Ísland fellur um eitt sæti í vísitölu Blaðamanna án landamæra

Samtökin Blaðamenn án landamæra hafa birt fjölmiðlafrelsisvísitölu sína fyrir árið 2021. Ísland fellur um eitt sæti á listanum, niður í það sextánda. Herferðar Samherja gegn trúverðugleika fréttamanna á síðasta ári er getið í umfjöllun samtakanna.

Ísland fellur í fjölmiðlafrelsisvísitölu Blaðamanna án landamæra fjórða árið í röð.
Ísland fellur í fjölmiðlafrelsisvísitölu Blaðamanna án landamæra fjórða árið í röð.
Auglýsing

Ísland fellur um eitt sæti í árlegri fjölmiðlafrelsivísitölu samtakanna Blaðamanna án landamæra og situr nú í 16. sæti, eftir að hafa verið í 15. sæti í fyrra.

Herferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem fjallað hafa um málefni fyrirtækisins er sérstaklega nefnd í umfjöllun samtakanna um stöðu fjölmiðla á Íslandi.

Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann, eftir að hafa verið í 10. sæti árið 2017, en hin norrænu ríkin raða sér efst á lista.

Noregur er sem fyrr í efsta sæti vísitölunnar, fimmta árið í röð, þrátt fyrir að í umfjöllun Blaðamanna án landamæra komi fram að fjölmiðlar þar í landi hafi kvartað undan því að fá lítinn aðgang að gögnum hins opinbera um heimsfaraldurinn. Finnland er í öðru sæti, Danmörk í þriðja sæti og Svíþjóð í fjórða sæti.

Í umfjöllun samtakanna um Ísland segir, rétt eins og nokkur undanfarin ár, að starfsumhverfi blaðamanna hafi farið versnandi árum saman þar sem samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla hafi súrnað.

Auglýsing

Þá segir að efnahagshrunið árið 2008 hafi haft mikil áhrif á fjölmiðla, grafið undan rekstrarforsendum þeirra og sömuleiðis getu þeirra til þess að standast þrýsting frá hagsmunahópum.

Á sama tíma hafi traust til fjölmiðla þó aukist og hlutverk þeirra sem stoðir lýðræðis styrkst. Íslensk löggjöf verndi blaðamenn og tjáningarfrelsið, en meginvandamál íslenskra fjölmiðla haldi áfram að vera skortur á fjármagni. Þess er getið að verið sé að ræðja nýja löggjöf um styrki til einkarekinna fjölmiðla.

Fjallað er um Samherjamálið sérstaklega og segir í umfjöllun samtakanna að sjávarútvegsfyrirtækið hafi árið 2020 farið af stað með fjölmiðlaherferð sem miðaði að því að draga úr trúverðugleika fréttamanna sem fjölluðu um málið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent