Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.

Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Auglýsing

Það veit eng­inn með vissu hversu mikið gas var inni í leiðsl­unum Nord Str­eam 1 og 2 sem liggja um Eystra­saltið milli Rúss­lands og Þýska­lands og eru nú orðnar götótt­ar. Ekk­ert flæði gass var um þær er spreng­ingar urðu og fjögur göt mynd­uð­ust fyrr í vik­unni. Búið var að skrúfa fyrir nr. 1 og nr. 2 hafði aldrei verið tekin í notk­un. En í þeim var þó gas, metangas, sem nú streymir upp af hafs­botni í gegnum götin og myndar umfangs­miklar og ólg­andi gas­bólur á yfir­borði.

Þetta er hættu­svæði enda metan­gas mjög eld­fimt. Þess vegna hefur umferð sjó­fara verið bönnuð í 5 sjó­mílna rad­íus umhverfis gas­bólurnar miklu. Eng­inn gas­gleypir er umhverfis leiðsl­urnar heldur mun, á end­an­um, allt gasið sem í þeim var streyma óhindrað út í sjó­inn og and­rúms­loft­ið.

Auglýsing

En þótt engin stofnun í Evr­ópu viti upp á hár hversu mikið gas var í leiðsl­unum tveimur er talið lík­legt að það hafi numið á bil­inu 150-500 millj­ónum rúmmetra. Það aftur þýð­ir, ef farið er milli­veg­inn sem er var­lega áætl­að, að um 200 þús­und tonn af met­ani muni sam­an­lagt fara út í and­rúms­loft­ið. Það jafn­ast á við losun 15 millj­óna tonna af koltví­sýr­ingi sem er um 32 pró­sent af árlegri losun Dan­merk­ur, að mati umhverf­is­stofn­un­ar­innar þar í landi. „Í sam­hengi við losun okkar Dana er þetta mikið en á heims­vísu er þetta lít­ill atburð­ur,“ segir Gorm Bruun And­er­sen, sér­fræð­ingur við Árósa­há­skóla.

Mat þýsku umhverf­is­stofn­un­ar­innar er var­kár­ari. Þar á bæ er reiknað með að um 7,5 millj­ónir tonna af koltví­sýr­ingi losni sem nemur um 1 pró­senti af árlegri losun Þýska­lands.

Ef los­unin mun að end­ingu nema 250 þús­und tonnum af met­an, líkt og ekki er fjar­stæðu­kennt en þó óger­legt að slá föstu, hvorki nú eða síð­ar, mun hún jafn­ast á akstur 1,3 millj­óna bruna­bíla í heilt ár, að því er fram kemur í frétta­skýr­ingu The Guar­dian. (Hér er orðið bruna­bíll notað yfir bíl sem knú­inn er jarð­efna­elds­neyt­i).

Þetta eru stórar töl­ur, vissu­lega. Í stóra sam­heng­inu hvað varðar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá mann­anna verkum er umfangið hins vegar ekk­ert svo svaka­legt. Því það er heild­ar­los­unin sem er svaka­leg. En þar sem við sjáum gas­bólurnar risa­stóru í Eystra­salti verður okkur um og ó. Bróð­ur­partur allrar los­unar er okkur ein­fald­lega ekki sýni­leg­ur.

­Metan er öflug gróð­ur­húsa­loft­teg­und, þ.e. hún hitar and­rúms­loftið meira en koltví­sýr­ingur í sama magni, segir í frétta­skýr­ingu danska rík­is­tú­varps­ins. En hins vegar brotnar hún hraðar nið­ur.

Lek­inn er mjög alvar­leg­ur, segir Jef­frey Kargel, vís­inda­maður við Jarð­vís­inda­stofnun Arizona. Og hafi verið unnið skemmd­ar­verk á leiðsl­unum með þessum afleið­ingum er um umhverf­is­glæp að ræða. „Magn gass sem lekur úr lögn­unum er aug­ljós­lega mik­ið,“ segir hann við Polit­ico, „en þetta er ekki jafn stórt umhverf­isslys og kannski ein­hverjir halda.“

Ígildi 32 millj­arða tonna af koltví­sýr­ingi var los­aður út í and­rúms­loftið á heims­vísu í fyrra og því er gaslek­inn í Eystra­salt­inu, að sögn Kargel, ekki umfangs­mik­ill í því sam­hengi. „Þetta er lítil gas­bóla í haf­inu“ miðað við met­an­losun frá marg­vís­legri vinnslu á hverju ári, s.s. olíu- og kola­vinnslu, hefur Polit­ico eftir öðrum sér­fræð­ingi, Dave Reay, sem fer fyrir lofts­lags­stofnun Edin­borg­ar­há­skóla. Met­an­magnið er á pari við það sem losað er frá olíu- og gasvinnslu Rússa á einni viku, bendir enn einn sér­fræð­ing­ur­inn svo á.

Þótt gasmagnið sé lítið í hinu stóra sam­hengi eins og á undan er rakið og ekki lík­legt til að hafa mikil áhrif á lofts­lag jarðar minnir þessi atburður okkur á hversu hættu­legt er að nota jarð­gas, bendir Bruun And­er­son við Árós­ar­há­skóla á. Þegar gas er brennt þá hefur það minni áhrif á lofts­lags en t.d. kol. Þess vegna hefur jarð­gas stundum verið flokkað með „hreinum orku­gjöf­um“. En, segir Bruun And­er­son, gas getur verið alveg jafn meng­andi og kol. „Þegar gas sleppur þá hefur það áhrif á lofts­lag. Þannig að þegar svona lekar verða þá sýnir það okkur hætt­una sem við tökum með því að nota það.“

Best væri að kveikja í því

Metan er sam­sett úr kolefni og vetni. Þegar það er brennt verður til koltví­sýr­ingur sem hefur um 30-80 sinnum minni áhrif til hlýn­unar lofts­lags á hvert tonn en met­an. Og þess vegna má stundum sjá eld­stróka við gasvinnsl­ur. Ef gas sleppur er það brennt til að draga úr meng­andi áhrifum þess, sem þó eru, eðli máls­ins sam­kvæmt, mik­il.

Því hafa vaknað spurn­ingar um hvort ekki ætti að bera eld að gas­inu sem nú gýs upp úr Eystra­salti?

Lofts­lags­lega séð er svarið já. En, segir Piers For­ster, sér­fræð­ingur í lofts­lags­málum við Háskól­ann í Leeds, slík aðgerð myndi ógna öryggi og jafn­vel hafa ann­ars konar umhverf­is­á­hrif. Í ljósi þess hversu skammt frá landi, nánar til­tekið dönsku eyj­unni Borg­und­ar­hólmi, gaslek­inn er sé íkveikja nær örugg­lega ekki raun­veru­legur val­mögu­leiki.

Danir og Svíar þurfa að bíða rólegir þar til Nord Str­eam 1 og 2 hafa tæmst af gasi áður en hægt verður að nálg­ast svæðið þar sem lek­inn er að eiga sér stað. Stór­hættu­legt væri að kafa niður að göt­unum fyrr en þá. Hvenær leiðsl­urnar verða orðnar tóm­ar, að minnsta kosti að mestu, er ómögu­legt að segja með vissu, en von­ast er til að það ger­ist jafn­vel um helg­ina. Þá verður gerð rann­sókn á því hvað eig­in­lega átti sér stað og reynt að skera úr um hvort spreng­ing varð í leiðsl­un­um, vegna þrýst­ings eða slíks, eða hvort um skemmd­ar­verk hafi verið að ræða.

Fer í bók­haldið hjá Dönum og Svíum

Og það er eitt til sem er mjög áhuga­vert. Af því að gas lekur út á að minnsta kosti einum stað leiðsl­unnar þar sem hún liggur um danska efna­hags­lög­sögu fær­ist los­unin sem þar á sér stað í los­un­ar­bók­hald Dana, að sögn umhverf­is­stofn­un­ar­innar þar í landi. Það sama á því við um gatið sem er á lögn­inni innan sænskrar lög­sögu. Hin götin tvö eru að því er virð­ist á alþjóð­legu haf­svæði.

Örverur í haf­inu geta bundið gróð­ur­húsa­loft­teg­undir svo ekki er víst að allt gasið losni beint út í and­rúms­loftið þótt talið sé að meiri­hluti þess geri það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar