Andstæðingur samkynja hjónabanda vill verða leiðtogi allra Ítala

Hún stofnaði stjórnmálaflokk sem á rætur að rekja til flokks sem stofnaður var úr rústum fasistaflokks Mussolini. En hún segir ítalskan fasisma heyra sögunni til. Giorgia Meloni verður fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu.

Giorgia Meloni verður fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Ítalíu.
Giorgia Meloni verður fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Ítalíu.
Auglýsing

„Ég er Giorgia, ég er kona, ég er móð­ir, ég er ítölsk, ég er krist­in,“ sagði Giorgia Meloni, leið­togi Bræðra­lags Ítal­íu, á kosn­inga­fundi í Róm árið 2019.

Meloni er í lyk­il­stöðu eftir þing­kosn­ingar á Ítalíu um síð­ustu helgi. Meloni verður fyrsta konan sem gegnir emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu. Þetta er augna­blik sem Meloni hefur beðið frá því að hún var póli­tískur aðgerðasinni á tán­ings­aldri í verka­manna­hverfi í Róm.

En hver er Giorgia Meloni, fyrir utan að vera ítölsk, krist­in, móð­ir?

Meloni er mælsk og bein­skeytt í tali, með sterkan Róm­ar­hreim og kald­hæð­inn húmor. Hún fædd­ist 15. jan­úar 1977 í Róm. Faðir henn­ar, Francesco, var frá Sar­diníu og móðir henn­ar, Anna, frá Sikiley. Meloni á eldri syst­ur, Ariönnu, og voru þær ungar að árum þegar faðir þeirra fór frá fjöl­skyld­unni og flutti til Kanarí­eyja með ást­konu sinni. Syst­urnar ólust því að mestu leyti upp hjá ein­stæðri móður og flutt­ust þær til úthverf­is­ins Gar­batella í Róm þar sem móð­ur­afi hennar og amma voru búsett.

Auglýsing
Faðir hennar var vinstri­s­inn­aður en móðir hennar aðhyllt­ist hægriás stjórn­mál­anna, sem hefur ýtt undir get­gátur þess efnis að hvati að póli­tísku veg­ferð Meloni hafi að hluta til falist í því að ná fram hefndum á föður hennar sem yfir­gaf fjöl­skyld­una.

15 ára gömul gekk Meloni til liðs við ung­liða­hreyf­ingu Ítölsku sam­fé­lags­hreyf­ing­unnar (Movi­mento Soci­ale Itali­ano - MSI), ný-fasísks stjórn­mála­flokks, sem stofn­aður var úr rústum fas­ista­flokks Benito Mus­sol­ini af gömlum stuðn­ings­mönnum hans árið 1946, eftir að Fas­ista­flokk­ur­inn hafði verið bann­að­ur.

19 ára gömul varð hún for­maður stúd­enta­hreyf­ingar Þjóð­ar­banda­lags­ins, sem átti rætur sínar að rekja til MSI. Þar kynnt­ist hún Marco Marsilio, sem í dag er for­seti Abruzzo-hér­aðs, og varð hann fljótt hennar banda­maður í stjórn­mál­um.

„Hún var eft­ir­tekt­ar­verð. Á hverjum ein­asta fundi stöðv­aði hún hvern þann sem dirfð­ist að taka af henni hljóð­nem­ann,“ segir Marsilio.

17 ára Meloni sagði Mus­sol­ini „góðan stjórn­mála­mann“

Það var á þessum árum, eða þegar Meloni var 17 ára, sem hún lét þau orð falla að Mus­sol­ini hefði verið „góður stjórn­mála­mað­ur“. „Allt sem hann gerði, gerði hann fyrir Ítal­íu,“ sagði Meloni í sjón­varps­við­tali. Í dag segir hún að að um glópsku frá hennar yngri árum sé að ræða.

Meloni vann fyrir sér sem þjónn, bar­þjónn á næt­ur­klúbbi og barn­fóstra á náms­ár­un­um. Menntun hennar hefur reyndar verið til umræðu fyrir þær sakir að ekki liggur ljóst fyrir hvers konar menntun hún hefur í raun og veru lok­ið. Sjálf seg­ist hún hafa útskrif­ast með hæstu ein­kunn af mála­braut Amerigo Vespucci-­mennta­skól­ans í Róm en við eft­ir­grennslan fjöl­miðla kom í ljós að við þann skóla er engin mála­braut, heldur er um tækni­skóla að ræða, með sér­hæf­ingu í ferða­manna­iðn­aði.

Árið 1998 var hún kjörin í borg­ar­ráð Róm­ar. Þar með var stjórn­mála­fer­ill­inn form­lega haf­inn og átta árum síðar tók hún sæti í neðri deild ítalska þings­ins (Camera dei deputati) fyrir Þjóða­banda­lag­ið, þá 29 ára göm­ul. Sama ár hóf hún störf sem blaða­mað­ur.

Yngsti ráð­herra Ítalíu í rík­is­stjórn Berlusconi

Tveimur árum síðar varð hún ráð­herra mál­efna ung­menna í fjórðu rík­is­stjórn Sil­vio Berlusconi og þar með yngsti ráð­herr­ann í sögu Ítal­íu, 31 árs göm­ul. Óhætt er að segja að hún hafi skorið sig úr meðal grá­hærðra karla. Ljós­hærð, græn­eyg og hvít­klædd, en Meloni klædd­ist iðu­lega hvítri dragt hvar sem hún kom fram, nokkuð sem frama­konur víðs vegar í heim­inum hafa tamið sér í vald­efl­ing­ar­skyni.

Meloni var ráð­herra í þrjú ár, þar til Berlusconi sagði loks af sér vegna ítrek­aðra spill­ing­ar­mála.

Ítalía og Ítalir framar öllu

Meloni tók þátt í stofnun Bræðra­lags Ítalíu árið 2012 og hefur verið leið­togi flokks­ins frá 2014. Þá hefur hún verið for­seti flokka­hóps sjálf­stæð­is- og end­ur­bóta­sinna (European Conservati­ves and Reformists - ECR) á Evr­ópu­þing­inu frá 2020.

Giorgina Meloni þakkar fyrir stuðninginn í þingkosningunum. Mynd: EPA

Nafn flokks­ins, Bræðra­lag­ið, er vísun í ítalska þjóð­söng­inn, sem hefst á þessum orð­um, Fra­telli d’Italia, og slag­orð flokks­ins, Ítalía og Ítalir framar öllu, hefur Meloni túlkað sem svo að fari eigi eftir ítölskum gild­um, til að mynda að kjarna­fjöl­skyldan skiptir máli. Kjarna­fjöl­skylda sem sam­anstendur af móð­ur, föður og börnum sem búa á saman á einu heim­ili.

Til­kynnti óléttu á meðan hún mót­mælti ætt­leið­ingum sam­kynja para

Meloni er á móti hjóna­böndum sam­kyn­hneigðra og að sam­kynja pör fái að ætt­leiða börn. Í jan­úar 2016 tók hún þátt í mót­mæl­um, „Fjöl­skyldu­deg­in­um“, þar sem ætt­leið­ingum sam­kynja para var mót­mælt.

Hún nýtti einnig tæki­færið á mót­mæl­unum til að til­kynna að hún ætti von á sínu fyrsta barni, með sam­býl­is­manni sínum Andrea Giambruni, fjöl­miðla­manni hjá Medi­a­set, sem er í eigu Berlusconi. Þau eign­uð­ust dótt­ur­ina Ginervu 16. sept­em­ber 2016. Meloni og Giambruni eru ekki gift og hafa spurn­ingar vaknað þess efnis hvort það gangi ekki gegn gildum Meloni, það er kristnu gild­unum og kjarna­fjöl­skyld­unni?

Kannski eng­inn Mus­sol­ini, en hvað með Trump?

Meloni hefur til­einkað sér fleiri slag­orð en slag­orð Bræðra­lags­ins. Í kosn­inga­bar­átt­unni mátti sjá aug­lýs­inga­skilti frá Bræðra­lag­inu með slag­orð­inu “Pronti a risollevare l’Italia” eða: Reiðu­búin að gera Ítalíu stór­feng­lega á ný. Hljómar kannski kunn­ug­lega?

Því hefur einmitt verið velt upp hversu hægrisinn­uð, eða jafn­vel öfga­kennd, Meloni raun­veru­lega er. „Hún er kannski eng­inn Mus­sol­ini - en hún gæti verið Trump,“ segir í frétta­skýr­ingu The Guar­dian. Þar er farið yfir þá stöðu sem stjórn­mála­skýrendur er nú í, að greina hvort Meloni sé fas­isti, nýfas­isti (e. neofascist) eða síð­fas­isti (e. post-fascist)?

Sjálf segir Meloni að ítalskur fas­ismi heyri sög­unni til. Hún skil­greinir Bræðra­lag Ítalíu sem íhalds­flokk en flokknum hefur ítrekað verið lýst sem fas­ista­flokki þar sem auð­velt er að rekja rætur hans til MSI og banda­manna Mus­sol­ini.

Fasískir angar innan Bræðra­lags­ins

Póli­tískar rætur Bræðra­lags­ins liggja í MSI, sem reis upp úr ösku fas­isma Mus­sol­ini. Fljót­lega eftir að nið­ur­stöður kosn­ing­anna lágu fyrir var farið að tala um að nú tæki við hægri­s­inn­að­asta rík­is­stjórn Ítalíu frá lokum seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Ein­kenn­is­merki flokks­ins er logi í ítölsku fána­lit­un­um, logi sem hefur verið túlk­aður sem eld­ur­inn sem reis af gröf Mus­sol­ini.

„Gi­orgia Meloni vill ekki segja skilið við merkið þar sem hún getur ekki sagt skilið við það sem það tákn­ar; æsku henn­ar,“ segir Gianluca Passarelli, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Sapi­enza-há­skól­ann í Róm.

„Flokk­ur­inn hennar er ekki fas­ista­flokk­ur,“ segir Pass­arrelli. „Fas­ismi merkir að kom­ast til valda og eyði­leggja stjórn­kerf­ið. Hún mun ekki gera það og gæti það raunar ekki. En það eru angar innan flokks­ins sem teygja sig í átt­ina að ný-fas­ista hreyf­ing­unni. Hún hefur alltaf stað­sett sig þar á milli.“

Meloni hefur áhuga á öðru en stjórn­mál­um. 11 ára gömul las hún Hringa­drótt­ins­sögu og dróst fljótt inn í ævin­týra­heim Tolkien og ann­arra fantasíu­bóka, nokkuð sem hún á sam­eig­in­legt með fólki með svip­aðar stjórn­mála­skoð­an­ir, nefni­lega fas­isma. Þá er hún ein­skær áhuga­mann­eskja um dreka.

Úr tveimur pró­sentum í 26 á ára­tug

Bræðra­lagið byrj­aði sem smár stjórn­mála­flokkur fyrir ára­tug en er skyndi­lega orð­inn stærsti flokk­ur­inn á ítalska þing­inu.

Í fyrstu þing­kosn­ing­unum sem Bræðra­lagið bauð fram, árið 2013, fékk flokk­ur­inn aðeins tvö pró­sent atkvæða. Í kosn­ing­unum árið 2018 var stuðn­ing­ur­inn fjögur pró­sent en í dag er Bræðra­lagið stærsti flokk­ur­inn á ítalska þing­inu, með 26 pró­sent atkvæða kjós­enda á bak­við sig. Því má ef til vill þakka að flokk­ur­inn er eini stóri flokk­ur­inn á þing­inu sem var ekki hluti af þjóð­stjórn Mario Drag­hi, sem féll síð­asta sum­ar.

Þegar úrslit kosn­ing­anna voru ljós sagði Meloni ítalska kjós­endur vera að senda skýr skila­boð um hægri stjórn undir stjórn Bræðra­lags­ins auk Lega sem leiddur er af Matteo Sal­vini og Forza Italia, flokki Sil­vio Berlusconi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Á meðan Bræðra­lagið bætti hressi­lega við fylgi sitt dróst fylgi flokka Sal­vini og Berlusconi sam­an. Saman ná flokk­arnir þó 43 pró­sent fylgi sem nægir þeim til að tryggja meiri­hluta í báðum deildum þings­ins.

Matteo Salvini, Silvio Berlusconi og Giorgina Meloni verða leiðandi í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Mynd: EPA

Ætlar að verða leið­togi allra

Ör stjórn­ar­skipti hafa ein­kennt ítölsku stjórn­mál frá lokum seinni heims­styrj­ald­ar­innar þegar lýð­ræði var komið á og verður rík­is­stjórn Meloni sú sjö­tug­asta í röð­inni frá 1945, og eins og áður hefur komið fram, sú hægri­s­inn­að­asta.

Meloni var hóf­söm í sig­ur­ræðu sinni, nokkuð sem hún tamdi sér engan veg­inn í kosn­inga­bar­átt­unni sjálfri. Hún seg­ist ætla að verða leið­togi allra og hún ætlar ekki að svíkja traust kjós­enda.

Meðal stefnu­mála sem Meloni lagði áherslu á í kosn­inga­bar­átt­unni voru skatta­læk­an­ir, lokun landamæra fyrir straumi inn­flytj­enda, auk þess sem hún vill sporna gegn því sem hún hefur kallað „lobbí­isma hinsegin fólks“. Þá hefur hún sagst vera á móti fjöl­menn­ingu og hefur verið sökuð um andúð gegn útlend­ing­um.

Það verður því að telj­ast ólík­legt að henni tak­ist það sem hún ætlar sér: Að vera leið­togi allra. En það völdu hana ekki allir Ítal­ir, að minnsta kosti ekki hinsegin fólk, sem ótt­ast að Meloni og Bræðra­lagið fari fyrir nýrri rík­is­stjórn.

Meðal spurn­inga sem stjórn­mála­skýrendur spyrja þessa dag­ana er hvort Meloni muni nýta þá leið­andi stöðu sem hún er komin í til að tryggja sér, og Bræðra­lag­inu, langvar­andi for­ystu í lands­mál­um. Tím­inn einn mun leiða það í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar