EPA

Hvar eru bóluefnin?

Bóluefni gegn COVID-19 voru þróuð á hraða sem jafnast á við kraftaverk í vísindunum. En hvar er kraftaverkið sem þarf til framleiðslu þeirra og dreifingar? Það þarf reyndar ekkert kraftaverk, aðeins einbeittan samstarfsvilja og mannúð.

Það liðu aðeins nokkrar vik­ur, dagar jafn­vel, frá því að búið var að rað­greina veiruna sem var að valda alvar­legu lungna­bólg­unni í Kína þar til vís­inda­fólk fór að rétta upp hönd og segja: Við erum byrjuð að þróa bólu­efni! Og það liðu aðeins nokkrir mán­uðir til við­bót­ar, vikur jafn­vel, þar til farið var að prófa þessi bólu­efni á fólki. Á þús­undum manna víða um heim.

Í haust var svo hið ótrú­lega komið á dag­inn: Mörg bólu­efni lof­uðu góðu í bar­átt­unni við þennan vágest. Tugir þeirra voru þróuð og próf­uð; allt frá Kína til Banda­ríkj­anna og Rúss­landi til Bret­lands. Við þessi stór­kost­legu tíð­indi and­aði heims­byggðin létt­ar. Þetta var að verða búið. Brátt kæmi frelsið, heið­skír blár him­inn eftir miss­eri óveð­urs­skýja og eld­inga.

Fyrstu skammtar bólu­efna voru var­færn­is­lega fluttir heims­horna á milli í lok árs. Tekið var við send­ing­unum með við­höfn. Fyrsta fólkið fékk sprautu að við­stöddum fjöl­miðl­um. Stór stund var runnin upp.

Auglýsing

Nú fer að nálg­ast mars­lok. Og þriðju og fjórðu bylgj­urnar skella af alefli á tugum þjóða. Ein­hverra hluta vegna gengur bólu­setn­ing jarð­ar­búa mun hægar en við áttum von á. Hvað í ósköp­unum skýrir það?

Of miklar vænt­ing­ar?

Milli­ríkja deilur vegna bólu­efna­samn­inga?

Hrá­efna­skort­ur?

Eru þau strand í Súes-­skurð­in­um?

Blanda af þessu öllu?

Eða kannski eitt­hvað allt ann­að?

Stóra spurn­ingin er: Hvað þarf til að bólu­setja okkur öll með tölu gegn COVID-19?

Þó að við séum óþol­in­móð og dæsum yfir því fá ekki spraut­una okkar má ekki gleyma því að á aðeins örfáum mán­uðum hefur lyfja­fyr­ir­tækjum tek­ist að fram­leiða hund­ruð millj­óna skammta af bólu­efnum við COVID-19. En, hin kalda stað­reynd er sú, að það þarf millj­arða slíkra til að ná hinu eft­ir­sótta hjarð­ó­næmi – og því fyrr því betra. Á meðan því er ekki náð, og veiran þvælist með sína ban­eitr­uðu brodda manna á milli, breyt­ist hún og getur þróað með sér eig­in­leika sem eru ekki eft­ir­sókn­ar­verð­ir; orðið meira smit­andi og jafn­vel hættu­legri. Dæmin um þetta eru þegar komin fram á sjón­ar­svið­ið. Og hinu breska afbrigði skolað alla leið upp að Íslands­ströndum með til­heyr­andi veik­indum hjá fólki, jafn­vel börn­um.

Í byrjun mánaðarins höfðu verið framleiddir yfir 400 milljónir skammta af bóluefni á heimsvísu.
EPA

Lyfja­fram­leið­endur hafa full­yrt að þeir geti fram­leitt nóg af bólu­efni til að bólu­setja bróð­ur­part jarð­ar­búa fyrir árs­lok. En þá voru þeir ekki að gera ráð fyrir að babb gæti komið í bát­inn – babb sem þeir ráða ekki við eins og póli­tískar ákvarð­anir sem tefja dreif­ingu, að sett séu útflutn­ings­bönn á bólu­efni frá ákveðnum stöðum og til ákveð­inna staða og svo það sem kannski hæst rís: Að auð­ug­ustu ríki jarðar ham­stri alla þá skammta sem þau koma höndum yfir. Að hinn vest­ræni heimur hafi tryggt sér samn­inga um mik­inn meiri­hluta allra bólu­efna sem fram­leidd verða í nán­ustu fram­tíð.

Þessi skekkja hefur orðið til þess að krafan um að lyfja­fyr­ir­tækin afsali sér einka­leyfum svo að fátæk­ari ríki geti fram­leitt sitt eigið bólu­efni, hefur gerst hávær­ari. Þau ríki sem þessa kröfu­göngu leiða eru Ind­land og Suð­ur­-Afr­íka sem telja sig full­fær um að fram­leiða bólu­efni fjarri höf­uð­stöðvum lyfj­arisa í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu.

En þegar spurt er stórra spurn­inga á borð við: Hvað geta þessi lyfja­fyr­ir­tæki í raun og veru fram­leitt mikið af bólu­efni eru svörin ekki jafn skýr og ætla mætti í heims­far­aldri.

Auglýsing

Lyfja­iðn­að­ur­inn sam­anstendur ekki aðeins af lyfja­fyr­ir­tækjum – fyr­ir­tækj­unum sem merkja sér loka­vör­una – í þessu til­felli bólu­efn­ið. Innan hans starfa fjöl­mörg og alls­konar fyr­ir­tæki og aðilar sem sér­hæfa sig í ákveðnum þáttum fram­leiðsl­unn­ar, hvort sem það er í að útvega hrá­efni, steypa litlu lyfjaglösin eða hanna umbúð­irnar sem þau eru svo flutt í. Það eru sem sagt margir og ólíkir hlekkir í fram­leiðslu­keðj­unni.

Rasmus Bech Han­sen, fram­kvæmda­stjóri Airfini­ty, bresks fyr­ir­tækis sem sér­hæfir sig í að greina gögn er tengj­ast lyfja­iðn­að­in­um, segir að þrátt fyrir að iðn­að­ur­inn haldi spil­unum nokkuð þétt að sér hvað fram­leiðslu­getu á alþjóða­vísu varði, eigi hann ekki von á öðru en að fram­leiðslan muni stigaukast næstu mán­uði.

Tregða og tafir

Það hafa jú verið nokkrir flösku­hálsar hingað til. Og þeir tengj­ast ekki aðeins skorti á litlu lyfjaglös­unum (sem þó hefur skýrt ákveðnar tafir).

Í byrjun mars höfðu 413 millj­ónir skammtar af bólu­efni gegn COVID-19 verið fram­leiddir í heim­inum sam­kvæmt grein­ingu Airfini­ty. Spár fyr­ir­tæk­is­ins gera ráð fyrir að í lok árs verði búið að fram­leiða um 9,5 millj­arða skammta. Þetta er nokkuð lægri tala en grein­ing­ar­sér­fræð­ingar við Duke-há­skóla í Norð­ur­-Kar­ólínu komust að í sinni spá nýver­ið. Þeir vildu meina að skammt­arnir yrðu nær 12 millj­örð­um.

EPA

Andrea Taylor, sem leiddi rann­sókn Duke-há­skóla, hefur þegar dregið í land og segir í við­tali við vís­inda­tíma­ritið Nat­ure að lík­lega muni millj­arð­arnir tólf ekki nást fyrr en ári síðar – í árs­lok 2022. „Fram­leiðslu­keðj­urnar gætu rofnað og lönd gætu ógnað dreif­ing­unni með því að setja hömlur á útflutn­ing bólu­efna,“ segir hún og bendir á að sú staða sé þegar komin upp hvað varðar Evr­ópu­sam­band­ið.

Að búa til bólu­efni er ekki eins og að baka pönnu­kök­ur. Upp­skriftin er tölu­vert flókn­ari. Til fram­leiðsl­unnar eru not­aðir yfir 200 hlutir sem oft eru fram­leiddir sitt í hverju land­inu. Þetta eru m.a. hin áður­nefndu litlu lyfjaglös sem og síur, kvoð­ur, gúmmí og einnota plast­pokar – svo aðeins örfá atriði séu nefnd. Ef ein­hver vand­ræði koma upp varð­andi öflun ein­hverra þess­ara yfir 200 hluta getur það sett alla keðj­una á hlið­ina. Og allra dreif­ing­ar­á­ætl­anir lyfja­fyr­ir­tækj­anna úr skorð­um. Eins og dæmin hafa þegar sann­að.

Erf­ið­ara er að ráða við suma þessa þætti en aðra. En þó eru ákveðnir þættir í ferl­inu sem ætti að vera hægt að stjórna vel en hefur valdið hnökrum hingað til. Einn þeirra felst í þeirri aðgerð að fylla litlu lyfjaglösin með bólu­efn­inu.

Auglýsing

Stefnu­móta­síða fyrir fram­leið­endur

Það hljómar kannski und­ar­lega, í miðjum heims­far­aldri, að bólu­efni séu send landa á milli, í þessa verk­smiðju en ekki hina, til að ljúka þessum mik­il­væga loka­á­fanga fram­leiðsl­unn­ar. Sér­fræð­ingar Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar hafa bent á að þetta ætti alls ekki að þurfa að vera vanda­mál, hægt sé að kom­ast algjör­lega hjá því. Mörg fyr­ir­tæki sem fram­leiða spraut­ulyf geti komið að mál­um, fyllt litlu glæru glösin með drop­unum dýr­mætu. Stofn­unin hefur meira að segja útbúið lista með nöfnum fleiri hund­ruð fyr­ir­tækja og verk­smiðja um allan heim sem gætu gert þetta. Hún hefur nú sett á lagg­irnar nokk­urs konar stefnu­móta­síðu til að tengja þessar verk­smiðjur við fram­leið­endur bólu­efn­anna.

Sögu­legt sam­starf

Það er þó ekki þannig að lyfja­fyr­ir­tækin vilji halda öllum þráðum hjá sér og ekki vinna með neinum öðr­um. Heldur betur ekki. Lík­lega hefur sam­starf þeirra á milli aldrei verið meira. Í grein Nat­ure um þetta eru tekin nokkur dæmi: Merck er að fram­leiða bólu­efni fyrir einn sinn helsta keppi­naut, John­son & John­son. GSK og Novartis hafa bæði tekið að sér fram­leiðslu á bólu­efn­inu Curevac. Slíkt sam­starf á sér enga hlið­stæðu í sög­unni að sögn sér­fræð­inga í þessum efn­um.

Og lyfja­fyr­ir­tækin hafa gert samn­inga við verk­smiðjur um að fylla á glösin þó að þau mættu vissu­lega vera fleiri og víðar í heim­in­um. Lík­lega hefur lyfja­fyr­ir­tækið Astr­aZeneca, sem fram­leiðir bólu­efnið sem þróað var við Oxfor­d-há­skóla, náð einna bestum og víð­tækustum árangri á þessu sviði. Fyr­ir­tækið hefur samið við 25 fyr­ir­tæki í fimmtán löndum um fram­leiðslu á um 2,9 millj­örðum skammta. Stærsti samn­ing­ur­inn er við fyr­ir­tæki á Ind­landi.

Tugir bóluefna eru í þróun. Hvort þau enda öll á markaði er annað mál.
EPA

Einn annar þáttur sem tafið hefur fram­leiðsl­una og orðið til þess að ekki er hægt að marg­falda fram­leiðslu t.d. bólu­efna Pfizer og Moderna á örskots­stund hefur með gerð þeirra að gera. Þau byggja á mRNA-­tækni (erfða­efni í fitu­ögn en engin veira) sem aldrei áður hefur verið beitt. Bólu­efnin eru mjög örugg og virka vel – en þekk­ingin á fram­leiðsl­unni er enn sem komið er af skornum skammti. Það vantar ein­fald­lega fleiri sér­fræð­inga til að flýta fyr­ir.

Þetta er þó ekki helsti vegg­ur­inn sem mRNA-­bólu­efnin hafa lent á. Staðið hefur á fram­leiðslu ýmissa sér­tækra hrá­efna. Það skýrist aftur af því að hingað til hafa aðeins örfá fyr­ir­tæki fram­leitt þessi til­teknu efni og alls ekki í því magni sem þarf til. Sum hafa verið treg til að veita öðrum leyfi til að fram­leiða efn­in. Þau halda mörg hver fast um einka­leyf­in.

Í grein Nat­ure er tekið dæmi sem í fáum orðum er þetta: Til að koma í veg fyrir að manns­lík­am­inn hafni ekki hluta erfða­efnis veirunnar sem not­aður er í bólu­efnið þarf ákveðið sér­tækt efni sem aðeins eitt fyr­ir­tæki í heim­inum er með einka­leyfi fyr­ir. Sömu sögu er að segja um nokkur önnur ein­stök hrá­efni; aðeins örfá fyr­ir­tæki halda á einka­leyf­un­um. Flest þess­ara fyr­ir­tækja eru sann­ar­lega að auka við fram­leiðslu­getu sína, byggja jafn­vel nýjar verk­smiðjur eða fá að borð­inu aðra sem geta tekið fram­leiðsl­una að sér.

Auglýsing

Þegar stofn­anir og fyr­ir­tæki hófu að þróa bólu­efni sín áttu þau í litlum vand­ræðum með að nálg­ast fé til verks­ins. Minna var hugað að sjálfu fram­leiðslu­ferl­inu, segir Drew Weissman, sér­fræð­ingur í RNA-líf­tækni við háskól­ann í Penn­syl­van­íu. Sjálfur kom hann að þróun bólu­efnis Pfiz­er-BioNTech. Fyr­ir­tæk­ið, og einnig Moderna sem þró­aði svipað bólu­efni, hóf þegar í febr­úar á síð­asta ári að reyna að tryggja sem flesta þætti fram­leiðsl­unnar en þau höfðu lítið vald yfir hrá­efna­fram­leiðsl­unni, að sögn Weissm­an. „Kannski hefðu stjórn­völd átt að nota völd sín til að krefja ákveðin fyr­ir­tæki til að fram­leiða meira af þessum hrá­efn­um, en það var kannski mikil til­ætl­un­ar­semi á meðan bólu­efnið var enn í þróun og hafði ekki fengið mark­aðs­leyf­i.“

Ell­efu millj­arðar skammta

Til að bólu­setja 70 pró­sent jarð­ar­búa þarf að minnsta kosti 11 millj­arða skammta af bólu­efni, miðað við að hver ein­stak­lingur þurfi tvo skammta. Fyrr mun hjarð­ó­næmi heims­byggð­ar­innar ekki nást. Rík lönd, sem í býr um fimmt­ungur mann­kyns, hafa tryggt sér um 6 millj­arða skammta. Á meðan hefur restin af heim­inum og mik­ill meiri­hluti, aðeins tryggt sér um 2,6 millj­arða skammta. Inni í þeirri tölu eru þeir skammtar sem koma munu í gegnum alþjóða­sam­starfið COVAX. Þetta er ein helsta ástæða þess að hjarð­ó­næmi mann­kyns mun ekki nást fyrr en í fyrsta lagi að tveimur árum liðn­um. Og þetta er sömu­leiðis ein helsta ástæða þess að brýnt er að aflétta einka­leyfum í fram­leiðslu svo að hægt sé að búa til bólu­efnin í við­ur­kenndum verk­smiðjum hvar sem er í heim­in­um. Skelfi­leg reynsla af lyfi við HIV ætti að vera öllum víti til varn­að­ar. Það var fram­leitt í hinum vest­ræna heimi og fyrst og fremst notað í hinum vestræna heimi. Fleiri ár liðu þar til notkun þess varð útbreitt í Afr­íku sem varð til þess að HIV-far­ald­ur­inn náði þar gríð­ar­legri útbreiðslu og kost­aði – og kostar enn – ótal manns­líf.

Beðið eftir bólusetningu í Nepal.
EPA

Ekki eru allir á því að þetta sé góð lausn og bent er á að fram­leiðsla bólu­efnis sé mun flókn­ari og við­kvæm­ari en vel­flestra lyfja. Banda­rík­in, Bret­land og Evr­ópu­sam­bandið hafa því verið hik­andi við að hvetja til aflétt­ingar einka­leyf­anna. Sömu sögu er að segja um stóru lyfja­fyr­ir­tæk­in. Þessir aðilar telja það hvorki nauð­syn­legt né eft­ir­sókn­ar­vert að fara þá leið þegar bólu­efni gegn COVID-19 á í hlut. Í Afr­íku sé t.d. hvorki tækni­þekk­ingin né aðbún­að­ur­inn fyrir hendi sem til þurfi. Sumir vilja því frekar fara þá leið að bólu­efna­fram­leið­endur semji sjálfir við önnur fyr­ir­tæki um fram­leiðslu til að marg­falda hana. Þannig yrði gerður „til­flutn­ingur á tækni­þekk­ingu“ til þess að ná sama árangri og með aflétt­ingu einka­leyf­anna. Bent hefur verið á að þetta sé þegar farið að eiga sér stað. Fyr­ir­tæki að semja við keppi­nauta – eins og fyrr er get­ið.

Það eru því ekki aðeins ljón á sléttum Afr­íku heldur einnig í veg­inum fyrir því að þessi heims­álfa þar sem yfir einn millj­arður manna býr, fái bólu­efni á sama hraða og búast má við að verði raunin í vel­meg­un­ar­ríkj­unum í vestri. Þar voru fyrstu skammt­arnir í gegnum COVAX-­sam­starfið afhentir í byrjun mars. Það sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin ótt­ast nú mest er að tafir verði á frek­ari afhend­ingu til álf­unn­ar. Þeir 20 milljón skammtar sem þegar eru þangað komnir voru fljótir að klár­ast.

Auglýsing

Þar sem öflun heilsu­fars­upp­lýs­inga er þar víð­ast óáreið­an­leg er lítið hægt að full­yrða um stöðu far­ald­urs­ins. Meiri­hluti Afr­íku­búa á ekki greiðan aðgang að heilsu­gæslu, hvað þá sér­hæfðri lækn­is­þjón­ustu. Flestar þjóð­irnar eru ung­ar, það eru mörg börn og margt ungt fólk. Fólks­fjölgun hefur verið hröð síð­ustu ára­tugi og lífslíkur fólks víð­ast ekki á pari við það sem þekk­ist í t.d. Evr­ópu. Allt þetta gæti skýrt af hverju Afr­íka virð­ist á grænni grein í augna­blik­inu ef horft er aðeins til stað­festra smita og dauðs­falla.

Engu að síður hafa sum Afr­íku­lönd ákveðið að deila með sér og gefa nágrönnum sínum skammt­ana sem þau hafa feng­ið. Rúss­land, Ind­land og Kína hafa selt og gefið bólu­efni til Afr­íku­landa. Sömu sögu er t.d. að segja um Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin sem í krafti fjár­muna tryggðu sér hraða afhend­ingu bólu­efna. Og nóg af þeim. Senegal keypti bólu­efni frá Kína og gaf svo hluta þess til Gamb­íu, litla lands­ins sem klífur suð­ur­hluta Senegal, með landa­mæri sem dregin voru upp af nýlendu­herrum síð­ustu ald­ar.

Alþjóða rauði kross­inn hefur reiknað út að ESB, Banda­ríkin og Bret­land gætu, ef þau vildu, komið í veg fyrir hörm­ungar vegna far­ald­urs­ins í þeim 20 ríkjum heims­ins sem útsett­ust eru fyrir slíku. Þrettán þeirra eru í Afr­íku. Ef allir þeir auka­skammtar sem þessi auð­ugu vest­rænu ríki hafa samið um, umfram þann fjölda sem þarf til að bólu­setja íbúa þeirra, væri hægt að bólu­setja alla íbúa Afr­íku, sextán ára og eldri.

Fjöldagrafir grafnar í Manaus í Brasilíu þar sem faraldurinn hefur verið sérlega skæður, rétt við Amazon-frumskóginn.
EPA

Bólu­efna­fram­leið­endur telja að stríð­inu um bólu­efnin verði sjálf­hætt þegar fram­leiðslan kemst á gott ról og sífellt fleiri efni munu bæt­ast inn á mark­að­inn. Í Banda­ríkj­unum hefur fram­leiðslan verið marg­földuð á örfáum vikum og ef allt gengur eftir verður búið að fram­leiða bólu­efni fyrir alla þjóð­ina í lok maí. Bólu­efna­fram­leið­end­urnir vilja vita hvernig þeir eigi að haga sínum málum þegar því mark­miði Bidens for­seta verður náð. Hvað á þá að gera við bólu­efn­in?

Miðað við þá stað­reynd að ¾ hlutar af öllu bólu­efni sem selt hefur verið til þessa hefur farið til aðeins tíu landa mætti ætla að svarið lægi í augum uppi. Ekki síst í ljósi þess að um þrjá­tíu ríki heims hafa ekki enn fengið einn ein­asta skammt.

Engu að síður er þessi spurn­ing að vefj­ast fyrir stjórn­völdum og ráð­gjöfum þeirra vestra. Á að safna bólu­efni? Til að við­halda vörn lands­manna? Lík­lega mun þurfa svo­kallað „bú­st“ til að við­halda ónæmi fólks. Á kannski að breyta bólu­efn­inu lít­il­lega til að verj­ast nýjum afbrigðum bet­ur? Fram­leiða næsta umgang? Næstu COVID-flensu sprautu? Svo Banda­ríkja­menn þurfi ekki að veikj­ast af hinu breska.

Hvað á að gera við bólu­efn­in?

Í ítar­legri grein New York Times um málið eru ýmis rök stjórn­valda, um að safna bólu­efni fyrir sitt land, tínd til. Ein varða einmitt breska afbrigðið sem virð­ist leggj­ast þyngra á börn en önn­ur. Þá þarf að bólu­setja banda­rísk börn. Rann­sóknir á bólu­setn­ingu þeirra eru skammt á veg komn­ar.

Ef selja á eða gefa bólu­efni til ann­arra ríkja, hver eiga þau þá að vera?

Biden hefur sagt það sína frum­skyldu að koma Banda­ríkja­mönnum til aðstoð­ar. En þrýst­ingur á að gefa af sér til ann­arra og fátæk­ari þjóða fer vax­andi. Helsti sér­fræð­ingur lands­ins í smit­sjúk­dómum og ráð­gjafi stjórn­valda, Ant­hony Fauci, hefur sagt að þegar Banda­ríkja­menn hafi „náð tökum á far­aldr­in­um“, sem hefur leikið þjóð­ina sér­lega grátt, muni „aug­ljós­lega“ verða til auka­skammtar í fram­tíð­inni og verið sé að skoða það af fullri alvöru að gera þá aðgengi­lega öðru löndum sem þarfn­ist þeirra.

Bólu­efna­fram­leið­endur vilja svör strax. Svo ekki komi annað babb í bát­inn. Svo fram­leiðslu­keðjan hald­ist óslit­in. Hvort sem nið­ur­staðan verður sú að nota bólu­efnið í Banda­ríkj­unum eða ann­ars staðar þarf hún að liggja fyrir sem fyrst. Ekki er hægt að sitja á skömmtum og láta þá eyði­leggj­ast. Þeir hafa aðeins ákveðið geymslu­þol. Það mun skýr­ast brátt hvort standa muni ein­fald­lega: „Best fyr­ir: Banda­rík­in“ á litlu lyfjaglös­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar