Dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir króna

Róbert Wessman og tveir viðskiptafélagar hans voru í dag dæmdir til að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir króna auka vaxta fyrir að hlunnfara hann í viðskiptum tengdum Alvogen.

Róbert Wessman
Róbert Wessman
Auglýsing

Róbert Wessman, Árni Harð­ar­son og Magnús Jaroslav Magn­ús­son voru í dag dæmdir til að greiða Matth­í­asi Johann­es­sen 640 millj­ónir króna í Hæsta­rétti Íslands. Málið snýst um það að menn­irnir fjórir keyptu saman fjár­fest­inga­fé­lagið Aztiq Pharma Partners sem átti í gegnum dótt­ur­fé­lög 30 pró­sent hlut í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Alvogen. Róbert átti langstærstan hluta í félag­inu, eða um 94 pró­sent. Hinir menn­irnir áttu tvö pró­sent hver.

Sum­arið 2010 var eign Aztiq Pharma Partners í Alvogen seld til ann­ars félags á nafn­virði. Það félag var í eigu Árna Harð­ar­son­ar. Matth­ías taldi að með þessu hefðu hinir menn­irnir þrír hlunn­farið sig á sak­næman og ólög­legan hátt og fór fram á að þeir greiddu sér 3,1 millj­arð króna. Vara­krafa hans hljóð­aði upp á 640 millj­ónir króna og féllst Hæsti­réttur á hana. Til við­bótar til þá upp­hæð munu vextir reikn­ast á upp­hæð­ina frá sumr­inu 2010 og drátt­ar­vextir frá árinu 2011.

Í dómi Hæsta­réttar segir að eign­ar­hlut­ur­inn í dótt­ur­fé­lag­inu, sem hélt á 30 pró­sent hlut í Alvogen, hefði verið seldur á und­ir­verði og að mönn­unum hafi mátt vera full­ljóst „að með þeirri ráð­stöfun hefðu hags­munir eins hlut­hafa í félag­inu með ótil­hlýði­legum hætti verið teknir fram yfir hags­muni félags­ins og þar með ann­arra hlut­hafa.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sem Róbert Wessman, Árni Harð­ar­son og Magnús Jaroslav Magn­ús­son sendur frá sér vegna dóms Hæsta­réttar seg­ir: „Mála­ferli Matth­í­asar Johann­es­sen eiga sér langa sögu en hann var við upp­haf starf­semi Alvogen starfs­maður sem boðið var að kaupa 2% í fjár­fest­inga­fé­lagi sem þá var nýbúið fjár­festa í Alvogen.  Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni. Í nær átta ár hefur Matth­ías sóst eftir ævin­týra­legri ávöxtun sem hlut­hafi í félag­inu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009.  Matth­ías sjálfur hafði miklar vænt­ingar um ávöxtun en með dómi Hæsta­réttar voru honum dæmdar um 7% af upp­haf­legri 9 millj­arða bóta­kröfu hans.

Nið­ur­staða Hæsta­réttar felur í sér að ávöxtun Matth­í­asar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón pró­senta ávöxtun á einu ári.  Und­ir­rit­aðir eru nú dæmdir til að greiða Matth­í­asi um 640 millj­ónir króna. Und­ir­rit­aðir telja að því miður horfi Hæsta­réttur fram hjá nokkrum lyk­il­at­riðum í mál­inu og eru það því tals­verð von­brigði fyrir und­ir­rit­aða að vera dæmdir bóta­skyldir gagn­vart Matth­í­asi jafn­vel þó bæt­urnar séu brot af því sem hann fór fram á.  Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dóm­stóll lands­ins getur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að margra milljón pró­senta árs­á­vöxtum á fjár­fest­ingu geti verið eðli­leg nið­ur­staða.“

Í dómi Hæsta­rétt­ar er talað um sak­­næma hátt­­semi þeirra Ró­berts, Árna og Magn­ús­­ar, en þar kem­ur fram að þeir hafi með „ólög­­mætri og sak­­næmri hátt­­semi staðið því í vegi að aðal­á­frýj­andi fengi notið rétt­inda sinna sem hlut­hafi“ í Aztiq Pharma Partners.

Málið snýst kaup mann­anna fjög­­urra á fé­lagi sem síðar fékk nafnið Aztiq Pharma Partners ehf. Átti fé­lag­ið, í gegn­um dótt­­ur­­fé­lög sín 30% hlut í lyfja­­fyr­ir­tæk­inu Alvogen. Átti Ró­bert 94% í fé­lag­inu en hinir 2% hver. Síðar eign­að­ist Árni hlut Ró­berts, en Matt­h­­ías taldi sig eiga for­­kaups­rétt á þriðj­ungi hluta­bréfa Ró­berts.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent