Staða menningarmála: Fornleifar

Við vinnslu fjárlagafrumvarps væri ánægjulegt að sjá að sá metnaður sem ríkisliðar tala um að þau sýni íslenskri menningu næði einnig til fornleifarannsókna, skrifar Gylfi Helgason, formaður Félags fornleifafræðinga.

Auglýsing

Í umfjöllun rík­is­stjórn­ar­liða und­an­farið telja þau sig standa vel að menn­ing­ar­mál­um. Lilja Alfreðs­dóttir nefndi t.d. aukna fjár­veit­ingu til höf­uð­safn­anna þriggja í ráð­herra­tíð sinni. En hver er staðan hjá íslenskri þjóð­menn­ingu, sér­stak­lega forn­leif­um?

Mikið líf hefur verið í forn­leifa­rann­sóknum á síð­ustu ára­tug­um. Má þar tína til tvö þekkt dæmi: rann­sóknir á Hof­stöðum í Mývatns­sveit og Skriðuklaustri á Aust­ur­landi. Við vitum meira um trú­ar­líf og sam­fé­lag til forna þökk sé þessum rann­sókn­um. Þær hafa einnig laðað að ferða­fólk og veitt mik­il­vægt fjár­magn til brot­hætt­ari byggða. Fjár­magn í forn­leifa­rann­sóknir er því í senn fjár­magn til byggða­mála og vís­inda­starfa. Und­an­farin ár hafa horfur hins vegar orðið dekkri. Ástæð­an? Slæm staða Forn­minja­sjóðs – eins helsta sam­keppn­is­sjóðs á sviði forn­leifa­rann­sókna á Íslandi.

Auglýsing

Fjár­veit­inga til sjóðs­ins hafa nær staðið í stað und­an­farin ár. Á sein­asta ári fékk sjóð­ur­inn aðeins 44 millj­ónir (auk tíma­bund­innar auka­fjár­veit­ingu upp á 30 millj­ón­ir: sam­tals um 70 millj­ón­ir). Sam­bæri­legur sjóður er til dæmis Safna­sjóður sem er um 200 millj­ón­ir. Forn­leifa­rann­sóknir eru þó gjarnan flóknar og tíma­frek­ar. Margir sér­fræð­ingar koma að verk­efnum og ferða- og gisti­kostn­aður getur orðið mik­ill, einnig kostn­aður við ýmis tæki. Því er algengt að slíkar rann­sóknar útheimti tölu­vert fé.

Hildarsel í Hrunamannahreppi. Einn af þeim fjölmörgu stöðum sem hafa verið skráðir af fornleifafræðingum á síðastliðnum árum. Mynd: Gylfi Helgason

Ef fram heldur sem horfir mun fjár­skortur í sjóðnum hafa alvar­legar afleið­ingar fyrir forn­leifa­fræði hér­lend­is. Hætta er á fólk hverfi til ann­ara starfa eða eigi erfitt með að halda fullu starfi - þurfi jafn­vel að gefa vinnu sína í auknum mæli. Af því myndi leiða þekk­ing­ar­tap innan fags­ins. Upp­bygg­ingu sem átt hefur sér stað í fag­inu væri stefnt í voða og þar með forn­leifa­fræði á land­inu öllu. Forn­leifa­rann­sóknir eru mik­il­vægar því þær eru jafnan grunnur alls safna­starfs á land­inu: Hvar væri Þjóð­minja­safn Íslands t.d. án forn­leifa­rann­sókna?

Staða forn­leifa­rann­sókna á Íslandi er því ekki góð. Við vinnslu fjár­laga­frum­varps, sem nú stendur yfir, væri ánægju­legt að sjá að sá metn­aður sem rík­is­liðar tala um að þau sýni gagn­vart íslenskri menn­ingu næði einnig ná til þjóð­minja og forn­leifa­rann­sókna. Án forn­leifa­fræð­inga og sér­fræði­þekk­ingar þeirra er íslensk menn­ing illa stödd.

Höf­undur er for­maður Félags forn­leifa­fræð­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar