svarthvittalvogen.jpg

Stríðið í Alvogen: Morðhótanir, ofbeldi og misnotkun á fjölmiðlum

Einn nánasti samstarfsmaður Róberts Wessman hefur stigið fram sem uppljóstrari og gert stjórn lyfjafyrirtækisins Alvogen grein fyrir ýmiskonar ósæmilegri hegðun forstjóra þess. Mennirnir tveir hafa staðið þétt saman í 18 ár í gegnum allskyns storma þar sem uppljóstrarinn, Halldór Kristmannsson, hefur varið Róbert af hörku. Nú er staðan önnur og fyrrverandi samherjar eru skyndilega orðnir hatrammir andstæðingar.

Stormur geisar innan íslensku lyfja­fyr­ir­tækj­anna Alvogen og Alvot­ech eftir að einn nán­asti sam­starfs­maður for­stjóra þeirra, Róberts Wess­man, steig fram sem upp­ljóstr­ari og lagði fram gögn sem sýna fram á ósæmi­lega hegðun for­stjór­ans yfir margra ára tíma­bil. 

Upp­ljóstr­unin kemur á afar við­kvæmum tíma fyrir fyr­ir­tæk­in. Alvogen hefur ekki gengið sem skyldi. Í febr­úar lok breytti láns­hæf­is­­mats­­fyr­ir­tækið Moo­dy’s til að mynda horf­um Al­vo­gen í Banda­­ríkj­un­um úr stöð­ugum í nei­­kvæðar og vís­aði til þess að end­­ur­fjár­­­mögn­un­­ar­á­hætta fé­lags­ins hefði auk­ist. Ólík­legt væri mark­mið þess um að ná skuld­um und­ir fimm­faldri EBITDA á þessu ári muni nást.

Stóri lottó­vinn­ing­ur­inn í sam­stæð­unni er því Alvot­ech, sem ætlar að setja á markað sam­heita­lyf innan tveggja ára og hefur byggt lyfja­verk­smiðju í Vatns­mýr­inni. Í nýlegu við­tali við Kast­ljós hélt Róbert því fram að útflutn­ings­­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins muni nema um 20 pró­­sentum vergrar lands­fram­­leiðslu innan fárra ára.

Stærsti hlut­haf­inn í Alvot­ech er Aztiq Pharma, sjóður sem er undir stjórn Róberts. Í fyr­ir­tækja­­skrá er Róbert skráður óbeinn end­an­­legur eig­andi að 38,6 pró­­sent hlut í Alvot­ech, sem gefur til kynna að það sé eign­­ar­hlut­­ur­inn sem hann stýr­­ir. Næst stærsti hlut­haf­inn er svo áður­nefnt Alvogen, sem er í meiri­hluta­eigu alþjóð­legu fjár­fest­ing­ar­sjóð­anna CVC Capi­tal Partners og Tema­sek. Róbert á svo óbeint um fimmt­ung í Alvogen í gegnum áður­nefnt Aztiq Pharma.

Auglýsing

Stefnt er að skrán­ingu Alvot­ech í kaup­höll í Hong Kong síðar á þessu ári eða að skrán­ingu í Banda­ríkj­unum í gegnum sam­ein­ingu við annað lyfja­fyr­ir­tæki, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Alvot­ech vantar hins vegar fjár­magn til að geta starfað fram að þessum tíma­mótum og hefur ekki getað sótt það fjár­magn alþjóð­lega. Þess vegna hafa for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins komið „heim“ í leit að pen­ing­um.

Í síð­ustu viku greindi Frétta­­blaðið frá því að Alvot­ech hafi alls náð að sækja sér um 100 millj­­ónir dala, um 12,7 millj­­arða króna, í nýtt hlutafé á und­an­­förnum fjórum mán­uð­­um. Síð­­­ast bætt­ust TM, fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lagið Hvalur og tveir sjóðir Stefn­is, sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækis Arion banka, í hóp­inn.  

Hneyksli á færi­bandi á versta tíma

Vegna við­kvæmrar stöðu mála þá má Alvogen/Al­vot­ech illa við því að lenda í hring­iðju hneyksl­is­mála. Það er þó nákvæm­lega það sem hefur gerst. Fyrst stefndi banda­rískt  lyfja­fyr­ir­tæki, AbbVie, Alvot­ech og segir að það hafi stolið trún­að­ar­upp­lýs­ingum úr sínum her­búð­um. Sagt var frá stefn­unni í síð­ustu viku. Alvot­ech hafn­aði mála­til­bún­að­inum í yfir­lýs­ingu og ásak­aði AbbVie um „ljótan leik.“

Höfuðstöðvar Alvogen/Alvotech í Vatnsmýrinni í Reykjavík.
Mynd: Aðsend

Í morgun steig svo fram áður­nefndur upp­ljóstr­ari. Hann heitir Hall­dór Krist­manns­son og hefur gætt hags­muna Róberts Wessman í 18 ár, fyrst sem upp­lýs­inga­full­trúi Act­a­vis þegar Róbert var þar for­stjóri, og síð­ustu árin sem fram­kvæmda­stjóri í Alvogen/Al­vot­ech sam­stæð­unni. Lík­lega eru fáir, ef ein­hverj­ir, sem vita meira um starfs­hætti, fjár­mál og hegðun Róberts Wessman á síð­ustu tæpu tveimur ára­tugum en Hall­dór, enda hefur hann haft það meg­in­hlut­verk að slökkva elda og mála upp jákvæða ímynd af for­stjór­an­um. 

Í fyrra­haust slett­ist upp á milli mann­anna tveggja og Hall­dór vék úr starfi. Þann 20. jan­úar sendi hann erindi til stjórnar þar sem hann kvart­aði yfir hegðun Róberts og lýsti ýmis­konar athæfi hans.

Málið hefur nú tekið á sig alþjóð­lega mynd, en Bloomberg greindi frá því fyrr í dag.

Deilur og morð­hót­anir

Á þeim tíma sem Hall­dór hefur starfað með Róberti hefur ýmis­legt gengið á. Róbert hefur til að mynda staðið í deilum við Björgólf Thor Björg­ólfs­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­anda Act­a­vis, árum saman sem hafa tekið á sig allskyns, og stundum súr­r­eal­ískar, mynd­ir. Þeir hafa tek­ist á um hvort Róbert hafi verið rek­inn frá Act­a­vis í ágúst 2008 eða hvort hann hafi ein­fald­lega hætt störfum vegna þess að hann hefði verið „kom­inn með upp í kok“ af því að vinna með Björgólfi.

Auglýsing

Róbert og við­skipta­fé­lagi hans, Árni Harð­ar­son, fjár­mögn­uðu til að mynda hóp­­mál­­sókn á hend­ur ­Björgólfi Thor sem fyrr­ver­andi hlut­hafar í Lands­banka Íslands réð­ust í. ­Mál­inu var vísað frá.

Björgólfur Thor stefndi á móti bæði Róbert­i og Árna fyrir að hafa á ólög­­­mætan hátt ­dregið að sér fjórar millj­­­ónir evra frá sér og nýtt í eigin þágu. Krafð­ist Björgólfur þess að fá greiddar tvær millj­ónir evra í skaða­bætur vegna máls­ins. Hæsti­réttur sýkn­aði Róbert og Árna af kröf­unum árið 2017. 

Þegar mála­rekstur skaða­bóta­máls­ins stóð yfir í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í jan­úar 2016 bar Mark Keat­ly, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Act­a­vis, vitni fyrir hönd Björg­ólfs Thors. Á þeim tíma rak Keatly ráð­gjafa­fyr­ir­tæki með Claudio Albrecht, fyrr­ver­andi for­stjóri Act­a­v­is. Stundin greindi frá því í dag að Róbert hefði reynt að hringja í Keatly eftir að vitn­is­burði hans lauk og í kjöl­farið sent mönn­unum tveimur alls 33 smá­skila­boð á innan við sól­ar­hring þar sem hann hótað meðal ann­ars að drepa Keat­ly, að hann myndi vinna þeim og fjöl­skyldu þeirra skaða.

Róbert gengst við því að hafa sent skila­boðin og upp­lýs­inga­full­trúi hans, Lára Ómars­dótt­ir, segir hann hafa beðist afsök­unar á þeim og sjái eftir að hafa sent skila­boð­in.

Ger­endur á bak­við tjöldin í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi

Pissu­keppnin milli Róberts og Björg­ólfs Thors teygði sig líka inn í íslenskt fjöl­miðlaum­hverfi, og sýndi svart á hvítu hversu óheil­brigð staða þess er orðin þegar flestir fjöl­miðlar lands­ins eru háðir fyr­ir­greiðslu millj­arða­mær­inga til að halda sér á flot­i. 

Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa verið ósáttir frá því fyrir hrun.
Mynd: BTB.is

Stutta sagan er sú að Róbert Wessman tók þátt í fjár­mögnun á fjöl­miðla­veldi Björns Inga Hrafns­sonar undir hatti Press­un­ar, sem reis hæst á árunum 2014 til 2017 með fjöl­mörgum yfir­tökum á öðrum fjöl­miðl­um. Rekst­ur­inn gekk hörmu­lega og útheimti sífellt meira fé. Það leiddi til þess að í apríl 2017 var til­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­ar. 

Sá aðili sem ætl­aði að koma með mest fé inn í rekst­ur­inn var Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn, félag í eigu Róberts Wess­man, Árna Harð­ar­sonar og þriggja ann­arra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. 

Við­mæl­andi Kjarn­ans sem kom að þess­ari fjár­fest­ingu lýsti henni þannig að þegar hóp­ur­inn hafi „kíkt undir húdd­ið“ hafi komið í ljós að ekk­ert virk­aði og staðan var miklu verri en þeim hafði verið talið trú um. Árni Harð­ar­son lýsti því síðar í yfir­lýs­ingu að Björn Ingi hefði hótað sér þegar Dal­ur­inn „vildi ekki setja meiri pen­ing í að bjarga illa reknum einka­­banka hans í formi Pressunnar og[...]þegar Dal­­ur­inn vildi ekki láta hann fá hlutafé sitt í Press­unni eftir að hann seldi allar eigur þess (fyrir það átti m.a. að greiða með steikum á Argent­ínu fyrir 6 millj­­ónir króna).“

Mikið tap á Mann­lífi

Þegar Dal­ur­inn vildi bakka út úr því að setja meira fé í rekstur Pressu­veld­is­ins gerð­ist það að Sig­­­urður G. Guð­jóns­­­son hæsta­rétt­­­ar­lög­­maður steig fram og keypti  flesta lyk­ilmiðla Pressu­sam­stæð­unnar með hluta­fjár­aukn­ingu, meðal ann­ars DV og tengda miðla. For­svars­menn Dals­ins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörn­ing fyrr en hann var afstað­inn. Verið væri að selja undan þeim eignir sem þeir ættu með réttu.

Auglýsing

Mörgum árum síðar greindi Kjarn­inn frá því að þau kaup, og rekstur miðl­anna næstu ár á eft­ir, hefðu verið fjár­mögnuð af Björgólfi Thor, sem lán­aði að minnsta kosti 920 millj­ónir króna til verks­ins á tveimur árum. 

Dal­ur­inn sat eftir með fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Birt­ing eftir þessar deilur og árið 2018 var eign­ar­haldið á því fært að öllu leyti yfir til Hall­dórs Krist­manns­son­ar. Fyrir lá þó að Róbert fjár­magni áfram gríð­ar­legan tap­rekstur þess, sem staf­aði aðal­lega af útgáfu frí­blaðs­ins Mann­lífs. Alls tap­aði Birt­ingur 553 millj­ónum króna frá 2017 og út 2019. Útgáfu Mann­lífs sem frí­blaðs var hætt í fyrra og Birt­ingur var seldur til nýs eig­anda. Mann­lífs­hluti útgáf­unnar er nú ein­ungis á net­inu og aðal­lega í eigu Reynis Trausta­son­ar.

Reynt að hafa áhrif á fjöl­miðla til að koma höggi á menn

Kjarn­inn hefur rætt við fjöl­marga aðila í dag sem hafa stað­fest það sem þeir telja til­raunir Róberts til að reyna að hafa óeðli­leg áhrif á frétta­flutn­ing miðla sem hann kom að, með það fyrir augum að koma höggi á fólk sem hann taldi sig sök­ótt við. 

Hall­dór sendi frá sér yfir­lýs­ingu í morgun þar sem hann tjáði sig um þessar til­raunir og hvernig hann var beittur óeðli­­legum þrýst­ingi til að koma höggi á óvild­­ar­­menn Róberts, sem hann bar þungum sök­­um. Þar sagð­ist Hall­dór hafa talið „fulla ástæðu til þess að setja fót­inn niður og tjáði Róbert ítrek­að, að ég myndi ekki beita mér fyrir því að koma höggi á umrædda aðila í fjöl­miðlum og vega bein­línis að æru og mann­orði þeirra, eins og hann vildi. Ég var um tíma útgef­andi Mann­lífs, sem Róbert fjár­­­magn­aði og átti, en þar mynd­að­ist til að mynda mik­ill ágrein­ingur um rit­­stjórn­­­ar­­stefnu og sjálf­­stæði. Úr þessu skap­að­ist vax­andi ósætti okkar á milli, sem gerði það að verkum að ég steig nauð­beygður til hliðar tíma­bund­ið, og upp­­lýsti stjórnir fyr­ir­tækj­anna um mála­vext­i.  Ég vil standa vörð um ákveðin sið­­ferð­is­­leg gildi, og lét því ekki hagga mér í þessum mál­u­m.“

Vildi umfjöllun um rík­is­lög­reglu­stjóra

Annar maður sem Róbert og Árni stóðu í deilum við er Matt­h­í­as Johann­es­sen. Deil­urnar sner­ust um að menn­irnir þrír og einn til, Magnús Jaroslav Magn­ús­son, keyptu saman fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Aztiq Pharma Partners sem átti í gegnum dótt­­ur­­fé­lög 30 pró­­sent hlut í lyfja­­fyr­ir­tæk­inu Alvogen. Róbert átti langstærstan hluta í félag­inu, eða um 94 pró­­sent. Hinir menn­irnir áttu tvö pró­­sent hver. Sum­­­arið 2010 var eign Aztiq Pharma Partners í Alvogen seld til ann­­ars félags á nafn­virði. Það félag var í eigu Árna Harð­­ar­­son­­ar. Matt­h­­ías taldi að með þessu hefðu hinir menn­irnir þrír hlunn­farið sig á sak­­næman og ólög­­legan hátt, stefndi þeim og fór fram á að þeir greiddu sér 3,1 millj­­arð króna. Vara­krafa hans hljóð­aði upp á 640 millj­­ónir króna og lauk mála­rekstr­inum með því að Hæst­i­­réttur féllst á hana, auk drátt­ar­vaxta, í febr­úar 2018. 

Róbert Wessman fjármagnaði mikinn taprekstur fríblaðsins Mannlífs á meðan að það kom út, en útgáfa þess hætti í fyrra.
Mynd: Mannlíf

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að Róbert hafi þrýst á að fjallað yrði með nei­kvæðum hætti um Har­ald Johann­essen, þáver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra og föður Matth­í­asar, í Mann­lífi á árinu 2019.

Í yfir­lýs­ingu sinni í morgun greindi Hall­dór einnig frá því að hann hefði orðið per­sónu­lega fyrir lík­­ams­árás úr hendi Róberts og orðið vitni af ann­arri, þegar hann var undir áhrifum áfengis á við­­burðum fyr­ir­tæk­is­ins erlend­­is. „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagð­ist hann hafa verið að grín­­ast og við hefðum verið í kýl­inga­­leik. Ég var bein­línis kýldur kaldur í and­litið án fyr­ir­vara í vitna við­­ur­vist. Mér var aug­­ljós­­lega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að for­­stjórar fari í kýl­inga­­leiki við sam­­starfs­­menn,“ sagði Hall­dór í yfir­lýs­ingu sinn­i. 

Ekk­ert að sjá hér

Fyrir tæpri viku síðan sendi stjórn Alvogen frá sér yfir­­lýs­ingu þar sem greint var frá því því að kvartað hefði verið yfir hegðun Róberts. Þar sagði að óháð nefnd hefði verið sett á fót til að kanna inn­i­hald kvört­un­­ar­innar og Róbert sagt sig frá störfum fyrir Alvogen á meðan að sú athugun fór fram.

Erlend lög­fræði­stofa, White & Case, var fengin til að fara yfir kvart­­anir Hall­­dórs og íslenska lög­­­manns­­stofan Lex veitti ráð­­gjöf. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur erlenda lög­fræði­stofan unnið áður fyrir Alvogen og suma eig­endur þess. Rann­­sóknin stóð yfir í átta vikur og sam­kvæmt yfir­lýs­ingu Alvogen var nið­ur­staðan sú að efni kvart­anna ætti sér enga stoð. „Ekk­ert bend­ir til þess að starfs­hætt­ir Rób­erts Wessman séu þess eðl­is sem greint er frá í bréf­in­u og eng­in á­stæð­a er til þess að að­haf­­­ast neitt vegn­a þess­a máls.“

Auglýsing

Í ljósi þess að upp­lýs­inga­full­trúi Róberts hefur í dag við­ur­kennt við Stund­ina að hann hafi sent morð­hót­anir á fyrr­ver­andi stjórn­endur Act­a­vis er ljóst að efni kvört­unar Hall­dórs á sér hið minnsta þá stoð.

Vildi fá starfið sitt aftur og að Róbert yrði rek­inn

Eftir að Hall­dór steig fram opin­ber­lega í morgun sendi Róbert Wessman svo frá sér aðra yfir­lýs­ingu. Þar sagði að það væri aug­­ljóst að ásak­­anir Hall­­dórs um ofbeldi, morð­hót­­­anir og skipu­lagðar rógs­her­­ferð­ir, væru lagðar fram í fjár­­hags­­legum til­­­gangi.

Kjarn­inn hefur undir höndum bréf frá lög­manns­stofu í Boston sem starfar fyrir Hall­dór Krist­manns­son sem sent var 15. mars síð­ast­lið­inn vegna máls­ins þar sem lögð er til sátt í mál­inu. Þar kemur skýrt fram að Hall­dór sæk­ist ekki eftir neinum fjár­hags­legum ávinn­ingi frá Alvogen heldur byggi kvörtun hans á sið­ferð­is­legri afstöðu. Hann áskilur sér hins vegar rétt til þess að stefna Róberti per­sónu­lega þrátt fyrir að sátt náist á milli hans og fyr­ir­tæk­is­ins. 

Í sátta­boði Hall­dórs felst að hann vill fá gamla starfið sitt aftur og að Róberti verði gert að víkja sem for­stjóra Alvogen. Á móti muni Hall­dór falla frá öllum fjár­kröfum sem hann gæti átt á hendur Alvogen eða Alvot­ech og skrifa undir trún­að­ar­sam­komu­lag. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar