Hefur gagnrýnt framgöngu annarra á samfélagsmiðlum – en „lækar“ sjálf í umdeildu máli

Spjótin beinast nú að Áslaugu Örnu fyrir að hafa „lækað“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann segist saklaus af þeim sökum sem á hann eru bornar. Hún hefur áður gagnrýnt vararíkissaksóknara fyrir framgöngu á samfélagsmiðlum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vís­inda-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vís­inda-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir vís­inda-, iðn­aðar og ný­­sköp­un­­ar­ráð­herra „lækaði“ stöðu­upp­færslu Loga Berg­manns Eiðs­sonar fjöl­miðla­manns á Face­book í gær­kvöldi þar sem hann lýsir yfir sak­leysi sínu vegna ásak­ana um kyn­ferð­is­brot.

Ýmsir hafa gagn­rýnt ráð­herr­ann fyrir „læk­ið“ í ljósi þess að Áslaug Arna er fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra og tók meðal ann­ars þátt í mynd­bandi með yfir­skrift­inni „Ég trúi“ þar sem þekktir ein­stak­lingar lýstu yfir stuðn­ingi við þolendur kyn­ferð­is­af­brota.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Áslaug Arna kemst í frétt­irnar vegna umræðu um „læk“ en í byrjun sept­em­ber á síð­asta ári gagn­rýndi hún vara­rík­is­sak­sókn­ara fyrir fram­göngu hans á sam­fé­lags­miðl­um. Hún taldi að hann mætti ekki rýra traust og trú almenn­ings með fram­göngu sinni á opin­berum vett­vangi.

Auglýsing

For­sagan er sú að Sig­urður G. Guð­jóns­son hæsta­rétt­ar­lög­maður birti á Face­book brot úr skýrslu­töku lög­reglu af þol­anda í ofbeld­is­máli. Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari setti „læk“ við færsl­una og deildi henni en hún varð mjög umdeild á sínum tíma.

Áslaug Arna sagði í sam­tali við Vísi þann 8. sept­em­ber að henni fynd­ist mjög vafa­samt af var­aríkissaksókn­ara að tjá sig með þeim hætti sem hann hefði gert á sam­félags­miðl­um. „Það má alveg gagn­rýna hann fyrir það," sagði hún.

Umdeilt „læk“ Áslaugar Örnu á færslu Loga Bergmanns Mynd: Skjáskot/Facebook

Eyddi mynd­band­inu

Eftir „læk“ Áslaugar Örnu í gær hefur umræðan einnig snú­ist um fyrr­nefnt mynd sem kom út í maí síð­ast­liðnum þar sem hún kom fram og sagð­ist trúa þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is. Mynd­bandið var fram­leitt af hlað­varp­inu Eigin konum í tengslum við metoo-­bylgj­una sem þá reið yfir. „Ég tók bara af­­stöðu með því að styðja þær vin­­konur mínar og þol­endur sem hafa stigið fram í að segja sína sög­u,“ sagði hún í sam­tali við Vísi á þessum tíma.

Eftir umræðu á Twitter um málið í gær og gagn­rýni á Áslaugu Örnu og „læk­ið“ eyddi Edda Falak, sem heldur úti hlað­varp­inu Eigin kon­ur, mynd­band­inu og er því ekki hægt að sjá það leng­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent