Halla Hrund næsti orkumálastjóri

Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.

Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund Logadóttir.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur skipað Höllu Hrund Loga­dóttur í emb­ætti orku­mála­stjóra frá og með 19. júní 2021.

Fimmtán manns sóttu um starf­ið, sem aug­lýst var undir lok síð­­asta árs. Á meðal ann­arra umsækj­enda voru Guð­­mundur Þór­odds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­­­ur, Björn Óli Hauks­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Isa­via og Jón Þór Sturlu­­son fyrr­ver­andi aðstoð­­ar­­for­­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Tvær umsóknir voru dregnar til bak­a. 

Ráð­herra skip­aði nefnd til að meta hæfni umsækj­enda og skila grein­­ar­­gerð um þá. Í henni sátu Kristín Har­alds­dóttir lektor og for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar, Birgir Jóns­­son rekstr­­ar­hag­fræð­ingur og Ingvi Már Páls­­son skrif­­stofu­­stjóri.

Hæfn­is­nefndin mat fimm umsækj­endur hæf­asta til þess að gegna emb­ætt­inu. Ráð­herra  boð­aði í fram­haldi við­kom­andi fimm umsækj­endur til við­tals og var það mat ráð­herra að Halla Hrund væri hæfust umsækj­enda til að stýra Orku­stofnun til næstu fimm ára.

Auglýsing
Halla Hrund er með BA gráðu í stjórn­mála­fræði, meistara­gráðu í alþjóða­sam­vinnu með áherslu á hag­fræði og orku­mál og meistara­gráðu í opin­berri stjórn­sýslu frá Harvard Háskóla með áherslu á umhverf­is- og orku­mál. Hún­hefur starfað frá árinu 2017 sem með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri við mið­stöð norð­ur­slóða, Arctic Ini­ti­ati­ve, við Harvard háskóla sem beinir sjónum meðal ann­ars að áhrifum lofts­lags­mála, og kennir jafn­framt á meist­ara­stigi við sömu stofn­un. Frá árinu 2019 hefur hún með­stýrt kort­lagn­ingu breyt­inga­þátta Norð­ur­slóða, meðal ann­ars orku­mála, á vett­vangi World Economic For­um. Halla Hrund hefur auk þess frá árinu 2015 starfað sem stofn­andi og for­maður Arctic Innovation Lab og starfað sem leið­bein­andi í ýmsum orku­tengdum nýsköp­un­ar­hröðl­um.

Hún hefur setið í stjórn Orku­sjóðs frá árinu 2015 og sama ár hóf hún störf sem stunda­kenn­ari við Háskól­ann í Reykja­vík þar sem hún kennir nám­skeið um stefnu­mótun á sviði orku­mála með áherslu á lofts­lags­mál. Halla Hrund var fram­kvæmda­stjóri Iceland School of Energy við Háskól­ann í Reykja­vík frá árinu 2013 fram til árs­ins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund for­stöðu­maður Alþjóða­þró­unar við Háskól­ann í Reykja­vík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent