Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál

„Lengd vinnuvikunnar hér á landi eða annars staðar í heiminum er ekki náttúrulögmál. Þvert á móti eru engin vísindaleg rök fyrir því að vinnuvikan er víðast hvar 40 tímar á viku,“ skrifar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Auglýsing

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hefur verið eitt af stærstu bar­áttu­málum BSRB und­an­far­inn ára­tug. Við náðum stórum áfanga í kjara­samn­ingum við ríki og sveit­ar­fé­lög árið 2020. Þá var samið um allt að 36 stunda vinnu­viku hjá dag­vinnu­fólki byggða á end­ur­skipu­lagi innan vinnu­staða og allt niður í 32 stunda vinnu­viku hjá vakta­vinnu­fólki sem vinnur á öllum tímum sól­ar­hrings­ins og gengur þyngstu vakt­irn­ar, hvoru­tveggja án launa­skerð­ing­ar.

Í aðdrag­anda kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði er aftur að hefj­ast umræða um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Áhuga­vert er að fylgj­ast með skrifum þeirra sem finna styttri vinnu­viku allt til for­áttu og þá ekki síst fyrir þær sakir að helstu rök­semd­irnar gegn styttri vinnu­viku hafa ekk­ert breyst í ára­tugi þrátt fyrir miklar sam­fé­lags­breyt­ing­ar. Í því sam­bandi skiptir engu hvort litið er til tím­ans í kringum kjara­samn­ing­ana 2020, árs­ins 2010 þegar BSRB setti málið á odd­inn eða allt aftur til árs­ins 1971 þegar vinnu­vikan var stytt í 5 daga. Enn áhuga­verð­ara er að fylgj­ast með skrifum þeirra sem ein­fald­lega vilja afskrifa stytt­ingu vinnu­vik­unnar hér á landi. Stað­reyndin er sú að hún er nú þegar orðin að raun­veru­leika hjá hluta fólks á íslenskum vinnu­mark­aði sem hefur einmitt veitt fjölda þjóða og vinnu­staða inn­blástur til að prófa sig áfram með styttri vinnu­tíma.

Algeng­ast er að hug­myndir um mögu­leik­ann á styttri vinnu­viku séu afskrif­aðar á grund­velli lög­mála hag­fræð­inn­ar. Það er í sjálfu sér merki­legt því fjöldi inn­lendra sem erlendra rann­sókna sýnir að það má vel stytta vinnu­vik­una án þess að það komi niður á afköstum hjá starfs­fólki í dag­vinnu. Annað gildir um vinnu þar sem unnið er á öllum tímum sól­ar­hrings­ins því þar verður að koma til aukin mönn­un, en þá verður einnig að líta til þess að slíkur vinnu­tími hefur nei­kvæð­ari áhrif á heilsu og lífslíkur fólks og því er enn mik­il­væg­ara að stytta vinnu­vik­una í slíkum störf­um. Reynslan hér á landi, rúm­lega 12 mán­uðum eftir að vinnu­tím­anum var breytt í vakta­vinnu, sýnir enn fremur að kostn­aður hefur hald­ist innan þess ramma sem settur var í upp­hafi.

Auglýsing

Þróun vinnu­tíma

Lengd vinnu­vik­unnar hér á landi eða ann­ars staðar í heim­inum er ekki nátt­úru­lög­mál. Þvert á móti eru engin vís­inda­leg rök fyrir því að vinnu­vikan er víð­ast hvar 40 tímar á viku. Þró­unin á lengd vinnu­vik­unnar er öfug­snúin að því leyti að hún byggir ekki á vís­inda­legum nið­ur­stöðum um hve lengi við getum ein­beitt okkur eða hvert lík­am­legt úthald okkar sé til að sinna hinum ýmsu fjöl­breyttu störf­um. Hún byggir heldur ekki á þekk­ingu um hvað geti skilað bestu mögu­legu nið­ur­stöðu fyrir ein­stak­ling­inn, fjöl­skyld­una, vinnu­stað­inn og sam­fé­lagið allt. Þegar fólk fór fyrst að vinna fyrir aðra vann það gjarnan í lík­am­lega erf­iðum störfum og vinnu­dag­ur­inn var almennt 10 til 16 tímar, sex daga vik­unn­ar. Til að sporna gegn nei­kvæðum og óheilsu­sam­legum áhrifum svo langrar vinnu­viku hófu stétt­ar­fé­lög bar­átt­una fyrir hámarks­lengd vinnu­vik­unn­ar, afmörkun hvíld­ar­tíma og frí­tíma fólks frá störf­um. Þetta var í iðn­bylting­unni undir lok 19. ald­ar.

Ef við horfum á þróun vinnu­tíma yfir lengri tíma sjáum við að þrátt fyrir að við vinnum vissu­lega færri stundir en áður þá hefur hægst veru­lega á þró­un­inni und­an­farna ára­tugi. Á átt­unda ára­tugnum þustu konur út á vinnu­mark­að­inn og atvinnu­þátt­taka hefur því auk­ist gríð­ar­lega, tækn­inni fleygt fram sem veldur því að störf hafa breyst og við erum öll að leysa miklu fleiri og flókn­ari verk­efni í störfum okkar en fólk í svip­uðum störfum gerði til dæmis fyrir 50 árum. Í dag eru störf almennt meira krefj­andi fyrir hug­ann en lík­amann og ofan á laun­uðu störfin bæt­ist við önnur og þriðja vaktin sem felst í ábyrgð á börnum og heim­il­inu en ennþá er lengd vinnu­vik­unnar sú sama.

Jafn­ræði í vinnu­tíma fyrir ólíka hópa

Almennt er talið að um helm­ingur fólks á vinnu­mark­aði dags­ins í dag geti stjórnað hvaðan það vinn­ur, hvenær og hversu mik­ið. Flest spá því að til fram­tíðar muni sveigj­an­leiki í þessum störfum aukast og fólk ráði þessu alfarið sjálft, enda verði áherslan þá á verk­efnin í stað stimp­il­klukku. Í þeirri fram­tíð­ar­músík verðum við að velta því fyrir okkur hvort við ætlum áfram að láta launa­fólk sem ekki nýtur þessa sveigj­an­leika, hinn helm­ing­inn, vinna sömu gömlu vinnu­vik­una og var komið á þegar langa­far okkar voru að taka sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði. Þetta á til dæmis við um störf þar sem kraf­ist er sam­skipta, umönn­un­ar, hjúkr­un­ar, lög­gæslu og ann­arrar þjón­ustu við fólk eða við­veru. Það mun óneit­an­lega hafa áhrif á starfs­val fólks.

BSRB hefur ver­ið, og verður áfram, sann­fært um gildi styttri vinnu­viku fyrir vinnu­staði, atvinnu­rek­end­ur, launa­fólk og fjöl­skyldur þeirra sem og sam­fé­lagið allt. Ávinn­ing­ur­inn er bætt heilsa og öryggi starfs­fólks, aukin lífs­gæði, aukið jafn­rétti kynj­anna, minnkað kolefn­is­fót­spor og ham­ingju­sam­ari þjóð. Allt sem þarf er hug­rekki til að breyta úreltum hug­myndum um vinnu­tím­ann, end­ur­skipu­lagn­ing á því hvernig við vinnum og ríkt sam­ráð og sam­vinna stjórn­enda og starfs­fólks þar um. Umræðan á ekki að snú­ast um hvort rétt sé að stytta vinnu­vik­una, heldur hversu stutt vinnu­vikan geti mögu­lega orð­ið.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar