„Þrátt fyrir að ég vilji fá handritin heim vil ég fá dönsku fjölmiðlastefnuna“

Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningar og viðskipta ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði og lýsir því yfir að hún vilji fara „dönsku leiðina“ í málefnum fjölmiðla hér á landi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðla vill taka RÚV af auglýsingamarkaði og innleiða fjölmiðlastefnu að danskri fyrirmynd á Íslandi.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðla vill taka RÚV af auglýsingamarkaði og innleiða fjölmiðlastefnu að danskri fyrirmynd á Íslandi.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra seg­ist ætla að beita sér fyrir því að RÚV fari af aug­lýs­inga­mark­aði og vill horfa til Dan­merkur sem fyr­ir­myndar fyrir íslenska fjöl­miðla­mark­að­inn – fara „dönsku leið­ina“ í mál­efnum fjöl­miðla.

„Þrátt fyrir að ég vilji fá hand­ritin heim vil ég fá dönsku fjöl­miðla­stefn­una,“ sagði Lilja meðal ann­ars í ávarpi sínu á mál­þingi sem Blaða­manna­fé­lag Íslands og Rann­sókna­setur um fjöl­miðlun og boð­skipti við Háskóla Íslands standa fyrir í húsa­kynnum Blaða­manna­fé­lags­ins síð­degis í dag.

Lilja segir að í hennar nýja ráðu­neyti menn­ing­ar- og við­skipta, þar sem fjöl­miðlar eru til húsa, verði rýnt „gríð­ar­lega vel“ í danska laga­texta um mál­efni fjöl­miðla og halda áfram á þeirri veg­ferð sem hófst í upp­hafi árs 2018.

Í Dan­mörku er DR ekki á aug­lýs­inga­mark­aði og stutt er við einka­rekna fjöl­miðla með nokkrum mis­mun­andi leiðum með það að mark­miði að tryggja fjöl­ræði á fjöl­miðla­mark­aði.

Aug­lýs­ingar á RÚV trufli mark­að­inn

Lilja var hörð á því í ræðu sinni að hún myndi beita sér fyrir því að RÚV fari af aug­lýs­inga­mark­aði. Hún segir að með því verði ekki tryggt að aug­lýs­ing­arnar sem í dag eru á RÚV fær­ist yfir á aðra ljós­vaka­miðla og að hún hafi skiln­ing á þeim sjón­ar­miðum að það sé þjón­usta við neyt­endur að Rík­is­út­varpið selji aug­lýs­ing­ar.

„Ég tel hins vegar og það er mín póli­tíska sýn að þetta trufli mark­að­inn. Og ég mun halda áfram þar,“ sagði Lilja. Hún sagði að styrkja þyrfti við íslenska fjöl­miðla, sem væru nokkuð sterkir þrátt fyrir að umgjörð þeirra væri veik í dag.

Auglýsing

Nefndi hún fyrir því þau rök að fjöl­miðlar veittu nauð­syn­legt aðhald í sam­fé­lag­inu og að án þeirra væri hætta á að lesskiln­ingi ungs fólk myndi hraka. Í ræðu sinni nefndi Lilja einnig að hún vildi auka sann­girni í skatt­lagn­ingu á milli íslenskra fjöl­miðla og erlendra stór­fyr­ir­tækja sem selja aug­lýs­ingar á net­inu.

Átök við þing­menn og fjöl­miðla

Ráð­herra fjall­aði einnig um þau átök sem hafa verið um það opin­bera styrkja­kerfi við einka­rekna fjöl­miðla sem tekið var upp á síð­asta kjör­tíma­bili.

Lilja sagði málið hafa verið sér erfitt sem ráð­herra, átök hafi verið á milli stjórn­ar­flokk­anna og við ein­staka þing­menn og einnig ákveðna fjöl­miðla. Sagð­ist hún hafa orðið fyrir von­brigðum með það hvernig sumir fjöl­miðlar nálg­uð­ust umræð­una um fjöl­miðla­styrki. Þar nefndi Lilja sér­stak­lega bæði Sím­ann og Sýn.

Hún sagði að Sýn hefði lagst „al­farið gegn þessu“ og að hún hafi vitað að það „myndi ger­ast því það er svo­lítið í DNA-inu á þessum aðilum og það á líka við um Sím­ann, þeir voru of fínir fyrir þetta. Og þá segi ég bara, ef þið eruð of fínir fyrir þetta, getið þið þá ekki bara vin­sam­leg­ast skilað þessum pen­ingum í rík­is­sjóð svo litlu og með­al­stóru fjöl­miðl­arnir fái þetta, sem hafa ekki jafn sterka bak­hjarla og þið,“ sagði Lilja meðal ann­ars, í ræðu sinni.

Sím­inn rekur ekki frétta­þjón­ustu og upp­fyllti ekki skil­yrði fyrir styrkj­un­um. Félagið fékk því enga styrki og getur ekki skilað þeim. Það skil­aði hins vegar umsögn um frum­varp Lilju um styrki til fjöl­miðla þar sem lagst var gegn því. Þess í stað vildi Sím­inn að Alþingi myndi leggja áherslu á að beina rík­is­stuðn­ingi í þá veru að styrkja fjöl­miðla sem sinna þýð­ingum á efni. Á meðal þeirra sem það gera er Sím­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent