Drápsgasið í Pompei

Árið 79 varð mikið gos í eldfjallinu Vesúvíusi á Ítalíu. Bærinn Pompei grófst undir ösku og tvö þúsund létust úr gaseitrun. Ný rannsókn sýnir að það tók gasið aðeins 17 mínútur að gera út af við íbúana.

Úr íbúðarhúsi í Pompei. Þarna hefur ekki verið skreytt með ódýrum veggspjöldum
Úr íbúðarhúsi í Pompei. Þarna hefur ekki verið skreytt með ódýrum veggspjöldum
Auglýsing

Á síð­ari hluta árs 79, lík­lega í októ­ber, urðu íbúar Pompei varir við að jörðin skalf undir fótum þeirra. Þetta voru litlir skjálftar en margir bæj­ar­búar ótt­uð­ust hið versta. Þeir voru minnugir þess að 17 árum fyrr hafði mjög snarpur jarð­skjálfti lagt stóran hluta bæj­ar­ins í rúst og upp­bygg­ing enn í gangi. Sá skjálfti tengd­ist gosi í Vesúvíusi, um átta kíló­metrum norð­vestan við bæinn.

Árið 79 voru íbúar Pompei um 20 þús­und. Bær­inn var vin­sæll sum­ar­dval­ar­staður efn­aðra Ítala, ekki síst íbúa Róm­ar, og meðal ann­ars hafði Nero keis­ari átt hús í bæn­um. Til marks um öfl­ugt mann­líf í Pompei má nefna að í bænum voru um 600 versl­an­ir, ótal bar­ir, bak­arí og veit­inga­hús auk fjöl­margra gisti­húsa, og húsa þar sem port­konur seldu þjón­ustu sína. Jörðin í nágrenni Pompei var frjósöm, landið undir og í hlíðum Vesúví­usar hent­aði einkar vel til rækt­unar á ólífum og vín­viði.

Aska færði allt í kaf

Eins og áður sagði skutu jarð­skjálft­arn­ir, sem stóðu yfir í fjóra daga haustið 79, íbúum Pompei skelk í bringu. Stærstur hluti íbú­anna, um það bil 18 þús­und, forð­uðu sér úr bæn­um, en um 2 þús­und fóru hvergi.

Auglýsing

Um hádeg­is­bil í októ­ber (dag­setn­ing er ekki vit­uð) hófst gos í Vesúvíusi. Gosið var mjög kraft­mikið og ösk­unni rigndi yfir Pompei. Þá var orðið of seint fyrir íbú­ana að forða sér. Askan sem Vesúvíus sendi frá sér færði allt í kaf, hús­þök gáfu sig undan þung­an­um. Bæj­ar­búar í Pompei leit­uðu skjóls í kjöll­ur­um, til að skýla sér fyrir ösk­unni og líka vegna hit­ans frá henni. Eftir að rann­sóknir á dauða íbú­anna hófust var talið að þetta tvennt, askan og hit­inn, hefðu orsakað dauða íbú­anna. Síð­ari tíma rann­sóknir leiddu í ljós að skýr­ingin um ösk­una og hit­ann væri senni­lega ekki rétt. Þótt askan hafi verið um 115 gráðu heit hafi hún ekki banað fólk­inu. Gos­ið, sem stóð ekki mjög lengi, heim­ildir segja 1 – 7 sól­ar­hringa var mjög kröft­ugt. Þegar því lauk var ösku­lagið yfir Pompei 6-7 metra þykkt.

Þessi hátíðarvagn fannst fyrir skömmu í Pompei.  Hefur verið dreginn af þremur hestum. Mynd: Parco archeologico di Pompei.

Eit­urgasið

Snemma morg­uns á öðrum degi goss­ins barst gas­ský yfir Pompei. Gasið var ban­eitrað og allir sem voru í bæn­um, um 2 þús­und manns, lét­ust. Langt er síðan vís­inda­menn töldu sig vita að það hefði verið gasið sem gerði út af við bæj­ar­búa og fram til þessa hefur verið talið að gasið hafi legið yfir bænum í heilan dag, eða jafn­vel leng­ur.

Nýbirt rann­sókn hefur leitt í ljós að gasið lá yfir bænum í 17 mín­útur en ekki heilan dag eða leng­ur. Gasið var hins vegar svo eitrað að fólk sem and­aði því að sér lifði í mesta lagi í 5 mín­út­ur. Í heimi vís­ind­anna þykir þessi kenn­ing vís­inda­mann­anna, sem byggir á flóknum útreikn­ing­um, sem lesa má um á síð­unni nat­ure.com, mjög merki­leg.

Herkúla­neum

Bær­inn Herkúla­neum stóð mun nær Vesúvíusi en Pompei, nán­ast í norð­vest­ur­hlíðum eld­fjalls­ins. Árið 79 bjuggu þar um 5 þús­und manns. Íbúar Herkúla­neum voru efn­aðri en þeir sem bjuggu í Pompei og bygg­ingar íburð­ar­meiri. Talið er að þegar askan lagð­ist yfir bæinn hafi hún verið meira en 500 gráðu heit, sumir vís­inda­menn telja hana jafn­vel hafa verið 850 gráðu heita. Ösku­lagið yfir Herkúla­neum var mun þykk­ara en það sem huldi Pompei, allt að 20 metra þykkt.

Gleymt og grafið

Þótt okkur sem nú lifum þyki það und­ar­legt voru bæði Pompei og Herkúla­neum nán­ast gleymd öldum sam­an. Vitað var að þessi bæir hefðu graf­ist í ösku en þar við sat. Það var ekki fyrr en um miðja 18. öld að forn­leifa­fræð­ingar fóru að sýna Pompei og Herkúla­neum áhuga. Það var forn­leifa­fræð­ing­ur­inn Giuseppe Fior­elli sem hóf skipu­legan upp­gröft í Pompei. Rann­sóknir hans sýndu að föt og hlutir höfðu ekki brunnið og það þótti sanna að gasið, en ekki hit­inn, hefði gert út af við fólk­ið.

Í Herkúla­neum var hins vegar allt brunnið sem brunnið gat. Þar var það hit­inn sem varð fólki að bana.

Hér sést hluti innréttinga á skyndibitastað í Pompei. Mikið lagt í skreytingarnar. Mynd: Parco archeologico di Pompei.

Sífellt fleira kemur í ljós

Þótt nú séu 1942 ár síðan Pompei og Herkúla­neum gróf­ust í ösku er stöðugt unnið að rann­sóknum og upp­grefti. Einkum í Pompei enda bær­inn stærri og eyði­legg­ingin minni, eins og áður var sagt. Og sífellt kemur fleira í ljós. Seint í des­em­ber á síð­asta ári greindu fjöl­miðlar frá því að vís­inda­menn hefðu grafið upp mat­sölu­stað í borg­inni, nánar til­tekið það sem við í dag köllum skyndi­bita­stað. Þar fund­ust leifar af svín­um, anda- og geita­bein, sniglar og fleira. Ótrú­lega heil­legar veggskreyt­ingar og eld­stæði bera vott um að ekk­ert hafi verið til spar­að. Fyrir mán­uði, í lok febr­úar birt­ust fréttir af hest­vagni, sem fund­ist hafði í næsta nágrenni Pompei. Sér­fræð­ingar sögðu vagn­inn, sem væri ótrú­lega heil­leg­ur, greini­lega hátíð­ar­vagn sem not­aður hefði verið í skrúð­göngum og við sér­stök tæki­færi.

Sér­fræð­ingar segja að þótt margt for­vitni­legt hafi komið upp í Pompei megi full­yrða að enn leyn­ist margt í ösk­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent