­greind. Það er því ómögu­legt að segja hver raun­veru­leg útbreiðsla COVID-19 hefur verið í land­inu.

Íslendingar hafa verið með verkefni í þróunarsamvinnu á nokkrum stöðum í Úganda síðustu ár. Hér eru börn í Buikwe-héraði fyrir utan heimili sitt.  Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Bólu­setn­ingar hafa gengið mjög hægt í Úganda rétt eins og víð­ast hvar í hinni víð­feðmu Afr­íku. Skorti á bólu­efnum er helst um að kenna en að auki hefur borið á and­stöðu við bólu­setn­ing­ar. Enn hafa aðeins þrjú pró­sent íbú­anna, sem telja í kringum 45 millj­ón­ir, fengið fulla bólu­setn­ingu, þ.e. tvær spraut­ur. Um 18 pró­sent Úganda­manna hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu og lang flestir hafa fengið bólu­setn­ingu sína á síð­ustu vik­um. Áhersla hefur und­an­farið verið lögð á að bólu­setja ung­menni og kenn­ara svo ekki þurfi að grípa til frek­ari lok­unar skól­anna.

Síðar í jan­úar mun Jos­hua fá sína bólu­setn­ingu. Hann er á þrí­tugs­aldri og heilsu­hraustur og því ekki í sér­stökum áhættu­hópi. „Mjög vill­andi upp­lýs­ingar um bólu­setn­ingar hafa verið á kreiki í Úganda,“ segir hann. En það telur hann smám saman vera að breyt­ast. Sífellt fleiri hafi látið af and­stöðu sinni, jafn­vel þeir sem töl­uðu hæst gegn bólu­setn­ingum eru búnir að fá sínar sprautur eða ætla að þiggja þær.

„Ég ætla að láta bólu­setja mig svo ég geti verið örugg­ur,“ segir hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar